Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2010, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. maí 2010 FRÉTTIR Sumarhúsaeigendur í Grímsnesi eru ósáttir við nýjan veitingastað Ólafs Laufdal veitingamanns sem stendur nærri sumarhúsum þeirra. Veitinga- húsið er hluti af ferðamannaþjón- ustu Ólafs, en auk veitingahússins rekur hann lúxusgistihús sem hann leigir út allt árið. Sigríður Björnsdóttir hefur átt bústað á svæðinu í rúm sjö ár og er hún ein þeirra sem eru ósáttir við veitingastaðinn.„Þetta er algjörlega óþolandi. Við byggjum sumarbústað þarna í góðri trú um að við getum átt þarna rólegar og kósí stundir með fjölskyldunni en það segir sig sjálft að það fylgir því talsvert ónæði að fá þetta við bústaðinn hjá sér,“ segir Sig- ríður. Tveimur árum eftir að bústað- ur hennar reis byrjuðu heilsárshús- in að rísa rétt fyrir neðan. Hún segir að það hafi ekki legið fyrir á skipulagi og hugmyndin hafi aldrei verið kynnt fyrir sumarhúsaeigendum á staðn- um. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, seg- ir deiluskipulag hafa verið gert árið 2004 og ætti væntanlega að hafa ver- ið kynnt fyrir nágrönnunum, það hafi þó verið fyrir hans sveitarstjóra- tíð. „Þetta fór bara í skipulagsferli á sínum tíma og væntanlega ekki ver- ið gerðar athugasemdir við það þá,“ segir Jón. Sigríður segir það þekkt að þar sem svona staðir hafi risið í sumarhúsabyggð hafi það raskað friðnum á staðnum og tekur Flúðir og Úthlíð sem dæmi. Sigríður segir óánægjuna fyrst og fremst snúa að sveitarstjóranum þar sem þetta hafi aldrei verið kynnt fyrir sumarhúsa- eigendum á staðnum. Ólafur Laufdal segir að áhyggj- ur sumarhúsaeigenda séu óþarfar: „Þetta verður bara rólegt kaffihús með opið til ellefu á kvöldin. Þetta verður ekki bar, dansstaður eða neitt slíkt. Við erum með vínveitingaleyfi en það er bara svo fólk eigi kost á að fá sér eitt glas með matnum,“ segir hann og bætir við að veitingastaður- inn muni koma sér vel fyrir sveitarfé- lagið. viktoria@dv.is Sumarhúsaeigendur í Grímsnesi ósáttir við gistihús og veitingastað Ólafs Laufdal: Ósætti um veitingastað Óþarfa áhyggjur Ólafur Laufdal ásamt Kristínu Ketilsdóttur, eiginkonu sinni. MYND BJÖRN BLÖNDAL Óskar Hrafn hættur Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur látið af störfum sem fréttastjóri Stöðv- ar 2 og Vísis. Er ástæðan frétt um meinta fjármagnsflutninga fjögurra athafnamanna í júlí á síðasta ári en á mánudag var fréttin dregin til baka. Kveðst Óskar með uppsögn sinni vera að axla ábyrgð á þeim mistök- um. Í kjölfar uppsagnarinnar sendu starfsmenn Stöðvar 2 og Vísis frá sér yfirlýsingu þar sem uppsögnin var hörmuð. Skoruðu starfsmenn á hann að draga uppsögnina til baka. Risalúða á Flateyri Sjóstangaveiðimenn frá Þýskalandi duttu í lukkupottinn á Flateyri á mánudag þegar þeir veiddu 108 kílóa lúðu. Veiðimennirnir voru á vegum ferðaþjónustunnar Hvíldar- kletts á Flateyri sem er fyrirferðar- mikil í ferðaþjónustunni á Vestfjörð- um. Þjóðverjarnir voru fjórir saman og tók það þá um klukkustund með aðstoð leiðsögumanns að draga fisk- inn um borð. Lúðan var rúmir tveir metrar á lengd og tæplega hundrað kíló eftir að hreinsað hafði verið inn- an úr henni. Hámark á styrki Enginn frambjóðandi Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs er með meira en 300 þúsund krónur í styrki vegna forvals flokksins fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar. Forval var haldið á fjórum stöð- um; í Reykjavík, á Akureyri, á Akra- nesi og í Kópavogi. Alls tók fjörutíu og einn frambjóðandi þátt og hafa þeir allir skilað inn upplýsingum til ríkisendurskoðanda og staðfest að kostnaður hafi ekki farið yfir 300 þúsund krónur. Auglýsingabann rík- ir meðal frambjóðenda VG í forvali flokksins. Mikið hrun úr Bjarnarey Talið er að mörg þúsund tonn af grjóti hafi hrunið úr Bjarnarey í Vestmannaeyjum í fyrrinótt. Það var Haraldur Sverrisson trillusjómaður sem varð vitni að atburðinum um fjögurleytið í fyrrinótt og lét vita. Í samtali við Eyjafréttir í gær sagði Gunnlaugur Erlendsson, skipstjóri á björgunarbátnum Þór, að um gríðarlega mikið hrun væri að ræða. Gunnlaugur sigldi fram hjá eynni í gærmorgun til að kanna aðstæð- ur. Er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem mikið grjóthrun verður úr Bjarnarey. „Já, það var hringt í mig á föstudags- morgun og mér boðin vinna,“ seg- ir Ágúst Oddur Kjartansson. Ágúst sagði í helgarblaði DV frá reynslu sinni af margra mánaða atvinnuleysi. Hann á að baki um 50 ára starfsævi en hafði fyrir helgi verið atvinnulaus í um 16 mánuði. Í viðtalinu lýsti hann því hvernig hann væri niðurbrotinn maður og sæi ekki fyrir sér bjarta framtíð. Eft- ir viðtalið hefur orðið viðsnúningur á högum Ágústar því honum var boð- in vinna sama dag og viðtalið birtist. Það höfðu nokkrir aðilar samband við hann í kjölfarið en hann ákvað að taka boði eins þeirra um starf. Starfið er hjá banka í bænum. Þar kemur hann til með að vinna við þjónustudeild bankans. „Þetta er reyndar sumarvinna til að byrja með en það er betra en ekkert,“ segir Ág- úst léttur í bragði. Hann segir það líka skemmtilega tilviljun að hann sé að fara að vinna á þessum stað því á þessari sömu lóð og nýi vinnustaðurinn stendur á hafi hann byrjað sinn vinnuferil fyrir 50 árum. Þá hafi frystihús ver- ið á lóðinni. Þar var hann ráðinn í sína fyrstu vinnu, 13 ára gamall, og starfaði hann þar við hin ýmsu fisk- vinnslustörf. Það er von Ágúst segist hafa fengið mjög mikil og sterk viðbrögð í kjölfar viðtalsins. Hann er þakklátur fyrir þá miklu um- fjöllun sem mál hans hefur hlotið. Fjölmargir höfðu samband við hann og voru þakklátir honum fyr- ir að stíga fram því það séu ekki all- ir sem þora að tala um jafnviðkvæmt mál. „Viðtalið vakti fólk til umhugs- unar um stöðu atvinnulausra,“ seg- ir hann og bætir við: „Það er ekkert grín að vera í þessari stöðu, þetta tek- ur svo á fólk.“ Þrátt fyrir að Ágúst sé þakklátur að vera kominn með vinnu segir hann að það sé vissulega erfitt að vita af mörgum sem séu í sömu stöðu og hann var í. Hann segir at- vinnuleysið vera mikið og sérstak- lega sé erfitt fyrir fólk sem komið er á vissan aldur að fá vinnu. Það sé þó ekki vonlaust eins og sýni sig í hans tilviki. Ráðherra lofar úrbótum Ágúst sagði líka frá því í viðtalinu að ranglega hefði verið tekið af hon- um bætur vegna séreignasparnaðs sem hann tók út til að borga skuld- ir. Hann taldi sig í fullum rétti til að taka út séreignarsparnað sinn í ein- greiðslu án þess að verða fyrir tekju- skerðingu. Ágúst hafði ráðfært sig við lífeyrissjóðinn sinn þar sem hann fékk þær upplýsingar að hann myndi ekki verða fyrir tekjuskerðingu þó hann tæki út séreignarsparnaðinn í einni greiðslu. Annað kom á daginn því stuttu seinna fékk hann bréf frá Vinnumála- stofnun þar sem honum var tilkynnt að bætur hans yrðu skertar vegna þess að hann hafi tekið út sparnað- inn. Hann segist hafa hitt Árna Pál Árnason félagsmálaráðherra á ráð- stefnu um fátækt um helgina. Hann sagði Árna frá því ranglæti sem hann telur sig hafa sætt. Ráðherrann lofaði honum úrbótum og sagðist vera bú- inn að leggja fram frumvarp til að fá þessu breytt. Hann gaf Ágústi líka lof- orð um að hann myndi fá peningana, sem ranglega voru teknir af honum, til baka næði frumvarpið fram að ganga. Allt á uppleið Það hefur svo sannarlega orðið við- snúningur á lífi Ágústs síðan fyrir helgi. Þá var hann atvinnulaus og sá ekkert bjart fram undan. Í dag er hann kominn með vinnu og er bjartsýnn á framhaldið. „Eins og er þá er allt á uppleið hjá manni, það er miklu léttara að vera í kring- um mann,“ segir Ágúst sem horfir nú björtum augum til framtíðar. Hann segir vissulega vera mikinn létti að vera loksins kominn með vinnu enda hafi hann verið algjörlega að niður- lotum kominn. Nýja vinnan leggst vel í hann en fyrsti dagurinn hans var á þriðjudag. „Maður er bara glaður að komast út á vinnumarkaðinn aftur.“ „GLAÐUR AÐ KOMAST Á VINNUMARKAÐINN“ Ágúst Oddur er kominn með vinnu eftir að hafa verið atvinnulaus í rúma 16 mán- uði. Ágúst grét vegna aðstæðna sinna í sjónvarpsviðtali í síðustu viku og opnaði sig í helgarviðtali við DV. Hann segist hafa verið að niðurlotum kominn en nú líti hann björtum augum til framtíðar. VIKTORÍA HERMANNSDÓTTIR blaðamaður skrifar: viktoria@dv.is Eins og er þá er allt á uppleið hjá manni, það er miklu léttara að vera í kring- um mann. Bjartsýnn Ágúst Oddur horfir björtum augum til framtíðar eftir erfiða mánuði frá bankahruninu 2008.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.