Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2010, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. maí 2010 FRÉTTIR ALLT REYNT TIL ÞESS AÐ LÆKKA SKATTGREIÐSLU Margir af helstu skattaráðgjöfum lands- ins unnu áður hjá skattayfirvöldum þar sem þeir náðu sér í þekkingu og innsýn í skattkerfið. Kunnáttuna hafa þeir notað til að aðstoða fyrirtæki og einstaklinga til að greiða eins lága skatta og mögulegt er. Skattasniðganga er þekkt um allan heim og gífurlegar upphæðir renna til þeirra sem ráðin gefa. Fjölmargir lögmenn hafa horfið úr starfi hjá skattayfirvöldum á Íslandi yfir til endurskoðendaskrifstofa og til að starfa sjálfstætt sem skatta- lögmenn. Hjá skattinum fá þeir dýrmæta reynslu sem nýtist þeim í starfi við skattaráðgjöf – þeir vinna við að ráðleggja fólki hvernig hægt er að komast hjá því að greiða skatta – með löglegum leiðum. Í Bretlandi er sömu sögu að segja. Mjög marg- ir starfsmenn skattayfirvalda þar í landi hafa horfið úr starfi þaðan og yfir til endurskoðunarskrifstofa og lögmannsstofa sem leiðbeina fólki að greiða eins lága skatta og mögu- legt er samkvæmt skattalögum. Hin fjögur stóru Breska dagblaðið Guardian gerði í fyrra úttekt á skattasniðgöngu. Skattasniðganga er fínt orð yfir þær athafnir sem hafa það eina mark- mið að finna allar leiðir til að greidd- ir séu eins lágir skattar og mögulegt er samkvæmt laganna hljóðan. Í út- tekt Guardian er fjallað um hin fjóru stóru endurskoðunarfyrirtæki, sem eru KPMG, Deloitte, Pricewaterhou- seCoopers og Ernst & Young. Í grein- unum er því lýst hvernig þessi fyrir- tæki áttu á lager ýmsar tegundir af skattaskemum eða áætlunum fyrir einstaklinga og fyrirtæki um skatta- sniðgöngu – flest samkvæmt lögleg- um leiðum. Eyða miklum fjármunum Árið 2005 sýndi rannsókn sem skattayfirvöld í Bretlandi létu gera að 50 prósent af þóknunum á sviði skattamála hjá þessum fjóru stóru endurskoðendaskrifstofum voru vegna áætlana og tillagna í skatta- sniðgöngu. Talið var að í heildina hefðu þóknanir vegna skattaráð- gjafar þessara stofa numið um ein- um milljarði punda. Auðmenn og stórfyrirtæki eyða miklum fjármunum í skattalög- menn og endurskoðunarskrifstof- ur til að finna leiðir til að borga eins lága skatta og mögulegt er. Breski uppljóstrarinn Breski Barclays-bankinn er einn af stærstu bönkum heims. Í fyrra varð bankinn fyrir miklum álits- hnekki þegar fyrrverandi starfs- maður bankans sendi Vince Ca- ble, núverandi viðskiptaráðherra Bretlands, bréf þar sem starfsemi skattadeildar bankans var ítar- lega útskýrð. Í bréfinu komu fram upplýsingar um ýmsar leiðir sem bankinn ætlaði sér að nota og not- aði til að komast hjá því að greiða JÓHANNES KRISTJÁNSSON blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is Innan bankanna störfuðu skatta- sérfræðingar sem höfðu fundið út hagkvæmustu leiðirnar fyrir viðskipta- vini sem gengu allar út á það að viðkom- andi myndi greiða sem minnsta skatta. Gífurlegar upphæðir Upphæðirnar sem ekki renna í ríkiskassann í Bretlandi vegna ráðgjafar skattasérfræðinga eru taldar nema milljörðum punda á hverju ári. Gunnar Gunnarsson er einn af skattasérfræðingum Íslands: Slapp við að borga 700 milljónir króna Gunnar Gunnarsson, lögfræðingur og fyrrverandi starfsmaður KPMG og Milestone, sérhæfir sig í því að að- stoða fólk við að borga ekki skatta að óþörfu ef það getur komist hjá því á löglegan hátt. Snilld Gunnars á þessu sviði - hann sjálfur hefur sagst vera fremsti skattalögfræðingur Íslands samkvæmt heimildum DV - gerði það að verkum að eignarhaldsfélagið Milestone fékk hann til liðs við sig frá KPMG og átti Gunnar þátt í að teikna skattalegu hliðina á mörgum af þeim flóknu viðskiptum sem eignarhalds- félagið stundaði og greint hefur verið frá í fjölmiðlum frá hruninu 2008. Samhliða starfi sínu hjá Miles- tone veitti hann mörgum auðmönn- um skattaráðgjöf, meðal annars apó- tekaranum Róbert Melax, stofnanda Lyfju, Magnúsi Kristinssyni, útgerð- armanni í Vestmannaeyjum, og Eiði Smára Guðjohnsen, knattspyrnu- manni hjá AS Monaco. Gunnar tilheyrir án nokkurs vafa þeim hópi manna sem nefndir hafa verið arkitektar hrunsins hér á síð- um DV. Þetta eru þeir sérfræðingar - lögmenn, endurskoðendur og fleiri - sem unnu fyrir helstu leikmennina í íslensku viðskiptalífi á árunum fyrir hrunið og sáu um að framkvæma við- skipti þeirra. Lítið hefur hins vegar verið rætt um þátt þessara manna í hruninu hingað til og hvernig sérfræðiþekking þeirra á ákveðnum sviðum hjálpaði auðmönnunum að stunda viðskipti sín. Þessir menn voru verkfæri fjár- magnseigendanna, ef svo má segja. Slapp við að borga 700 milljónir Bræðurnir Birkir og Magnús Krist- inssynir leituðu meðal annars til Gunnars í febrúar árið 2008 til að fá hjá honum ráð um hvernig hægt væri að losna við að greiða fjár- magnstekjuskatt af sjö milljarða króna viðskiptum þeirra á milli. Birkir hafði selt Magnúsi bróður sínum hlut sinn í fjárfestingafélag- inu Gnúpi fyrir umrædda upphæð árið 2007. Vandamálið var hins veg- ar að Birkir hefði þurft að greiða 700 milljónir króna í fjármagnstekju- skatt ef viðskiptin hefðu verið fram- kvæmd á þann einfalda hátt sem þeir bræður höfðu ráðgert. Gunnar teiknaði upp töluvert flóknari viðskipti þar sem Birkir „... hefði þurft að greiða fjármagnstekju- skatt og að MK [Magnús Kristinsson, innskot blaðamanns] stóð eftir með tiltölulega flókinn strúktúr utan um eignarhald í Gnúp.“ Þess vegna, að því er segir í skjali um viðskiptin sem DV hefur undir höndum, höfðu þeir samband við Gunnar Gunnarsson sem þá var starfsmaður Milestone. Eftir vinnu Gunnars, sem KPMG og Logos fóru yfir að því er segir í skjalinu, var ákveðið að breyta við- skiptum bræðranna þannig að í stað þess að gerður væri einn kaupsamn- ingur í tengslum við viðskiptin voru þrír kaupsamningar gerðir í staðinn. Afleiðingin af viðskiptunum var sú að Birkir fékk 7 milljarða króna fyr- ir hlut sinn í Gnúpi og losnaði við að greiða 700 milljóna króna fjár- magnstekjuskatt af upphæðinni með því að greiða sér meira en helminginn af kaupverðinu sem arð. Það er því ekki að ósekju sem menn eins og Gunnar eru vin- sælir starfskraftar: Með því að nýta sér þekkingu þeirra er hægt að komast hjá því á lögleg- an hátt að greiða hund- ruð milljóna í skatta og jafnvel meira. skatta í stórum stíl. Upphæðirn- ar voru mjög háar. Í bréfinu kom fram að innan bankans væri sér- stök skattadeild starfandi með 110 manns sem hefði það eina hlut- verk að finna glufur í breska skatt- kerfinu fyrir bankann sjálfan og viðskiptavini hans. Lögbann á birtingu Guardian fékk bréfið frá þessum fyrr- verandi starfsmanni einnig í hendur og birti ítarlegar fréttaskýringar sem voru unnar upp úr bréfinu. Lög- menn Barclays-banka fengu hins vegar samþykkt lögbann á birtingu efnisins á vefsíðu Guardian. Með- al þess sem bannið náði til voru sjö leyniskjöl sem hvert og eitt útskýra flóknar áætlanir til skattasniðgöngu fyrir bankann. Upphæðirnar sem um ræddi í þessum áætlunum námu hundruðum milljóna punda. Málið fékk mikla athygli í Bret- landi enda sýndu gögnin sem komu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.