Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2010, Blaðsíða 19
farteskinu til að dvelja hjá syni sín- um sem hafði þá fengið inngöngu í háskóla í Boston, sagði lögfræð- ingur hennar. Reynir að halda fjarlægð Sem fyrr segir sótti hún um hælis- vist árið 2004, fékk neitun en tókst að forðast brottvísun. Eftir að vera Zeit- uni í Bandaríkjunum varð opinber réð hún sér lögfræðing og sótti um hælisvist á ný og nú hefur hún upp- skorið í það minnsta rétt til að sækja um atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að Zeituni hafi verið viðstödd þegar frændi hennar var settur inn í embætti öldungadeild- arþingmanns árið 2004 hefur Bar- ack Obama ávallt fullyrt að honum hafi verið ókunnugt um að hún væri búsett ólöglega í Bandaríkjunum. Zeituni var reyndar einnig viðstödd þegar Barack Obama var settur inn í embætti forseta landsins. Að eigin sögn hefur Zeituni þó lagt sig fram um að viðhalda ákveð- inni fjarlægð frá hinum valdamikla frænda sínum til að fyrirbyggja að forsetaferill hans verði fyrir skaða. Í viðtali við WKYC-sjónvarpsstöðina sagðist hún ekki vilja trufla Obama „því hann stæði frammi fyrir ærnum verkefnum“. Fyrirskipun George W. Bush Andstæðingar Baracks Obama hafa sakað hann um ýmislegt en ekki það að hafa beitt áhrifum sín- um í þágu frænku sinnar. Sam- kvæmt embættismönnum í Hvíta húsinu hefur Obama hvorki beitt áhrifum sínum né boðist til að greiða lögfræðikostnað Zeituni. Eini Bandaríkjaforsetinn sem talið er að hafi tekið ákvörðun í máli hennar er forveri Obama, George W. Bush. Samkvæmt emb- ættismönnum úr innflytjenda- eftirlitinu fyrirskipaði Bush að brottvísanir skyldu frystar fyr- ir kosningarnar 2008 til að hlífa Obama við mögulegum vand- ræðagangi sem brottvísun hennar kynni að orsaka. Zeituni fékk í fyrra leyfi frá bandarískum yfirvöldum til að dvelja í landinu til ársins 2010, og af því tilefni sagði Barack Obama að hann teldi rétt að mál hennar fengi eðlilega meðferð. FRÉTTIR 19. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR 19 Tveir karlar í Afríkuríkinu Malaví, sem létu pússa sig saman á dögun- um, eiga von á því að fá harða refs- ingu frá yfirvöldum í ríkinu. Mal- aví er eitt af ríkjum heims þar sem samkynhneigð er glæpsamleg sam- kvæmt lögum. Steven Monjenza sem er 26 ára ákvað að giftast Ti- wonge Chimbalanga, tvítugum ást- manni sínum, við hefðbundna at- höfn á dögunum. Um leið og fjölmiðlar í landinu sögðu frá því að mennirnir hefðu ákveðið að giftast voru þeir báðir handteknir af lögreglunni í Malaví og ákærðir fyrir brot á lögum sem kveða á um að tveir karlar megi ekki hafa mök hvor við annan. Þeir voru settir í gæsluvarðhald og þeim neit- að um lausn úr fangelsi gegn trygg- ingu. Verði þeir fundnir sekir eiga þeir yfir höfði sér 14 ára fangelsi. Handtakan og ákæran gegn körl- unum hefur vakið gríðarlega hörð viðbrögð meðal þeirra sem berjast fyrir réttindum samkynhneigðra. „Þetta er algjört hneyksli,“ sagði baráttumaður í samtali við frétta- stofuna CNN. „Í Malaví fær fólk sem hefur framið miklu alvarlegri afbrot að losna úr fangelsi gegn tryggingu,“ sagði baráttumaðurinn. Malavískur dómstóll hefur hreinlega neitað að taka mál karl- anna fyrir. Þeir hafa þó ekki fengið eins mikla samúð í heimalandinu og þeir hafa fengið erlendis. Um helmingur Malavíbúa telst íhalds- samur og kristinn. Þeir leggjast gegn hjónaböndum samkynhneigðra. Meðal þeirra hefur handtakan feng- ið mikinn stuðning. „Flestir íbú- ar Malaví telja samkynhneigð vera andstyggilega. Fólk kemur ekki út úr skápnum vegna þess að almenn- ingur er á móti samkynhneigð,“ seg- ir malavískur prestur í samtali við CNN. Hjónaband tveggja karla er stórglæpur í Afríkuríkinu Malaví: Settir í 14 ára fangelsi fyrir að giftast Rekin fyrir að tjá sig á Facebook Þjónustustúlka í Norður-Karólínu missti vinnuna eftir að hafa skrifað um viðskiptavini sína á Facebook. Ashley Johnson á Brixx Pizza þurfti að vinna klukkutíma lengur en vakt- planið sagði til um vegna hjóna sem hún þjónaði í þrjá tíma. Þau gáfu henni einungis fimm dali í þjórfé. „Takk fyrir að borða á Brixx,“ skrifaði þjónustustúlkan á Face- book, „þið ódýru útilegumenn.“ Rekstrarstjóri staðarins tók eftir skrifum hennar, sem brjóta gegn stefnu fyrirtækisins um að starfsfólk gagnrýni ekki viðskiptavini eða komi illa út fyrir hönd fyrirtækisins á síð- um eins og Facebook. Ekki taka fartölv- una með í rúmið Ef þú vilt fá góðan nætursvefn skaltu sleppa því að fara með fartölvuna eða nýja og fína iPad-inn upp í rúm á kvöldin. Þetta leiðir ný rannsókn bandarískra vísindamanna, sem rannsökuðu áhrif tölvugláps á heil- ann, í ljós. Samkvæmt rannsókninni, sem vísindamenn við Northwestern- háskólann framkvæmdu, gefa tölvu- skjáir frá sér svo skært ljós að heilinn ruglast í ríminu, verður stilltur inn á að það sé dagur en ekki kvöld eða niðdimm nótt. Telja vísindamenn- irnir að þetta auki hættuna á svefn- leysi. Mannskæð árás í Afganistan Afganskur uppreisnarmaður ók Toyota-sendiferðabíl, troðfullum af sprengiefni, inn í bandaríska bílalest sem ók í gegnum Kabúl á þriðjudag. Bíllinn sprakk í loft upp og er talið að átján manns hafi legið í valn- um, þeirra á meðal fimm banda- rískir hermenn. Um fjörutíu og sjö óbreyttir borgarar slösuðust alvar- lega í árásinni. Gríðarleg sprenging varð þegar bíllinn keyrði inn í lest- ina, að sögn sjónarvotta. Engar viðræður Ríkisstjórn Taílands hefur hafnað viðræðum við andspyrnuhreyfingu Rauðu skyrtnanna, sem hefur háð blóðuga baráttu við herinn síðustu daga. Forsætisráðherra Taílands vill ekki neinar viðræður við andspyrnu- hreyfinguna og segir að blóðbaðið muni aðeins enda ef mótmælend- ur hætti aðgerðum sínum í miðborg Bangkok. Á fimmta tug óbreyttra borgara hafa farist í ófriðnum sem geisað hefur í Taílandi síðustu daga. Malaví Þeir sem koma út úr skápnum í Malaví eiga harða refsingu yfir höfði sér. FRÆNKA OBAMA FÆR HÆLISVIST Obama Bandaríkjaforseti Gerði mikið úr þætti Zeituni í endurminningum sínum. MYNDIR AFP Í viðtali við WKYC-sjónvarps-stöðina sagðist hún ekki vilja trufla Obama „því hann stæði frammi fyrir ærnum verkefnum“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.