Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2010, Blaðsíða 16
ærið sé alltaf hægt að fá á þessu verði en þetta ítrekar mikilvægi þess að fylgjast með tilboðum sem í gangi eru hverju sinni. Verðið getur verið mjög rokkandi. Í því samhengi skal bent á vefsíðuna matarkarfan.is en þar er að finna öll tilboð í stærstu matvöruverslunum landsins. Skoðið alltaf kílóverðið Þeir sem kæra sig ekki um að naga utan af beinum ættu að velja svína- kjöt á grillið, ef þeim er umhugað um budduna. Ódýrasti beinlausi bitinn á grillið í Bónus er kryddaðar svína- kótilettur. Þær kosta ríflega 1.300 krónur með afslætti og eru því um þrefalt dýrari en kjúklingaleggirnir. Þá kosta skinnlausar ófrosnar kjúkl- ingabringur um 1.600 krónur kílóið með afslætti en þess má geta að slík vara er sú fituminnsta sem völ er á. DV rak sig á að gríðarlegur munur er á kílóverði á kjúklingabringum eft- ir því frá hvaða framleiðanda afurð- in er. Þannig var munurinn á skinn- lausum kjúklingabringum, sem lágu hlið við hlið í hillu, ríflega 40 pró- sent. Öllu máli skiptir að skoða vel hvað kílóverðið er - fremur en hlut- fall afsláttar. Lambalundir eru sú kjötvara sem er dýrust, samkvæmt athugun DV. Kílóverð á kryddlegnum lamba- lundum er um 4.400 krónur. Þær eru nífalt dýrari valkostur en kjúklinga- leggirnir en auðvitað eru gæði vöðv- ans ólík. Svínið hagstætt Eins og áður sagði er kjötið ým- ist með eða án beins. Ef einungis er horft til beinlausra bita, og mið- að við að fjórir fjölskyldumeðlimir borði að jafnaði 250 grömm af kjöti, kostar einungis ríflega 1.300 krónur að grilla kryddlegnar svínakótilett- ur handa fjölskyldunni. Vitanlega á þá eftir að kaupa meðlæti. Um þrjú hundruð krónum dýrara er að elda kjúklingabringur handa allri fjöl- skyldunni en þá þarf heimilisfólkið að krydda eftir smekk. DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 205,9 kr. VERÐ Á LÍTRA 203,9 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 206,8 kr. VERÐ Á LÍTRA 204,8 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 208,9 kr. VERÐ Á LÍTRA 206,9 kr. BENSÍN Kænunni VERÐ Á LÍTRA 206,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 204,6 kr. Fjarðarkaupum VERÐ Á LÍTRA 203,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 201,2 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 209,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 207,6 kr. UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / ney tendur@dv.is el d sn ey ti 16 MIÐVIKUDAGUR 19. maí 2010 856 STÖRF Í BOÐI Félags- og tryggingamálaráðu- neytið ásamt Vinnusmálastofnun auglýsa eftir umsóknum um hvorki fleiri né færri en 856 störf. Þau eru við tímabundin átaksverkefni á vegum ráðuneyta og undirstofn- ana þeirra, úti um allt land. Störf- in eru opin öllum þeim sem eru á atvinnuleysisskrá með bótarétt og námsmönnum á milli anna eða skólastiga, að því er segir á vinnu- malastofnun.is. Hafið hraðar hend- ur því síðasti dagur til að sækja um er í dag, miðvikudag! LÍTILL AFSLÁTTUR n Viðskiptavinur Subway sendi póst og kvartaði yfir því að hve litlu ódýr- ara það væri að kaupa bát mánað- arins á Subway. „Stór skinkubát- ur kostar venjulega 769 krónur en kostar 758 krónur núna þegar hann er bátur mánaðarins. Sparnaðurinn nem- ur 11 krónum,“ sagði viðskiptavinurinn hneykslaður. Lítill bát- ur er hins vegar 100 krónum ódýrari en venju- lega. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS FRÁBÆR ÞJÓNUSTA n Lofið fær neyðarþjónustan Max1. Viðskiptavinur fór með bílinn í smurningu um helgina en sama dag drap hann á sér. Hann hringdi í neyðarnúm- er Max 1. Maður að nafni Ívar kom eins og skot og aðstoðaði viðskipta- vininn með vanda- málið, sem sneri að allt öðru en smurningunni. Fyrirtaksþjónusta. LOF&LAST Verðmunur á kjöti til að grilla getur verið nærri áttfaldur, eftir því hvaða kjöt er valið. DV fór í Bónus, ódýr- ustu matvöruverslun landsins, og at- hugaði hvaða kjöt er í boði á grillið. Mikið úrval var af kjúklingi, svíni og lambi en ekkert ófrosið nautakjöt var þar að finna. Ódýrast er að velja ókryddaða kjúklingaleggi á grillið, ef marka má þessa verðathugun. Þar á eftir koma kryddaðar grísabógsneiðar en at- hygli vekur að fjórar tegundir af kjöti er hægt að kaupa þar sem kílóverðið (með afslætti) er minna en þúsund krónur. Leggir og grísabógsneiðar Kjúklingaleggir eru ódýrasta óunna kjötið sem völ er á, þegar til stend- ur að grilla. Kílóverðið er liðlega 500 krónur þegar þeir eru ókryddaðir en ríflega 700 krónur ef þeir eru í krydd- legi. Taka ber í reikninginn að nokk- uð stór hluti kjúklingaleggja er bein. Fast á hæla kjúklingaleggjanna eru grísabógsneiðar en kílóverðið á þeim (með afslætti) reyndist liðlega 700 krónur, sem er töluvert lægra en krydduð svínarif frá Ali. Kílóverðið á þeim er liðlega þúsund krónur en aftur skal hafa í huga að svínarif eru að stórum hluta bein. Athygli vekur að þrátt fyrir gott verð á kjúklingi er bestu kaupin lík- lega að finna í Bónus lambalæri. Til- boð reyndist á krydduðu ófrosnu lambalæri. Kílóverðið er einungis 1.298 krónur með afslætti en dæmi- gert verð fyrir grillkryddað ófrosið lambalæri er tvö til fjögur þúsund krónur á kíló. Ekki er víst að lambal- Athygli vekur að þrátt fyrir gott verð á kjúklingi er bestu kaupin líklega að finna í Bónus lambalæri. Kjúklingaleggir eru ódýrasta kjötið sem fæst á grillið, samkvæmt því sem ferð í Bónus leiddi í ljós. Kryddlegið lambalæri er tímabundið á mjög lágu verði en mikilvægast er að skoða gaumgæfilega samspil kílóverðs og afsláttar þegar velja á kjöt til að kaupa. Verðmunur á kjöti til að grilla getur verið mörg hundruð prósent. KJÚKLINGUR ÓDÝRASTUR BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Gestgjafinn er óþrjótandi brunnur upplýsinga. Þar er grillmatur engin undantekning. DV fékk góðfúslegt leyfi Gestgjafans til að birta þessi heilræði sem gott er að hafa í huga þegar til stendur að grilla. n Grillklúður stafa oft af því að eldunartími hvers hrá- efnis fyrir sig er ekki sá sami. Það lítur fallega út að setja kjöt, paprikur, lauk og sveppi saman á spjót en þessi hráefni þurfa mislangan tíma á grillinu og jafn- vel mismikinn hita. Einfaldast er að hafa kjötið sér á spjóti og grænmetið sér á spjóti og jafnvel má hafa bara sveppi á einu spjóti, bara paprikur á öðru o.s.frv. n Ef gleymst hefur að þrífa grillið eftir síðasta skipti er best að kveikja upp í grillinu og láta grindina hitna vel svo leifarnar brenni á henni. Burstið svo brunnar leifarnar af með löngum vírbursta. n Penslið heita grindina með olíu áður en byrjað er að grilla. n Snúið matnum helst aðeins einu sinni á grillinu. n Ekki stinga í kjötið með gaffli til að snúa því, það opnar kjötið og hleypir út gómsætum safanum. Notið frekar tengur. n Til að koma í veg fyrir að kjöt brenni að utan en verði enn hrátt að innan er best að steikja það að utan við mjög háan hita, nálægt kolunum ef grillað er á kolagrilli, og lækka síðan hitann eða færa kjötið ofar eða á kaldari stað á grillinu. Lokið grillinu ef bitarnir eru þykkir. n Þegar kjöt er þurrkryddað er gott að skera grunnar rákir ofan í það áður en kryddblöndunni er nuddað á því þá nær kryddbragðið lengra inn í kjötið. Þegar kjúklingur er kryddaður á þennan hátt er gott að setja kryddblönduna bæði inn undir skinnið og utan á. n Salt og pipar eru gríðarlega mikilvæg þegar kemur að grillmat en salt dregur vökvann úr hráefninu og því ætti aldrei að salta mat fyrir grillun heldur eftir á. n Blandið aldrei saman hráu og elduðu. Setjið matinn aldrei aftur í sama fatið eftir að búið er að grilla hann. n Þegar grillað er á kolagrilli er best að kveikja upp í grillinu í 30-40 mín. áður en byrjað er að grilla. Það gefur kolunum tíma til að ná réttum hita. n Það er gríðarlega mikilvægt að forhita grillið vel áður en maturinn er settur á það. Vel heppnuð grillun felst í því að steikja ysta lag hráefnisins hratt og mynda þannig bragðmikla skorpu utan um safa- ríka miðju. Ef grillið er ekki nógu heitt er hætt við að kjötið verði seigt, þurrt og bragðdauft. n Gasgrill þurfa 10-15 mín. til að hita upp hraun- grjótið ef það er til staðar. n Þegar verið er að grilla þarf oft að hafa hraðar hendur og þess vegna er best að hafa allt sem þarf við höndina frá upphafi, t.d. tengur, spaða, krydd- lög til að pensla með, salt, pipar o.s.frv. n Ekki freistast til að færa eða fikta í mat fyrstu mín- úturnar sem hann er á grillinu. Flest hráefni festast við grillgrindina fyrstu mínúturnar en þegar skorp- an hefur myndast er ekkert mál að snúa matnum við. n Ekki ofhlaða á grillgrindina. Ef of mikill matur er settur á grillið í einu er hætt við að maturinn verði frekar blautur en stökkur. n Athugið reglulega hvort maturinn er tilbúinn og byrjið að athuga nokkrum mínútum áður en mat- urinn ætti að vera tilbúinn. Það verður ekki aftur snúið ef steikin er orðin ofelduð. n Ekki yfirgefa svæðið. Matur er fljótur að eldast yfir heitum logunum og einnig er alltaf möguleiki á því að slys eigi sér stað í kringum sjóðandi heitt grillið. n Hreinsið grillið eftir hverja notkun. Hrein grill- grind kemur í veg fyrir að maturinn festist. Ef grill- grindin er þakin brenndum matarleifum er hætt við að nýi maturinn beri bragð af þeim gamla auk þess sem hann verður sótugri. Burstið grindina með stífum vírbursta á meðan hún er enn heit til að losa um brenndar matarleifar. Grillpunktar Gestgjafans Kjöt Bein Verð Verðmunur Kjúklingaleggir (ókryddaðir) Með beini 498 kr. - Grísabógsneiðar Með beini 699 kr. 40,4% Kjúklingaleggir (kryddaðir) Með beini 718 kr. 44,2% Krydduð svínarif Með beini 993 kr. 99,4% Lambalæri kryddað Með beini 1.298 kr. 160,6% Svínakótilettur beinlausar og kryddaðar Beinlaus biti 1.319 kr. 164,9% Kryddaðar svínakótilettur Með beini 1.438 kr. 188,8% Lambalærissneiðar kryddaðar Með beini 1.554 kr. 212,0% Kjúklingabringur (skinnlausar) Beinlaus biti 1.598 kr. 220,9% Beinlausar ókryddaðar svínakótilettur Beinlaus biti 1.708 kr. 243,0% Kjúklingafille (ókrydduð) Beinlaus biti 2.338 kr. 369,5% Lambalundir Beinlaus biti 4.390 kr. 781,5% Verð á kjöti í Bónus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.