Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2010, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 19. maí 2010 FRÉTTIR Bandaríkjamaðurinn Patrick Vander- wyden hefur komist af án þess að nota dropa af olíu í þrjú ár. Í stað þess full- nægir hinn umhverfisvæni Vanderwy- den orkuþörf sinni að öllu leyti með sólarorku. Hann notar sólarorku til að hita vatnið á heimili sínu, knýja loft- kælinguna og öll önnur raftæki heima við. Hann hefur notað sólarorku á heimilinu í tuttugu og fjögur ár, en fyr- ir þremur árum ákvað hann að bæta um betur. Ekki skortir sólina í Flórída þar sem hann býr og því ákvað hann alfarið að hætta að nota olíu. Vanderwyden lýs- ir sjálfum sér sem nýaldar-hippa sem er í herferð fyrir því að vekja athygli á orkunotkun Bandaríkjamanna. Hann hefur að mestu lagt bílnum og ferðast þess í stað leiða sinna á hjóli sem hann smíðaði úr nokkrum reiðhjólum. Hann kallar hjólið „Franken-hjól“ eft- ir ófreskjunni í Frankenstein sem sett var saman úr mörgum líkamshlutum. Hjólið er búið litlum mótor sem er knúinn áfram af sólarrafhlöðum. Þegar hann nennir ekki að ferðast á reiðhjólinu, sest hann upp í Chevr- olette-jeppa, sem vanalega eru mjög bensínfrekir bílar. Hann breytti hon- um hins vegar í rafmagnsbíl, sem hann hleður heima hjá sér með raf- magni sem hann fær frá sólarrafhlöð- unum, svo hann er algjörlega um- hverfisvænn. Hann segist hafa dregið úr eigin orkunotkun um 30 prósent á milli ára, þveröfugt við almenna þróun á Vesturlöndum. Jafnvel þó hann sé mjög spar á ork- una, leyfir hann sér munað á borð við heitan pott úti í garði. Það kostar hann ekki neitt því hann safnar rigningar- vatni í pottinn og hitar hann síðan upp með sólarorku. Bandaríkjamaðurinn Patrick Vanderwyden notar einungis sólarorku: Ekki notað dropa af olíu í þrjú ár Bauð barn fyrir tvo bjóra Tuttugu og fjögurra ára gamall Bandaríkjamaður reyndi að skipta á þriggja mánaða gömlu barni sínu fyrir tvo bjóra. Á einhvern ótrúlegan hátt var hann ekki handtekinn fyrir athæfið. Málið atvikaðist þannig að mað- urinn bauð afgreiðslumanni á bens- ínstöð dóttur sína í staðinn fyrir tvo bjóra. Afgreiðslumaðurinn hringdi á lögregluna og því sleppur pabbinn ekki alveg. Hann var ákærður fyrir að vanrækja barnið sitt. Þóttist vera í Víetnam Richard Blumentahl, sem er í fram- boði til að ná kjöri í öldungadeild bandaríska þingsins, hefur orð- ið uppvís að því að segja ósatt um reynslu sína sem hermaður í Víet- nam. Blumentahl hefur oft gefið það í skin í viðtölum að hann hafi þjónað Bandaríkjunum í Víetnam-stríðinu. Nú er hins vegar komið á daginn að hann náði að komast undan her- skyldu sem ungur maður. Frambjóð- andinn reynir nú að bjarga sér með því að segjast hafa mismælt sig. Bönnuð og handtekin Breska konan Laura Hall, sem í síð- asta mánuði var bannað að koma inn á alla bari og pöbba í Bretlandi, var handtekin um helgina fyrir ölv- un á almannafæri. Líklega myndu sumir endurskoða afstöðu sína til áfengisdrykkju eftir slíkt bann en Laura Hall er ekki ein þeirra. Hún var handtekin fyrir að öskra á lög- reglumann: „Ég vil fara í helvítis búðina að kaupa bjór!“ Réðst á lögreglumann Sádiarabískur lögreglumaður sem hefur það hlutverk að gæta þess að ógift pör séu ekki saman opinber- lega, lenti í óvæntri mótspyrnu þeg- ar hann vatt sér upp að ungu pari í ríkinu á dögunum. Konan sem var íklædd búrku, tók sig til og úthúðaði lögreglumanninum og réðst á hann með þeim afleiðingum að hann þurfti að fara undir læknishendur. Konan á yfir höfði sér ákæru fyrir að ráðast á lögreglumanninn en það er mjög sjaldgæft að konur veiti mót- spyrnu af þessu tagi í Sádi-Arabíu. Sólarorka Bandaríkjamaðurinn notar sólarorku til að fullnægja orkuþörf sinni og er alfarið hættur að nota olíu. Þrátt fyrir úrskurð útlendingaeftir- litsins í Bandaríkjunum frá árinu 2004 um að Zeituni Onyango, frænku Baracks Obama Bandaríkjaforseta, skyldi vísað úr landi hefur nú verið gefin út heimild henni til handa um að dvelja áfram í landinu. Zeituni Onyango, sem er 57 ára, er hálfsystir föður Obama, og er úr- skurður bandarískra yfirvalda um- deildur, en Zeituni hafði áður far- ið fram á hælisvist í Bandaríkjunum vegna ofbeldis í heimalandi hennar, Kenía, en farið bónleið til búðar og verið fyrirskipað að yfirgefa landið. Að sögn lögfræðings Zeituni er ekki hægt að gefa upp í smáatriðum hvað það var sem dómarinn lagði til grundvallar dvalarheimild hennar því þar sé um að ræða trúnaðarmál. Vangaveltur hafa vaknað um hvort skyldleiki hennar við Bandaríkja- forseta hefði hugsanlega haft meiri hættu í för með sér fyrir hana en ella ef hún hefði verið send til Kenía. „Zeituni frænka“ Zeituni Onyango lék stórt hlutverk í endurminningum Baracks Obama, Dreams from my Father, sem varð metsölubók. Árið 1988 þegar Barack Obama lagði upp í ferðalag á slóðir forfeðra sinna var Zeituni tölvufor- ritari í Kenya Breweries í Naíróbí. En skömmu fyrir sigur Baracks Obama í forsetakosningunum árið 2008 komst breska dagblaðið The Times á snoðir um að Zeituni byggi í íbúð fyrir hreyfihamlaða í Boston, skammt frá lagadeild Har- vard þar sem Obama hafði verið við nám. Fljótlega varð ljóst að Zeituni Onyango var í Bandaríkjunum á ólöglegum forsendum. Hún hafði komið til Bandaríkjanna árið 2000 með tímabundna vegabréfsáritun í FRÆNKA OBAMA FÆR HÆLISVIST Eftir að hafa sótt um hælisvist í tvígang hefur Zeituni, frænku Baracks Obama Bandaríkjaforseta, verið veitt leyfi til að dvelja áfram í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að úrskurðurinn sé umdeildur hefur Obama ekki verið sakaður um íhlutun. Forsetinn gerði mikið úr hlut frænku sinnar í endurminningum sínum. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Zeituni Onyango „Zeituni frænka“ er án efa létt í lund þessa dagana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.