Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Qupperneq 2
2 fréttir 11. október 2010 mánudagur Bein afskipti af fréttaBlaðinu Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi fjölmiðlafyrirtækisins 365, krafð- ist þess í september í fyrra að ung- ur blaðamaður á Fréttablaðinu, Atli Fannar Bjarkason, yrði umsvifalaust rekinn. Ástæðan fyrir því var sú að Atli Fannar hafði á Facebook lýst áhyggjum af fjárhag Jóns Ásgeirs eft- ir bankahrunið og hvatt til þess að safnað yrði fé fyrir hann. Skrif Atla Fannars voru augljóslega grín og háð sem Jón Ásgeir undi ekki. Þann 12. september í fyrra ritaði hann stjórn- endum 365 tölvupóst þar sem hann krafðist þess að Atli Fannar yrði um- svifalaust látinn fara. „Hann verður ekki í mínum húsum.“ Atli Fannar mætti hæðast að honum að vild. „En að ég ætli að borga honum laun fyrir það no way,“ segir í tölvupóstum sem DV hefur undir höndum. Tölvupóstarnir sýna samskipti Jóns Ásgeirs, Ingibjargar Pálmadótt- ur, Ara Edwald, forstjóra 365, og Jóns Kaldal, þáverandi ritstjóra Frétta- blaðsins. Baugshataramaskínan fer á fullt Ari Edwald varaði Jón Ásgeir við því að hrapa að ákvörðunum sem kynnu að verða notaðar gegn hon- um. Í tölvupósti til Jóns Ásgeirs 12. september í fyrra segir Ari að veru- legar líkur séu á því að sjálfstæðar fréttir yrðu sagðar af því að blaða- maður hefði verið rekinn af Frétta- blaðinu fyrir að fara í taugarnar á „JÁJ“. „Hugsadu tad adeins, thetta verdur notad eins og vidbrogdin vid akærunni og greininn daginn eftir. Endalaust tuggid a thessu a blm viti ad eitt ord sem styggi JAJ tydi brott- rekstur um hæl. Allt kann sa sem bida kann. Oll Baugshatara-maskin- an fer i overdrive. Hann fer tad er klart. Bara spurning um adferd og tima.“ Atli Fannar enn að en Jón Kaldal farinn Svo vill til að Atli Fannar vinnur enn á Fréttablaðinu. Ari Edwald, forstjóri 365, benti á þessa staðreynd þegar málið var borið undir hann. „Ef við hefðum viljað reka Atla Fannar, þá væri hann varla blaðamaður ennþá á Fréttablaðinu. Er það?“ Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins, lýsti í löngu svari sínu til Jóns Ásgeirs andstöðu við að reka blaðamanninn unga. Hann vísaði meðal annars til þess að á ferli sínum hjá Fréttablaðinu hefðu eigendur ekki blandað sér í dag- leg störf ritstjórnarinnar að öðru leyti en að ræða dreifingu, stærð ritstjórnar, upplag og þess háttar. „Skeytið frá þér í gær eru því vonbrigði.“ Ljóst er af bréfinu að í odda skarst milli Jóns Ásgeirs og Ara annars veg- ar og Jóns Kaldal hins vegar. Um 5 mánuðum eftir þessi bréfaskipti var Jón Kaldal látinn taka pokann sinn sem ritstjóri Fréttablaðsins og við tók Ólafur Stephensen, fyrrverandi rit- stjóri Morgunblaðsins. Það gerðist í lok febrúar á þessu ári. Eins og fram kemur í tölvupóst- unum, sem birtir eru hér í opnunni, andmælti Jón Kaldal því eindregið að hagsmunir fjölmiðla 365 yrðu á nokkurn hátt látnir ráða fréttaskrif- um eða fréttamati Fréttablaðsins. „Fréttablaðið mun ekki ástunda slík vinnubrögð undir minni stjórn. Það er enginn efi í mínum huga um að þau myndu hafa mjög neikvæð áhrif Í tölvupósti til Jóns Ásgeirs 12. september í fyrra segir Ari að verulegar líkur séu á því að sjálfstæðar fréttir yrðu sagðar af því að blaðamaður hefði verið rekinn af Fréttablaðinu fyrir að fara í taugarnar á „JÁJ“. JóhAnn hAuKsson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Jón Ásgeir Jóhannesson krafðist þess að ungur blaðamaður yrði umsvifalaust rekinn af Fréttablaðinu fyrir að gera grín að honum. Jón Kaldal ritstjóri tók til varna. Blaðamaðurinn er enn í vinnu á Fréttablaðinu en Jón Kaldal var rekinn. Ari Edwald, forstjóri 365, kannast ekki við að reka hafi átt blaðamanninn og bendir á að hann sé enn að störfum. Jón Kaldal staðfestir að tölvupóstar, sem DV hefur undir höndum, hafi gengið milli sín, Ara og Jóns Ásgeirs fyrir liðlega ári. Blaðamaðurinn ungi AtliFannar Bjarkason,blaðamaður áFréttablaðinu,vildi safnaféhandaJóni Ásgeiri.JónÁsgeirvildi rekahann. of langt gengið? JónÁsgeirJóhannesson, aðaleigandi365,sagðiaðAtliFannargæti hæðstaðséreinsoghannvildi.„Enaðég ætliaðborgahonumlaunfyrirþaðnoway.“ sammála eigandanum „Hannfer, þaðerklárt.Baraspurningumaðferð ogtíma,“sagðiAriEdwaldítölvupóstitil JónsÁsgeirsogáttiþarviðAtlaFannar. Aðaleigendur 365 „Enþaðersérstakt aðnýráðinndrengurlátisvona,“sagði IngibjörgPálmadóttirítölvupóstitilAra, JónsÁsgeirsogJónsKaldal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.