Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Síða 6
6 FRÉTTIR 11. október 2010 MÁNUDAGUR F Á K A F E N I 9 - - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 ÞÆGILEGIR & LÉTTIR www.gabor.is Sérverslun með Stærðir 35-42 Verð kr. 16.495.- Eigendur eignarhaldsfélagsins Bore as Capital ehf. greiddu sér tæp- ar hundrað milljónir króna í arð á síðasta ári vegna rekstrarársins 2008. Þetta kemur fram í ársreikn- ingi sjóðsins fyrir árið 2009 sem skilað var til ársreikningaskrár rík- isskattstjóra í lok september síðast- liðins. Félagið rekur vogunarsjóð- inn Boreas Capital Fund sem ekki er skráður hér á landi. Vogunarsjóður- inn var stofnaður árið 2007. Eigendur eignarhaldsfélagsins og starfsmenn vogunarsjóðsins, Ragnar Þórisson, Tómas Áki Gests- son, Frank Pitt og Gunnar Fjalar Helgason, tengjast Björgólfi Thor Björgólfssyni með ýmsu móti. Frank Pitt er æskuvinur Björgólfs og var Björgólfur meðal annars í ábyrgð fyrir skuldum hans hjá Landsbank- anum upp á 51 milljón króna, og Ragnar og Tómas eru fyrrverandi starfsmenn Straums-Burðaráss, en Björgólfur var stærsti hluthafi hans. Boreas Capital Fund var jafnframt vistaður hjá Landsvaka, félagi sem var í eigu Landsbankans sem ann- aðist rekstur verðbréfa- og fjárfest- ingarsjóða. Boreas Capital var auk þess hluthafi í Straumi og átti meðal annars um 400 milljóna króna hlut í fjárfestingarbankanum haustið 2008. Landsbankinn og Straumur stærstu eigendur Fjármálafyrirtæki sem Björgólfur Thor átti og stýrði, Landsbankinn og Straumur, voru þar að auki stærstu eigendur Boreas Capital Fund. Um mitt ár 2008 höfðu fjármálafyrir- tækin tvö lagt um 7 milljarða króna í vogunarsjóðinn. BYGG Invest, fjár- festingarfélag í eigu Gunnars og Gylfa hjá verktakafyrirtækinu BYGG, fjárfesti einnig í sjóðnum með lána- fyrirgreiðslu frá Landsbankanum í júlí 2007, samkvæmt því sem kem- ur fram í skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis. Því er það svo að stærstu eigend- ur Boreas Capital Fund, vogunar- sjóðsins sem var í eigu vina og við- skiptafélaga Björgólfs Thors, voru fyrirtæki í eigu Björgólfs Thors og var sjóðurinn jafnframt vistaður meðal annarra sjóða Landsbankans. Reyndar mun það einnig hafa verið svo að þegar þeir Ragnar og Tómas hættu störfum hjá Straumi-Burða- rási árið 2006 aðstoðaði Björg ólfur þá við að koma sjóðnum á laggirn- ar. Þá ályktun hefði reyndar alveg mátt draga eingöngu með því að líta á helstu aðstandendur sjóðsins og tengsl Björgólfs við starfsmenn hans. Starfsmenn Boreas Capital hafa því notið góðs af tengslunum við Björgólf Thor. Rúmlega 100 milljóna hagnaður Boreas Capital skilaði rúmlega 100 milljóna króna hagnaði árið 2008 og byggir arðgreiðslan árið 2009 á rekstrarárangri þess árs. Hver eig- andi fékk því 24 milljónir króna í sinn hlut árið 2009. Í samanburði má nefna að félagið skilaði einung- is hagnaði upp á tæpar 2 milljón- ir króna árið 2007. Arðgreiðslan í fyrra er sú fyrsta sem fer út úr félag- inu og til fjórmenninganna frá því þeir byrjuðu að reka Boreas Capi- tal. Starfsmenn Boreas Capital, sem eru fjórmenningarnir plús einn starfsmaður til viðbótar, fengu sömuleiðis heildarlaun upp á tæp- ar 44 milljónir króna á árinu, sem telst þó ekki mikið – rúmlega 700 þúsund krónur á mánuði að með- altali – í samanburði við það sem gengur og gerist í fjármálakerfinu. Árið áður voru heildarlaunin tæpar 70 milljónir og stöðugildin 4,5, sem þýðir að hver starfsmaður var með tæplega 1.300 þúsund á mánuði. Arðgreiðslan bætist svo við þetta og má þá segja að eigendurnir fjór- ir hafi verið með um 3,3 milljónir á mánuði að meðaltali árið 2008. Boreas Capital er ennþá starf- andi og greindi Morgunblaðið frá því fyrir rúmu ári að sjóðurinn hefði sýnt fram á góða ávöxtun. Í frétt blaðsins sagði: „Fjárfestingar íslenska vogunarsjóðsins Boreas Capital Fund hafa skilað 70 prósent ávöxtun það sem af er þessu ári. Í júlí var ávöxtunin 17,95, sem var besti mánuður sjóðsins frá upphafi, og 12,16% í ágúst.“ Þar kom fram að sjóðurinn hygðist fjárfesta í aukn- um mæli í Noregi. Viðskiptafélagar og vinir Björg- ólfs Thors hjá Boreas halda því enn velli þrátt fyrir að fyrirtækin, Landsbankinn og Straumur, sem lögðu grunn að starfsemi hans séu orðin gjaldþrota og komin í hendur nýrra aðila. Starfsmenn vogunarsjóðsins Boreas Capital hafa notið góðs af tengslum við Björgólf Thor Björgólfsson fjárfesti. Félög í eigu Björgólfs Thors voru stærstu eigendur sjóðs- ins sem er enn starfandi. Eigendur eignarhaldsfélagsins sem rekur sjóðinn greiddu sér nærri 100 milljónir króna í arð í fyrra. TÓKU 96 MILLJÓNIR Í ARÐ ÁRIÐ 2009 Hver eigandi fékk því 24 millj- ónir króna í sinn hlut árið 2009. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Einn eigendanna EigendurBoreasCapitaleruhvaðþekktastirfyrir aðhafafariðmeðfulltrúumFramsóknarflokksinstilNoregsífyrratil aðbiðjaumlánhandaíslenskaríkinu.RagnarÞórissonereinnþeirra. Fyrirtaka í máli fjögurra karlmanna um þrítugt, sem ákærðir hafa verið fyrir hrottalega líkamsárás, fór fram í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag. Eru mennirnir ákærðir fyrir að hafa í heimildarleysi ruðst inn á heimili 34 ára karlmanns í Hafnarfirði þann 27. júlí árið 2008. Samkvæmt ákæru drógu menn- irnir manninn út úr húsinu seint um kvöld, þvinguðu hann með ofbeldi til að fara inn í Range Rover-bifreið. Þar héldu fjórmenningarnir manninum nauðugum og beittu hann ofbeldi; kýldu hann, slógu í andlit hans og líkama á meðan farið var með hann upp í Heiðmörk. Samkvæmt ákæru héldu barsmíðarnar þar áfram. Þeir drógu hann út úr bifreiðinni, veitt- ust að honum með ofbeldi með því að slá hann í andlit og líkama. Afleið- ingar árásarinnar voru þær að fórn- arlambið hlaut brot á nefbeini, brot á augntóft, rifbeinsbrot, yfirborðs- áverka á höfði, mar og hrufl á ökkl- um, baki og upphandleggjum. Fórnarlambi árásarinnar tókst við illan leik að koma sér sjálfur til byggða. Hann gerði vart við sig með því að brjóta rúðu í verslun Ikea með þeim afleiðingum að öryggiskerfi verslunarinnar fór í gang. Mennirnir fjórir eru ákærðir fyrir húsbrot, frels- issviptingu og sérstaklega hættulega líkamsárás. Samkvæmt upplýsingum DV fer aðalmeðferð í málinu fram á næstu vikum. Hafa mennirnir játað þátt sinn í málinu að hluta. Heimildir DV herma að mennirnir hafi deilt um bifreið. einar@dv.is Fjórir menn ákærðir fyrir hrottalega líkamsárás: SkilinneftiríHeiðmörk Heiðmörk Maðurinnvarskilinneftirí Heiðmörkentókstviðillanleikaðkomasér sjálfurtilbyggða.MYND STEFÁN KARLSSON Framsókn ekki í ríkisstjórn Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra hefur ekki áhyggjur af því að þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar dugi ekki til að koma fjárlagafrumvarpinu í gegnum þingið. Þetta var haft eftir Jóhönnu á fréttavef Vísis á sunnudag. Nokkrir þingmenn ríkisstjórnarinnar hafa gagnrýnt boðaðan niðurskurð í heilbrigðismálum og því óljóst hvort meirihluti sé fyrir fjárlagafrumvarpinu. Jóhanna segir hins vegar að ríkisstjórn- in vinni með stjórnarandstöðunni við að finna lausnir á skuldavanda heimilianna og því verði ekki fjölgað í ríkisstjórn. Framsóknarflokkurinn hefur heyrst nefndur í því samhengi en Jóhanna telur að ekki sé ástæða til að bjóða Framsókn í ríkisstjórn. 22 þúsund á vanskilaskrá „Úrræðin hafa ekki verið nægi- lega mörg og ekki virkað nægi- lega vel,“ segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Credit Info. 22 þúsund manns eru nú á vanskila- skrá og bendir flest til þess að fleiri hundruð fjölskyldur muni missa heimili sín á næstunni. Rakel sagði í fréttum RÚV á sunnudag að ef viðunandi úrræði hefðu kom- ið fram fyrr væri þetta fólk ekki í eins slæmum málum og raun ber vitni. Credit Info heldur utan um tölfræði sem snýr að skuldugum heimilum á landinu. Frá hruni hefur þeim sem eru á vanskilaskrá fjölgað um sex þúsund. Mótmælt á Seyðisfirði Tugir manna mættu á samstöðu- fund við sjúkrahúsið á Seyðisfirði á sunnudag til að mótmæla fyrir- huguðum niðurskurði á svæðinu. Mótmælendur héldust í hendur og mynduðu hring utan um sjúkrahús- ið og í kjölfarið var einnig samþykkt ályktun. Þar koma meðal annars fram efasemdir um að um raunveru- legan sparnað sé að ræða í niður- skurðaráætlunum ríkisins. Verði niðurskurðurinn að veruleika muni kostnaður við að flytja sjúklinga margfaldast og því fari sparnaðurinn fyrir lítið. Þá kemur fram í ályktun- inni að verið sé að stefna grundvelli til búsetu á svæðinu í hættu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.