Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Síða 8
8 fréttir 11. október 2010 mánudagur Össur Skarphéðinsson svarar framkvæmdastjórum ESB: Makríllinn íslenskur þegn Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra segir að hvorki dvöl makríls- ins við Íslandsstrendur né veið- ar Íslendinga á honum hafi laskað stofninn. Þetta segir Össur í tilefni bréfs þriggja framkvæmdastjóra Evr- ópusambandsins til hans og Jóns Bjarnasonar vegna makríldeilunn- ar. Bréfið er meðal annars undirritað af Maríu Damanaki, fiskveiðistjóra sambandsins, þar sem fram kemur að kvóti Íslendinga á markíl sé langt umfram það sem geti talist sjálfbært. „Ég held að þessir þremenning- ar í Brussel séu fyrst og fremst að friðþægja gagnvart reiðum Skotum sem sjálfir hafa með öðrum veitt 200 þúsund tonn af makríl umfram það sem heimilt er. Þá er nú ótalið það sem ekki kemur fram í löndunartöl- um. Okkar tölur eru þó öruggar, og hægt að treysta þeim, en það vita all- ir, og Evrópusambandið best, að töl- ur þeirra eru ekki þær nákvæmustu í heimi,“ segir Össur. Hann segir að við blasi að makríll- inn sé búinn að „slá tjöldum sínum við Ísland til frambúðar“. Það sjáist af því að hann hrygni nú kringum allt land.  „Þar með er makríllinn orðinn ís- lenskur þegn og eðlilegt að Íslend- ingar vilji veiða hann í samræmi við það,“ segir utanríkisráðherra. „Menn verða að skilja að makríll- inn er ekki ókeypis túristi í efnahags- lögsögunni hjá okkur. Þetta er gríðar- legt magn, eða 1,1 milljón tonna, og étur eftir því. Vitaskuld er makríllinn í samkeppni við aðrar tegundir um fæðu og það sem hann tekur til sín éta ekki aðrir fiskar eða fuglar. Hann rýrir því þau verðmæti sem fyrir eru á okkar fiskimiðum og fullkomlega eðlilegt að við veiðum hann til að vega það upp. Við sjáum þetta strax í minnkandi átu, sem birtist svo í minni stofnum sem eru í samkeppni við hann.“ simon@dv.is Svarar gagnrýninni Össur segir að þremenningarnir séu að friðþægja gagnvart reiðum Skotum. Bjarni Ármannsson, fjárfestir og fyrr- verandi forstjóri Glitnis, gerði tilraun til þess ásamt hópi fjárfesta að eign- ast sparisjóðinn Byr í mars síðast- liðnum samkvæmt heimildum DV. Fjármálaeftirlitið tók sjóðinn yfir stuttu síðar, í apríl, og rennur kröfu- lýsingarfrestur í þrotabú hans út á miðvikudaginn. Tilgangur Bjarna og viðskipta- félaga hans með að bera sig eftir sjóðnum var væntanlega að reyna að afstýra þessari yfirtöku íslenska ríkis- ins. Bjarni, og fleiri aðilar á hans veg- um, funduðu með stjórn og stjórn- endum Byrs til að ræða þetta mál fyrr á árinu. Meðal þeirra sem komu að viðræðunum við Byr ásamt Bjarna voru aðstoðarmenn hans, Eggert Þór Kristófersson, fyrrverandi starfs- maður Glitnis, og Hafliði Helgason, fyrrverandi viðskiptablaðamaður á Fréttablaðinu. Bjarni á 700 milljóna króna skuldabréf í Byr og var það hluti af hugmyndum hans að þessari upp- hæð yrði breytt í stofnfé eftir yfir- tökuna. Hugmyndin að yfirtökunni var kynnt þannig að eignarhaldsfé- lag Bjarna, Sjávarsýn, keypti og héldi utan um hlut Bjarna í sparisjóðnum. Bjarni stjórnarformaður Bjarni lýsti hugmyndum sínum þannig að hann, og þeir fjárfestar sem ætluðu að kaupa sparisjóðinn með honum, vildu greiða kröfuhöf- um Byrs sem næmi um 10 prósentum upp í útistandandi kröfur á hendur sparisjóðnum. Endurheimtur kröfu- hafa Byrs hefðu því orðið tíu prósent en samkvæmt fréttum sem sagð- ar hafa verið af endurskipulagningu Byrs er talið að kröfuhafarnir ættu að fá á milli 40 og 50 prósent upp í kröf- ur sínar á hendur sparisjóðnum. Stærsti kröfuhafi er þýski bankinn Bayerische Landesbank en íslenskir lífeyrissjóðir eiga einnig háar kröfur í bú sparisjóðsins. Í hugmyndunum fólst jafnframt að stofnfé þáverandi stofnfjáreig- enda, sem meðal annars var fjöldinn allur af óbreyttum borgurum sem áttu stóra og litla hluti í sparisjóðn- um, yrði skrúfað niður. Þetta gerðist reyndar eftir yfirtöku íslenska ríkis- ins á sparisjóðnum tveimur mánuð- um síðar og var orðið nokkuð ljóst á þeim tíma sem Bjarni setti tilboð sitt fram að stofnfé sjóðsins yrði skrúfað niður. Þessi hluti tilboðs hans er því ekki óeðlilegur þegar litið er til þess- arar stöðu. Bjarni lýsti því jafnframt yfir þeg- ar hann ræddi við stjórnendur Byrs að hann ætlaði sér að verða stjórnar- formaður eftir yfirtöku nýju eigend- anna. Hluti af hugmyndum Bjarna og viðskiptafélaga hans, sem meðal annars voru Norðmenn, var svo að breyta Byr í hlutafélag með tíð og tíma. Kröfuhafarnir samþykktu ekki boðið Kröfuhafar Byrs voru ekki hrifnir af tilboði Bjarna og var það á endan- um viðhorf þeirra sem kom í veg fyrir að gengið yrði lengra með viðræður um kaup Bjarna og félaga. Ef gengið hefði verið að hugmyndum Bjarna hefði það líka þýtt að kröfuhafarnir hefðu fengið minna upp í kröfur sín- ar en talið hafði verið raunhæft. Ekk- ert varð því úr hugmyndum Bjarna. Staða Byrs er þannig um þess- ar mundir, samkvæmt frétt á Stöð 2 á laugardaginn, að hugsanlegt er að ónafnfgreindur þýskur banki verði stærsti hluthafi nýs Byrs en Íslands- banki og Landsbankinn munu einn- ig hafa áhuga á sparisjóðnum. DV hafði samband við Jón Finn- bogason, forstjóra Byrs, en hann vildi hvorki játa né neita því að hann hefði rætt við Bjarna Ármannsson sérstak- lega um aðkomu að sparisjóðnum fyrr á þessu ári. „Ég svara því ekki.“ Fyrrverandi stofnfjáreigendur í Byr munu funda í dag, mánudag, í Flísabúðinni við Gullinbrú til þess að ræða um kröfulýsingar í þrotabú Byrs. Jafnframt munu þeir ræða um möguleg skaðabótamál á hendur fyrrverandi stjórnendum Byrs. ingi f. vilhjálmSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is BJARNI VILDI FÁ BYR FYRIR SLIKK Bjarni ármannsson fjárfestir gerði tilraun til að kaupa sparisjóðinn Byr áður en íslenska ríkið yfirtók sjóðinn í apríl. Tilboð Bjarna hljóðaði upp á að greiða kröfuhöfum Byrs 10 prósent upp í kröfurnar á hendur sparisjóðn- um. Norskir fjárfestar stóðu að tilboðinu með Bjarna. Hann átti að verða stjórnarfor- maður eftir yfirtökuna en til stóð jafnframt að breyta Byr í hlutafélag. Forstjóri Byrs ját- ar hvorki né neitar að hafa rætt við Bjarna. Ég svara því ekki. vildi verða stjórnar- formaður Bjarni vildi verða stjórnarformaður Byrs eftir yfirtökuna sem átti að fela það í sér að kröfuhafarnir fengju greidd 10 prósent af kröfum sínum. Svefnmótmæli halda áfram Boðað hefur verið til svefnmót- mæla við Stjórnarráðið aðfaranótt þriðjudags. Athygli vakti aðfaranótt 1. október síðastliðins þegar hópur fólks ákvað að leggjast til svefns við Alþingishúsið. Nú munu spjótin beinast að Stjórnarráðinu en í til- kynningu á Facebook-síðu hópsins kemur fram að verið sé að mótmæla Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. „Við höfum ekki efni á að taka við fleiri loforðum frá stjórnmálamönn- um sem hafa látið Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn binda hendur sínar. Þess vegna ríður á að við stöndum saman og trommum kröfum okkar um heið- arlegt uppgjör, mannsæmandi kjör og framtíð landsins inn í Stjórnarráðið.“ Spánarveður um helgina Veður var með eindæmum gott víða á landinu um helgina og komst hitinn í 17 stig á nokkrum stöðum. Þannig fór hitinn í 17,2 gráður á Gemlufallsheiði á Vestfjörðum samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á Norðurlandi var hlýjast í Ásbyrgi þar sem hitinn fór í tæplega 17 gráður. Á Þingvöllum mældust einnig 17 gráður og eins á Eyrar- bakka. Þá var heiðskýrt nánast á öllu landinu nema allra syðst. Veðurstofan spáir áframhaldandi hlýindum víðast hvar í vikunni þó ekki verði jafnsólríkt og um helgina. Aldrei fleiri brautskráðir Brautskráðir nemendur af fram- haldsskólastigi hafa aldrei verið fleiri, samkvæmt tölum Hagstof- unnar. Þar kemur fram að alls hafi brautskráðst 5.689 nemendur af framhaldsskólastigi með 6.404 próf skólaárið 2008–2009. Þetta er fjölg- un um 150 nemendur frá fyrra ári, eða 2,7 prósent. Aldrei áður hafa svo margir nemendur útskrifast af fram- haldsskólastigi á einu skólaári síðan gagnasöfnun Hagstofu Íslands hófst árið 1995. Ástæðan er meðal annars sú að stórir árgangar eru að fara í gegnum framhaldsskólann. Kólígerlar fund- ust í ísnum Þrjátíu íssölur í Reykjavík stóðust árlega könnun á gæðum og um- gengni við ísvélar og ísblöndur sem Matvælaeftirlit Reykjavík- ur framkvæmdi fyrir skemmstu. Tekin voru sýni hjá 42 íssölufyr- irtækjum til að kanna gerlamagn í ísnum. Af þeim þrjátíu sem stóðustu prófið voru átján með fullnægjandi niðurstöður og tólf fengu eina athugasemd. Önnur tólf fyrirtæki stóðust ekki kröfur í fyrstu umferð en fengu tækifæri til að gera úrbætur. Þrjú fyrirtæki voru enn með ófullnægjandi niðurstöður eftir aðra sýnatöku og var íssala þeirra stöðvuð tímabundið. Eitt þeirra hætti störfum en hin fullnægðu skilyrðum eftir þriðju eða fjórðu sýnatöku. Kólígerlar eru algeng- asta ástæða þess að fyrirtæki falla á sýnatökum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.