Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Qupperneq 10
10 fréttir 11. október 2010 mánudagur „Við lögðum fram kröfu um að málið yrði sent svo fá megi ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins,“ segir viðskipta- fræðingurinn og háskólaneminn Sveinn Óskar Sigurðsson. Hann hef- ur stefnt Frjálsa fjárfestingarbankan- um vegna innheimtu gengistryggðs láns í erlendri mynt. Ofgreiddi bankanum Sveinn segir málsóknina tilkomna vegna þess að Frjálsi fjárfestingar- bankinn haldi því fram að höfuð- stóll erlends gengistryggðs láns hafi hækkað í krónum talið vegna geng- ishruns krónunnar. Fyrir vikið hafi hann ofgreitt bankanum á ákveðnu tímabili. Málið var tekið fyrir í Hér- aðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag- inn en afstaða til kröfunnar um að málið verði sent EFTA-dómstólnum verður tekin 5. nóvember. Varði sig fyrir falli krónunnar Eins og kunnugt er kvað Hæstirétt- ur upp þann dóm í sumar að gengis- tryggð lán vegna skuldbindingar í ís- lenskum krónum væru ólögleg. Hið sama þarf ekki að gilda um geng- istryggð lán vegna skuldbinding- ar í erlendri mynt. Sveinn, sem tók ásamt eiginkonu sinni hefðbund- ið gengistryggt húsnæðislán, segist hafa tekið lán í erlendum myntum og að Frjálsi fjárfestingarbankinn hafi raunar viðurkennt það í apríl á þessu ári, nokkrum mánuðum áður en dæmt var í málum sem snúa að gengistryggðum lánum. Hann bendir einnig á að árið 2006 hafi Frjálsi fjárfestingarbankinn sagt í auglýsingu á heimasíðu bankans að erlendur höfuðstóll gengistryggðra myntkörfulána tæki breytingum í samræmi við þróun erlendra gjald- miðla gagnvart íslensku krónunni – en ekki öfugt. Sveinn heldur því fram að vegna þess að hann hafi tekið erlendar myntir að láni með gengistryggingu, að jafnvirði fastrar krónufjárhæð- ar eins og segir í veðskuldabréfinu sjálfu, hafi hann með því tryggt sig fyrir falli krónunnar. „Ef þú tekur til dæmis erlent lán að jafnvirði 10 milljóna króna, þar sem evran kost- ar 100 krónur, þá ertu að taka 100.000 evrur að láni. Segjum að krónan falli í verði og gengið verði 150 krónur á hverja evru þá gerist það að þessar 10 milljónir standa óbreyttar en höfuð- stóllinn verður 67 þúsund evrur. 67 þúsund evrur eru þá ígildi 10 millj- óna króna,“ segir Sveinn Óskar og bendir á að Hæstiréttur hafi bannað gengistrygginguna eins og bankarn- ir hafi viljað reiknað hana. Bannað sé að reikna þetta þannig út að höfuð- stóllinn hækki í 15 milljónir, miðað við þessar gefnu forsendur. „Svo er vissulega litið til vaxtaþáttarins sem spilar vissulega þarna stóran þátt,“ segir hann. Varaði við hruninu Sveinn segir að Frjálsi fjárfestingar- bankinn beri því við í málsvörn sinni að þau hjónin séu vel menntuð og hafi mátt sjá fyrir hvernig færi fyrir krónunni. Sveinn segir að það sé rétt. Hann hafi ítrekað varað við hruninu á opinberum vettvangi og bent á þær hættur sem fylgdu óheftri erlendri skuldasöfnun fjármálakerfisins sem gæti leitt til falls krónunnar og til- svarandi kjara- og eignarýrnunar. Í grein sem hann skrifaði og fékk birta í Morgunblaðinu í apríl 2004, undir fyrirsögninni „Krónan er dauð- vona“, bendir hann á að óbreytt krón- ustefna og skuldasöfnun fjármála- fyrirtækja erlendis geti leitt síðar til kjaraskerðingar fyrir heimlin og að ár- angurinn sem náðst hafi á fyrstu árum aldarinnar verði að engu ef ekkert verði að gert. Árið 2007 ritaði hann svo grein til að ítreka það sem hann benti á árið 2004 auk þess sem líta bæri til þess að ræða af skynsemi upptöku evrunnar. Einnig kom fram í grein- unum að Seðlabanki Íslands virtist stefna peningamálum þjóðarinnar í hættu með óbreyttri peningamála- stjórn. Sveinn segir að þessar viðvar- anir hafi verið virtar að vettugi. Hann hafi talið hættu steðja að krónunni og því ákveðið að verja sig gegn falli hennar, með því að taka erlent geng- istryggt lán þegar það bauðst og eins og það var kynnt af Frjálsa fjárfesting- arbankanum. Greinarnar hyggst hann leggja fram í aðalmeðferð málsins. Leiðréttingin fyrir fjármálastofnanir Sveinn segir að þau hjónin hafi keypt eign á sínum tíma án þess að takast að selja þá sem þau áttu fyrir. Þau hafi hins vegar ekki leit- að til umboðsmanns skuldara, sem aðstoðar fólk í þeirri stöðu, vegna þess að þau hafi varið sig fyrir falli krónunnar og vilja að bankinn standi við samninga. Þau ættu því að vera í ágætum málum. „Við sjá- um ekki ástæðu til að sækja leið- réttinguna sem er frekar fyrir fjár- málastofnanirnar,“ segir hann og ítrekar að hann hafi tekið geng- istryggt erlent lán. „Síðustu grein minni í Mogganum lauk með þeim orðum að réttlætisgyðjurnar væru ekki sáttar og að dómur Hæstarétt- ar í þessum málum væri ekki sal- ómonsdómur,“ segir hann en þess má geta að Sveinn vinnur þessi dægrin að lokaverkefni í Háskóla Íslands þar sem hann kryfur verð- trygginguna til mergjar. „Þar er ég að taka vísitölu neysluverðs fyrir,“ segir hann að lokum. Sveinn segir að þessar viðvaran- ir hafi bankinn virt að vettugi. Varaði Við hruni og Vill lækkun á láni Sveinn Óskar Sigurðsson viðskiptafræðingur hefur höfðað mál á hendur Frjálsa fjárfestingarbankanum vegna gengistryggðs láns. Hann varaði opinberlega og ítrekað við efnahagshruninu löngu fyrir hrun og segir að gengistryggð lán í erlendri mynt eigi að hafa lækkað en ekki hækkað. Hann hafi tryggt sig gegn falli krónunnar með því að taka lán í erlendum myntum – það hafi bankinn sjálfur viðurkennt. baLdur guðmundSSOn blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Varaði við hruninu „Krónanerdauðvona,“sagðiSveinnÓskarárið2004. Sækir á bankann SveinnÓskarsegisthafa ofgreittFrjálsafjárfestingarbankanumafgengis- tryggðuláni.Hannhefuróskaðeftirúrskurðifrá EFTA-dómstólnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.