Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Qupperneq 11
mánudagur 11. október 2010 fréttir 11
„Ég tel eðlilegt og sjálfsagt að auka
þorskkvótann um 20 þúsund tonn
nú þegar og að ríkið leigi hann út
sem neyðarráðstöfun til þess að
lina sársaukann af óumflýjanlegum
niðurskurði,“ segir Ólína Þorvarð-
ardóttir, Samfylkingunni, í samtali
við DV.
Ólína var meðal gesta á allt að
1.400 manna borgarafundi á Ísa-
firði síðastliðið fimmtudagskvöld
þar sem mótmælt var alvarlegum
og sársaukafullum niðurskurði hjá
heilbrigðisstofnunum í Ísafjarðar-
bæ. Á fundinum taldi Ólína af og
frá að fallast á fyrirætlanir í fjárlaga-
frumvarpinu um niðurskurð í heil-
brigðisstofnunum á landsbyggð-
inni.
„Það er líka hægt að hugsa sér
að auka tekjur ríkissjóðs með eins-
konar tímabundnum neyðarráð-
stöfunum. Það má gera með því að
auka þorskkvótann strax og sömu-
leiðis ufsa- og ýsukvóta og nota
tekjurnar til að létta þjóðinni að
komast yfir þungbæran niðurskurð
velferðarkerfisins í kjölfar banka-
hrunsins. Ég minni á að ég mælti
fyrir vísindaveiðum á þorski á síð-
asta ári en það fékk dræmar undir-
tektir. Ég tel að ríkið geti gert þetta
með lagasetningu og í raun hefðu
útgerðarmenn ekkert um það að
segja þótt ríkið aflaði sér aukatekna
með aukningu kvóta og tímabund-
inni útleigu hans.“
Stjórnin veltir
aukningu fyrir sér
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, segir allar
leiðir til skoðunar en vildi ekkert
tjá sig um tímabundna aukningu
kvótans þegar DV hafði samband
við hann.
„Ég tel að skoða verði alla mögu-
leika til tekjuöflunar til þess að
mæta svo alvarlegum niðurskurði
velferðarkerfisins. Ég tel vel koma
til greina að kanna það hvort ekki
sé rétt að auka þorskkvótann tíma-
bundið og innan öryggismarka,“
segir Guðbjartur Hannesson, ráð-
herra heilbrigðis- og félagsmála-
ráðherra, en hann var jafnframt
formaður kvótanefndar sjávarút-
vegsráðherra sem skilað hefur nið-
urstöðum um efndurskoðun kvóta-
kerfisins.
Mikil þorskgengd
Margir sjómenn og útgerðarmenn
fullyrða að þorskgengd á miðunum
fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi
sé afar mikil um þessar mundir.
Dæmi eru þess að handfærabátar
komi inn með 2 tonn af þorski eftir
nokkra klukkustunda langar veiði-
ferðir undan Vestfjörðum, en að-
eins er unnt að veiða á handfæri
þegar bjart er. Á sama tíma og þetta
gerist er nær ómögulegt að kaupa
þorsk- eða ýsukvóta hvað þá að
leigja kvóta til sín til að mæta aukn-
um meðafla. Þetta hamlar ekki síst
veiðum á úthafsrækju fyrir Norð-
urlandi þar sem meðafli þorsks fer
vaxandi. Dæmi eru þó þess að ýsu-
kvóti hafi verið boðinn til leigu á
liðlega 200 krónur kílóið. Það þyk-
ir stjarnfræðilega hátt í ljósi þess að
kílóið selst hugsanlega á 250 krón-
ur kílóið.
Ófremdarástand
Óskar Gíslason, útgerðarmaður
á Patreksfirði, hefur gert út fiski-
skipið Valgerði BA 45 frá haustinu
2007. Hann ritaði Jóni Bjarnasyni
sjávarútvegsráðherra bréf fyrir um
hálfum mánuði og gerði grein fyr-
ir vanda útgerðarinnar. Svör hefur
hann engin fengið ennþá. „Þetta
hefur gengið ágætlega þótt ég hafi
að mestu þurft að leigja veiðiheim-
ildir. Útgerð mín hefur staðið undir
um 20 ársverkum hér á Patreksfirði
og á Suðureyri. Nú er skipið bund-
ið við bryggju og við höfum ekkert
að gera því engan leigukvóta er að
hafa og engan kvóta hægt að kaupa.
Ég hef því sagt mannskapnum upp
störfum. Í bréfi mínu til sjávarút-
vegsráðherra geri ég grein fyrir
ástandinu. Ég hef fé til að greiða af
lánum næstu mánuðina. En þegar
sjóðurinn er þurrausinn vandast
málið og ég vil fá svör sjávarútvegs-
ráðherrans. Á ég að skila lyklunum
í bankann eftir þann tíma? Megum
við búast við einhverjum breyting-
um eða úrbótum? Og ef svo; hvers
megum við þá vænta?“
Óskar kveðst glaður leigja
þorskkvóta beint af ríkinu ef ekki
með hefðbundnum hætti, til dæm-
is á 150 krónur kílóið.
200 þúsund tonn í lagi
„Vð teljum óhætt að fara með árs-
aflann á þorski upp í að minnsta
kosti 180 þúsund tonn og jafn-
vel 200 þúsund tonn jafnframt því
sem nýtingarstefnan verður endur-
skoðuð,“ segir Friðrik J. Arngríms-
son, framkvæmdastjóri Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna.
Hann vísar jafnframt til þess að Jón
Bjarnason sjávarútvegsráðherra
hafi nýverið skipað Skúla Skúlason
Hólarektor til þess að leiða endur-
skoðun nýtingarstefnunnar.
Hafrannsóknastofnun taldi ráð-
legt að veiða ekki meira en 160 þús-
und tonn á yfirstandandi fiskveiði-
ári. Stofnunin gerir þó ráð fyrir
óvissu og að veiðistofninn sé mun
stærri meðal annars vegna Græn-
landsgöngu og annarra atriða. Á
það er einnig bent að hrygningar-
stofninn mælist nú um 300 þúsund
tonn. Geta má þess að árið 1993
mældist hann aðeins 120 þúsund
tonn og er því nú tvisvar til þrisvar
sinnum stærri en þá.
Telja verður vaxandi líkur á að
þorskveiðar verði auknar á yfir-
standandi fiskveiðiári af ofan-
greindum ástæðum. Aukning-
in kæmi sér vissulega vel þegar
íslenska efnahagslífið hefur sjald-
an eða aldrei þurft á aukatekjum
að halda til að mæta áfölllum rík-
issjóðs vegna bankahrunsins árið
2008. Miðað við þær forsendur sem
fyrir liggja má því ætla að líkur á
aukningu kvóta hefði vel komið til
greina óháð gríðarlegri þörf efna-
hagslífsins fyrir meiri tekjur. Ljóst
er að 20 þúsund tonna aukakvóti
af þorski gæti skilað þjóðarbúinu
á annan tug milljarða króna auka-
tekjum í þjóðarbúið.
Ófriður um aðferð?
Lítil von er til þess að friður yrði
um að ríkið héldi 20 þúsund tonna
aukakvóta af þorski hjá sér og leigði
hann á uppboðsmarkaði eða föstu
verði. Útvegsmenn börðust með
kjafti og klóm gegn 2.000 tonna
skötuselskvóta sem Jón Bjarnason
gaf út til bráðabirgða til tveggja
ára undir þeim formerkjum að rík-
ið leigði hann út á 120 krónur kíló-
ið. Töldu þeir að ráðherrann væri
með þessu að hefja innlausn kvót-
ans í anda fyrningarleiðarinnar en
hún varð undir í meðförum kvóta-
nefndar Guðbjarts Hannessonar.
Útvegsmenn höfðu vannýtt út-
gefinn úthafsrækjukvótann mörg
undanfarin ár. Af þeim sökum setti
sjávarútvegsráðherra úthafsrækju
ekki undir aflamark að þessu sinni.
Forsvarsmenn LÍÚ kunna þessu
illa, telja þetta brot á lögum og hóta
að lögsækja ráðherrann.
Vilji er til þess innan ríkisstjórnarinnar og meðal stjórnarliða að auka þorskkvótann, jafnvel um 20 þúsund
tonn. LÍÚ er sama sinnis og telur óhætt að veiða allt að 200 þúsund tonn. Ófriður gæti brotist út um málið ef
ríkið eykur þorskkvótann og leigir hann út í stað þess að útdeila honum til kvótahafa. Ólína Þovarðardótt-
ir, Samfylkingunni, telur þetta vel koma til greina og segir útgerðarmenn ekkert hafa um málið að segja.
Aukinn þorsk-
kvóti á döfinni
jÓhann haukSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Það má gera með því að auka þorsk-
kvótann strax og sömu-
leiðis ufsa- og ýsukvóta
og nota tekjurnar til að
létta þjóðinni að komast
yfir þungbæran niður-
skurð velferðarkerfisins í
kjölfar bankahrunsins.
Verst frétta JónBjarnasonætlaraðendurskoðanýtingarstefnunaenvillekki
segjaneittafdráttarlaustumþaðhvortþorskkvótinnverðiaukinn.
Útvegsmenn vilja meiri afla Friðrik
J.Arngrímssonframkvæmdastjóri
LÍÚteluróhættaðveiðaalltað200
þúsundtonnafþorskijafnframtþvísem
nýtingarstefnanverðiendurskoðuð.
aukum kvótann strax ÓlínaÞorvarðar-
dóttirmæltifyrirvísindaveiðumáþorskií
fyrra.Húnvillaukaþorskkvótannstraxog
dragaumleiðúráföllumvelferðarkerfisins.
Valgerður Ba 45 SkipÓskarsGíslasonarliggurbundiðviðbryggjuen20manns
hafahaftvinnubeintogóbeintviðútgerðina.