Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Qupperneq 12
12 fréttir 11. október 2010 mánudagur
Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2011
er boðaður gífurlegur niðurskurð-
ur í heilbrigðiskerfinu um land
allt, eða sums staðar allt að 70 pró-
sent miðað við árið í ár. Mikill hiti
er í íbúum á landsbyggðinni vegna
þessa og hafa fjölmennir og tilfinn-
ingaþrungnir borgarafundir verið
haldnir víða. Fólk er reitt, áhyggju-
fullt og jafnframt sorgmætt, enda
vegið að búsetuskilyrðum þess.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
fer ekki varhluta af þessum niður-
skurði, en ef fer sem horfir og nið-
urskurðurinn gengur eftir, þarf
samkvæmt forsvarsmönnum stofn-
unarinnar að grípa til ansi róttækra
aðgerða til að mæta honum.
40 prósenta niðurskurður
„Þetta er rýtingsstunga í þetta
samfélag og þýðir bara hrun
byggðarinnar,“ segir Eiríkur Finn-
ur Greipsson, oddviti D-listans
í Ísafjarðarbæ, um fyrirhugað-
an niðurskurð á fjárveitingum til
Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
Boðaður niðurskurður er mestur
á sjúkrasviði stofnunarinnar, eða
um 40 prósent miðað við árið í ár.
Eiríkur segir að fólki í bæjarfélag-
inu sé mjög misboðið og það verði
að koma í veg fyrir að þessi niður-
skurður gangi í gegn. Hann sat í
síðustu viku, ásamt Daníel Jakobs-
syni bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar,
fund starfsmanna á Heilbrigðis-
stofnun Vestfjarða þar sem Þröst-
ur Óskarsson framkvæmdastjóri
fór yfir hvað niðurskurðurinn gæti
þýtt fyrir heilbrigðisstofnunina.
Fæðingarþjónusta leggst af
Á fundinum kom fram að ef fyr-
irhugaður niðurskurður gengur
eftir gæti meðal annars þurft að
leggja alveg af fæðingarþjónustu
á Vestfjörðum, sem og ómskoð-
anir á meðgöngu. Allar sem þurfa
á slíkri þjónustu að halda yrðu því
að leita annað. Þá hefði stofnun-
in ekki lengur bolmagn til þess að
gefa krabbameinssjúklingum lyf
og sjúklingar yrðu því alltaf að fara
burt frá heimahögum í lyfjagjaf-
ir. Nýr blöndunarskápur krabba-
Boðaður er gífurlegur niðurskurður á fjárveit-
ingum í heilbrigðiskerfinu um allt land. Vest-
firðir fara ekki varhluta af þessum niðurskurði
og þarf að grípa til róttækra aðgerða svo að
hægt sé að mæta honum. Meðal annars gæti
þurft að leggja alfarið niður fæðingarþjónustu á
Vestfjörðum. Lára Ósk Pétursdóttir ung móðir á
Þingeyri segir þetta fáránlegt og biðlar til stjórn-
valda að endurskoða fyrirhugaðan niðurskurð.
„Verið að leggja landsbyggðina af“
SÓLrún LiLja ragnarSdÓttir
blaðamaður skrifar: solrun@dv.is
Þetta er rýtings-stunga í þetta
samfélag og þýðir bara
hrun byggðarinnar.
70 prósenta niðurskurður Niðurskurðurermesturásjúkrasviðiheilbrigðisstofnana
ogsumsstaðarersjúkrasviðiðnánastlagtniður.