Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Qupperneq 13
mánudagur 11. október 2010 fréttir 13 meinslyfja, sem bráðadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Ísafirði tók í notkun á dögunum, myndi þá standa ónotaður. Skurðstofunni yrði lokað að mestu eða öllu leyti og maga- og ristilspeglanir legð- ust af. Svæðið verður ófýsilegt til búsetu Fyrir utan augljóst hrun í heil- brigðisþjónustu á Vestfjörðum þá geta samfélagsleg áhrif nið- urskurðarins orðið mjög mikil, að mati Eiríks. Fjöldi sjúklinga í byggðum Ísafjarðarbæjar myndi þurfa að leita til Reykjavíkur í stað Ísafjarðar og sjúkraflug myndi aukast gífurlega. Það telst ekki fýsilegt í ljósi þess hve samgöngur geta verið ótryggar á Vestfjörðum, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Ferðalög til Reykjavíkur orsaka vinnutap og fjarveru frá heim- ili og ættingjum og hætta er á að sjúklingar og aðstandendur þeirra flytji burt vegna skorts á þjónustu. Þá munu, að öllum líkindum, 12 læknar og fagmenntað heilbrigð- isstarfsfólk missa vinnuna. Eiríkur bendir á að allir þessir þættir geri svæðið í heild sinni ófýsilegt til bú- setu. Borgarafundur var haldinn á Ísafirði síðastliðið fimmtudags- kvöld. Á honum var um 1.600 manns og enn fleiri fylgdust með honum í beinni útsendingu á net- inu. Sjúkrasvið lögð niður Ljóst er að boðaður niðurskurður í heilbrigðiskerfinu kemur mjög illa við íbúa á norðanverðum Vestfjörðum, enda langt að fara til Reykjavíkur að leita sér lækn- isaðstoðar. Vestfirðingar eru þó ekki einir um að fá slæma útreið í fjárlögum næsta árs, enda eins á áður sagði, skorið niður í heil- brigðiskerfinu um allt land. Nið- urskurðurinn er nánast undan- tekningalaust mestur á sjúkrasviði heilbrigðisstofnana. Ef fjárveitingar á milli ára eru skoðaðar sést meðal annars að sjúkrasvið Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks og Heilbrigðisstofn- unar Þingeyinga, sem staðsett er á Húsavík, verða nánast lögð niður. Íbúar á þessum svæðum þurfa þá að sækja sér ýmsa læknisþjónustu til Akureyrar eða Reykjavíkur. Þess má geta að á milli Sauðárkróks og Akureyrar er um tveggja tíma akst- ur og um klukkutíma akstur á milli Húsavíkur og Akureyrar. Nýuppgerð fæðingardeild lögð niður „Þetta er bara fáránlegt,“ segir Lára Ósk Pétursdóttir um væntanleg- an niðurskurð á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hún býr á Þingeyri ásamt manni sínum og tveimur ungum dætr- um og þekkir af eigin reynslu bæði hvernig það er að eiga barn á Ísa- firði, nálægt sínum heimabæ, og hvernig það er að þurfa að fara til Reykjavíkur að eiga barn. Fæðingardeildin á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ísafirði var tekin í gegn fyrir rétt um ári og var Lára fyrsta konan til að eiga barn á ný- vígðri fæðingardeild þar í nóvem- ber í fyrra. „Það er búið að eyða þvílíkum fjármunum í að gera spít- alann fínan og taka inn fullt af nýj- um tækjum,“ segir Lára og á varla til orð yfir tilvonandi ástandi. „Ef ómskoðun leggst af, hvert eiga þessar konur að fara í skoðun? Þær þurfa þá alltaf að fara suð- ur,“ segir Lára og bendir á sumar konur gangi svokallaða áhættu- meðgöngu og þurfi að vera undir strangara eftirliti en aðrar óléttar konur og fara því oftar í skoðun. Öryggisleysi fyrir þungaðar konur Sjálf þekkir Lára af eigin raun hvernig það er að þurfa að vera undir ströngu eftirliti á meðgöngu, þó það hafi ekki verið flokkað sem áhættumeðganga, og getur ekki ímyndað sér hvernig það hefði ver- ið ef hún hefði alltaf þurft að fara til Reykjavíkur í skoðun. Það hefði verið henni ansi kostnaðarsamt svo ekki sé minnst á óþægindin sem því hefðu fylgt. Lára bendir á þá staðreynd að konur megi ekki fljúga eftir 35. viku meðgöngu og sjálf myndi hún ekki vilja dröslast margoft kasólétt í bíl á milli Reykja- víkur og Þingeyrar. Fyrir þær kon- ur sem þurfa á strangara eftirliti að halda væri þá líklega það eina í stöðunni að vera í Reykjavík seinnihluta meðgöngunnar, fjarri heimili og ættingjum. „Þetta er gífurlegt öryggis- leysi,“ segir Lára og veltir upp erf- iðum aðstæðum sem geta komið upp hjá þunguðum konum, bæði á meðgöngu og í fæðingu. „Það er nú ekki alltaf flogið hérna, það er alltaf verið að aflýsa flugi hérna á veturna og ef fólk kemst ekki land- leiðina, hvað þá?,“ segir Lára og vill varla hugsa þá hugsun til enda. Frábær fæðingarþjónusta á Ísafirði Þegar Lára átti eldri dóttur sína voru aðstæður á sjúkrahúsinu á Ísafirði þannig hún þurfti að fara með sjúkraflugi til Reykjavíkur og hún segir það skelfilega lífsreynslu. „Mér var troðið inn í pínulitla rellu kasólétt og með hríðir,“ rifjar hún upp með hryllingi. Hún segir varla hægt að bera þá lífsreynslu saman við fæðingu seinni dóttur sinnar sem hún átti á nýuppgerðri fæð- ingardeildinni á Ísafirði. „Það var æðislegt að eiga á Ísafirði,“ segir hún en þar var dekrað við hana og hún umkringd fjölskyldunni sinni. „Það eru allir rosalega reiðir, fólki finnst bara eins og sé verið að leggja landsbyggðina af,“ segir Lára aðspurð um viðbrögð fólks í kringum hana. „Það þarf virkilega að endurskoða þetta, annars flyt- ur fólk bara í burtu,“ segir Lára en bendir jafnframt á að það sé hæg- ara sagt en gert að fara burt og ef fer sem horfir í niðurskurðarmál- um verður vonlaust að losna við húseignir á Vestfjörðum. Lára vill að lokum skora á stjórnvöld að endurskoða boðaðan niðurskurð í heilbrigðismálum og vill að hætt verði að setja landsbyggðina í ann- að sæti. „Verið að leggja landsbyggðina af“ Kortið sýnir í prósentum niðurskurð í heilbrigðiskerfinu á landsbyggðinni á milli áranna 2010 og 2011. niðurskurður í heilbrigðiskerfinu Heildarniðurskurður niðurskurður á sjúkrasviði Ísafjarðarbær 17% 40% Sauðárkrókur 30% 68% Húsavík 40% 73% Fjarðabyggð 22% 50% reykjanesbær 22% 50% árborg 35% 42% Vestmannaeyjar 23% 35% Það er nú ekki alltaf flogið hérna, það er alltaf ver- ið að aflýsa flugi hérna á veturna og ef fólk kemst ekki landleiðina, hvað þá? Biðlar til stjórnvalda Lára Ósk Pétursdóttir er hér með yngri dóttur sinni, Katrínu Júlíu, sem var fyrsta barnið sem fæddist á nýuppgerðri fæðingardeild á Ísafirði fyrir tæplega ári. MyNd úr eiNkaSaFNi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.