Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Blaðsíða 14
Nokian Hakkapeliitta 7 er besta nagladekkið í snjó og á ís sem völ er á. Það fær hæstu einkunn fyrir akst- urstilfinningu og örugga aksturs- eiginleika, í vandaðri prófun systur- félags FÍB í Noregi. Á blautu malbiki og í krapi er dekkið ekki alveg eins gott og þau sem best skora við þau skilyrði. Dekkið er engu að síður jafngott í flestum greinum en er þó háværara en þau allra hljóðlátustu. Umfangsmikið próf DV birtir í dag, með góðfúslegu leyfi FÍB, niðurstöður úr árlegri dekkja- prófun sem Motor, blað á vegum systurfélags FÍB í Noregi, stóð fyr- ir. Prófunin er ákaflega vönduð en finnska fyrirtækið TestWorld fram- kvæmir prófið á reynsluaksturssvæði sínu í Ivalo í Norður-Finnlandi. Að því er segir í blaði FÍB er um að ræða eitt stærsta og umfangsmesta vetrar- dekkjapróf sem gert er í Evrópu. Það er gert til að kanna virkni vetrarhjól- barða á norðlægum slóðum en að þessu sinni voru 22 tegundir nýrra negldra og ónegldra vetrardekkja kannaðar. Þá voru nýju dekkin borin saman við notuð dekk en niðurstöð- urnar má sjá hér til hliðar á opnunni. Besta dekkið á tilboði Eins og áður segir kom Nokian Hakkapeliitta 7 best út af öllum dekkjunum – fær 8,4 í heildarein- kunn eftir prófanir á ís, snjó, blautu malbiki, þurru malbiki, krapi auk þess sem tekið er tillit til veghljóðs og núningsmótstöðu. Í töflunni má sjá nákvæmlega hvað dekkið fær í ein- kunn í hverjum þætti. Max 1 flytur inn dekkin og sam- kvæmt upplýsingum þaðan eru 15 tommu dekk (195-65-15) á 20 pró- senta afslætti til næsta laugardags, 16. október. Stykkið kostar rétt rúmar 17 þúsund krónur fram að þeim tíma en eftir það kostar dekkið rúmlega 21 þúsund krónur. Nú er því hægt að fá umganginn á um 68 þúsund krónur en þá á vitanlega eftir að greiða fyrir umfelgun, þar sem það á við. Greinið þarfir ykkar Fast á hæla Nokian Hakkapelliitta 7 kemur dekk frá Continental, það fær 8,3 í einkunn og þykir sérstaklega gott í ís og snjó. „Contiice gefur góða og örugga aksturstilfinningu, er rás- fast og hljóðlátt af negldu dekki að vera,“ segir í umsögn um dekkið. Í þriðja sæti hafnaði dekk frá Bridgestone sem þykir framúrskar- andi á ís og enn fremur besta dekkið þegar ekið er í krapi. FÍB ráðleggur fólki að framkvæma þarfagreiningu fyrir eigin notkun áður en fjárfest er í dekkjum. „Ráð okkar er því það að hver og einn geri Dísilolía Algengt verð verð á lítra 190,6 kr. verð á lítra 193,6 kr. Skeifunni verð á lítra 193,4 kr. verð á lítra 194,4 kr. Algengt verð verð á lítra 194,9 kr. verð á lítra 195,7 kr. bensín Dalvegi verð á lítra 193,3 kr. verð á lítra 194,3 kr. Melabraut verð á lítra 193,4 kr. verð á lítra 194,4 kr. Algengt verð verð á lítra 193,6 kr. verð á lítra 194,6 kr. Leitið áLitS þriðjA AðiLA Flest fjármögnunarfyrirtækin hafa lokið við að endurreikna einföld- ustu gengistryggðu bílasamning- ana. SP-fjármögnun greindi frá því fyrir helgi að sjö þúsund endur- útreikningar samninga hafi verið sendir viðskiptavinum og að þeir bærust þeim á næstu dögum. Hægt er að skoða endurútreikningana SP á sp.is en Gísli Tryggvason, tals- maður neytenda, ráðleggur fólki í samtali við DV að leita til þriðja aðila ef það vantreystir útreikning- um fjármögnunarfyrirtækjanna. Hann bendir á að Sparnaður sé á meðal þeirra sem bjóða upp á slíka þjónustu. Seinir Að opnA hóLfin n „Hólfin í miðri nýju stúkunni voru orðin þétt setin og ekki nokkur leið að fá þar samliggjandi sæti fyrir fjóra. Samt vildu þeir ekki opna ysta hólfið í nýju stúkunni,“ sagði óánægður viðskiptavinur KSÍ. Hann fór á landsleik Íslands og Skotlands í síðustu viku, eins og 7.200 manns, og missti af þjóðsöngv- unum og fyrstu mín- útunum vegna þess að KSÍ þráaðist við að opna öll hólfin þar sem áhorfendur sitja. Það gerðu þeir þó að lokum, enda aðsóknin frábær. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS novA bráSt við n Lofið fær Nova fyrir að bregaðst við lasti. DV greindi frá því í síð- ustu viku að viðskiptavinur, sem sendi son sinn í fyrsta sinn einan til útlanda, hefði aldrei getað náð sambandi við soninn, þrátt fyrir fyr- irheit um að síminn ætti að virka. Nova hafði samband við DV sem hafði milligöngu um að koma viðskiptavininum í samband við fyrirtækið. Nova vildi fyrir alla muni koma til móts við viðskiptavininn og soninn og fær fyrirtæk- ið lof fyrir þau viðbrögð. LOF&LAST 14 neyTendur UmSjóN: BaldUr GUðmUndsson baldur@dv.is 11. október 2010 mánudagur SpArAðu í AkSTri margt er hægt að gera til að draga úr eldsneytisnotkun bílsins. munið að hraðakstur eykur bensíneyðslu og veldur umhverfisspjöllum. Sparaðu inngjöfina og forðastu snögghemlun en með því sparar þú eldsneytið og dregur úr mengun. Stöðvaðu hreyfil- inn ef bíllinn er í hægagangi meira en eina mínútu því hægagangur í eina mínútu er bensínfrekari en gangsetning. Þá getur þú sparað á því að hafa loftþrýsting í dekkjum eins mikinn og ráðlagt er samkvæmt framleið- anda. Gættu þess líka að aka ekki um með óþarfa hluti sem þyngja bílinn. Hvert kíló eykur bensínnotkun.e L d S n e y T i NokiaN-NagladekkiN best Nokian, Continental og Bridgestone koma best út í árlegri prófun á nýjum vetrardekkjum. Nokian Hakkapeliitta 7 er besta dekkið en það má nú fá á 20 prósenta afslætti hjá Max 1 út þessa viku. Félag íslenskra bifreiðaeigenda ráðlegg- ur fólki að greina þarfir sínar áður en ákveðið er hvernig dekk eru keypt. BaldUr GUðmUndsson blaðamaður skrifar: baldur@dv.is FÍB ráðleggur fólki að fram- kvæma þarfagreiningu fyrir eigin notkun áður en fjárfest er í dekkj- um. n Til að fá marktæka niðurstöðu fyrir hverja hjólbarðategund í einstökum prófunar þáttum, t.d. í prófunarliðnum „Hemlun á ís“, eru gerðar milli 16 og 20 hemlunarprófanir, allar á sléttum og óupprifnum ís. Allt prófið í heild sinni er endurtekið þrisvar sinnum á jafnmörgum dögum. með reglulegu millibili er svo farið í gegn um prófið á sérstöku samanburðardekki til að mæla hugsanleg frávik í prófun- araðstæðunum sjálfum. Þessi frávik eru svo reiknuð inn í sjálft prófið til leiðrétt- ingar á hugsanlegum skekkjum. Öll eru dekkin prófuð undir einum og sama bílnum af öllum reynsluökumönnun- um sem að prófunaarverkefninu koma. Í bílnum er RaceLogic Vboks III GPS tæki sem mælir hemlunarvegalengdir, hröðun, hraða, hemlun, brautartíma o.s.frv. Þau próf sem gefið er fyrir eftir tilfinningu ökumannanna eru framkvæmd sem blindpróf þriggja ökumanna. Þeir vita aldrei hvaða dekk eru undir bílnum hverju sinni þegar þeir gefa einkunnir sínar. Þessar einkunnir eru frá 4 (lélegt) upp í 10 (ágætt). Úr FÍB-BlaðinU SvonA er prófið frAMkvæMt Slitin og ónegld vetrardekk bremsa betur á ís en slitin nagladekk: nAgLADekkin enDASt iLLA Könnun sem birtist í norska blaðinu Motor, á vegum norsks systurfélags FÍB. sína eigin þarfagreiningu út frá þeim aðstæðum sem hann ekur í dagsdag- lega og átti sig á því hvaða eiginleik- ar dekkjanna er honum nauðsynleg- astir. Eins og lesa má út úr töflunum í þessari könnun er það algengt að þau dekk sem best eru í snjó og á ís séu síðri á auðu og ekki síst votu malbiki. Margir dekkjaframleiðend- ur leitast mjög við að fá fram góða og jafna eiginleika við flestar eða all- ar vetraraðstæður á okkar norðlægu slóðum. Kannski henta slík dekk best á suðvesturhorninu þar sem bleyta og regn og vott malbik eru ríkjandi akstursaðstæður langtímum saman,“ segir í FÍB-blaðinu um dekkjakönn- unina. Ónegldu dekkin Þegar röðin kemur að ónegldum dekkjum kemur Goodyear ultra grip ice+ best út. Það fær 7,4 í heildarein- kunn. Dekkið sigrar vegna þess að að eiginleikar þess eru jafn góðir í öllu, segir í niðurstöðunum. Það kemur best allra dekkja (líka nagladekkja) út þegar ekið er í krapi og er á meðal þeirra bestu á votu og þurru malbiki. Dekkið er enn fremur hljóðlátt. Önnur góð ónegld dekk koma frá Nokian og Continental; fram- leiðenda sem skora líka best í flokki negldra dekkja. nagladekk gegn banaslysum Vert er þó að minna á að niðurstöð- ur umferðaröryggistofnunarinnar Trafikverket á öryggi nagladekkja og ónegldra dekkja leiða í ljós að öku- menn eru 42 prósent ólíklegri til að lenda í banaslysi ef þeir eru á nagla- dekkjum. Hins vegar gerir ESC- skriðvörn í bílum ónegldu dekkin nánast eins örugg og nagladekkin. Þetta er þvert á niðurstöður rann- sókna stofnunarinnar undanfarin ár. Stefán Ásgrímsson hjá FÍB seg- ir þó að rannsóknin leiði í ljós að þeir bílar sem eru með áðurnefnda ESC-skriðvörn séu nánast jafn vel settir hvort sem þeir eru á negldum eða ónegldum dekkjum. „Þetta kerfi er komið í vel flesta nýja bíla í dag,“ segir Stefán en þess bera að geta að innflutningur á nýjum bílum hef- ur verið í algjöru lágmarki frá efna- hagshruni. Þetta hafi þó verið komið í marga nýja bíla áður en hagkerfið fór á hliðina. ESC stendur fyrir Elect- ronic Stability Control en er kallað mismunandi nöfnum eftir framleið- endum. Stefán segir rannsóknina leiða í ljós að skriðvörnin slagi hátt í að vera jafn mikilvægur öryggisbún- aður og bílbeltin. Í fyrsta skipti hafa prófanir verið gerðar á veggripi slitinna vetrardekkja. Það er systurfélag FÍB í Noregi sem framkvæmdi könnunina. Óhætt er að segja að niðurstöðurnar hafi komið á óvart. Ný negld vetrardekk eru betri en þau ónegldu, bæði þegar kemur að hemlunarvegalengd og veggripi þegar ekið er á ísilögðu yfirborði. Þegar kemur að akstri í snjó er munurinn enginn og raunar skiptir tegund dekkjanna litlu máli. Mynstur á nýju vetrardekki er um 9 millimetrar á dýpt. Þegar rákirnar í dekkjunum eru orðnar 6 millimetrar er niðurstaðan sú að ónegldu dekkin hafa styttri hemlunarvegalengd á ís en þau negldu. Munurinn verður enn meiri þegar mynstrið er komið niður í 3 millimetra. Helm- unarvegalengd nýrra nagladekkja á ís er að jafnaði 55 metrar, ef brems- að er á 50 kílómetra hraða á klukkustund. Óneglt vetrardekk, með 3 millimetra mynstri, hefur hemlunarvegalengd upp á 90,7 metra á ís. Nagladekk sem er jafnmikið slitið stöðvar hins vegar eftir 97,4 metra. ÁreiðanleG prÓFUn Dekkin eru prófið við ýmsar vetraraðstæður á sérhönnuðu tilraunasvæði í Norður- Finnlandi. Tuttugu og tvær tegundir dekkja voru prófaðar að þessu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.