Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Qupperneq 17
Borgarstjórinn í París ætlar að gera út af við umferðarteppur með raf- magnsbílum sem borgarbúar munu deila með sér. Þeir sem komið hafa til hinnar sögufrægu höfuðborgar Frakklands eru sammála um að nán- ast ómögulegt sé að aka um götur borgarinnar. Borgin er til þess fallin að ganga eða hjóla – og njóta um leið hins gullfallega umhverfis sem borg- in hefur upp á að bjóða. Fyrir venju- lega Parísarbúa er eflaust annað uppi á teningnum, þeir eru ekki ferða- menn, fara ekki upp í Eiffel-turninn og eru sífellt að flýta sér. Umferðar- teppur eru daglegt brauð og ekki er óalgengt að franskir ökumenn sem búa í höfuðborginni eða umhverfis hana eyði um 1–2 klukkustundum í kyrrstöðu í bifreiðum sínum. Bert- rand Delanoë, borgarstjóri Parísar, ætlar nú að keyra í gang verkefnið Autolib, en markmiðið er að minnka bílaflota Parísar um það sem sam- svarar 45 þúsund einkabifreiðum. Reiðhjólaverkefni er fyrirmyndin Það var sumarið 2007 sem Delanoë setti Vélib-verkefnið á laggirnar. Orð- ið Vélib er samsett úr frönsku orðun- um „vélo“ sem þýðir reiðhjól og „li- berté“ sem þýðir frelsi. Í stuttu máli gengur verkefnið út á það að á fjöl- mörgum „stöðvum“ innan Parísar geta vegfarendur tekið sér reiðhjól, haldið af stað og skilað hjólinu á þeirri stöð sem er hvað næst áfanga- stað. Hvergi eru meira en 400 metr- ar milli stöðva og gjaldið sem reiða þarf fram er mjög vægt og hefur verkefnið notið mikilla vinsælda. Delanoë, sem er talinn líklegur sem forsetaframbjóðandi sósíalista fyr- ir forsetakosningar 2012, ætlar nú að ganga skrefinu lengra og bjóða íbúum upp á rafmagnsbíla á þar til gerðum stöðvum. Geta Parísarbú- ar því ekið af stað og skilað bílnum á næstu stöð – hvar eru hlaðnir fyrir næsta notanda. Útgjöld eða sparnaður? Gagnrýnendur verkefnisins hafa látið að því liggja að það verði of dýrt. Aðstoðarborgarstjóri Parísar, Annick Lepetit, segir að það sé mik- ill misskilningur: „í París kostar það hvern bíleiganda um 7.000 evrur á ári að reka bifreiðina, sem þýðir að við munum spara um 315 milljón evrur á ári. Þar fyrir utan sjáum við fram á minni kostnað við viðhald á vegum, minni mengun og færri um- ferðarslys en öllum þessum atriðum fylgir mikill kostnaður.“ Til að byrja með munu 3.000 raf- magnsbifreiðar standa íbúum til boða og mun áskriftin kosta 15 evr- ur á mánuði. Búast borgaryfirvöld við því að Parísarbúar taki framtak- inu fagnandi. MÁNUDAGUR 11. október 2010 ERLENT 17 Lögreglan í Ontario-fylki í Kanada stendur frammi fyrir heldur óvenju- legu verkefni. Í kjölfar þess að upp komst um lottó-svindl, hvar vinn- ingurinn nam 12,5 miljónum kan- adískra dollara, leitar lögreglan nú logandi ljósi að réttmætum hand- hafa vinningsins sem dreginn var út fyrir þremur árum. Lottó-svindl hef- ur verið vaxandi vandamál í Ontar- io-fylki og óttast kanadísk yfirvöld að óprúttnir aðilar í öðrum fylkjum fari að stunda slík uppátæki. Leit- in að réttmæta milljónamæringnum gengur hins vegar hægt, en þeir sem telja sig hinn eina sanna sigurvegara skipta auðvitað þúsundum og síminn stoppar ekki enn hjá Ontario Lottery. Hugvitssamt svindl Lögreglan hefur þegar handtek- ið búðareiganda nokkurn, konu hans og sextugan föður búðar- eigandans fyrir svindlið. Svindlið gekk þannig fyrir sig að viðskipta- vinur nokkur rétti búðareigand- anum lottó-miða, til að sjá hvort vinningur væri á honum. Vitandi að svo væri tjáði búðareigandi við- skiptavininum að engan vinning væri að finna á þessum miða og viðskiptavinurinn hvarf á braut. Nokkrum vikum síðar fór búð- areigandinn með miðann í aðra verslun, þar sem lottó-vélin stað- festi vinninginn. Nú hafa allar eignir svindlaranna verið frystar, en þeir hafa lifað í miklum vell- ystingum undanfarin þrjú ár og fest kaup á tveggja milljóna doll- ara húsi, fjölda glæsibifreiða og ógrynni af skartgripum. Lögreglan í Ontario leitar milljónamærings sem hlaut vinning fyrir þremur árum: Vinningshafi, en veit ekki af því Kanadabúar Þurfa að hafa varann á þegar þeir taka þátt í lottó. sóknir Sarrazins hafi ekki verið vand- aðar og oftar en ekki sé um tóman upp- spuna að ræða. Vandamálið er eftir sem áður að bók Sarrazins hefur verið vel tekið og háværar gagnrýnisraddir eru byrjað- ar að hljóðna. Angela Merkel, kansl- ari Þýskalands, gagnrýndi bókina til að mynda áður en hún kom út þegar skoðanir Sarrazins tóku að birtast í við- tölum. En á undanförnum vikum hef- ur lítið frá henni heyrst, þó líklegt sé að flokkur hennar, Kristilegir demókratar, sé klofinn í skoðanaskiptum vegna bókarinnar. MAÐURINN SEM KLAUF ÞÝSKALAND Solomon Burke kveður sviðið Bandaríski tónlistarmaðurinn og predikarinn Solomon Burke er lát- inn, sjötugur að aldri. Burke hneig niður á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam, en þangað var hann kominn frá Los Angeles til að spila á tónleikum. Burke er jafnan talinn til fremstu sálarsöngvara poppsög- unnar en hans verður ef til vill helst minnst fyrir lagið Everybody Needs Somebody (To Love) auk annarra slagara. Sökum ofþyngdar hafði Burke sungið sitjandi á tónleikum á síðustu árum. Neyðarstífla í Ungverjalandi Ungverskir verkamenn keppa nú við tímann til að gera við stíflu í vestur- hluta landsins. Gríðarlega alvarlegt mengunarslys átti sér stað í súráls- verksmiðju í síðustu viku í nágrenni við bæinn Kolontar og er nú jarðveg- ur í nágrenninu uppfullur af rauðri eitraðri leðju. Hafa íbúar Kolontar yfirgefið bæinn og óttast yfirvöld í Ungverjalandi að meiri leðja kunni að berast í Dóná og þaðan um allt landið, sem hefði skelfilegar afleið- ingar í för með sér. Arftaki Kim Jong-Il sýnir sig Tilkomumikil afmælisveisla var haldin Í Norður-Kóreu um helg- ina er verkamannaflokkurinn þar í landi varð 65 ára. Ekkert var til spar- að þegar mikil hersýning fór fram í Pjongjang, höfuðborg Norður-Kór- eu. Á hersýningunni sáust sitjandi saman feðgarnir Kim Jong-Il og Kim Jong-Un, en látið er að því liggja að Un muni senn taka við valdataum- unum af föður sínum. Kim Jong-Il er farinn að nálgast áttræðisaldurinn og er talinn tæpur til heilsunnar. Það eina gagnlega sem múslimar gera í Berlín er að selja grænmeti og ávexti. Borgaryfirvöld í París gætu spar- að 315 milljónir evra á ári með því að bjóða borgarbúum rafmagns- bíla til afnota. Rafmagnsbílar verða áberandi í París á næstu árum. Borgar- stjórinn, Bertrand Delanoë, hefur sett af stað verkefni þar sem íbúum stendur til boða að fá bifreið að láni, sem síðan er skilað á hleðslustöðvar sem verða staðsettar víðs vegar um borgina. Umferðarhnútar heyri sögunni til BJÖRN TEITSSON blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Vélib-verkefnið Hefur vakið mikla lukku í París og er fyrirmynd nýja verkefnisins, Autolib.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.