Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Síða 19
Svissnesk vinkona
mín benti mér á
í mánudagsmót-
mælunum síðast-
liðnum að þetta
væri í fyrsta sinn
sem hún hefði séð
álíka samkomu
þar sem engin sla-
gorð heyrðust og
sárafá kröfuspjöld
sáust. Enda var
þetta ekki kröfu-
ganga, þetta voru
mótmæli. Það er ekki endilega hlut-
verk almennings að finna lausnir á
vandamálum ríkissjóðs. Það er hins
vegar hlutverk almennings að láta
óánægju sína í ljós sé honum misboð-
ið. Og það var gert með áþreifanlegum
hætti þetta mánudagskvöld.
Mótmælin voru því nauðsynleg,
þó að markmiðin hafi verið mismun-
andi hjá þeim sem mættu og ekki alltaf
skýr. Það er ráðamönnum hollt að vera
minntir reglulega á í hverra umboði
þeir starfa. Það að setja ráðamenn
af með valdi í beinni byltingu getur
aldrei verið nema algert neyðarúrræði.
En það úrræði má aldrei alveg detta af
borðinu heldur. Því eins og Thomas
Jefferson sagði er þjóðfélag þar sem
ráðamenn óttast almenning lýðræði,
en þjóðfélag þar sem almenningur ótt-
ast ráðamenn er harðstjórn.
Úrbætur á leiðinni?
Mótmælin voru þó ekki bara táknræn,
heldur skiluðu þau meira að segja ein-
hvers konar árangri með stofnun sér-
stakrar nefndar ráðherra og stjórnar-
andstöðuformanna til þess að ráða bót
á vanda heimilanna. En er þá von á úr-
bótum?
Svo virðist ekki vera, því allt stoppar
þar sem það stoppar vanalega, á Sjálf-
stæðisflokknum. Ákvörðun sjálfstæð-
ismanna um að taka ekki þátt í lausn
húsnæðisvandans er í raun mjög skilj-
anleg. Ef ríkisstjórninni tækist að ráða
fram úr vandanum, jafnvel þó það væri
með aðstoð stjórnarandstöðu, þá væri
það henni til mikils álitsauka. Þetta
geta sjálfstæðismenn ekki þolað, jafn-
vel þó það myndi bjarga einhverjum
fjölskyldum frá því að enda á götunni.
Því taka þeir pólitíska flokkshagsmuni
fram yfir þjóðarhag eina ferðina enn.
Í þessu eru þeir fyllilega samkvæmir
sjálfum sér.
Bylting sjálfstæðismanna?
Það er þó afskaplega hæpið að sjálf-
stæðismenn vilji aðra búsáhaldabylt-
ingu sér í hag. Það er ekki þeirra stíll að
taka við krúnunni úr ræsinu. Ef Sjálf-
stæðisflokkurinn kæmist til valda eft-
ir stórfengleg fjöldamótmæli, eins og
núverandi ríkisstjórn gerði, þá væri
hann með áþreifanlegum hætti að
þiggja umboð sitt frá fólkinu. Það gætu
þeir ekki liðið. Sjálfstæðismenn eru
höfðingjar, og höfðingjar stjórna í sínu
eigin nafni. Fólki er frjálst að koma
fram á fjögurra ára fresti og kjósa þá,
en allir fá það samt á tilfinninguna að
það skipti varla máli hvort þeir kjósa
þá eður ei. Sjálfstæðismenn eru höfð-
ingjastéttin, það er nánast náttúrulög-
mál að þeir fái að ráða.
Að öllu jöfnu kýs um þriðjungur
þjóðarinnar Sjálfstæðisflokkinn, hefur
farið lægst niður í 25 og hæst í vel yfir
40 prósent. Þetta er ekki jafn stór kosn-
ing og ægivald hans yfir þjóðinni gef-
ur til kynna. Á hinn bóginn er flokksagi
þessa meinta einstaklingshyggjuflokks
svo gríðarlegur að allir marséra í takt,
á meðan einstaka þingmenn hinna
flokkanna er líklegri til að segja sína
skoðun þó það gangi gegn hagsmun-
um flokksins. Þessi slagkraftur gerir
það að verkum að Sjálfstæðisflokkur-
inn getur oftast dómínerað samstarfs-
flokk sinn og Alþingi allt. Því erum við
nánast að tala um einræði minnihlut-
ans.
Lýðræði hinna fáu
Málið vandast þó enn, því að það er
ekki nema um tíundi hluti sjálfstæð-
ismanna sem hefur hag af flokknum.
Þetta eru hinir raunverulegu höfðingj-
ar. Hinir eru það sem í fræðunum eru
stundum kallaðir „nytsöm fífl“, fólk
sem í þessu tilfelli vill tilheyra höfð-
ingjastéttinni án þess að vera innli-
mað í hana í raun. En það fær að vinna
flokksstarf og það fær að kjósa Sjálf-
stæðisflokkinn, sama hvað á dynur. Í
staðinn fá þeir þakkir höfðingjanna
sem senda þeim einu sinni á ári und-
irrituð jólakort, án þess að gera neitt
fyrir þá í raun. Þessi ægilega flokks-
hollusta gerir það að verkum að Sjálf-
stæðisflokkurinn getur neitað að taka
þátt í að bjarga heimilum landsins,
án þess að eiga á hættu að missa fylgi.
Þannig stjórna um þrjú prósent þjóð-
arinnar öllum hinum. Þessi flokksholl-
usta ógnar ekki bara heimilunum nú
um stundir. Í raun ógnar hún lýðræð-
inu líka.
ALmArr OrmArssOn, knatt-
spyrnumaður og íslenskunemi í
Háskóla Íslands, skoraði sigurmarkið
gegn Skotum í landsleik U21 á
dögunum. Hann segir það hafa verið
æðislega tilfinningu að skora
sigurmarkið og er mikill aðdáandi
Ryans Giggs.
„Við erum með sterk-
ara lið en skotar“
1 Solomon Burke látinn Bandaríski söngvarinn Solomon
Burke lést úr hjartaáfalli á sunnudag.
2 Gjaldþrot er ekki heimSendir Lára Ómarsdóttir lét gjaldþrot árið
2002 ekki stöðva sig.
3 FjölSkylduhjálpin óSkar eFtir aðStoð
Auglýst var eftir sjálfboðaliðum við
að taka upp kartöflur.
4 öGmundur tók Valtý á teppið Ríkissaksóknari fór á fund Ögmund-
ar vegna ummæla sem hann lét falla
í DV.
5 þriGGja ára hetja á raFmaGnShjólaStól
Ragnar Emil Hallgrímsson, sem þjáist
af hrörnunarsjúkdómi, fékk nýlega
rafmagnshjólastól sem hann stýrir
sjálfur.
6 arFtakinn hylltur í norður-kóreu
Kim Jong-Il kom fram opinberlega
í sjónvarpi ásamt syni sínum og
arftaka, Kim-Jong-Un, um helgina.
7 réðuSt að Gay pride-GönGu í SerBíu
Hópur óeirðaseggja slóst við
lögreglu í Belgrad í Serbíu vegna
Gay Pride-göngu í borginni.
mest lesið á dv.is myndin
Hver er maðurinn? „Almarr Ormars-
son, knattspyrnumaður og íslenskunemi
í Háskóla Íslands.“
Hvað drífur þig áfram? „Metnaður og
það að vilja standa mig.“
Hvar ertu uppalinn.? „ Á Akureyri.“
Hver eru þín helstu áhugamál? „Það
er auðvitað fótbolti og íþróttir, en líka
tónlist.“
Hvernig tilfinning var það að skora
sigurmarkið gegn skotum? „Það var
æðisleg tilfinning, engri lík.“
Hefur þú hitt hann svona vel áður?
„Kannski ekki svona vel. Ég hef nú verið
svo heppinn að hafa skorað nokkur
ágætis mörk á ferlinum, en þetta var
held ég það besta.“
Hvernig er tilfinningin fyrir seinni
leiknum? „Hún er mjög góð, ég tel
okkur eiga bullandi séns. Við erum með
sterkara lið en Skotar, en þetta verður
auðvitað erfiður leikur.“
Getur þú ímyndað þér hvernig það
er að spila á Em? „Nei, eiginlega ekki,
maður hefur aldrei þorað að láta sig
dreyma um eitthvað svoleiðis. Enþað
hlýtur að vera stórkostlegt að fá að spila
fyrir framan enn fleiri áhorfendur og á
svona stóru móti.“
Ertu sáttur eftir yfirstaðið tímabil
hjá Fram? „Nei, ég hefði viljað fara
hærra. Ég er svo sem sáttur við margt, en
þetta hefði mátt fara betur.“
með hvaða liði heldur þú í enska
boltanum? „Það er Manchester United.“
Fylgist þú með fleiri íþróttum
en fótbolta? „Bara svona með öðru
auganu við og við, ég er nú ekkert djúpt
sokkinn í neinar aðrar íþróttir.“
Áttu þér fyrirmynd í lífinu? „Það
eru þá helst fótboltamenn, ég er mikill
aðdáandi Ryans Giggs.“
maður dagsins
„Ég missti af henni. Við vorum í útilegu.“
stEinGrímur stEFnissOn
57 ÁRA VEItINGAMAðUR
„Ég sá helminginn. Þetta lofar góðu.“
AndrEA HELGAdóttir
32 ÁRA HúSMÓðIR
„Ég horfði ekki á hana og saknaði þess
ekki.“
HAFdís inGA HArALdsdóttir
37 ÁRA KENNARI
„Mér fannst hún góð. Öðruvísi en
jafnvel betri.“
AntOn inGi ÞOrstEinssOn
35 ÁRA PRENtARI
„Ég horfði ekki og reikna ekki með
að eiga eftir að fylgjast með. Ég sætti
mig ekki við að þurfa að borga þessa
upphæð fyrir Stöð 2. Það væri miklu
gáfulegra að lækka áskriftargjaldið um
helming. Þá myndu allir kaupa.“
BALdur HELGAsOn
54 ÁRA PÍPARI
hVerniG FannSt þér SpauGStoFan?
dómstóll götunnar
mánudagur 11. október 2010 umræða 19
Hvers vegna vilja sjálfstæðis-
menn ekki vera með? Ákvörðun sjálf-stæðismanna um
að taka ekki þátt í lausn
húsnæðisvandans er í
raun mjög skiljanleg.
kjallari
Valur
gunnarsson
rithöfundur skrifar
Beðið eftir Yoko Fjölmiðlafólk hvaðanæva að beið þess með eftirvæntingu að Yoko Ono og föruneyti hennar létu sjá sig í Höfða
á laugardag. Forseti lýðveldisins slóst þarna í hópinn og lét lítið fyrir sér fara. mYnd EGGErt jóHAnnEssOn