Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Síða 22
22 lífsstíll 11. október 2010 mánudagur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formað-ur Framsóknarflokksins, gekk að eiga unnustu sína, Önnu Sigurlaugu Pálsdótt-ur mannfræðing og fjárfesti, í fallegri at- höfn í Dómkirkjunni á sunnudag en það var séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur sem púss- aði parið saman. Hamingjan skein úr andlitum brúðhjónanna og aðstandenda þeirra og dag- urinn virtist fullkominn í hlýrri haustsólinni og logninu í miðborginni en söngkonan Diddú var á meðal þeirra listamanna sem sungu í athöfninni. Sigmundi Davíð skaut upp á stjörnuhimin stjórnmálanna í janúar í fyrra þegar hann var kjörinn formaður Framsóknarflokksins eftir um mánaðar stjórnmálaferil. Foreldrar hans eru Gunnlaugur M. Sigmundsson, framkvæmda- stjóri og fyrrverandi alþingismaður, og Sigríður Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir lífeindafræðingur. Anna Sigurlaug er dóttir Páls Samúelssonar, fyrr- verandi forstjóra Toyota, og Elínar Jóhannesdótt- ur húsmóður. Í viðtali við DV í janúar í fyrra rifjaði Sigmund- ur upp fyrstu kynni þeirra Önnu Sigurlaugar en þau hittust í boði fyrir rúmum átta árum. „Það er í raun ekki mikið um það að segja, nema að við hittumst í áramótaboði, smullum vel saman og höfum verið saman síðan,“ sagði Sigmundur í viðtalinu og bætti við hálfskömmustulega að það stæði til bóta að vera ekki búinn að biðja hennar. „Við förum ekki í fjölskylduboð án þess að frænk- urnar bendi okkur á þá staðreynd að við séum enn barnlaus. Við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði hann einnig í viðtalinu. Spurður um hlutverk sinn innan heimilisins sagðist hann ekki ætla að ljúga neinu til um það. „Ég get engan veginn bjargað mér út úr þessu. Ég er lítið heima og hef því lítinn tíma til að sinna heimilinu eða eldamennskunni. Það eru svona ákveðnir hlut- ir sem ég sé um, eins og að hella upp á kaffi, en þessum hlutum er ég stöðugt að vinna í að fjölga.“ indiana@dv.is „Smullum vel saman“ sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gekk að eiga unnustu sína til átta ára, Önnu sigurlaugu Pálsdóttur, mann- fræðing og fjárfesti, í fallegri athöfn í dómkirkjunni á sunnudaginn. Brúðkaupsdagurinn var hinn yndisleg- asti í fallegu haustveðri og ekki skyggði dagsetningin á hátíðleikann. 10.10.10 var vinsæll brúðkaupsdagur víða um heiminn. Hrísgrjónum rigndi Athöfnin fór fram í blíðskaparveðri í miðborg Reykjavíkur. myndir sigtryggur ari nýgift Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug hafa verið saman í rúm átta ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.