Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Page 26
Magnús Bess og Maggi Mix hjá Audda og Sveppa:
NafNar pósuðu samaN
26 fólkið 11. október 2010 mánudAgur
Sóli fór á
kostum
n Eftirherman og rithöfundurinn
Sólmundur Hólm fór á kostum í
þrítugsafmæli Hjörvars Hafliða-
sonar sem haldið var á skemmti-
staðnum Players á laugardags-
kvöldið. Sólmundur fékk það
erfiða verkefni að vera síðastur
á svið, rétt eftir að Herbert Guð-
mundsson hafði rifið þakið af
húsinu með sínum helstu slögur-
um. Sólmundur aftur á móti gerði
allt vitlaust með eftirhermum
sínum en hann tók Herbert sjálf-
an, söngvarann Shaggy, Gylfa
Ægis og ritstjórann Jónas Kristj-
ánsson. Einnig gerði hann óborg-
anlegt grín að afar misheppnuð-
um bröndurum prestsins Ólafs
Jóhanns Ólafssonar úr þættinum
Hringekjunni sem vakti gífurlega
lukku.
Dömusiðir
Tobbu
n Tobba Marinósdóttir, rithöf-
undur og fyrrverandi blaðamað-
ur á Séð og heyrt, sendir aðra bók
sína í prentun um helgina. Bókin
heitir Dömusiðir og geymir upp-
lýsingar um allt milli himins og
jarðar. Þar má meðal annars læra
hvernig á að heilla karlmenn, elda
sykurlausa eftirrétti, skipta um
dekk og njóta sín í botn. Fysta bók
Tobbu, Makalaus, seldist mjög vel
en hún fjallar um unga, einhleypa
konu og samskipti hennar við hitt
kynið. Nú er Tobba komin á fast
og það er spurning hvort fram-
haldið af Makalaus muni fjalla um
unga konu í föstu sambandi og
allt sem því fylgir.
„Þetta var bara fíflagangur í þætt-
inum hjá Audda og Sveppa á sín-
um tíma,“ segir vaxtarræktartröllið
Magnús Bess Júlíusson um mynd
af honum og nafna hans Mix. Þeir
félagar hafi mætt saman sem gest-
ir í þáttinn hjá strákunum þar sem
þeir hafi pósað saman. „Þetta var
bara fíflagangur eins og Sveppa og
Audda einum er lagið. Ég var þarna
á leiðinni á mót og var í mínu besta
formi,“ segir Magnús sem þessa
dagana æfir fyrir Norðurlandamót-
ið í Finnlandi. „Svo er það stórmót
hér heima í nóvember, Icelandic
Expo, og svo fer ég á heimsmeist-
aramótið í desember. Þar stefni ég
á að komast í úrslit, það væri geð-
veikt að ná þeim árangri,“ seg-
ir Magnús en sambýliskona hans,
Katrín Eva Auðunsdóttir, mun ekki
keppa á næstunni þar sem parið á
von á sínu fyrsta barni en Maggi á
tvær dætur af fyrra sambandi. Ljóst
er að barn þeirra mun eiga mikla
möguleika í vaxtarrækt í framtíð-
inni ef eitthvað er að marka gen-
in. „Það verður allavega ungt þeg-
ar það kemur í lyftingasalinn. Bara
um leið og það fer að ganga,“ segir
Magnús hlæjandi.
Þegar Magnús er beðinn um ráð
fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu
skref í vaxtarrækt segir hann agann
mikilvægastan. „Aginn verður að
vera til staðar, bæði varðandi æf-
ingar og mataræði. Það þýðir ekk-
ert að svindla,“ segir hann og bæt-
ir við að sjálfur ætli hann að taka
góða pásu yfir jólin. „Ég kem af
heimsmeistaramótinu beint heim í
steikina. Annars held ég alltaf mínu
striki. Það er miklu meiri vinna
að þurfa að ná sér aftur niður eft-
ir mikið sukk,“ segir Magnús sem
byrjaði að æfa 14 ára. indiana@dv.is
Tveir MaGGar Magnús Bess segir
myndatökuna hafa verið fíflagang í
Audda og Sveppa.
fögNuðu
70 ára afmæli Lennons
Yoko Ono, ekkja Johns Lennons, og sonur hennar Sean Ono Lennon tróðu upp í
Háskólabíói á laugardagskvöld á tónleikum Plastic Ono Band. Bítillinn ringo Starr
söng með mæðginunum auk þess sem borgarstjórinn í reykjavík tók lagið. Sjötíu ár
eru síðan John Lennon fæddist.
plastic oNo baNd: Sami afmælisdagur Sean
Ono Lennon blæs hér á kerti
á afmælistertunni en hann
varð 35 ára um helgina.
Tveir góðir Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,
og borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, skröfuðu
saman í Höfða þar sem Yoko Ono afhenti fjórum
útvöldum friðarverðlaun. Myndir eGGerT JÓHanneSSon
Lét ekki sitt eftir liggja Borgarstjórinn í Reykjavík,
Jón Gnarr, tók lagið með mæðginunum.
Flottur hópur Það seldist upp á
tónleikana á örfáum mínútum.
Í stuði Stuðmaðurinn Jakob
Frímann Magnússon og eiginkona
hans, Birna Rún, ásamt vinkonu.
Tónlistarfjölskylda Íslands Bó Halldórs og
föruneyti létu sig að sjálfsögðu ekki vanta.