Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Síða 29
MÁNUDAGUR 11. október 2010 SVIÐSLJÓS 29 www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. DANSAR Á MILLI ATRIÐA Reese Witherspoon: Leikkonan Reese Wither-spoon átti ekki erfitt með að skemmta sér við tökur á myndinni This Means War í síðustu viku. Þegar tökur lágu niðri á milli atriða skellti leik- konan á sig heyrnartólum og dans- aði eins og hún væri ein í heimin- um. Reese var í miklu stuði og lét fólkið í kringum sig ekki trufla sig. Tökur á This Means War fara fram í Vancouver en þar leikur hin 34 ára gamla Reese konu sem tveir vinir berjast um. Vinina leika þeir Tom Hardy og Chris Pine. Reese Witherspoon Skemmti sér vel á tökustað. 100.000 Á DAG EN ENGIN NEKT Áttburamömmunni Nad-yu Suleman hefur enn á ný verið boðin vinna í klámbransanum. Í þetta sinn er henni þó ekki boðið að leika heldur að gerast aðstoðarkona framleiðanda á tökustað. Það er Steve Hirsch, stjórnarmaður klám- myndaframleiðandans Vivid, sem býður Nadyu starfið en hún hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfar- ið vegna fjárhagserfiðleika. Enda er hún einstæð móðir með 14 börn. Launin sem Hirsch lofar Nadyu er ekki af verri endanum, eða 1.000 dollarar á dag. Það gerir um 111.000 krónur. Í bréfi sem Hirsch sendi Nadyu segir meðal annars: „Þú þarft ekki að stunda kynlíf eða sýna nekt af neinu tagi í þessu starfi. Þetta gæti verið upphafið að nýj- um ferli hjá þér þar sem þú myndir læra allt um framleiðslu mynda af þessu tagi. Þú myndir starfa náið með framleiðslustjóra og tryggja það að hæfileikafólkið og leikstjór- inn fái allt sem þau þurfa fyrir og eftir framleiðslu.“ Frá því að áttburamamman steig fram í sviðsljósið hafa ýmsar fréttir borist af henni. Því er meðal annars haldið fram að hún liggi á miklum peningum og þykist vera mun fátæk- ari en hún í raun er. Þá hafa henni verið boðnir peningar fyrir alls kon- ar undarlega hluti. Einn maður vildi til dæmis borga henni rúmar tvær milljónir fyrir að fá að kitla hana. Áttburamömmunni boðið að vinna við gerð klámmynda: STEVE HIRSCH Einn af stjórnendum Vivid Entertainment. NADYA SULEMAN Henni eru boðin himinhá laun fyrir að starfa á tökustað klámmynda. Jessica Simpson átti ekki sjö dag-ana sæla þegar hún flaug alla leið til Persaflóa til þess að skemmta her- mönnum um borð í flugmóðurskip- inu USS Harry S. Truman. Í þyrlunni á leiðinni á skipið drakk Jess- ica þrjár dósir af orkudrykknum Red Bull en hún kvartaði sáran yfir hita. Í ljós kom svo að söngkonan hafði ofþornað í hitan- um og sennilega hefur þetta magn af Red Bull ekki hjálpað til. Hún fékk næringu í æð og var ráðlagt að fara ekki upp á svið. Jessica lét sér þó ekki segjast og tók sviðið enda komin alla þessa leið. Jessica náði aðeins að syngja eitt lag áður en hún ældi og þurfti að hætta. Söng og ældi Jessica Simpson skemmti hermönnum: JESSICA SIMPSON Drakk of mikið af Red Bull.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.