Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2010, Blaðsíða 15
Takmarka TransfiTusýrur „Neytenda- samtökin fagna tillögu til þingsályktunar um setningu reglna um hámarksmagn transfitusýra í matvælum og telja löngu tímabært að stjórnvöld grípi til aðgerða,“ segir á ns.is. Þar segir líka að samtök- in hafi ítrekað hvatt til þess að íslensk stjórnvöld fari að dæmi Dana og setji reglur sem takmarki magn transfitusýra í matvælum. „Það er óumdeilt að transfitusýrur eru óhollar og því er ábyrgðarhluti hjá stjórnvöldum að aðhafast ekkert í þessu máli,“ segir á síðunni og bætt er við að ekki eigi að þurfa að bíða eftir tilskipun Evrópusambandsins. seldum vörur úT fyrir 50 milljarða Íslendingar fluttu út vörur fyrir 46,9 milljarða króna í október, sam- kvæmt tölum Hagstofunnar. Á móti voru innfluttar vörur fyrir 36,9 millj- arða króna. Fram kemur að afgangur af vöruskiptum sé nokkuð minni en í október í fyrra, eða um fimm prósentum minni. Það skýrist á aukn- um vöruinnflutningi sem hafi aukist talsvert umfram það sem útflutn- ingur hafi gert. „Á föstu gengi var vöruútflutningurinn um það bil 15 prósent meiri í október en á sama tíma í fyrra,“ segir í fréttinni en þetta er skýrt með auknum tekjum af útfluttum iðnaðarvörum. bæta aðeins tjón að hluta: Greiða ekki að fullu Flugfarþegar sem urðu fyrir töfum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli fá ekki að fullu greiddar bætur frá Icelandair vegna þeirra útgjalda sem tafirn- ar kostuðu þá. Fram kemur á vef Neytenda- samtakanna að farþegar hafi þurft að greiða misjafnlega mik- ið fyrir gistingu og máltíðir vegna tafanna en að tjónið verði aðeins bætt að hluta. Stjórn Icelandair hefur ákveðið að greiða bætur að hámarki 90 evrur (13.967 krónur) fyrir hverja gisti- nótt og 25 evrur (3.879 krónur) fyrir máltíðir hvern dag. Á vef Neytenda- samtakanna segir að framvísa þurfi kvittunum fyrir gistingu og máltíð- um. Ef útlagður kostnaður sé lægri en hámarksbæturnar fái farþeg- inn þá upphæð endurgreidda en ef kostnaðurinn sé hærri en hámarks- bæturnar beri farþeginn mismun- inn af tjóninu sjálfur. „Samkvæmt reglugerð um réttindi flugfarþega sem hér á við er aðeins kveðið á um að flugrekandi skuli bjóða farþegum máltíðir/hressingu og gistingu þegar þess er þörf ef um töf er að ræða og undir eðlilegum kringumstæðum hefur því yfirleitt verið framfylgt að hálfu flugrekenda,“ segir á vefnum og bætt er við að þá eigi við að flug- rekandi skuli sjálfur sjá farþegum fyrir þessari aðstoð. Fram kemur að mörg hundruð farþegar hafi verið strandaglópar á sama tíma þegar eldgosið stóð sem hæst og að mörgum flugfélögum hafi verið ofviða að sjá farþegum sínum fyrir umræddri aðstoð. Því hafi þeir sjálfir þurft að verða sér úti um mat og gistingu með tilheyrandi kostnaði sem margir farþegar hafi reynt að sækja eftir á. Borgum lægstu skattana Íslendingar og Norðmenn greiða lægsta tekjuskatt af íbúum Norður- landanna. Í Noregi nema skattarnir ásamt tryggingagjöldum 47,8 pró- sentum en hæst nema skattarnir 46,3 prósentum á Íslandi. Þetta kom fram í fréttum Bylgjunnar í gær og á vef Vísis. Þar er fjallað um alþjóð- lega samantekt KPMG á tekjuskött- um ríkja. Minnt er á að fyrir skatta- hækkanir núverandi ríkisstjórnar hafi tekjuskattur einstaklinga á Íslandi hæst verið 37,2 prósent með tryggingagjaldi. Svíar greiða hæstu tekjuskattana (ásamt trygginga- gjaldi) af öllum OECD-ríkjunum. Skatthlutfall þar er 56,6 prósent. Inn í þeirri tölu eru líka lífeyris- sjóðsgreiðslur sænskra launþega. mánudagur 8. október 2010 neyTendur 15 Þetta eru bestu raftækin besta alhliða myndavélin: Canon EOS 550D Verð: 159.100 kr. hjá Nýherja Í umsögn EISA segir að myndavélin sé framúrskarandi fyrir byrjendur í ljósmyndun og áhugaljósmyndara. Vélin bjóði upp á mikið úrval af eiginleikum, hún sé afar vel hönn- uð og notendavæn. Í vélinni megi taka upp hágæða myndbönd (HD) auk þess sem valmöguleikinn á handvirkri stjórn á lýsingu og fókus sé fyrir hendi. Vélin sé raunar góð fyrir byrjendur sem reyndari ljósmyndara. Hún skartar 18 mexapixla upplausn, getur tekið allt að 8 ramma á sekúndu og býður upp á ótal stillingar og valmöguleika fyrir þá sem vilja prófa sig áfram. PhiliPs 42Pfl6805 Verð: 229.990 kr. hjá Sjónvarpsmið- stöðinni EISA segir að þetta tæki frá Philips slái öll fyrri met þegar kemur að orkusparn- aði í sjónvarpstækjum. Notkunin sé aðeins 40 vött þegar tækið sé stillt á „eco-mode“ eða umhverfisvæna still- ingu. Framleiðandinn taki á heildrænan hátt til umhverfissjónarmiða, sem sjáist til dæmis á því að fjarstýringin sé knúin sólarorku og bæklingurinn með tækinu sé á rafrænu formi. EISA segir að rúsínan í pylsuendanum sé að öll umgjörð tækisins sé úr endurunni áli en ekki hefðbundnu svörtu plasti eins og sjónvarpstæki samkeppnisaðilanna. lG Gd510 Verð: 24.990 kr. hjá buy.is LG-síminn, sem er kallaður Pop, fær umhverfisverðlaun EISA að þessu sinni. Hann er búinn öllum nýjustu og flottustu eiginleikum sem snjallsímar eru með í dag. Hann fær verðlaunin fyrir það hversu lítill síminn er, hve léttur og hve nettar umbúðir eru utan um símann. Í umsögn segir að síminn beri höfuð og herðar yfir aðra þegar komi að notkun á málum á borð við gull, kopar og silfur. Auðvelt sé að endurvinna öll efni sem í símanum séu. Augljóst sé að umhverfissjónarmið þurfi ekki að standa í vegi fyrir góðri hönnun og flottri tækni. umhverfisverðlaun eisa besti síminn: Sony Ericsson Xperia X10 mini Verð: 59.900 kr. hjá Símanum EISA segir að Xperia X 10 mini sé ákaflega nettur og stílhreinn farsími. Þrátt fyrir það sé hann með afbirgðum góður. Hann hafi fjölmarga eiginleika á borð við GPS, Wi-Fi, 3G og fimm megapixla myndavél með flassi. Síminn hafi Android-stýrikerfi sem gefi honum eiginleika sem aðeins stærri símar hafi. Snertiskjárinn þykir þægilegur í notkun þó lítill sé. EISA segir að vegna þess hve síminn er smágerður og hversu hönnunin sé vönduð sé hann ákaflega vel til þess fallinn að kynna snjallsíma fyrir konum. besta lCD-sjónvarpið: Philips 46PFL9705 Verð: 699.990 kr. hjá Sjónvarpsmiðstöðinni Að sögn EISA er Philips almennt talið vera leiðandi framleiðandi þegar kemur að frumlegum og nýstárlegum lausnum í rafbúnaði. Þetta tæki, sem reyndar kostar skildinginn, er sagt frábært alhiða sjónvarpstæki; hljóðgæðin séu frábær og myndin sérleg skörp – sérstaklega séu dekkstu litirnir skarpir. Í tækinu er góð þráðlaus nettenging með aðgengilegum vafra og hægt er að kaupa þrívíddar viðbót með sjónvarpinu. Sjónvarpið er besta LCD-tæki sem er á markaði, að mati EISA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.