Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2010, Blaðsíða 14
Dísilolía Algengt verð verð á lítra 198,6 kr. verð á lítra 198,6 kr. Algengt verð verð á lítra 192,4 kr. verð á lítra 192,4 kr. Algengt verð verð á lítra 199,9 kr. verð á lítra 199,7 kr. bensín Akureyri verð á lítra 198,3 kr. verð á lítra 198,3 kr. Melabraut verð á lítra 198,4 kr. verð á lítra 198,4 kr. Algengt verð verð á lítra 198,6 kr. verð á lítra 198,6 kr. Bíll ársins rAfknúinn? Nissan Leaf er á meðal þeirra sjö bíla sem koma til greina í vali á bíl ársins í Evrópu. FÍB greinir frá þessu en á vef félagsins kemur fram að verði hann valinn verði um tíma- mótaviðburð í bílasögunni að ræða. „Rafmagnsbíll hefur aldrei áður komið til greina í þessu vali, hvað þá náð jafnt langt og nú. Bíll ársins í Evrópu hefur verið valinn allt frá árinu 1964,“ segir á fib.is en úrslit verða kunngjörð 29. nóvember. Á vefnum segir enn fremur að 59 bílablaðamenn frá 23 löndum standi að valinu en upphaflega hafi 41 bíll komið til greina sem sigurvegari. Hinir bílarnir eru Alfa Romeo Gi- ulietta, Citroen C3/DS3 Dacia Dust- er, Ford C-Max/Grand C-Max, Opel Meriva og Volvo S/V60. neitAð uM vAtn n Viðskiptavinur Subway í Ártúns- höfða var neitað um vatn eftir að hafa keypt tvo báta á staðnum. Starfsmaður sem sinnti afgreiðslu bar fyrir sig að glös í réttri stærð væru búin. Viðskiptavinurinn benti þá starfsmanni á að um eitt þús- und glös væru fyrir aftan hann, en starfsmaðurinn neitaði samt að láta viðskiptavininn fá vatnsglas. Eftir nokkurt þref kallaði við- skiptavinurinn á ann- an starfsmann sem loks lét undan. Glasið sem hann fékk var þó þannig í laginu að ekki var hægt að setja lok á það - en vatnsglasið fékk hann. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Góð viðBröGð við kvörtun n Lofið fær KFC fyrir góð viðbrögð við kvörtun. Viðskiptavinur hafði samband við KFC eftir að hafa keypt tvær máltíðir í bílalúgu. Þegar heim var komið reyndist gosið með öllu bragðlaust, líkt og bragð- efnin hafi verið búin. Aðeins var vægur keimur af þeim drykk sem átti að vera í glasinu. Fyrirtækið brást vel við kvörtun- inni og bætti viðskipta- vininum þetta upp á sanngjarnan hátt. LOF&LAST 14 neyTendur UmSjóN: baldur guðmundsson baldur@dv.is 8. nóvember 2010 mánudagur BenSínLíTrinn háTT í 200 krónur Í lok október hækkuðu allar bensínstöðvar á Íslandi verðið á olíu og bensíni um þrjár krónur. Lítrinn af hvoru tveggja kostaði þá á bilinu 196,3 til 197,7 krónur; dýrast hjá Skeljungi en ódýrast hjá Orkunni. Um eða fyrir helgi hækkuðu öll olíufélögin sem eitt lítraverð á bæði dísilolíu og bensíni um nákvæmlega tvær krónur. Verðið er nú farið að slaga í 200 krónur fyrir hvern lítra. Það þýðir að 10 þúsund krónur kostar að fylla tóman 50 lítra tank. Verðið er sem fyrr hæst hjá Skeljungi, lítrinn kostar 199 krónur. Aðrir seljendur eru litlu lægri.e L d S n e y T i Þetta eru bestu raftækin EISA eru samtök ritstjóra tímarita um margmiðl- unarefni í Evrópu. Á hverju ári velja samtökin þau tæki og tól sem skara fram úr á sínu sviði. DV hefur tekið saman hvaða myndavélar, farsímar, prentarar og sjónvörp voru valin best í ár. besta myndavélin fyrir atvinnumenn: Nikon DS3 Verð: 874.400 kr. hjá myndavélar.is Nikon D3S er svo næm á ljós að hún getur náð fókus og myndað við skilyrði sem mannsaugað greinir ekki, að sögn EISA. Hún er sögð halda fókusnum einstaklega vel á myndefni sem er á mikilli hreyfingu. Hún státar af ISO-sviði frá 200 til 12.800. Vélin er búin háþróaðri hreinunsaraðferð fyrir myndflöguna sem dregur úr áhrifum ryk- bletta. EXPEED-myndvinnslutækni og mikið biðminni vélarinnar gerir notandanum kleift að taka allt að 9 ramma á sekúndu. Hönnun vélarinnar er svo góð að hún er nánast vatns- held og rafhlaðan endist lengur en gengur og gerist. „Þetta er fullkomin DSLR-vél, jafnt fyrir þá sem vinna við að mynda íþróttaviðburði og þá sem mynda við léleg birtuskilyrði,“ segir í rökstuðningi fyrir valinu. besta myndavélin í öllum veðrum: Olympus µ Tough-8010 Verð: 69.990 kr. hjá camera.is Þessi skarar fram úr þegar kemur að veðurþolnum myndavélum. Hún er ekki bara vatnsheld heldur líka höggheld og þolir allt að tíu gráðu frost. „Hún er framúr- skarandi til nota við krefjandi aðstæður,“ segir EISA í um- sögn um vélina. Hún hentar sérlega vel þeim sem stunda jaðaríþróttir sem og fjölskyldum þar sem lítil og forvitin börn eru á heimili. Hún er búin tvöfaldri hristivörn sem hjálpar til við að taka skarpar myndir, jafnvel við léleg birtuskilyrði. Upplausnin er 14 megapixlar, aðdrátturinn á linsunni er fimmfaldur og bjartur LCD-skjár er á vélinni. Innbyggt í vélina er 2 GB minni svo þú þarft ekki einu sinni að eiga minniskort. besti prentarinn: Epson Stylus Pro 3880 Verð: 319.989 hjá Þór hf. Þessi prentari þykir skara fram úr, ekki síst vegna þess að hann framkvæmir hágæða prentun þrátt fyrir að vera jafn lítill og raun ber vitni. Þessi 17 tommu prentari getur prentað í allt að 2.880x1.440 punkta upplausn. Tveimur litahylkjum hefur verið bætt við prentarann frá fyrri gerðum, ljósrauð- bláum litum, og gefa þeir að sögn EISA betri gæði þegar kemur að ljósmyndaprentun, sérstaklega dökkum rauðum og fjólublá- um litum. „Epson Sylus PRO 3880 er frábær kostur fyrir afkastamikla ljósmyndara, því hvert litahylki inniheldur 80 ml af lit,“ segir í umsögn um prentarann. bestu kaupin: LG 42LE5300 Verð: 249.000 kr. hjá Hátækni EISA segir að fáir framleiðendur bjóði 42 tommu LED-háskerpu-sjón- varp á jafn góðu verði. Tækið kostar undir 1.000 evrum (um 150 þúsund krónur) í Evrópu en er þó nokkuð dýrara hér. Í umsögn um tækið segir að litirnir í sjónvarpinu séu frábærir og valmyndin sérlega aðgengileg fyrir notendur. Tækið hafi ótal tengimöguleika, meðal annars USB-tengi sem geri fólki auðvelt að skoða myndir, hlusta á tónlist eða spila myndbönd úr tölvum. myndrammarnir séu auk þess sérlega skýrir og myndin þar af leiðandi góð. Sambærilegt sjónvarp fæst hjá Hátækni og kostar 249.900 krónur en nákvæmlega þessi gerð er ekki fáanleg enn sem komið er. n EISA stendur fyrir European Imaging and Sound Association. Um er að ræða samtök ritstjóra hljóð-, myndatöku-, ljósmynd- unar-, heimabíó- og bílaraf- tímarita. Samtökin, sem hafa verið starfrækt frá árinu 1982, verðlauna ár hvert á haustin bestu raftækin á hverju sviði, bæði fyrir nýjungar og gæði auk þess sem umhverfisverðlaun eru veitt. Innan vébanda EISA eru 50 tímarit frá 20 löndum víðs vegar um Evrópu. hvAð er eisA? besti snjallsíminn: Samsung Galaxy S GT-i9000 Verð: 109.990 kr. hjá Símanum. i9000 er demantur farsímanna að mati EISA. Hann sé með Android- stýrikerfi sem sé fyrir kröfuharða neytendur sem geri kröfu um það allra besta þegar kemur að tækni og afþreyingu. Síminn er með AmOLED 800x480 punkta skjá sem er einn sá besti sem völ er á. Fimm megapixla myndavélin sé reyndar án flass en sé frábær upptökuvél. Þá séu tengimögu- leikar símans frábærir; auðvelt sé að tengja hann við Samsung myndspilara og sjónvarpstæki og deila þar gögnum. „Þetta er gott símtæki sem ætti að fanga athygli allra farsíma- unnanda,“ segir EISA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.