Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2010, Blaðsíða 18
„Ég hélt að ég væri dáin.“ n Þóra Tómasdóttir um tilfinning- una eftir að hún varð fyrir vörubíl í Osló þegar hún var á hjóli. Þóra slapp á ótrúlegan hátt með lítils háttar áverka. - DV „Ég svaraði honum fullum hálsi.“ n Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, um samskipti sín við Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóra. Björgvin hefur skrifað bók um ráðherratíð sína og hrunið sem fylgdi. - DV „Frekar bara fyndið og asnalegt.“ n Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, um það þegar hann bað unnustu sinnar, Írisar Aspar Bergþórsdóttur. Sveppi ætlaði að láta rómantíkina ráða för en það tókst ekki alveg sem skyldi. - DV „Vala fór of langt með þetta.“ n Milos Tanasic, meintur kærasti Völu Grand. Hann segist hafa verið að gera vinkonu sinni greiða sem vildi frí frá karlmönnum en eftir á að hyggja vilji hann að fólk viti hið rétta. - DV „Maður sem á tvö svöng börn er hættulegur.“ n Sturla Jónsson, mótmælandi og vörubílstjóri. Hann hefur verið áberandi í mótmælum við Alþingishúsið undanfarna daga. Sturla snéri nýverið heim frá Noregi þar sem hann vann fyrir sér og sínum. - vísir.is Frá Albaníu til Íslands Efnahagskreppan sem gengur yfir Ís-land um þessar mundir er varhuga-verð fyrir margar sakir, líkt og gild-ir um kreppur almennt. Í fyrsta lagi er hún er auðvitað slæm sem slík. Sumt fólk á í erfiðleikum með að standa í skilum við lánastofnanir, einhverjir missa heimili sín og vinnutæki, atvinnuleysi er hátt miðað við það sem áður var og svo framvegis. Í slíkum að- stæðum, þegar á móti blæs, er ekki óeðlilegt að fólk, og þá sérstaklega þeir sem harðast verða fyrir efnahagsástandinu, sé reitt og von- lítið. Einhvers konar von eða möguleiki á nýju upphafi er þá kærkominn vermir fyrir þá sem verst orðið hafa úti. Þetta ástand fólks, og leit þess að ein- hverju haldreipi eða skjótfengnum gróða í kreppunni, getur leitt það af sér að á stjá fara aðilar sem hyggjast nýta sér þetta ástand, spila með fólk og reyna að ná af því fé. Sjald- an hafa verið sagðar eins margar fréttir af alls kyns ponzi-svindlum, píramídaviðskiptum og svikamyllum og einmitt síðustu mánuði. Fréttaþátturinn Kastljós náði ágætlega utan um þetta vandamál í síðustu viku í umfjöll- un sinni um svikamyllur þegar haft var eftir sérfræðingi á fjármálamarkaði að „umfang peningasvikamyllna og fjármálapretta hefur aldrei verið meira en nú“. Frægasta dæmið um slíka svikamyllu í umræðunni liðnar vikur er píramídafélagið Finanzas Forex en meira en 1.000 Íslendingar hafa tapað meira en einum milljarði króna á því. Í DV í dag greint frá fjárfestingafélaginu Arðvís sem segist vera að vinna að stærsta mannúðarverkefni í heimi og að markmið þess sé að útrýma fátækt. Erfitt er að ná al- mennilega utan um það nákvæmlega hvað þetta félag á að gera eða hvernig aðstandendur félagsins hyggjast ná þeim markmiðum sínum að gera hluthafa sína vellauðuga og útrýma fá- tækt og hungri í heiminum. Einhverjir af að- standendum félagsins virðast þó trúa þessu af heilum hug og er fjöldi Íslendinga reiðubúinn að leggja félaginu til mikla fjármuni þó svo að markmið félagsins séu langsótt og aðferðirn- ar við að ná þeim óskýrar og órökréttar. Ekki er hægt að fullyrða að félagið sé svikamylla en starfsemi þess virðist loðin í meira lagi. Margir Íslendingar virðast því vera afar leit- andi um þessar mundir fyrst svo margir fjár- festa í félögum eins og Finazas Forex og Arðvís sem boða ofsagróða. Að þessu leyti eru Íslend- ingar svipaðir og Albanir eftir fall kommún- ismans þar í landi í upphafi níunda áratugar- ins. Litlir einkareknir bankar sem buðu upp á píramídaviðskipti tröllriðu þá landinu í nokk- ur ár og lögðu margir Albanir allt sitt í þessar fjárfestingar til að auðgast ævintýralega. Pír- amídabankarnir hrundu svo árið 1997 þeg- ar ekki voru til meiri fjármunir í landinu til að fjárfesta í þeim. Margir Albanir töpuðu þar öllu sínu og skall á borgarastyrjöld í landinu sem endaði með stjórnarskiptum. Íslendingar, líkt og Albanir þá, virðast ekki alveg vita hvernig þeir eiga að vera eða í hverju þeir eiga að fjárfesta núna í kreppunni miklu eftir bankahrunið 2008 og taka alls kyns gylli- boðum sem eiga að hjálpa til við að bæta fjár- hagsstöðu þeirra. Tómarúmið sem banka- hrunið skilur eftir virðist líka leiða til þess að Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir vitleysu. ingi freyr vilhjálmsson fréttastjóri skrifar. Tómarúmið sem bankahrunið skilur eftir virðist líka leiða til þess að Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir vitleysu. leiðari 18 umræða 8. nóvember 2010 mánudagur Jóhanna saklaus n Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra er ekki ánægð með að vera kennt um að Sturlu Jónssyni, atvinnulausum vörubílstjóra, var hent út úr glæsi- veislu sem haldin var í tengslum við þing Norð- urlandaráðs. Sturla taldi sig sjá að Jóhanna og Steingrímur gæfu honum illt auga þar sem hann sötraði kampavín og kroppaði í pinnamat. Sjálf segist Jóhanna ekki hafa vitað af honum í veislunni og alls ekki hafa látið fleygja honum út eins og raunin varð. Bingi og CaramBa n Fjörug fréttasyrpa var á Pressunni fyrir nokkru um þá fjölmiðla sem hefðu ekki skilað inn á ársreikning- um. Augljóst var að Birni Inga Hrafnssyni „útgefanda“ þótti það vera ljóður á ráði stjórnenda að skila ekki ársreikningum. Sjálfur á hann einkahlutafé- lagið Caramba sem fékk 60 milljónir króna að láni hjá Kaupþingi þegar Björn var aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar. Þegar leitað er að upplýsingum um Caramba kemur í ljós að ársreikningi hefur ekki verið skilað síðan 2007. Böðlast á Eiði n Bloggarinn og sendiherrann fyrrverandi Eiður Guðnason eyðir miklu púðri í að gagnrýna Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpsstjóra Sögu, sem hefur lýst því yfir að hún muni stefna honum og krefjast hárra fébóta. Eiður virðist hlusta grannt á stöðina því í hverri færslu rekur hann hluta dagskrárinnar þar sem iðulega er fjallað um hann sjálfan og þá gjarnan með neikvæðum hætti. „En í Útvarpi  Sögu þarf þetta ekki  að vera svo nákvæmt  ef verið er að böðlast á þeim  sem stöðin hefur ekki velþóknun á,“ bloggar Eiður. hótun útrásar- víkings n Ekkert bólar enn á stefnu athafna- mannsins og útrásarvíkingsins Heiðars Más Guðjónssonar á hendur DV. Heiðar er margbúinn að boða það í hinum ýmsu fjölmiðlum að hann ætli að stefna DV vegna umfjöllunar um stöðutöku hans gegn krónunni. Þegar verst lét ætlaði hann að fara í mál við blaðið í mörgum löndum þótt DV sé eingöngu gefið út á íslensku. Heiðar er í hinu versta basli með kaupin á Sjóvá og er reiði hans sprottin af því að hann telur umfjöllun blaðsins hafa skemmt fyrir sér. sandkorn tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is umSjón helgarblaðS: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is umSjón innblaðS: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is dv á netinu: Dv.IS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. bókstaflega „Ég er að minnsta kosti ekki skrímslið sem Þór Saari hefur í huga. Í mínum flokki er engin skrímsladeild til,“ segir ÖSSur SKArpHéð- InSSon utanríkisráð- herra. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur sakað sitjandi ríkisstjórn um að beita áróðri gegn mótmælendum á austurvelli. Þá segir hann á bloggsíðu sinni að vinstri- grænir og Samfylkingin hafi virkjað „skrímsladeildir sínar sem aldrei fyrr“, og að þingmenn flokkanna reyni að bendla mótmælendur við helber ósannindi. er þetta ein stór skrímslasaga? spurningin Athugasemd við leiðara DV. Eins og marg- ir hafa gert sér grein fyrir hefur oft og tíðum eitt- hvað allt annað er sannleiksást ráðið því hvern- ig skrifað hefur verið um forsæt- isráðherra og rík- isstjórn henn- ar í Mogganum á undanförnum misserum. DV hefur stundum fylgt fast á eftir en síðastlið- inn föstudag lætur nærri að ritstjóri DV slái koll ega sinn á Mogganum út. Stjórnendur þessara miðla láta greini- lega ekki sannleikann þvælast fyrir sér þegar stungið er niður penna. Leiðari ritstjóra DV síðastlið- inn föstudag hlýtur að marka ákveð- in tímamót í þessum efnum eða öllu heldur verma botninn í lágkúru ís- lenskrar blaðamennsku á undanförn- um misserum. Þar virðist ritstjórinn fá útrás fyrir einhverja ótrúlega heift í garð forsætisráðherra og í þeim til- gangi gengur hann óvenjulangt í að bera á borð uppspuna og tilbúinn „veruleika“ sem aðeins fyrirfinnst í hans eigin hugarheimi. Við þessum dæmalausu níðskrifum ritstjórans er óhjákvæmilegt að bregðast. Leiðara sinn hefur ritstjóri DV á því að fullyrða að annars vegar hafi forsætisráðherra látið lögreglu vísa atvinnulausum vörubílstjóra úr hófi ríkisstjórnarinnar fyrir fulltrúa á þingi Norðurlandaráðs og hins vegar hafi undirritaður, aðstoðarmaður forsæt- isráðherra, látið lögreglu handtaka mótmælanda fyrir að fóðra máva á lóð Stjórnarráðsins. Hvort tveggja er al- rangt! Staðreyndin er sú að forsætisráð- herra vissi ekki af brottvísun viðkom- andi einstaklings úr hófinu fyrr en hún las um hana í DV daginn eftir og hafði ekki fyrr en þá, hugmynd um að við- komandi hefði verið meðal þeirra 600– 700 gesta sem fylltu Listasafn Íslands þetta kvöld. Ítrekað hefur einnig kom- ið fram opinberlega að undirritaður óskaði aldrei eftir handtöku mótmæl- andans sem um er rætt og hafði ekk- ert um þá ákvörðun lögreglunnar að segja. Þetta allt hefði ritstjórinn auð- veldlega geta fengið upplýst með einu símtali hefði hann viljað hafa sann- leikann í heiðri. Í leiðaranum kýs ritstjórinn hins vegar að leggja út af þessum upp- spunnu ávirðingum og draga upp á grundvelli þeirra einhvers konar hryll- ingsmynd af persónuleika forsætisráð- herra með ótrúlegum málatilbúnaði. Og til að fullkomna hryllingsmyndina leyfir ritstjórinn sér að leggja forsætis- ráðherra krassandi orð í munn, enda vantaði hann líklega góða fyrirsögn á ósköpin. „Þetta er ekki þjóðin“, er forsætis- ráðherra látin segja „horfandi stálgrá- um augum út í nepjuna“ og eru orð- in höfð innan gæsalappa, eins og um beina tilvitnun sé að ræða. Ekki ætti að þurfa að taka það fram að umrædd til- vitnun er einnig fullkominn uppspuni ritstjórans og ekki með nokkrum hætti hægt að rekja hana til forsætisráð- herra. Um leið og ég hvet ritstjóra DV til að draga leiðara sinn frá síðastliðnum föstudegi til baka og biðja forsætisráð- herra afsökunar vona ég að sannleik- urinn verði í ríkari mæli látinn njóta sín í DV, jafnvel þótt hann sé ekki allt- af jafn krassandi og söluvænlegur og uppspunnið níð. Athugasemd ritstjóra Vegna skrifa aðstoðarmanns forsætis- ráðherra um glæsiveislu og boðflennu er bæði rétt og skylt að fram komi að þar sem sagt er að Jóhanna hafi horft stálgráum augum út í nepjuna á litlu stúlkuna með eldspýturnar er um að ræða myndræna lýsingu á afstöðu ráðamanns til þjóðar. Jóhanna veittist ekki í raun að sögupersónunni. Í því samhengi eru einnig orðin ,,þetta er ekki þjóðin” hluti af sviðsetningu. Jóhanna segist ekki hafa séð Sturlu Jónsson vörubílsstjóra í veislunni þar sem hún var sjálf gestgjafi. Sjálfur fullyrðir gesturinn að þau hafi horfst í augu og hann hafi fengið illt auga. Þá áttu Sturla og aðstoðarmaður Jó- hönnu tal saman skömmu áður en Sturla var rekinn úr veislunni. Þarna eru því orð Sturlu gegn orðum aðstoð- armanns Jóhönnu. Umrædd veisla var í boði ríkis- stjórnar Íslands. Forsætisráðherra var því gestgjafinn og ekki trúlegt að hún hafi ekki verið upplýst um meinta boðflennu. Það breytir samt ekki því að óstaðfest er að Jóhanna hafi haft bein afskipti af brottrekstri manns úr veislu sinni. Á sama hátt er ósannað að aðstoð- armaður Jóhönnu hafi beinlínis látið handtaka mótmælanda við lóð for- sætisráðuneytisins. Handtakan er þó staðreynd rétt eins og það að forsætis- ráðherra fer með húsbóndavald í ráðuneyti sínu. Reynir Traustason uppspuni ritstjórans hrannar B. arnarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra, skrifar. aðsent

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.