Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2010, Blaðsíða 23
ég allt eins getað farið aftur heim. En nokkrum mánuðum eftir að ég kom heim til Íslands og fór að skrifa greinar um það byrjaði ég að gráta og satt best að segja átti ég erfitt með að hætta að gráta. Það var svo mikið sem ég þurfti að melta.“ Hrottalegra en hægt var að ímynda sér Þrátt fyrir ágætis ímyndunarafl og þá vitneskju sem fréttir höfðu fært Bergljótu hefði hún aldrei getað gert sér í hugarlund þann hrylling sem þarna ríkti og hversu grimmi- legt ofbeldið var gagnvart fólki. „Ég hafði heyrt um hópnauðganir en ég vissi til dæmis ekki að menn notuðu byssur til þess að nauðga konum og hleyptu jafnvel af skoti. Stund- um létu þeir nauðgun með byssu- hlaupi duga en það þýddi samt að konan varð að fara í aðgerð á eftir til þess að halda lífi því hún rifnaði illa að innan við það. Stundum þótti nauðgunin ekki nóg og þá létu þeir skot fylgja í kjölfarið.“ Bergljót hitti konur sem höfðu upplifað þetta. „Ég fór á inn á spít- ala þar sem konur voru að ná sér eftir nauðgun. Oftast voru þær lengi að jafna sig eftir slíka meðferð auk þess sem þær áttu sjaldnast aftur- kvæmt á heimaslóðir. Oft var búið að drepa fjölskyldu þeirra. Þannig að þær voru þarna í endurhæfingu og sátu þarna og saumuðu töskur í handknúnum saumavélum á með- an þær byggðu sig upp.“ Hugsaði til mömmu Bergljót segir að í sumum þorp- um hafi verið hundrað prósent nauðganir, sem þýðir að öllum var nauðgað sama hvort um ungbörn eða gamalmenni væri að ræða. „Ég talaði við eina konu sem var á sama aldri og mamma og hafði tvisvar sinnum lent í hópnauðgun. Í ann- að skiptið var nauðgunin framin af hermönnum frá Kongó en í seinna skiptið voru það hermenn frá Rú- anda sem nauðguðu henni. Í kjöl- farið brutu þeir á henni hnéskelj- arnar svo hún átti enn erfitt með gang þegar ég talaði við hana. Síðan drápu þeir fjölskyldu hennar. Þessi kona talaði svahílí en samtalið var túlkað á frönsku. Þrátt fyrir það var ólýsanlegt að horfa í augu henn- ar og hlusta á hennar sögu. Ég gat ekki varist því að hugsa til mömmu á meðan ég talaði við hana. Vitn- eskjan um svona atburði setur allt í annað samhengi. Stundum er tal- að um nauðganir út frá því að kon- ur séu of ögrandi, í of stuttu pilsi eða of sexí. En þarna var búið að nauðga konum á öllum aldri og það hafði ekkert með kynþokka þeirra að gera. Nauðgun er alltaf fyrst og fremst ofbeldisglæpur. Þarna voru nauðganir meðal annars notaðar til þess að brjóta einstaklinga og fjöl- skyldur niður til þess að halda völd- um á svæðinu. Það var líka svo merkilegt að eft- ir allt sem þessi kona hafði lent í átti hún sér draum um betra líf. Hún gerðist jafnvel svo djörf að láta sig dreyma um að búa einhvers staðar í eigin rými, þar sem hún gæti stund- um verið út af fyrir sig.“ Var boðið barn Munaðarlaus börn eru Bergljótu einnig minnisstæð. „Ég fór á mun- aðarleysingjahæli og hitti fyrir ung- börn sem voru tínd upp af götunum, allslaus og yfirgefin. Ég fór til dæmis til Goma í austurhluta landsins þar sem stríð vofði yfir. Átök voru við það að brjótast út og börn voru skil- in eftir á götum úti. Auðvitað vissi fólk ekki alltaf forsöguna þannig að það gat verið erfitt að átta sig á því af hverju þau höfðu verið skilin eftir. Sum þeirra komu undir við nauðg- un. Foreldrar annarra barna bjuggu við örbirgð. Fátæktin var svo mikil að fólk gat ekki séð fyrir börnunum sínum. Nágranni minn í höfuðborginni í Kongó bauð mér að taka barn frá sér. Fyrst sagði hún mér að velja eina stelpu en þegar henni varð ljóst að ég ætlaði ekki að taka barn frá henni sagði hún að ég gæti svo sem tekið strákinn. Ég hef stundum sagt að mun- urinn á Kongó og Íslandi sé að hér bjóði nágranni minn mér góðan daginn en nágranni minn í Kongó bauð mér barnið sitt. Mér fannst það mjög erfitt, vægast sagt. Vanda- málin eru svo stór að það breytir litlu að ættleiða eitt barn. Jafnvel þótt ég hefði tekið öll börnin hennar með mér til Íslands hefði ég ekki leyst vandamál hennar. Fólk réð ekki við aðstæðurnar. Það hafði ekkert val og gat ekkert farið. Fólk átti engan pening og eng- ar almennar samgöngur voru í land- inu. Þannig að fólk sat fast í skelfileg- um aðstæðum.“ Er enn að gerast Reynslan sem Bergljót öðlaðist úti situr enn í henni. „Mér finnst alltaf erfitt að rifja þetta upp og segja frá þessu en að sama skapi mikilvægt. Kongó er frönskumælandi land og eftir að stríðinu lauk formlega hef- ur það fengið litla athygli heimsins. Áhuginn á aðstæðum þessa fólks virðist vera lítill. Kannski af því að það er einfaldara að loka augun- um og afneita þessari vitneskju, hugsa sem svo að þetta komi okk- ur ekki við. En orð eru til alls fyrst og það eina sem ég get gert í dag er að segja frá því sem ég upplifði og reyna þannig að vekja athygli valda- manna.“ Þótt stríðinu sé lokið fer því fjarri að allt sé fallið í ljúfa löð. „Ástandið er enn hræðilegt. Sameinuðu þjóð- irnar eru með mannafla í landinu en virðast ekki ráða við aðstæðurn- ar. Þannig að enn er verið að beita fólk grimmilegu ofbeldi. Enn er konum nauðgað með hrottalegum hætti. Enn valsa stríðsherrar um og valta yfir allt og alla. Hermenn frá Kongó eiga að gæta íbúanna en þeir eru alls ekkert alltaf að því. Nýleg- ar fréttir um að uppreisnarmenn í Austur-Kongó hafi nauðgað 300 ein- staklingum á þremur dögum vöktu mikinn óhug. Ekki síst af því að þær fóru framhjá Friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna í nágrenninu.“ Og enn á Bergljót eftir að segja alla söguna. Markmiðið er að gera heimildarmynd um þetta svæði en sem stendur skortir fjármagn til þess. „Það væri algjör draum- ur að geta komið þessari vitneskju almennilega frá mér. Ég skrifaði nokkrar greinar um þessa reynslu en enn á ég margt eftir ósagt.“ Umræðukvöld um ástandið Í dag, mánudag, ætlar hún að segja sína sögu í tengslum við bíófund- arsyrpu á vegum UNIFEM, Upplýs- ingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Fyrsta myndin í þeirri syrpu er sænska myndin Kvennastríð sem fjallar um nauðganir í stríðunum í Austur-Kongó og Bosníu, en í báð- um löndum hafa nauðganir verið notaðar sem vopn. Talið er að 20 til 50 þúsund konum hafi verið nauðg- að í Bosníu en frá 200 til 500 þúsund konum og raunar körlum einnig í Kongó. Myndin verður sýnd í Bíó Parad- ís á mánudaginn klukkan 20.00 og að sýningu lokinni ræðir Bergljót um efni myndarinnar við áhorfendur ásamt þeim Írisi Kristjánsdóttur lög- fræðingi og Eddu Jónsdóttur mann- réttindafræðingi. Þrátt fyrir óhugn- anleg efnistök er Kvennastríði lýst sem hlýlegri og áhugaverðri mynd. Sagt er frá kynnum tveggja kvenna sem koma hvor frá sínu heimshorn- inu en eiga það sameiginlegt að reyna að hjálpa konum sem hefur verið nauðgað í stríði. Í vetur á reglulega að sýna mynd- ir um málefni sem eru í brennidepli og skeggræða þau með þátttöku sér- fróðra einstaklinga. En það stend- ur meira til á mánudaginn. Þá á líka að opna sýningu í Bíó Paradís á aug- lýsingum sem komust í úrslit í sam- keppni Sameinuðu þjóðanna í Evr- ópu um bestu auglýsinguna gegn fátækt í heiminum. Stefán Einars- son, hönnunarstjóri Hvíta hússins, vann keppnina og átti þar að auki þrjár af þrjátíu auglýsingum sem komust í úrslit en alls bárust rúmlega 2.000 auglýsingar í keppnina. ingibjorg@dv.is mánudagur 8. nóvember 2010 viðtal 23 Nágranni minn í höfuðborginni í Kongó bauð mér að taka barn frá sér. Fyrst sagði hún mér að velja eina stelpu en þegar henni varð ljóst að ég ætlaði ekki að taka barn frá henni sagði hún að ég gæti svo sem tekið strákinn. Sá helvíti í paradís Það breytti mér bæði andlega og tilfinningalega að upplifa þetta. Ég er önnur en ég var áður en ég fór út. Ég held að það sé óhjákvæmilegt þegar maður kemst í návígi við svo mikla grimmd og harðneskju. Munaðarlaus Bergljót heimsótti munaðarleysingjahæli og hitti þar ungbörn sem höfðu verið týnd upp af götunum, allslaus og yfirgefin. Skortur á almenningssamgöngum Fólk sat fast í skelfilegum aðstæðum og átti enga kostra völ annarra en að bíða örlaga sinna. Það hafði hvorki fjármagn né aðgang að almenningssamgöngum til þess að fara annað. Hér sést hvernig fólki var hrúgað á þá bíla sem voru á ferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.