Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 25. júní 2012 Mánudagur Kíktu á heimasíðu okkar og skoðaðu matseðilinn ! Einn vinsælasti Kebab staðurinn á höfuðborgarsvæðinu! Opið alla daga frá 11:30–21:30 www.alamir.is Hamraborg 14 a 200 Kópavogi Sími 5554885 Læti í partý- gestum og gæsum Rólegt var hjá Lögreglunni á höf­ uðborgarsvæðinu um helgina. Skömmu fyrir miðnætti á laugar­ dag var tilkynnt um slasaða konu í hlíðum Esjunnar. Björgunarsveit fór á vettvang til aðstoðar. Konan reyndist fótbrotin á hægri sköfl­ ungi og var flutt með þyrlu á slysa­ deild. Þá voru fjórir ökumenn tekn­ ir grunaðir um ölvun við akstur og einn ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn ökumaður var stöðvaður en hann reyndist próflaus og var með fíkniefni meðferðis. Þó ekki grunaður um að vera undir áhrif­ um fíkniefna. Lögreglan hafði einnig í nógu að snúast að róa niður partýglaða en margar tilkynningar voru um hávaða og ölvun í heimahúsum og þurfti lögregla að gera sér ferð þangað og biðja fólk um að lækka. Í austurbænum urðu svo þau tíðindi að gæsir gerðu sig heima­ komnar á hárgreiðslustofu á laugardag. „Í austurbænum komu gæsir með börn sín í klippingu en fengu ekki umbeðna þjónustu þar sem þær voru fiðraðar, starfsfólkið og kúnnarnir ekki alveg sáttir við ástandið og kallaði á lögregluna,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Bið eftir leik- skólaplássi Útlit er fyrir að börn fædd árið 2011 fái ekki pláss á leikskólum borgarinnar fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári vegna sparnaðar. Þetta segir borgarfulltrúi Besta flokksins, Eva Einarsdóttir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 er Reykjavíkurborg þessa dagana að ljúka innritun þeirra sautján hundruð barna sem fædd eru árið 2010 og hefja leikskólagöngu með haustinu. Börnin hafa mörg hver verið lengi á biðlista. Þrátt fyrir að sum þeirra hafi verið orðin 18 mánaða síðasta haust. „Að svo stöddu lítur það þannig út en við erum ennþá að skoða það,“ sagði Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta flokksins. Þá sagði hún öruggt að börnin fái pláss á næsta ári. Á vefsíðu Þóru Arnórsdóttur koma fram upplýsingar um heildarstyrki til fram­ boðsins, en þeir nema nú 11,8 milljónum króna. Að sögn annarra frambjóðenda eru heildarstyrkir þeirra miklu lægri, en ekki fengust upplýsingar um styrk­ veitingar til Ólafs Ragnars Gríms­ sonar þegar eftir þeim var leitað. Enn hvílir því nokkur leynd yfir því hverjir styrkja þá frambjóðendur sem samkvæmt skoðanakönnun­ um eru líklegastir til að sigra kosn­ ingarnar komandi laugardag. Vilja opið bókhald Andrea J. Ólafsdóttir forsetafram­ bjóðandi skoraði um helgina á aðra forsetaframbjóðendur að opna bók­ hald kosningasjóða sinna. Sjálf birtir hún bókhald sitt þar sem fram kem­ ur að tveir aðilar hafi styrkt hana um samtals 26 þúsund krónur. Her­ dís Þorgeirsdóttir hefur áður tek­ ið í sama streng og birti um helgina eigið bókhald á Facebook síðu sinni. Þar kemur fram að ríflega hálf millj­ ón hefur safnast henni til stuðnings. Í yfirlýsingunni segir Andrea: „Á lokaspretti kosningabaráttunnar aug­ lýsir einn frambjóðandi mjög víða. Það er eðlileg krafa kjós enda að vita hvað­ an peningarnir koma sem greiða svo dýrkeyptar auglýsingar til að styðja þann frambjóðanda í embætti forseta.“ Hér á Andrea að öllum líkindum við Þóru Arnórsdóttur sem hefur á síðustu dögum sett aukinn kraft í auglýsinga­ herferð sína. Hefur safnað 11 milljónum Á vefsíðu Þóru kemur fram að tæp­ lega 12 milljónum hafi verið safn­ að í kosningasjóð hennar fram til 19. júní. Á vefsíðu Þóru kemur einnig fram að 94 prósent framlaganna komi frá einstaklingum sem lögum samkvæmt mega ekki styrkja fram­ boðið um meira en 400 þúsund hver. Hin 6 prósentin koma frá rekstrar­ aðilum. „Ég geri ráð fyrir að þetta verði rætt í kvöld [sunnudagskvöld]. Þá mun Þóra lýsa afstöðu sinni til máls­ ins,“ sagði Friðjón R. Friðjónsson ráðgjafi Þóru er hann var inntur eft­ ir því hvort til stæði að verða við áskorun Andreu og Herdísar um að opna bókhaldið fyrir kjördag. Þó það verði ekki gert verður bókhaldið sent til ríkisendurskoðanda með öllum kennitölum og upphæðum að kosn­ ingunum loknum eins og lög kveða á um. Friðjón bætir síðan við: „Fimm aðilar hafa styrkt framboðið um meira en 200 þúsund krónur. Við munum leitast eftir samþykki frá þessum aðilum fyrir því að birta nöfn þeirra áður en kosningabaráttan er á enda.“ Gefur ekki upp fjárhagsstöðu Í yfirlýsingu Andreu segir einnig: „Eins hljóta kjósendur að eiga kröfu á að vita hvaðan peningar til sitjandi forseta koma. Aðrir frambjóðendur hafa eflaust minna fjármagn á bakvið sig, en eðlilegt að allir gefi það upp.“ Samkvæmt Ólafíu B. Rafnsdóttur kosningastjóra Ólafs Ragnars Gríms­ sonar hefur engin ákvörðun ver­ ið tekin um að opna bókhald fram­ boðsins fyrir kosningar. Hún segist þó ekki ósammála Andreu um að sanngjarnt sé að kjósendur viti hvað­ an fjármagn frambjóðenda kem­ ur. Sú fjárhæð sem safnast hefur til stuðnings Ólafi er ekki opinber en samkvæmt frétt á Vísi.is frá 11. mars safnaði hann rúmlega 90 milljónum fyrir kosningarnar árið 1996 ef kostn­ aður er uppreiknaður á núvirði. Ekki fengust svör úr herbúðum Ólafs um fjárhagsstöðu framboðsins, en blaðamanni var tjáð að heildar­ upphæðin yrði líklega gefin upp í vikunni. „Hef ekki tekið við einni einustu krónu“ Hannes Bjarnason sagði í samtali við DV að hann hygðist opna bókhaldið sitt eftir helgi. Hann fullyrðir þó að hann hafi ekki tekið við einni einustu krónu og framboð hans sé ekki drif­ ið áfram af neinum fjármagnsöflum. Ari Trausti segist ætla að feta hina lögboðnu leið og opna bókhaldið eft­ ir kosningarnar. Hann hafi ekki ráð­ rúm til að safna saman nöfnum allra þeirra sem styrkt hafi framboðið hans og biðja hvern og einn um leyfi fyrir því að nöfnin verði birt. Hins vegar kom fram í samtali við Rúnar Þór Guðbrandsson, sem heldur utan um fjármál Ara Trausta, að í kosn­ ingasjóð hans hafi safnast um það bil 600 þúsund krónur og séu nær öll framlögin frá einstaklingum. „Það er eðlileg krafa kjósenda að vita hvaðan peningarnir koma Leynistyrkir tiL forsetaframbjóðenda n Þóra hefur safnað 11 milljónum n Fjárhagsstaða Ólafs Ragnars á huldu Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is Lög um framlög Samkvæmt lögum um fjármál fram- bjóðenda sem sett voru árið 2006 má styrkur einstaklinga nema að hámarki 400 þúsundum króna og tengdra aðila 500 þúsundum. Öll framlög umfram 200 þúsund krónur skulu gerð opinber og gilda lögin bæði um þingkosningar og forsetakosningar. Lögin í Bandaríkjunum Lög um kosningasjóði í Bandaríkjunum eru talsvert frábrugðin þeim íslensku, en þar má styrkur einstaklinga til þing- og forsetaframbjóðenda nema að hámarki 2.500 dollurum sem jafngilda 315 þúsund íslenskum krónum. Þá skulu öll framlög umfram 200 dollara gerð opinber, en 200 dollarar eru 25 þúsund íslenskar krónur. Hvorki fyrirtæki né verkalýðssamtök mega styrkja frambjóðendur vestanhafs, en fjársterkum aðilum tekst þó ósjaldan að komast fram hjá lögunum. Reglur um upplýsingaskyldu þykja einnig loðnar og hafa þingmenn demókrata reynt án ár- angurs að breyta þeim, gegn atkvæðum repúblikana. Lagt er blátt bann við því að erlendir ríkisborgarar styrki framboð í Bandaríkjunum, en slíkar reglur er ekki að finna hér á landi. Hannes Bjarnason Upphæð 0 kr. Gefur upp gjafara? Nei Þiggur frá fyrir- tækjum? Nei Ólafur Ragnar Grímsson Upphæð Gefur ekki upp Gefur upp gjafara? Nei Þiggur frá fyrir- tækjum? Nei Ari Trausti Guðmundsson Upphæð 600 þúsund kr. (u.þ.b.) Gefur upp gjafara? Eftir kosningar Þiggur frá fyrir- tækjum? Nei Andrea J. Ólafsdóttir Upphæð 26 þúsund kr. Gefur upp gjafara? Já Þiggur frá fyrir- tækjum? Nei Þóra Arnórsdóttir Upphæð 11 milljónir kr. (u.þ.b.) Gefur upp gjafara? Eftir kosningar Þiggur frá fyrir- tækjum? Já Herdís Þor- geirsdóttir Upphæð 500 þúsund kr. (u.þ.b.) Gefur upp gjafara? Já Þiggur frá fyrir- tækjum? Já

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.