Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2012, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2012, Side 6
6 Fréttir 25. júní 2012 Mánudagur S íðastliðinn fimmtudag sam­ þykkti Þingvallanefnd að hefja gjaldheimtu af köfur­ um sem kafa í gjánni Silfru. Þetta samþykkti nefndin í samráði við þjónustuaðila á svæðinu en íslenskir sportkafarar hafa lýst yfir óánægju með ákvörðunina. Gjaldið verður innheimt frá og með 1. júlí og verður 750 krónur í fyrstu. Var lofað að ekki yrði rukkað Hauki Einarssyni, formanni Sport­ kafarafélags Íslands, þykir gjaldið ósanngjarnt. „Allir sportkafarar eru mjög ósáttir,“ segir hann og bætir við: „Okkur fyndist þá réttlátast að allir sem koma inn í þjóðgarðinn þyrftu að borga. Það á jafnt að ganga yfir alla.“ Óánægjan er meðal annars sprott in af því hve skammur fyrir vari er gefinn auk þess sem tekið var sér­ staklega fram á fundum Þing valla­ nefndar í vetur að íslenskir sport­ kafarar þyrftu ekki að borga gjald í gjána. Þá stóð aðeins til að rukka kaf­ ara á vegum köfunarfyrirtækjanna sem bjóða upp á köfun í Silfru. Ætla að mótmæla Haukur segir jafnframt: „Við hjá Sport kafarafélagi Íslands höfum boð að til almenns félagsfundar þar sem við ætlum að ræða þetta mál. Við komum til með að senda út ein­ hvers konar mótmælapóst til þeirra aðila sem að þessu koma.“ Ólafur Örn Haraldsson, þjóð­ garðsvörður á Þingvöllum og forseti Ferðafélags Íslands, segir að gjaldið sé vegna þjónustu sem veitt er við Silfru og um það hafi ríkt nokkur sátt. „Köfunin í Silfru er komin á það stig að það þarf að veita þarna miklu betri þjónustu. Það þarf að koma upp bílaplani og salernum, bæta öryggis­ mál og svo framvegis.“ Óheimilt að mismuna Þegar Ólafur er spurður hvers vegna Þingvallanefnd hafi ekki staðið við orð sín um að sportkafarar sem kafa í Silfru á eigin vegum þyrftu ekki að borga segir hann: „Það var sannar­ lega vilji nefndarinnar – minn og allra – að þeir þyrftu ekki að borga. Með þetta í huga finnst okkur að Þingvellir séu staður almennings og best væri að menn gætu verið þar sem frjálsastir. Það kom hinsvegar í ljós, illu heilli, þegar lögfræðingar lögðust yfir þetta mál að það er al­ gjörlega óheimilt að mismuna mönnum eftir því hvort þeir eru á vegum köfunarþjónustu eða í sport­ köfun á eigin vegum.“ „Af heilum hug hefðum við vilj­ að standa við það sem áður var sagt. En við bara megum það ekki,“ seg­ ir Ólafur. Hann segir ennfremur að gjaldið sé haft í algjöru lágmarki. „Ég skil alveg að þeir séu leiðir yfir þessu, sportkafararnir. Við erum það líka.“ Ólafur segir að nefndin hafi boðað sportkafara til fundar í vik­ unni þar sem farið verður betur yfir þessi mál. „Allir sportkafarar eru mjög ósáttir“ n Þingvallanefnd leggur gjald á köfun í Silfru n Formaðurinn skilur ósættið Ósáttur Hauki Einarssyni, formanni Sportkafara­ félags Íslands, finnst gjaldið ósanngjarnt. „Okkur fyndist þá réttlátast að allir sem koma inn í þjóðgarðinn þyrftu að borga Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is Gjaldið í lágmarki Ólafur Örn skilur óánægju sportkafara. HÍ í leiðandi hlutverki Metfjöldi útskrifaðist frá Há­ skóla Íslands á laugardag, eða um 1.900 kandídatar. Kristín Ing­ ólfsdóttir kynnti í ræðu sinni nýtt meistaranám í endurnýjanlegri orkuvinnslu og nýtingu. Námið er byggt upp í samráði við orku­ fyrirtækin í landinu og er hluti af áherslu háskólans á nánara sam­ starf við atvinnulífið og mark­ vissari sókn til verðmætasköpun­ ar. Rektor greindi frá því við þetta tækifæri að Háskóli Íslands verði í leiðandi hlutverki í gríðarstóru samstarfsverkefni evrópskra há­ skóla á sviði orkurannsókna, sem verið er að hleypa af stokkun­ um. „Á næstu fjórum áratugum, á starfsævi þeirra sem nú útskrif­ ast, mun jarðarbúum fjölga um 2 milljarða. Það hlýtur að vera sameiginlegt viðfangsefni að leysa vandamál sem slík fjölgun leiðir af sér á sama tíma og gengið er á auðlindir,“ sagði Kristín.   Búslóð ruplað Búslóð ungrar konu sem er á leið út í nám hvarf í heild sinni úr bílskúr föður henn­ ar í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ. Í samtali við DV segist kon­ an telja að þjófarnir hafi fylgst með þegar hún flutti húsgögn­ in inn í bílskúrinn fyrir um viku síðan. Á meðal þess sem hvarf var þvottavél, ísskápur, rúm og mublur en konan telur verð­ mæti húsgagnanna vera hátt í milljón krónur. „Fyrst varð ég brjáluð,“ segir konan í sam­ tali við DV en bætir við að hún hafi róast síðan þá. „Hvað getur maður gert?“ Lögreglan kom á vettvang þjófnaðarins í gær og er málið til rannsóknar. Aðspurð um það hvort þessi leiðinlegi atburður hafi sett strik í reikninginn þegar kemur að námsferðinni segir hún það ekki vera. „Nei alls ekki, þetta er það dýrt og flott nám, ég skil bara vandræðin eftir heima hjá mömmu og pabba, þau verða bara að klára þetta.“ Ekki náð­ ist í varðstjóra lögreglunnar á Krókhálsi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Konu og börn- um bjargað Á laugardag var Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli kölluð út þegar tilkynning barst um að kona og tvö börn sætu föst í bíl í Gilsá, sem er norðan Markarfljóts til móts við Húsadal í Þórsmörk. Konan hugðist aka bílnum yfir vað í ánni en var ekki komin alla leið yfir þegar bíllinn stöðvaðist. Hópur björgunarsveitafólks úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykja­ vík, sem staddur var í Básum, var einnig kallaður til. Konan beið með börnunum í bílnum eftir aðstoð, þrátt fyrir að töluvert flæddi inn í hann. Björg­ unarsveitin var komin á staðinn og búin að ná fólkinu í land um 45 mínútum eftir að útkall barst. Voru allir heilir á húfi. Slysavarna­ félagið Landsbjörg minnir ferða­ fólk á að fara varlega þegar ár eru þveraðar. Þær eru oft vatnsmeiri seinni part dags og á kvöldin, ekki síst þegar veður er gott og sól skín. Framtíðin björt eins og sumarnótt n Karl Sigurbjörnsson myrkur í máli og viðhafði varnaðarráð n Agnes bjartsýn A gnes M. Sigurðardóttir var í gær, sunnudag, vígð til biskups Íslands í Hallgrímskirkju. Agn­ es er fyrsta konan sem gegn­ ir embættinu. Karl Sigurbjörnsson, sem hefur verið biskup frá árinu 1998, vígði Agnesi. Við vígsluna gaf hann Agnesi ráð og mörg þeirra sneru að gagnrýninni umræðu um störf bisk­ ups. Sagði hann biskupinn verða fyr­ ir deyðandi gagnrýni, einkum ef hann vogaði sér að andæva ráðandi öfl­ um og áhrifastraumum. „Kastljósin munu beinast að þér meir en þú hef­ ur áður þekkt, orð þín og atferli veg­ in og metin,“ sagði hann en Karl hefur áður sagt ærumeiðingar og mann­ orðsmorð vera daglegt brauð í orð­ ræðu á Íslandi og telur slíkt alvarlegt samfélagsmein. Í embættistíð Karls varð hann fyrir mikilli gagnrýni vegna viðbragða kirkjunnar við frásögn­ um kvenna af kynferðisbrotum Ólafs heitins Skúlasonar. Agnes var bjartari í tali og sagði framtíðina jafn bjarta og sumar­ nóttina. „Framtíð okkar er því björt eins og sumarnóttin og jafnvel þó við villumst af leið um stund verður að okkur leitað þar til við finnumst.  Hið sama á við í lífi okkar. Ef við leit­ um þá finnum við því frelsari okk­ ar gengur með okkur veginn og sendir okkur vini til hjálpar,“ sagði Agnes í ræðu sinni. Í samtali við blaðamann sagðist hún hafa tek­ ið varnaðarráðum Karls vel. „Þetta er það sem hann hefur lært og vildi miðla áfram. Talandi um gagn­ rýni þá finnst mér að maður eigi að taka henni málefnalega og aldrei persónulega.“ Meðal þeirra sem sáu um ritn­ ingarlestur í athöfninni voru Sofie Petersen, Grænlandsbiskup. Fjöldi erlendra biskupa var meðal vígslu­ votta, þar á meðal Michael Jackson, erkibiskupinn í Dublin, og Jógvan Fríðriksson, Færeyjabiskup. kristjana@dv.is Fyrsti kvenbiskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir var vígð til biskups. Mynd preSSphotoS.biz

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.