Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir
H
ann á konu og ungt barn og
reynir að vera fjölskyldunni
góður og er það stundum
en ég held hann kunni ekki
á lífið,“ segir einn þeirra
heimildarmanna sem varð fyrir svör-
um um líf Barkar Birgissonar.
Enginn heimildarmanna kem-
ur fram undir nafni og bera við ótta
um eigið öryggi. „Honum leið alls
ekki vel í skóla. Ég held hann hafi átt
erfitt með nám. Og hann var til dæm-
is oft niðurlægður og lagður í einelti.
Kannski var það þess vegna sem það
gerðist að þegar hann fór að drekka
braust út þessi þvílíka reiði. Hann fór
að venja komur sínar á veitingastað
í Hafnarfirði sem unglingur og þegar
hann var í glasi varð hann oft ofbeld-
ishneigður,“ segir sá sami sem þekkir
Börk frá æskuslóðum hans í Hafnar-
firði.
Afbrotaferillinn hófst snemma
Börkur, sem er fæddur 1979, á langan
sakaferil að baki sem má rekja allt til
ársins 1996, en þá var hann aðeins
17 ára gamall og réðst grímuklædd-
ur á afgreiðslukonu í sjoppu og lamdi
hana í höfuðið með hamri. Hún hlaut
alvarlega áverka á höfði, höfuðkúpu-
brotnaði meðal annars. Fyrir tilviljun
kom maður inn í söluturninn með-
an á árásinni stóð og veitti Berki eft-
irför þar sem hann flúði af vettvangi
og hann náðist í kjölfarið. Konan
sagði í viðtali við DV á sínum tíma
að ef maðurinn hefði ekki komið inn
í söluturninn þá hefði hann líklega
drepið hana.
Tilraun til manndráps
Ofbeldisverk Barkar urðu sífellt gróf-
ari. Árið 2005 var hann dæmdur til
7 og hálfs árs fangelsisvistar fyrir til-
raun til manndráps á veitingastaðn-
um A. Hansen í Hafnarfirði. Hann
réðist að manni vopnaður öxi og hjó
hann í höfuðið. Hann hafði að auki
rifbeinsbrotið tengdaföður sinn og
ráðist á fjóra aðra karlmenn. Þá var
hann einnig dæmdur fyrir ólöglegan
vopnaburð og umferðarlagabrot.
Að mati Héraðsdóms Reykjaness
átti Börkur sér engar málsbætur og
var árás hans með öxinni sérstaklega
ófyrirleitin þar sem tilviljun ein réð
því að fórnarlambið komst lífs af. Þá
segir að önnur brot hafi verið fólsku-
leg, yfirleitt án aðdraganda og beinst
að höfði eða andliti þeirra sem fyr-
ir þeim urðu. Áður hafði Börkur þrí-
vegis verið dæmdur í fangelsi fyr-
ir ofbeldisbrot. Meðan á afplánun
stóð gerðist hann sekur um alvarleg
agabrot og var vistaður í einangrun
vegna þeirra. DV greindi frá því árið
2008 að Börkur hefði bæði ráðist á
fangaverði og samfanga sína.
Nefbraut samfanga
Börkur var dæmdur 2007 fyrir að
hafa árið áður slegið samfanga sinn
á Litla-Hrauni með hnefa í andlitið
með þeim afleiðingum að hann nef-
brotnaði. Atvikið átti sér stað á fót-
boltavelli við fangelsið í útivistartíma
fanga. Hann hlaut einnig dóm fyrir
að hafa fíkniefni undir höndum inn-
an fangelsisins. Fíkniefnin sem voru
gerð upptæk voru 5,5 grömm af hassi
sem fundust í klefa hans.
Samkvæmt heimildum DV urðu
Annþór og Börkur vinir þegar þeir
sátu inni á Litla Hrauni. Eftir að
hafa hlotið reynslulausn eiga þeir í
sameiningu að hafa verið umsvifa-
miklir í undirheimum Reykjavíkur.
Þeir eru meðstjórnendur í fyrirtæk-
inu Mebbakk sem var stofnað í apr-
íl í fyrra en Mebbakk rekur meðal
annars sólbaðsstofuna Bahamas á
Grensásvegi.
Annþór sagður stjórna Berki
Heimildarmaður DV, kunnur rekstri
sólbaðsstofunnar, segir Annþór stýra
Berki. Annþór standi á hliðarlínunni
þegar Börkur láti til skarar skríða.
Hann sé klárari en Börkur og sé
stjórnsamur. „Það eru margir hrædd-
ir við Börk en það eru líka margir
hræddir við Annþór því hann virð-
ist stjórna öllu sem hann vill. Líka
meðan hann sat inni, bæði föngum
og fangaverði. Annþór og Börkur eru
hættulegt teymi og enginn óskar sér
þess að eiga þá fyrir óvini.“
Sami heimildarmaður segist ekki
vilja koma fram undir nafni vegna
þess að honum er annt um líf sitt. „Ég
vil lifa lengur, þannig er það nú. Ég vil
taka það fram að þeir eru fínir strákar
þegar þeir eru ekki í neyslu. Í neysl-
unni verða þeir stórhættulegir og ég
held að hún hafi tekið völdin. Undir
restina fór allt í bull.“
„Hann svífst einskis“
Einstaklingur sem þekkir til Barkar
segir í samtali við DV að Börkur hafi
stundað handrukkun og sé þekktur
fyrir að búa til skuldir á fólk, jafnvel á
þá sem séu minni máttar. Hann svíf-
ist einskis.
Sem dæmi um þetta snýr ein af
ákærunum á hendur Berki og öðrum
þekktum ofbeldismanni, Annþóri
Kristjáni Karlssyni, meðal annars að
fjárkúgun en í ákæru segir að Börk-
ur og Annþór í félagi við aðra menn
hafi ráðist með ofbeldi á þrjá einstak-
linga, haldið þeim nauðugum og
krafist þess að einn mannanna borg-
aði þeim hálfa milljón króna daginn
eftir en annar var krafinn um að
greiða þeim 200 þúsund á mánuði
um ótiltekinn tíma. Var mönnun-
um hótað frekara ofbeldi ef þeir yrðu
ekki við kröfum þeirra. Segir einnig
í ákærunni að þremenningarnir,
sem urðu fyrir árásinni, hafi ekki átt
þess kost að komast út úr íbúðinni
vegna hótana, ógnana, nauðungar
og ofbeldis. Voru þeir þarna inni í allt
að klukkutíma en árásarmennirn-
ir yfirgáfu ekki staðinn fyrir en fórn-
arlömbin samþykktu að verða við
kröfum þeirra um greiðslu fjárins.
Margar ákærur
Börkur situr nú í einangrun á Litla
Hrauni ásamt Annþóri vegna gruns
um að þeir hafi orðið samfanga sín-
um að bana í maí síðastliðnum.
Þessa nýja kæra bætist því í safn mála
sem Börkur á yfir höfði sér en hann
er ásamt Annþóri meðal annars
ákærður fyrir sérstaklega hættulegar
líkamsárásir, ólögmæta nauðung,
frelsissviptingu og tilraunir til fjár-
kúgunar.
Hrækti á dómara
Annþór og Börkur voru handtekn-
ir eftir umfangsmikla rassíu lög-
reglunnar í undirheimum Reykja-
víkur og úrskurðaði héraðsdómur
að þeir skyldu afplána eftirstöðvar
dóma sem þeir hlutu fyrir nokkrum
árum. Við það tækifæri hrækti Börk-
ur að dómara og hótaði honum.
Börkur hefur enn ekki verið ákærður
fyrir athæfið en að hrækja á dómara
í starfi flokkast undir brot gegn vald-
stjórninni og geta viðurlög við slíku
broti varðað allt að sex ára fangels-
isvist.
Berki er gefið að sök að hafa
tvisvar við dómsuppkvaðningu þann
27. apríl síðastliðinn hafa hóstað út
úr sér orðunum tussa. Börkur játaði
að hafa sagt orðið tussa tvisvar en
ekki að hafa beint þeim gegn dóm-
aranum heldur hafi þau beinst gegn
annarri manneskju í salnum.
Ósáttur við dóminn
Berki var einnig gefið að sök að hafa
hrækt á Söndru Baldvinsdóttur,
dómara og viðurkenndi hann það.
Hann sagðist hafa gert það vegna
þess að með dómi sínum væri dóm-
arinn að koma í veg fyrir það að
hann kæmist heim til konu sinnar
og barns. „Ég var að lýsa vanþóknun
minni á þessa ákvörðun dómarans. Í
stað þess að fara heim til konunnar
minnar og barns klukkan fjögur þá
myndi ég fara heim eftir tvö og hálft
ár. Eftir að hafa setið saklaus inni í
mánuð,“ sagði hann.
Hnerraði aftur tussa
Sandra sagðist svo hafa verið hálfn-
uð með að lesa upp dómsupp-
skurðinn þegar Börkur hefði tekið
upp á því að hnerra eða hósta orðin
tussa í tvígang. Þegar hún hafði svo
slitið þinghaldi og var að ganga í átt
að dyrum dómaraherbergisins þá
hefði hún skynjað að eitthvað væri í
uppsiglingu. Ritari við Héraðsdóm
Reykjaness, sem bar einnig vitni,
sagðist hafa heyrt hann gefa frá sér
hljóð sem gaf til kynna að hann væri
að fara hrækja og hún hefði beygt sig
niður til þess að forðast að fá hrák-
ann framan í sig. Sandra sagði svo
að Börkur hefði hrækt á sig og hrák-
inn lent á hægra handarbaki henn-
ar og neðarlega á dómaraskikkjunni.
Hráki lenti einnig á andliti verjanda
Barkar.
Börkur sagðist ekki hafa haft uppi
ógnandi tilburði í garð dómarans.
„Nei, ég var ekki að ógna henni eða
neitt slíkt enda hafði ég ekki í hyggju
að gera henni neitt. Ef mig hefði
langað þá hefði ég hlaupið til hennar
og knúsað hana.“ n
var Lagður í
eineLti í æsku
n Börkur Birgisson sagður svífast einskis n Annþór sagður stýra Berki til illra verka
Álit sálfræðings:
„Kannski hefur
hann engu að tapa“
„Þetta lýsir gríðarlegum dómgreindarbresti og hann er að vanvirða réttinn,“ segir sál-
fræðingur aðspurður um hegðun Barkar í réttinum. Hann tekur fram að hann þekki ekki
feril Barkar Birgissonar persónulega en metur þetta einungis út frá þeirri lýsingu sem
hann fékk af hegðun Barkar í þessum tveimur fyrrgreindum réttarhöldum. „Kannski
hefur hann engu að tapa. Kannski hefur hann gengið svo langt að hann hefur bara
engu að tapa og hegðar sér þess vegna svona. Af þessum lýsingum að dæma þá er
þetta lítilsvirðing við réttinn og ef hann er margdæmdur þá ætti hann að þekkja reglur
réttarins og vita hvernig á að haga sér þar,“ segir sálfræðingurinn. „Hann lítilsvirðir
vitnin með því að vera með einhver hljóð meðan á vitnisburði þeirra stendur þegar
algjör þögn á að ríkja.“
Hann tekur þó fram að hann hafi ekki kynnt sér málið í þaula. „Þetta er ekkert annað
en túlkun en miðað við lýsingar þá hagaði hann sér á óvirðulegan hátt.“
„Hann reynir að
vera góður fjöl-
skyldunni og er það
stundum en ég held hann
kunni ekki á lífið.
Ósáttur við dóminn
Börkur segist hafa
hrækt á dómarann því
hann hafi verið ósáttur
við það að fá ekki fara
heim til konu og barns.
25. júní 2012 Mánudagur