Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2012, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2012, Side 11
Fréttir 11Mánudagur 25. júní 2012 Sparisjóður Mýrarsýslu: „Engin saknæm háttsemi“ E ngin saknæm háttsemi virð- ist hafa átt sér í stað í rekstri Sparisjóðs Mýrarsýslu í Borg- arnesi í aðdraganda falls hans eftir fjármálahrunið um haustið 2008. Sparisjóðurinn var yfirtekinn af Arion banka árið 2009 eftir að gengið hafði verið frá sölu eigna hans inn í sjóðinn það árið. Heimildarmaður DV um sjóðinn segir að þó setja megi spurninga- merki við ýmislegt í rekstri hans, meðal annars fjárfestingu hans í Ex- ista, þá sé ekkert sem bendi til að stjórnendur hans hafi gerst brot- legir við lög. „Engin saknæm hátt- semi virðist hafa átt sér stað í rekstri sjóðsins. Ég tel að ein af ástæðun- um fyrir þessu sé sú að stjórnend- ur sparisjóðsins voru ekki að reyna að bjarga sjálfum sér og eigin fjár- festingum í sjóðnum með því að leyna raunverulegi stöðu hans,“ seg- ir heimildarmaður DV. Ekkert um óeðlilegar lán- veitingar til stjórnenda Heimildarmaðurinn segir að stjórn- endur sjóðsins hafi ekki látið hann lána sér eða tengdum aðilum fjár- muni til einkaneyslu eða stofnfjár- kaupa í sjóðnum, líkt og til dæm- is gerðist í Sparisjóðnum í Keflavík. Ítarlega hefur verið fjallað um mál- efni Sparisjóðsins í Keflavík á liðn- um vikum í ljósi svartrar skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið PWC vann um sjóðinn – RÚV hefur birt fréttir um skýrsluna – og tap skatt- greiðenda vegna hans. DV hefur heyrt af því að Sparisjóður Mýrar- sýslu hafi stundum verið nefnd- ur í sömu andrá og Sparisjóðurinn í Keflavík þegar rætt er um illa rek- in fjármálafyrirtæki. Í haust er von á skýrslu um starfsemi íslenskra sparisjóða sem unnin var fyrir til- stuðlan Alþingis og verður fjallað um báða þessa sparisjóði þar. Þokkalegar endurheimtur Viðmælandi DV vill hins vegar meina að ekki sé hægt að bera þessa tvo sjóði saman þar sem engar sann- anir hafa fundist fyrir lögbrotum í Sparisjóði Mýrarsýslu en að upp- lýsingar um starfsemi Sparisjóðs Keflavíkur bendi til að lögbrot hafi verið framin í þeim sjóði. Þá seg- ir hann að staða Sparisjóðs Mýrar- sýslu hafi ekki verið verri en það að kröfuhafar sjóðsins hafi fengið 67 prósent upp í kröfur sínar í kjölfar nauðasamninga sparisjóðsins. Þetta þýðir að kröfuhafarnir fengu 67 krónur til baka af hverjum 100 sem sparisjóðurinn fékk að láni. Exista var gullkálfurinn Sú ákvörðun sem heimildarmaður DV bendir sérstaklega á sem slæma í rekstrarsögu Sparisjóðs Mýrarsýslu er sú ákvörðun að fjárfesta í Ex- istu, eignarhaldsfélagi Bakkavarar- bræðra. Hlutabréf Sparisjóðs Mýrarsýslu í Existu voru inni í Fjár- festingarfélagi Kistu. Kista var fjár- festingarfélag í eigu Sparisjóðsins í Keflavík, SPRON, Sparisjóðs Svarf- dæla og Sparisjóðsins í Mýrasýslu. Hlutabréfaeign Kistu í Existu nam rúmlega 20 milljörðum króna í árs- lok 2007. Kista skuldar tæplega 13,4 milljarða króna en á einungis eign- ir upp á um 1,3 milljarða króna. Fé- lagið hefur tapað rúmlega 12 millj- örðum króna frá bankahruninu árið 2008. Viðmælandi DV segir að á góð- ærisárunum hafi sparisjóðirnir malað gull á Existu en að svo hafi þetta breyst í aðdraganda hruns- ins þegar byrjaði að halla und- an fæti í íslensku efnahagslífinu. Þá hafi sjóðirnir byrjað að tapa gríðarlegum fjárhæðum á Existu sem var stærsti hluthafi Kaup- þings. „Ég tel að ein af ástæðunum fyrir þessu sé sú að stjórnendur sparisjóðsins voru ekki að reyna að bjarga sjálfum sér“ Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Fjárfestingin í Existu slæm n Kröfuhafar fengu 67 prósent endurheimtur Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.iswww.honda.is Umboðsaðilar: Reykjanesbær, Bernhard, sími 421 7800 • Akranes, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjar, Bragginn, sími 481 1535 B irt m eð fyrirvara um p rentvillur o g m ynd ab reng l. Komdu og skoðaðu úrvalið af Honda mótorhjólum. Erum í sumarskapi, allt að 75% fjármögnun. CB1000R Tilboð kr. 1.690.000 VT750C Shadow Tilboð kr. 1.490.000 CBR1000RR Tilboð kr. 2.390.000 VT1300CX Tilboð kr. 2.650.000 PCX Tilboð kr. 569.000 VT750C Black Spirit Tilboð kr. 1.690.000CROSSTOURER VFR1200X Sumartilboð á völdum hjólum Sparisjóðstjórinn Gísli Kjartansson var sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Mýrarsýslu. Heimildir DV herma að ekkert bendi til að lögbrot hafi verið framin í rekstri sjóðsins þó ýmislegt hafi verið athugavert við rekstur hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.