Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2012, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2012, Side 13
100 ára fer allar sínar ferðir á bíl Fréttir 13Mánudagur 25. júní 2012 n Jón Hannesson lætur ekki aldurinn stöðva sig n Renndi austur fyrir fjall á dögunum É g keyri allt það sem ég þarf að fara,“ segir Jón Hannes- son sem fer allar sínar ferðir á tólf ára gamalli Toyotu bif- reið þrátt fyrir að vera orðinn hundrað ára gamall. „Þetta er ekta góður bíll,“ segir Jón sem býr í Kópa- vogi en hann fagnaði hundrað ára afmæli sínu þann 20. júní síðast- liðinn. Jón gerði sér lítið fyrir nýverið og keyrði austur að Skógum undir Eyja- fjöllum, sem er um 150 kílómetra frá heimili hans í Kópavogi, þar sem hann leit við á Byggðasafninu. Jón er góður kunningi Þórðar Tómasson- ar, safnvarðar Byggðasafnsins að Skógum, en Jón segir margt forvitni- legt þar að sjá en þar má til að mynda finna góða fulltrúa fyrir húsagerð fyrr á öldum. „Það er mikið og margt að sjá.“ Aldurinn segir til sín Jón segir lítið mál fyrir sig að keyra slíka vegalengd. „Vegirnir eru góðir og það er ekkert mál. Aldurinn segir til sín, það er ekki það. En ég er við góða heilsu og allt hvað eina. Það stendur og fellur með heilsunni,“ segir Jón sem hefur ekki neinar áætlan- ir um frekari ferðalög í sumar. „Ég fer hingað og þangað ef ég þarf að fara,“ segir hann sem starfaði við rafvirkjun en hann hugsar í dag um sig að öllu leyti sjálfur. „Og ef mér væri fengin manneskja til að hugsa um mig, þá yrði það borgað sem fullt starf. Ég hef aldrei hætt að vinna. Ég er í fullu starfi við að hugsa um sjálfan mig, þvo af mér, hugsa um heimilið, hugsa um húsið og kaupa inn. Maður þarf ekki að vonast eft- ir hjálp frá því opinbera. Þeir lofa öllu fögru en svo eru efndirnar engar,“ segir Jón sem hefur borgað í alls kyns sjóði frá því hann var tvítug- ur til að eiga áhyggjulausa elli. Sinnuleysi unga fólksins gagnvart því eldra „En svo þegar þeir eiga að fara að borga til baka til að hjálpa manni, þá er engin króna til. Þetta hefur allt horfið sporlaust,“ segir Jón sem fer ekki fögr- um orðum um ungu kyn- slóðina í dag sem hann seg- ir sinnulausa gagnvart eldri borgurum. „Ef þið, unga fólkið, lendið í svona þá er það bara mátulegt á ykkur. Um leið og þið látið fara svona með gamalt fólk þá bíður ykkar það nákvæmlega sama þegar þið þurfið á einhverju að halda,“ segir Jón. Hann fer heldur ekki fögrum orðum um stjórnendur lífeyrissjóða. „Svo koma þessir ná- ungar sem eru búnir að eyða pen- ingunum sem maður var búinn að borga í þetta og vita ekkert hvað hef- ur orðið af peningunum og enginn er ábyrgur. Þetta er ekki til að hrópa húrra fyrir,“ segir hann sem segist sjálfur vera við góða heilsu en hef- ur áhyggjur af þeim sem eru ekki eins heilsuhraustir. „Það hefur enga heilsu til að bjarga sér sjálft en það verður bara að liggja heima hjá sér hjálparlaust,“ segir Jón sem mun halda ótrauður áfram ferðum sínum á Toyotunni svo lengi sem heilsan leyfir. „Ég hef aldrei hætt að vinna. Ég er í fullu starfi við að hugsa um sjálfan mig. Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is 100 ára Í fullu fjöri Jón Hannesson er ekki hrifinn af því hvernig yngri kynslóðir koma fram við eldri borgara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.