Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2012, Side 14
Þ
að var í blíðskaparveðri
þann þrettánda janúar á
þessu ári sem skemmti
ferðaskipið Costa Concordia
steytti á skeri við strend
ur Ítalíu. Gáleysi skipstjórans hafði
þær hörmulega afleiðingar að skipið
lagðist á hliðina og 32 létu lífið. Um
borð í skipinu voru 4.200 manns.
Skipstjórinn, Francesco Schett
ino, sigldi skipinu of nálægt strönd
inni, án heimildar. Hann og Ciro
Ambrosio, fyrsti stýrimaður, voru
fljótlega eftir slysið handteknir en
þeir þóttu ekki bregðast við með full
nægjandi hætti þegar ljóst var í hvað
stefndi. Þeir yfirgáfu skipið áður
en þeir höfðu gengið úr skugga um
að allir væru farnir frá borði. Skip
stjórinn situr í stofufangelsi og sætir
ákæru fyrir manndráp af gáleysi.
Gríðarlegur kostnaður
Verkfræðingar hafa núna í nokkra
mánuði unnið hörðum höndum að
því að reikna út hvernig best sé að
fjarlægja þetta risastóra skemmti
ferðaskip af strandstað. Skipið marar
í hálfu kafi, eins og sjá má á meðfylgj
andi myndum. Talið er að kostn
aðurinn við það eitt að bjarga skip
inu hlaupi á 38 milljörðum íslenskra
króna. Engir smáaurar það. Það eru
fyrirtækin Titan og Micoperi sem
skipuleggja björgunina en aldrei
áður hefur verið gerð tilraun til að
koma skipi af þessari stærðargráðu á
réttan kjöl.
Eins og 18 stórir togarar
Eins og áður segir er skipið engin
smásmíði. Það er 290 metrar á lengd
og 35,5 metrar á breidd. Heildar
þyngd skipsins er 144 þúsund brúttó
tonn. Til samanburðar má nefna að
stærsta skip íslenska flotans, Sam
herjaskipið Kristína EA, er tæplega
8 þúsund brúttótonn. Þyngd Costa
Concordia samsvarar því 18 slíkum
togurum.
Skipið verður fest við land með
ógnarsterkum stálvírum svo það
hreyfist ekki á meðan unnið er við
það, en eins og sjá má á meðfylgjandi
teikningum verður pallur byggður
undir skipið. Á honum mun það sitja
uns því verður hleypt á flot aftur.
Rifið í brotajárn
Það var í lok mars sem vinnu lauk
við að dæla olíunni úr skipinu, um
2.300 tonnum. Með því tókst að
koma í veg fyrir meiri háttar um
hverfisslys. Skipið er annars ónýtt
eftir volkið í fjöruborðinu en það
verður flutt af slysstað til hafnar á
Ítalíu. Þar verður það rifið niður í
brotajárn.
Gert er ráð fyrir því að björgunin
taki marga mánuði en stefnt er að því
að verkinu ljúki fyrir árslok.
Ráðherra Mubaraks tapaði
n Nýr forseti kjörinn í Egyptalandi
M
ohammed Morsi er nýr forseti
Egyptalands. Hann var kjör
inn með liðlega 52 prósent
um atkvæða. Kjörstjórnin í
landinu tilkynnti þetta á sunnudag en
niðurstöðunnar hafði verið beðið með
mikilli eftirvæntingu. Heil vika leið
frá síðari umferð kosninganna þar til
niðurstöðurnar voru opinberaðar.
Morsi er frambjóðandi Bræðra
lags múslima en Ahmed Shafiq, sem
var forsætisráðherra í ríkisstjórn
Mubaraks, lét í minni pokann. Báð
ir höfðu þeir þó lýst yfir sigri í kosn
ingunum.
Farouq Sultan, nokkurs konar yf
irmaður kjörstjórnar, sagði að 466
kvartanir frá frambjóðendum hefðu
borist. Tvær hefðu verið alvarleg
astar; í einu þorpi í Minya sýslu hefði
kristnum verið meinað að kjósa og í
einhverju tilviki hefði í prentun verið
hakað við nöfn tiltekinna frambjóð
enda á kjörkössum sem á voru nöfn
allra frambjóðenda.
Nýi forsetinn, Morsi, er 60 ára gam
all og með doktorsgráðu í verkfræði
frá Háskóla SuðurKaliforníu. Hann
sat um tíma á þingi í valdatíð Hosni
Mubaraks fyrir stjórnmálaflokk
inn Bræðralag múslima sem þá var í
stjórnarandstöðu. Það var árin 2000 til
2005. Eitt helsta stefnumál flokksins er
að byggja lög og reglur samfélagsins á
grundvelli íslamskrar trúar.
Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út
þegar tilkynningin barst, ekki síst á
Tahrir torginu, sem var miðdepillinn
í uppreisninni gegn einræðisstjórn
Hosni Mubaraks í fyrra. Milljónir
manna þustu út á götur til að fagna
niðurstöðunum.
Öryggissveitir voru með gríðar
legan viðbúnað enda viðbúið að til
átaka gæti komið á milli fylkinga.
14 Erlent 25. júní 2012 Mánudagur
Engin smásmíði
Flakið verður sett í
brotajárn.
38 milljarða björgun
n Verkfræðingar reyna að bjarga Costa Concordia n Á við 18 stóra togara
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Conversions
950 ft
117 ft
61 ft
290m
35.5m
18.5m
CONTEXT
Salvage crews began preliminary work this week on preparations to
reoat the half-submerged Costa Concordia cruise liner in what is set to
be the biggest ever operation of its kind.
Graphic
Story
Size
Artist
Date
Reporter
Research
Code
ITALY-SHIP/
ITALY-SHIP/
15 x 12 cm
Brice Hall/RNGS
21 / 06 / 12
-
Hall
DIS
© Copyright Reuters 2012. All rights reserved.
http://thomsonreuters.com/products_services/media/media_products/graphics/
Graík: Brice Hall/RNGS
GIGLIO
Flakið
Giglio
Porto
Ferill
skipsins
Stefni
1 2 3
1 2 3 4
Björgunarsveitir eru byrjaðar að undirbúa hið risavaxna verkefni að ná
skemmtiferðaskipinu Costa Concordia á réttan kjöl. Skipið strandaði og
fór á hliðina við strendur Ítalíu í janúar.
Svona á að rétta Costa Concordia við
Undirbúningur
Skipið verður
skorðað af til að
fyrirbyggja að
það renni til
Steypt verður
undir skipið til að auð-
veldara verði að velta
skipinu á réttan kjöl
Neðan-
sjávarpalli
komið fyrir
Vatnsþétt
þrýstihylki fest
á bakborða
Vatnsþétt þrýstihylki
Þau verða fyllt af vatni
til að þyngja skipið á þeirri
hlið sem stendur upp úr
Costa Concordia
Neðansjávarpallur
Dráttartóg milli
skips og palls
Skipið sett á flot
Skipið dregið
á réttan kjöl
Landfestar
Þrýstihylki sett á
stjórnborða, þau fyllt
af lofti og landfestar
leystar
Hylkin tæmd af vatni
og skipið flýtur upp
Rekst
á kletta
GIGLO
Giglo
Porto
Ferill
skipsins
Flakið
Lengd: 290 m
Breidd: 35.5 m
Þyngd: 44.612 MT
MyND: REUtERS
HEiMilD: titaN SalVaGE
GRafík: BRicE Hall/RNGS
Stefni
Eftirvænting Svona leit Tahrir
torgið út rétt í þann mund er niður-
stöðurnar voru kunngjörðar.
Níddist á 10
dreNgjum
Bandaríski knattspyrnuþjálfar
inn Jerry Sandursky hefur verið
dæmdur fyrir að brjóta kynferð
islega á 10 drengjum sem hann
þjálfaði hjá fótboltaliði Pennsyl
vaníuháskólans. Maðurinn, sem
er 68 ára gamall var fyrir dómi
sakfelldur fyrir 45 ákæruliði af 48.
BBC greinir frá þessu. Sandur
sky gæti þurft að afplána lífstíðar
fangelsisdóm. Hann hefur áfrýjað
dómnum.
Gröf Elvis
ekki seld
Í skugga mótmæla hætti banda
ríski uppboðshaldarinn Julien's
Auction við að bjóða upp fyrstu
grafhvelfingu tónlistarmannsins
Elvis Presley. Gröfin er í Forest
Hill kirkjugarðinum í Memphis en
þaðan var Elvis fluttur, eftir tveggja
ára hvílu við hlið móður sinnar,
til Graceland. Tíu þúsund aðdá
endur Elvis skrifuðu undir lista
þar sem sölunni var mótmælt en
nýr eigandi hefði fengið þau eftir
sóknarverðu réttindi að mega láta
grafa sjálfan sig í hvelfingunni. Af
sölunni verður ekki í bili.
tyrknesk herþota skotin niður:
Flakið sagt
fundið
Fréttastofan CNN í Tyrklandi
greindi frá því á sunnudag að flak
ið af tyrknesku herþotunni sem
Sýrlendingar skutu niður um
helgina væri fundið. Fram kom
í fréttinni að flakið væri á 1.300
metra dýpi en nákvæm staðsetn
ing kom ekki fram. Þotan var í al
þjóðlegri lofthelgi en ekki innan
landamæra Sýrlands eins og fyrstu
fréttir báru með sér.
Fréttirnar höfðu ekki verið
staðfestar af yfirvöldum í Tyrk
landi þegar þetta var skrifað.
Árásin á þotuna hleypti illu blóði
í samskipti landanna en Tyrkir
hafa farið fram á að fundað verði
í NATO vegna þessa enda þyk
ir Tyrkjum sér vera ógnað. Þeir
vilja að fjórða grein stofnsáttmála
NATO verði virkjuð en í henni
felst að sé öryggi aðildarríkis ógn
að skuli leiðtogar ríkjanna ákveða
hvað til bragðs skuli taka. Þeir hitt
ast núna eftir helgi.
William Hague, utanríkisráð
herra Bretlands, sagði að Sýr
lendingar hefðu með árásinni
gerst sekir um svívirðilega hegð
un, en óöld hefur geisað í landinu
undanfarna mánuði og þar láta
tugir eða hundruð manna lífið í
átökum nánast hvern dag.