Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2012, Blaðsíða 14
Þ að var í blíðskaparveðri þann þrettánda janúar á þessu ári sem skemmti­ ferðaskipið Costa Concordia steytti á skeri við strend­ ur Ítalíu. Gáleysi skipstjórans hafði þær hörmulega afleiðingar að skipið lagðist á hliðina og 32 létu lífið. Um borð í skipinu voru 4.200 manns. Skipstjórinn, Francesco Schett­ ino, sigldi skipinu of nálægt strönd­ inni, án heimildar. Hann og Ciro Ambrosio, fyrsti stýrimaður, voru fljótlega eftir slysið handteknir en þeir þóttu ekki bregðast við með full­ nægjandi hætti þegar ljóst var í hvað stefndi. Þeir yfirgáfu skipið áður en þeir höfðu gengið úr skugga um að allir væru farnir frá borði. Skip­ stjórinn situr í stofufangelsi og sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Gríðarlegur kostnaður Verkfræðingar hafa núna í nokkra mánuði unnið hörðum höndum að því að reikna út hvernig best sé að fjarlægja þetta risastóra skemmti­ ferðaskip af strandstað. Skipið marar í hálfu kafi, eins og sjá má á meðfylgj­ andi myndum. Talið er að kostn­ aðurinn við það eitt að bjarga skip­ inu hlaupi á 38 milljörðum íslenskra króna. Engir smáaurar það. Það eru fyrirtækin Titan og Micoperi sem skipuleggja björgunina en aldrei áður hefur verið gerð tilraun til að koma skipi af þessari stærðargráðu á réttan kjöl. Eins og 18 stórir togarar Eins og áður segir er skipið engin smásmíði. Það er 290 metrar á lengd og 35,5 metrar á breidd. Heildar­ þyngd skipsins er 144 þúsund brúttó­ tonn. Til samanburðar má nefna að stærsta skip íslenska flotans, Sam­ herjaskipið Kristína EA, er tæplega 8 þúsund brúttótonn. Þyngd Costa Concordia samsvarar því 18 slíkum togurum. Skipið verður fest við land með ógnarsterkum stálvírum svo það hreyfist ekki á meðan unnið er við það, en eins og sjá má á meðfylgjandi teikningum verður pallur byggður undir skipið. Á honum mun það sitja uns því verður hleypt á flot aftur. Rifið í brotajárn Það var í lok mars sem vinnu lauk við að dæla olíunni úr skipinu, um 2.300 tonnum. Með því tókst að koma í veg fyrir meiri háttar um­ hverfisslys. Skipið er annars ónýtt eftir volkið í fjöruborðinu en það verður flutt af slysstað til hafnar á Ítalíu. Þar verður það rifið niður í brotajárn. Gert er ráð fyrir því að björgunin taki marga mánuði en stefnt er að því að verkinu ljúki fyrir árslok. Ráðherra Mubaraks tapaði n Nýr forseti kjörinn í Egyptalandi M ohammed Morsi er nýr forseti Egyptalands. Hann var kjör­ inn með liðlega 52 prósent­ um atkvæða. Kjörstjórnin í landinu tilkynnti þetta á sunnudag en niðurstöðunnar hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Heil vika leið frá síðari umferð kosninganna þar til niðurstöðurnar voru opinberaðar. Morsi er frambjóðandi Bræðra­ lags múslima en Ahmed Shafiq, sem var forsætisráðherra í ríkisstjórn Mubaraks, lét í minni pokann. Báð­ ir höfðu þeir þó lýst yfir sigri í kosn­ ingunum. Farouq Sultan, nokkurs konar yf­ irmaður kjörstjórnar, sagði að 466 kvartanir frá frambjóðendum hefðu borist. Tvær hefðu verið alvarleg­ astar; í einu þorpi í Minya sýslu hefði kristnum verið meinað að kjósa og í einhverju tilviki hefði í prentun verið hakað við nöfn tiltekinna frambjóð­ enda á kjörkössum sem á voru nöfn allra frambjóðenda. Nýi forsetinn, Morsi, er 60 ára gam­ all og með doktorsgráðu í verkfræði frá Háskóla Suður­Kaliforníu. Hann sat um tíma á þingi í valdatíð Hosni Mubaraks fyrir stjórnmálaflokk­ inn Bræðralag múslima sem þá var í stjórnarandstöðu. Það var árin 2000 til 2005. Eitt helsta stefnumál flokksins er að byggja lög og reglur samfélagsins á grundvelli íslamskrar trúar. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar tilkynningin barst, ekki síst á Tahrir torginu, sem var miðdepillinn í uppreisninni gegn einræðisstjórn Hosni Mubaraks í fyrra. Milljónir manna þustu út á götur til að fagna niðurstöðunum. Öryggissveitir voru með gríðar­ legan viðbúnað enda viðbúið að til átaka gæti komið á milli fylkinga. 14 Erlent 25. júní 2012 Mánudagur Engin smásmíði Flakið verður sett í brotajárn. 38 milljarða björgun n Verkfræðingar reyna að bjarga Costa Concordia n Á við 18 stóra togara Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Conversions 950 ft 117 ft 61 ft 290m 35.5m 18.5m CONTEXT Salvage crews began preliminary work this week on preparations to reoat the half-submerged Costa Concordia cruise liner in what is set to be the biggest ever operation of its kind. Graphic Story Size Artist Date Reporter Research Code ITALY-SHIP/ ITALY-SHIP/ 15 x 12 cm Brice Hall/RNGS 21 / 06 / 12 - Hall DIS © Copyright Reuters 2012. All rights reserved. http://thomsonreuters.com/products_services/media/media_products/graphics/ Graík: Brice Hall/RNGS GIGLIO Flakið Giglio Porto Ferill skipsins Stefni 1 2 3 1 2 3 4 Björgunarsveitir eru byrjaðar að undirbúa hið risavaxna verkefni að ná skemmtiferðaskipinu Costa Concordia á réttan kjöl. Skipið strandaði og fór á hliðina við strendur Ítalíu í janúar. Svona á að rétta Costa Concordia við Undirbúningur Skipið verður skorðað af til að fyrirbyggja að það renni til Steypt verður undir skipið til að auð- veldara verði að velta skipinu á réttan kjöl Neðan- sjávarpalli komið fyrir Vatnsþétt þrýstihylki fest á bakborða Vatnsþétt þrýstihylki Þau verða fyllt af vatni til að þyngja skipið á þeirri hlið sem stendur upp úr Costa Concordia Neðansjávarpallur Dráttartóg milli skips og palls Skipið sett á flot Skipið dregið á réttan kjöl Landfestar Þrýstihylki sett á stjórnborða, þau fyllt af lofti og landfestar leystar Hylkin tæmd af vatni og skipið flýtur upp Rekst á kletta GIGLO Giglo Porto Ferill skipsins Flakið Lengd: 290 m Breidd: 35.5 m Þyngd: 44.612 MT MyND: REUtERS HEiMilD: titaN SalVaGE GRafík: BRicE Hall/RNGS Stefni Eftirvænting Svona leit Tahrir torgið út rétt í þann mund er niður- stöðurnar voru kunngjörðar. Níddist á 10 dreNgjum Bandaríski knattspyrnuþjálfar­ inn Jerry Sandursky hefur verið dæmdur fyrir að brjóta kynferð­ islega á 10 drengjum sem hann þjálfaði hjá fótboltaliði Pennsyl­ vaníuháskólans. Maðurinn, sem er 68 ára gamall var fyrir dómi sakfelldur fyrir 45 ákæruliði af 48. BBC greinir frá þessu. Sandur­ sky gæti þurft að afplána lífstíðar­ fangelsisdóm. Hann hefur áfrýjað dómnum. Gröf Elvis ekki seld Í skugga mótmæla hætti banda­ ríski uppboðshaldarinn Julien's Auction við að bjóða upp fyrstu grafhvelfingu tónlistarmannsins Elvis Presley. Gröfin er í Forest Hill kirkjugarðinum í Memphis en þaðan var Elvis fluttur, eftir tveggja ára hvílu við hlið móður sinnar, til Graceland. Tíu þúsund aðdá­ endur Elvis skrifuðu undir lista þar sem sölunni var mótmælt en nýr eigandi hefði fengið þau eftir­ sóknarverðu réttindi að mega láta grafa sjálfan sig í hvelfingunni. Af sölunni verður ekki í bili. tyrknesk herþota skotin niður: Flakið sagt fundið Fréttastofan CNN í Tyrklandi greindi frá því á sunnudag að flak­ ið af tyrknesku herþotunni sem Sýrlendingar skutu niður um helgina væri fundið. Fram kom í fréttinni að flakið væri á 1.300 metra dýpi en nákvæm staðsetn­ ing kom ekki fram. Þotan var í al­ þjóðlegri lofthelgi en ekki innan landamæra Sýrlands eins og fyrstu fréttir báru með sér. Fréttirnar höfðu ekki verið staðfestar af yfirvöldum í Tyrk­ landi þegar þetta var skrifað. Árásin á þotuna hleypti illu blóði í samskipti landanna en Tyrkir hafa farið fram á að fundað verði í NATO vegna þessa enda þyk­ ir Tyrkjum sér vera ógnað. Þeir vilja að fjórða grein stofnsáttmála NATO verði virkjuð en í henni felst að sé öryggi aðildarríkis ógn­ að skuli leiðtogar ríkjanna ákveða hvað til bragðs skuli taka. Þeir hitt­ ast núna eftir helgi. William Hague, utanríkisráð­ herra Bretlands, sagði að Sýr­ lendingar hefðu með árásinni gerst sekir um svívirðilega hegð­ un, en óöld hefur geisað í landinu undanfarna mánuði og þar láta tugir eða hundruð manna lífið í átökum nánast hvern dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.