Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2012, Page 18
Voltaren getur Verið lífshættulegtEldsne
yt
i
Algengt verð 248,9 kr. 248,7 kr.
Algengt verð 248,7 kr. 248,5 kr.
Algengt verð 248,6 kr. 248,4 kr.
Algengt verð 248,9 kr. 248,7 kr.
Algengt verð 250,9 kr. 248,7 kr.
Algengt verð 248,7 kr. 248,5 kr.
Bensín Dísilolía
18 Neytendur 25. júní 2012 Mánudagur
Umhverfisvænt kynlíf
n Það er ekki nóg að flokka bara rusl
U
mhverfisfræðunum er ekk
ert óviðkomandi og núna er
á síðu Umhverfisstofnunar
hægt að fræðast um aðferðir
til að stunda umhverfisvænt kynlíf.
Það er ekki nóg að vera manneskja
sem flokkar ruslið, gengur og hjólar
í staðinn fyrir að nota bílinn og svo
framvegis ef ekki er hugað að því sem
gert er í svefnherberginu.
Hér eru nokkrir punktar sem Um
hverfisstofnun tók af heimasíðu The
Ecologist.
n Grænn og heilsusamlegur lífsstíll
hjálpar til við að viðhalda lönguninni
í kynlíf í amstri dagsins og kynlífið
sjálft er líka stórgóð líkamsrækt. Auk
þess hafa rannsóknir sýnt að kynlíf
sé samofið vellíðan og hamingjuríku
lífi.
n Það eru til náttúrulegir gúmmí
smokkar sem brotna niður í náttúr
unni og mælt er með því að nota þá.
Á hverju ári eru notaðir um 10 millj
arðar smokka í heiminum sem enda
í heimilissorpinu.
n Það hefur nú sýnt sig að hormóna
raskandi efni úr pillunni berast í
skólpið og út í hringrás vatnsins og
hafa áhrif á kynþroska karlfiska.
n Sleipiefni eru af ýmsum gerðum
og í fæstum tilvikum lífræn og sumar
gerðir hafa ekki einu sinni innihalds
lýsingu. Þau eru sum unnin úr jarð
olíu, fitu, plastefnum og innihalda
jafnvel efni sem talin eru geta raskað
hormónajafnvægi líkamans.
n Hjálpartæki ástarlífsins eru mis
jöfn að gæðum og gerðum. Því mið
ur er meirihluti þeirra gerður úr
PVCplasti sem inniheldur þalöt sem
eru hormónaraskandi og vinylklór
íð sem er krabbameinsvaldandi. Við
framleiðslu og brennslu á PVC losn
ar eitt af skaðlegustu efnum sem til
eru, díoxín. Ýmis leikföng eru fram
leidd úr gleri sem er mun umhverfis
vænni kostur. Veljið endurhlaðan
legar eða svansmerktar rafhlöður í
rafknúin leiktæki.
Frábær
þjónusta
n Lofið fær veitingastaðurinn
Nonnabiti sem er meðal annars
með samlokutilboð – gos og
samloku með skinku, osti og káli
á 690 krónur. Viðskiptavinur vildi
lofa góða þjónustu, liðlegheit og
sanngjarnt verð á veitingastaðn
um. Hann óskaði eftir að fá að bæta
við agúrku og tómötum á tilboðs
samlokuna og það var lítið
mál. Viðbótina fékk hann án
endurgjalds og starfsfólk
ið afgreiddi með bros á vör.
Hann vildi taka það
sérstaklega fram hve
áberandi glaðlynt
og þjónustulundað
starfsfólkið á Nonna
bita væri.
Rangt verð
og löng röð
n Lastið fær Hagkaup í Skeifunni að
þessu sinni og er það í raun tvíþætt.
Viðskiptavinur hafði samband og
sagði farir sínar ekki sléttar. „Ég
kom þarna rétt fyrir miðnætti eftir
langan vinnudag og keypti meðal
annars frostpinna, nánar tiltekið
pakka af ananashlunkum frá Kjör
ís. Pakkinn með frostpinnunum var
verðmerktur á 579 krónur í hillunni
en þegar á kassann var komið þá
var hann sagður kosta 599 krón
ur.“ Viðskiptavinurinn ákvað þó,
af tillitsemi við aðra viðskiptavini,
að gera ekki athugasemd við rangt
verð vegna þess að röðin á kass
anum var mjög löng. Aðeins voru
tveir kassar opnir í versluninni sem
viðskiptavininum finnst of lítið. „Ég
kem oft þarna á þessum tíma sólar
hrings og það er alltaf
brjálað að gera enda
margir að klára vakta
vinnu um þetta leyti.
Það þyrftu að vera
fleiri kassar opnir á
þessum tíma,“ sagði við
skiptavinurinn að lokum.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Grænt kynlíf Stundum umhverfisvænt kynlíf.
n Langvarandi notkun getur valdið hjartaáföllum og heilablóðföllum n Læknirinn Vilhjálmur Ari segir parasetamól virka vel á gigtarverki
Í
slenski hjartalæknirinn Gunnar
Gíslason hefur mælt með því að
gigtarlyfið díklófenak sé tekið al
veg af markaði, en það er með
al annars selt undir nöfnunum
voltaren, diclodan og diclon. Þetta
kom fram bæði á danska fréttamiðl
inum DR og í fréttaskýringaþættinum
Deadline í síðustu viku. Gunnar segir
að langvarandi notkun lyfsins geti leitt
til mjög alvarlegra aukaverkana, til að
mynda stóraukið líkurnar á hjarta
áföllum og heilablóðföllum. Þetta sé
þekkt bæði hjá hjartveikum einstakl
ingum sem og heilbrigðum. Gunn
ar furðar sig á afskiptaleysi danskra
yfirvalda en díklófenak er gefið út af
læknum til um 150 þúsund einstak
linga á ári þar í landi. Hann telur að
fjölmörg dauðsföll í Danmörku megi
rekja til notkunar lyfsins á ári hverju.
Íþróttafólk notar voltaren
mikið
Díklófenak er meðal annars selt hér á
landi undir nöfnunum voltaren dolo
og voltaren rapid en Vilhjálmur Ari
Arason heimilislæknir segir Íslendinga
nota mikið af lyfinu. Ekki bara við gigt
verkjum, heldur einnig sem almennt
verkjalyf. „Þetta lyf er gríðarlega vin
sælt, þetta voltaren dolo, og við vitum
það læknarnir sem vinnum á slysa og
bráðamóttökunni að þetta er notað,
liggur við, á alla áverka þar sem þarf
hraða verkun og kröftuga.“ Vilhjálm
ur segir íþróttafólk líka þekkja lyfið vel
og nota það töluvert því það hafi ekki
slævandi áhrif í sjálfu sér. Aukaverk
anir séu þó einstaklingsbundnar hvað
það varðar.
Voltaren rapid er lyfseðilsskylt
og hefur verið á markaði í um tíu til
fimmtán ár, en voltaren dolo kom á
markað fyrir um tveimur til þrem
ur árum. Það er helmingi vægara en
voltaren rapid og er selt í lausasölu.
Líkt öðru hættulegu lyfi
„Það sem mér finnst vera svolítið
sláandi er að hann (Gunnar, innsk.
blm.), bendir á að í dag er áhætt
an ekkert ósvipuð og með hið svo
kallaða vioxx. Það var gigtarlyf sem
þoldist vel í maga og var gríðarlega
vinsælt. Það var búið að vera á mark
aði í tvö til þrjú ár þegar niðurstöður
leiddu í ljós að mikil áhætta á hjarta
áföllum fylgdi notkun þess. Margir
kollegar hans í Danmörku, hjarta
læknar og fleiri eru sammála þessu
mati.“ Fram kemur í umfjöllun DR
um málið að rekja megi dauðsföll
um 27 þúsund Bandaríkjamanna til
notkunar lyfsins og var það snarlega
tekið af markaði árið 2004. „Gunn
ar er að álykta að í raun sé þetta
díklófenak ekki mikið skárra,“ segir
Vilhjálmur.
Voltaren áhættumest
gigtarlyfja
Gunnar hefur skrifað fjölda fræði
greina í virt læknatímarit víða um
heim síðastliðin ár og Vilhjálmur
segir hann hafa sett gigtarlyfin upp í
áhættutöflu. Þar komi skýrt fram að
voltaren (díklófenak) fylgi langmest
áhætta þegar kemur að hættulegum
aukaverkunum. „Það er alveg 60 til 80
prósent meiri áhætta en með íbúfen
og naproxen sem eru líka svona lausa
sölulyf í minnstu skömmtunum.“
Vilhjálmur segir vissulega öll gigt
arlyf hafa ákveðna áhættuþætti í för
með sér en díklófenakið skeri sig úr
hvað varðar alvarleika.
„Þess vegna segja dönsku lækn
arnir, og við höfum svo sem vitað
þetta hér, að ef það þarf að taka gigt
arlyf, sem eru jafn góð í sjálfu sér,
þá er alveg eins gott að taka íbúfen
og naproxen og önnur lyf sem hef
ur reynst áhættuminna að nota. Þau
eru jafngóð á gigtarverki,“ fullyrðir
Vilhjálmur.
Hann telur það óþarfa áhættu að
hafa voltaren á markaðnum, sérstak
lega í lausasölu þar sem ekki sé hægt
að hafa eftirlit með notkun þess.
Parasetamól virkar jafn vel
Að sögn Vilhjálms hafa gigtarlæknar
hér á landi verið að benda á það síð
ustu ár að Íslendingar noti almennt
allt of mikið af gigtarlyfjum, og eru að
reyna að breyta þeirri stefnu. Gigtar
sjúklingar ættu í raun miklu frekar
að taka parasetamól eða panódíl
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is