Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2012, Síða 22
22 Menning 25. júní 2012 Mánudagur
Krúttleikarnir
n Drengjaskátar og dekurbörn á angurværum slóðum
W
es Anderson er
vafalaust einn
áhuga verðasti
leik stjóri Banda
ríkjanna nú um
stundir en myndir hans ein
kennast oft af mikilli stíli
seringu, sérvitrum karakterum
og háðskum húmor. Moonrise
Kingdom, sem var opnunar
mynd Canneshátíðarinnar í
ár, hefur svo sannarlega þessi
þrjú einkenni.
Myndin gerist á lítilli eyju í
Nýja Englandi á sjöunda ára
tug síðustu aldar og fjallar um
tvo 12 ára elskhuga sem flýja
að heiman og ákveða að búa
saman úti í náttúrunni.
Sam (Jared Gilman) er mun
aðarleysingi sem er í skátabúð
um að sumarlagi á eyjunni en
Suzy (Kara Hayward) er dekur
barn sem dvelur þar á sumr
in og býr við óhamingjusamt
heimilislíf. Foreldrar Suzy (Bill
Murray og Frances McDorm
and) ásamt fógetanum (Bruce
Willis) og skátaforingjan
um (Edward Norton) leita að
krökkunum. Ást barnanna er
svo bersýnilega ósvikin að hún
fær brátt þá fullorðnu til að
horfast í augu við eigin syndir.
Moonrise Kingdom er
fyndin og hjartnæm mynd sem
hefur sterka uppbyggingu. Í
henni leika gæðaleikarar en
ungu aðalleikararnir tveir
koma einnig sterkir inn. Sam
tölin eru yndisleg og handritið,
sem er skrifað af Anderson og
Roman Coppola, er þaulhugs
að. Síðan er vert að minnast á
að það er sannarlega stórvirki
að takast að gera drengjaskát
ana töff í eina og hálfa klukku
stund!
Persónulega hef ég aldrei
verið mjög mikið fyrir myndir
Andersons þar sem persónu
sköpunin virðist stundum
viljandi skrýtin eða „quirky“
eins og Kaninn segir. Þá koma
persónurnar oft þvingaðar út
en í Moonrise Kingdom virðast
þær eðlilegri. Það gengur ein
hvern veginn alveg upp hversu
sérvitrir allir eru án þess að
fingraför Andersons sjáist of
greinilega. Myndtakan undir
strikar þó öll sérkenni hans og
fagurfræðin er ekki blygðunar
laus eins og sumir segja um
myndir hans.
Þ
egar blaðamaður DV
mætti á dögunum
heim til Sigurgeirs Sig
mundssonar, gítar
leikara með meiru,
voru þar samankomnir Klauf
ar og hlýddu á nýútkominn
geisladisk sinn, Óbyggðir. En
efnið á þennan disk unnu þeir
félagar í samvinnu við Kristján
Hreinsson, skáld í Skerjafirði.
Birgir Nielsen, trommari, er
fyrstur til svara þegar spurt er
um sögu Klaufanna.
Árið 2006 ákváðu þeir fé
lagar, tónlistarmenn og ná
grannar, Guðmundur Annas
Árnason, Herbert Viðarsson og
Birgir Nielsen að leiða saman
hesta sína og stofna hljóm
sveit til að rækta tónlistarstefnu
sem þeim fannst að mætti gera
hærra undir höfði „hér á landi
á“, segir Sigurgeir, og vitnar í
sjálfan konung kántrísins, Hall
björn Hjartarson og bætir svo
við: „Kántrísveitin Klaufar varð
til.“ Fengu þeir kumpánar til liðs
við sig þá félaga Leif Viðarsson
og Magnús Kjartan Eyjólfsson.
Síðan var haldið á vit ævintýr
anna.
Klætt í kántríbúning
Nú komu hér klaufalegar um
ræður þar sem menn fóru
frjálslega með dagsetningar, en
skyndilega hefur Guðmund
ur Annas vitið fyrir Klaufum og
segir: „Strax var farið í að vinna
að fyrstu plötu sveitarinnar, og
var ekki ráðist á garðinn þar sem
hann var lægstur, heldur haldið
beint til Mekka kántrítónlistar
innar, Nashville í Bandaríkjun
um. Þar var tekið upp efni sem
endaði síðan á plötunni „Ham
ingjan er björt.“ Sú plata kom út
árið 2007 og seldist vel. Þarna
spiluðu með Klaufum færustu
hljóðfæraleikarar kántríbrans
ans, og úr varð skemmtileg
ur diskur, með lögum eins og
„Búkalú“ og „Karlmannsgrey í
konuleit.“
Þarna fengu Klaufar sem
sagt að slá í klárinn og ákváðu
drengirnir að taka upp aðra
plötu strax árið 2008 und
ir sömu formerkjum, þ.e. að
taka vinsæl íslensk dægurlög
og klæða þau í léttan kántrí
búning. Einnig fóru menn að
gera íslenska texta við þekkta
bandaríska kántríslagara. Úr
varð platan „Síðasti mjói kan
inn“ og fékk hún góðar viðtök
ur eins og sú fyrri. Báðar þess
ar plötur voru teknar upp í
Dark Horse Studio í Nashville,
Tennessee og í leiðinni byrgðu
menn sig upp af nokkrum góð
um höttum. Á plötu númer
tvö fengu Klaufar til liðs við sig
stálgítarleikara Íslands, sjálf
an Sigurgeir Sigmundsson, en
fáir leika jafn vel á fetilgítar, eða
„Pedal Steel Guitar“ eins og
hljóðfærið heitir á útlensku.
Og blaðamaður spyr: „Hvað
gerðist svo?“
„Eftir þessa plötu tóku
Klaufar sér hlé frá spila
mennsku og Leifur, Herbert og
Magnús fóru að sinna öðrum
verkefnum. Það var svo í byrjun
árs 2011 sem Birgir, Guðmund
ur Annas og ég endurvöktum
hljómsveitina og fengum til
liðs við okkur nýjan mannskap
og þar með hófst nýtt tímabil í
sögu Klaufa,“ svarar Sigurgeir.
„Þarna gengu semsagt í
hljómsveitina þeir Friðrik
Sturluson bassaleikari og Krist
ján Grétarsson gítarsnillingur,
en hann er af mikilli tónlista
rætt, sonur Grétars Örvarsson
ar úr Stjórninni og barnabarn
Örvars Kristjánssonar harm
onikkuleikara. En það er
akkúrat þessi hópur sem stadd
ur er á heimili Sigurgeirs og
leyfir blaðamanni að hlýða á
Óbyggðir“
Hlöðuball í bæjartraffík
Menn halda áfram að rifja upp
söguna og blaðamaður heldur
áfram að punkta hjá sér: Með
nýrri liðsskipan hófu Klauf
ar þegar að skipuleggja land
vinninga. Fyrsta giggið hjá nýj
um Klaufum var á Kántríhátíð
á Skagaströnd haustið 2011
og fékk sveitin mikið lof fyr
ir frammistöðuna þar, enda
er samanlögð reynsla Klaufa
mæld í áratugum, hvað spila
mennsku áhrærir. Þeir hafa
sungið og leikið út um allar
trissur, þeir elska séríslenska
sveitaballamenningu og vilja
halda henni við. Eftir þessa vel
heppnuðu kántríhátíð lá leiðin
á Spot í Kópavogi þar sem slegið
var upp alvöru hlöðuballi inn
an um allt malbikið og stressið
í borginni. Grein um þetta til
tekna ball birtist á Pressunni,
en giggið vakti athygli út fyrir
landsteinana. Og í téðri grein,
segir Sverrir Björn Þráinsson
meðal annars:
„Við Íslendingar erum dug
legir við að koma okkur á
heimskortið, enda minnsta
stórþjóð heims og orðtakið
„miðað við höfðatölu“ er okk
ur tamt að læra líkt og að lesa
og skrifa. Kántrísveitin Klauf
ar hélt á dögunum hlöðuball
innan um alla traffíkina í Kópa
voginum þar sem sveitamenn
ingunni var troðið í stórborgina
við gríðarlegan fögnuð við
staddra.“
Og nú er það Friðrik Sturlu
son sem tekur til máls: „Klaufar
eru um þessar mundir að gefa
út sína þriðju breiðskífu sem
hlotið hefur nafnið „Óbyggðir“,
en þar fengum við til samstarfs
við okkur Skerjafjarðarskáldið
góðkunna, Kristján Hreinsson.
En hann semur flest lögin og
alla texta á plötunni, fyrir utan
textann við „Ást og áfengi“ sem
Jónas Friðrik Guðnason samdi.
Við höfum verið að dunda okk
ur við upptökur í allan vetur,
það var mjög skemmtileg veg
ferð þar sem allir lögðust á eitt
og við erum afar ánægðir með
útkomuna.“
Aðrir Klaufar blanda sér
í umræðuna og fram kem
ur að fleiri mætir aðilar hafi
komið við sögu á þessum nýja
diski. Magnús Kjartansson,
stjórnar þar kór hestamanna;
Brokkkórnum. Þá ljá Stebbi og
Eyfi nokkrum lögum bakraddir,
Selma Björns syngur dúett með
Mumma og óbyggðahetjan
sjálf, Magnús Eiríksson, syngur
með í titillagi plötunnar.
Blaðamaður DV þakkaði
fyrir klaufaleg svör og fór glaður
af vettvangi. Þessi geisladiskur
Klaufa verður svo sannarlega
búbót fyrir íslenska alþýðu.
Enda er það opinbert markmið
Klaufanna að kæta landsmenn
– alla sem einn. kh@dv.is
Klaufar í óbyggðum
n Ný plata frá Klaufum n Dægurlög í kántríbúning
Sveitin í kántrífíling Árið 2006 ákváðu þeir
félagar, tónlistarmenn og nágrannar, Guðmundur
Annas Árnason, Herbert Viðarsson og Birgir Niel-
sen að leiða saman hesta sína og stofna hljómsveit
til að rækta tónlistarstefnu sem þeim fannst að
mætti gera hærra undir höfði „hér á landi á.“
Þórður Ingi Jónsson
ritstjorn@dv.is
Bíómynd
Moonrise Kingdom
IMDb 8,3 RottenTomatoes 95% Metacritic 7,8
Leikstjóri: Wes Anderson
Handrit: Wes Anderson, Roman
Coppola
Aðalleikarar: Bruce Willis, Edward
Norton, Bill Murray, Kara Hayward,
Jared Gilman, Frances McDormand,
Tilda Swinton.
94 mínútur
Náttúrulegar persónur Það gengur einhvern veginn alveg upp hversu
sérvitrir allir eru án þess að fingraför Anderson sjáist of greinilega.
Nýstirni
stíga á svið
Fimmtudaginn 12. júlí
munu nýstirnin í Tilbury
troða upp á tónleikum
Gogoyoko wireless. Um
tónleikaröð íslensku/al
þjóðlegu tónlistarveitunnar
gogoyoko.com er að ræða.
Tilbury mun spila efni af
frumraun sinni, Exorcise en
lagið Tenderloin hefur ver
ið að gera góða hluti á vin
sældalistum undanfarið.
Hljómsveitin er skipuð þeim
Þormóði Dagssyni sem áður
lék með Skakkamanage,
Hudson Wayne og Jeff
Who?, Magnúsi Tryggvasyni
Eliassen, Guðmundi Ósk
ari, Erni Eldjárn og Kristni
Evertssyni. Tónleikarnir
verða á Kex Hostel og hefjast
klukkan 21.
Sköpunarskóli
fyrir unglinga
Davíð A. Stefánsson ljóð
skáld og bókmennta
fræðingur heldur námskeið
fyrir unglinga þar sem þeir
læra að treysta eigin sköp
unarkrafti.
Á námskeiðinu verð
ur kafað ofan í sagnasmíði
og markmiðið er að efla
sjálfstraust. Á því læra ung
lingar að setja hugann á flug,
greina kvikmyndir og hlusta
á hvetjandi fyrirlestra um
sköpunargáfuna. „Allir hafa
þennan innri dómara sem
heftir sköpun. Ef við vitum
af honum er auðveldara að
þagga niður í honum,“ segir
Davíð sem þekkir skapandi
störf af eigin raun. Fyrsta
námskeiðið hefst þann 25.
júní og nánari upplýsingar
fást á heimasíðunni www.
skopunarskolinn.is.
Lay Low á
Rauðasandi
Tónlistarkonan Lay Low
verður á meðal tónlistar
manna sem munu troða
upp á tónlistarhátíðinni
Rauðasandur Festival á
Rauðasandi á Vestfjörð
um. Hátíðin er nú haldin í
annað sinn og verður sett
föstudaginn 6. júlí. Auk Lay
Low munu Prinspóló, Snorri
Helgason, Ylja og fleiri koma
fram. Einnig verður hægt
að stunda jóga í sandinum,
fara í gönguferðir, keppa í
sandkastalagerð og skella
sér í bátsferð. Allt þetta und
ir ljúfum tónum Lay Low og
félaga. Á staðnum eru góð
tjaldsvæði, ótrúlegar nátt
úruperlur og sögufrægir
staðir innan göngufæris.