Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2012, Page 24
24 Sport 25. júní 2012 Mánudagur
Þ
að er ekkert annað í
kortum Evrópumóts
ins í knattspyrnu en
að í úrslitum mætist
landslið Þýskalands
og Spánar og þar fari Þjóð
verjarnir með sigur af hólmi
að mati Hermanns Gunnars
sonar, fjölmiðlamanns og
knattspyrnuhetju til margra
ára. Hermann telur lítinn
vafa leika á að Þjóðverjar
vinni sigur í undanúrslitum
hvort sem andstæð ingurinn
eru Englendingar eða Ítal
ir og á hinn bóginn sé lið
Portú gal einfaldlega ekki
nógu sterkt til að eiga við
stórkostlegt landslið Spán
verja.
Spánn betri en Portúgal
Aðspurður um Evrópumótið
í knattspyrnu segir Hermann
það mikið til eftir bókinni og
segir kannski það eina sem
komið hafi honum á óvart
sé að Rússar hafi ekki farið
lengra en raun bar vitni en
það landslið komst ekki upp
úr riðli sínum eftir frábæra
byrjun. Að sama skapi sé fátt
að koma á óvart varðandi
þau landslið sem eftir séu og
enginn hefði unnið fúlgur fjár
að spá fyrir um undanúrslit
og úrslit EM að þessu sinni.
„Eina spurningin sem
eft ir er að svara finnst mér
sú hvort Spán verjarnir séu
orðn ir pakksaddir. Landslið
þeirra hefur unnið bæði tit
ilinn á EM fyrir fjórum árum
og Heimsmeistaratitilinn fyrir
tveimur árum og mér fyndist
það ekki ólíklegt að þeir séu
ekki jafn hungraðir og þeir
þurfa að vera til að endurtaka
leikinn nú. Það sést einna best
á því að þeir eru í vandræðum
með framherja; hvort spila
eigi Fabregas frammi eða
prófa Torres og þetta verður
vandamál áfram. Ekki þar fyr
ir að Spánn sé ekki betra lið
með betri leikmenn en Portú
gal og jafnvel þó Portúgal státi
af öðrum besta leikmanni
heims um þessar mundir
dugar það varla til gegn Spán
verjunum sem kunna lausnir
á öllum vandamálum. Ég held
að Spánn sé bara of stór biti
fyrir Portúgal og þeir eru ekki
jafn góðir ef bornir eru saman
leikmenn liðanna.“
Þjóðverjar sigla í úrslitin
„Það virðist sama hvaða lið
Þjóðverjarnir senda til leiks
á stórmótum. Þar sér maður
bráðunga og efnilega stráka
sem eru fullfærir að takast á
við þá bestu í heimi og hafa
sjálfstraust til. Það er ótrúlegt
að sjá til þeirra og nú er bara
komin ný kynslóð leikmanna
sem eru hver öðrum betri hjá
Þjóðverjunum. Einu gildir þó
andstæðingurinn setji mark
eða mörk gegn þeim, þeir
keyra áfram í sama gír og hafa
betur þegar upp er staðið.
Ég held að engu skipti hvaða
landslið mæti þeim í und
anúrslitunum. Eng lendingar
eru fastir í fortíðinni og ekkert
nýtt þar og þó Ítalir hafi verið
aðeins frískari þá er það sama
uppi á teningnum þar. Hvor
ugt liðið mun hafa nokkuð í
Þjóðverja að gera.“
Spyrjum að leikslokum
„Einasta spurningin sem
svara þarf varðandi úrslita
leikinn sjálfan að mínu viti
er hvort leikmenn Spán
verja séu komnir með nóg og
ekki nógu hungraðir. Því það
þurfa þeir að vera gegn Þjóð
verjum sem spila sinn leik
hvað sem tautar og raular og
ég held að þeir með sína eld
fljótu og leiknu vængmenn
geti leikið bakverði Spán
verja nokkuð grátt mætist
þessi landslið. Spánverjarnir
eru miklu flinkari með bolt
ann og geta haldið honum
þetta 60 til 80 prósent í hverj
um leiknum á fætur öðrum
en þessi vandræði þeirra í
fremstu víglínu hafa varla
farið framhjá nokkrum og
gegn Þjóðverjum þá duga
engin vettlingatök ætli menn
að skora gegn þeim. Ef ég
ætti að setja þúsund krón
ur á hver stendur uppi sem
Evrópumeistari þetta árið
set ég þann pening á Þýska
land.“
n Hermann Gunnarsson veðjar á að Þýskaland vinni Evrópumeistaratitilinn 2012
Pakksaddir
sPánverjar?
Albert Eyþórsson
albert@dv.is
Blindur Arsene
Wenger?
Fáir, ef nokkrir, sóknarmenn
hafa verið gagnrýndir jafn
heiftarlega á yfirstandandi
EM en Robin van Persie sem
þykir hafa leikið langt undir
getu fyrir hollenska lands
liðið. Þjálfari Hollendingsins
hjá Arsenal, Arsene Wenger,
er þessu innilega ósammála
og segir þvert á móti Persie
hafa verið einn allra heitasta
framherjann á mótinu.
„Hann er gagnrýndur allt of
harkalega að mínu mati. Ef
leikir Hollands eru skoðað
ir og litið sérstaklega á þátt
Persie þá var allt sem hann
gerði; hlaup og sendingar
mjög góðar. Hann nýtti
vissulega ekki öll sín færi í
leikjum Hollendinga en ég
skrifa það frekar á þreytu
en nokkuð annað. Hann er
skör ofar knattspyrnulega en
KlaasJan Huntelaar [annar
framherji Hollands].“
Barist um
Falcao
Einn allra hættulegasti fram
herjinn í Evrópu á liðinni
leiktíð var hinn kolumbíski
Radamel Falcao hjá Atletico
Madrid. Í fyrra blómstraði
Falcao einnig með liði Porto
í Portúgal og þykir aldeil
is hafa sannað sig í Evrópu
boltanum. Svo mjög að full
yrt er á Spáni að fjögur af
stærstu liðum álfunnar séu
með drenginn í sigtinu fyr
ir næstu leiktíð. Eiga það að
vera Chelsea og Manchest
er City í Englandi og stórliðin
spænsku Real Madrid og
Barcelóna. Næsta óhætt er að
útiloka Real Madrid því rígur
Real og Atletico er slíkur að
sala leikmanns milli þeirra er
fáheyrð. Sjálfur er Falcao að
sögn sáttur hjá Atletico enda
oft betra að vera stór fiskur í
lítilli tjörn en öfugt.
Goðsögn fær
fyrir hjartað
Þó að helsta goðsögn Portú
gal í boltanum, Cristiano
Ronaldo, sé hluti af leik
mannahóp þess landsliðs eru
aðrar tvær helstu goðsagn
ir þess lands sem fylgst hafa
með liðinu úr áhorfenda
stúkum alla Evrópukeppn
ina. Það eru þeir Luis Figo
og Eusebio en sá síðarnefndi
var lagður inn á sjúkrahús
um helgina eftir að hafa feng
ið mikla brjóstverki. Karlinn
sem er orðinn 70 ára eyðir
sífellt meiri tíma á sjúkrahús
um en þangað hefur hann
þurft að leita alls fjórum
sinnum bara á þessu ári.
Hemmi Gunn Ljóst er orðið hvaða
landslið mætast í undanúrslitum
Evrópukeppninnar í knattspyrnu árið
2012 og nokkuð eftir bókinni að sögn
Hermanns Gunnarssonar.