Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2015, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 18.12.2015, Qupperneq 2
Veður Norðlæg átt, víða 8 til 15 metrar á sekúndu en hægari austlægari í kvöld. Dálítil él á víð og dreif og frost á bilinu 1 til 11 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands. Sjá Síðu 34 Kósí við kertaljósin viðSkipti Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Off­ shore, var sagt upp störfum í vikunni. Þetta staðfestir Bjarni Ármannsson, stjórnar formaður Fáfnis. Bjarni vill ekki tjá sig um ástæðu uppsagnarinnar. Hann segir enga breytingu á hluthafahópnum. Stein­ grímur á 21 prósents hlut í Fáfni. Fáfnir rekur olíuþjónustuskipið Polarsyssel, sem kostaði 5 milljarða króna á núverandi gengi. Kreppa er í olíuþjónustuiðnaðinum og olíu­ verð hefur fallið um ríflega helming síðan Fáfnir fékk Polarsyssel afhent haustið 2014. Fáfnir gerði nýlega við­ bótarsamning við sýslumanninn á Svalbarða þar sem Polarsyssel verður í útleigu níu mánuði á ári. Fáfnir er með annað enn stærra og dýrara olíuþjónustuskip í smíðum en afhendingu þess hefur verið frestað nokkrum sinnum vegna erfiðra markaðsaðstæðna, nú síðast fram til ársins 2017. Fáfnir var rekinn með 50 milljóna króna tapi á síðasta ári. – ih Forstjórinn fer frá Fáfni Sannkölluð jólastemming var á Árbæjarsafni í vikunni þar sem fólk yljaði sér inni í hlýjunni með heitan drykk í hendi við flöktandi jólaljósin. Fréttablaðið/Vilhelm Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Frá kr. 89.400 m/hálfu fæði Skíði Skelltu þér á skíði 2. janúar í 7 nætur. Skihotel Speiereck Netverð á mann frá kr. 89.400 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 109.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. SÉRTILBO Ð FaNgelSiSmál Vandamál hafa komið upp vegna misnotkunar fanga á Litla­ Hrauni á lyfinu Suboxone. 52 slík til­ felli hafa komið upp í fangelsinu það sem af er ári. Um er að ræða mikla aukningu á stuttum tíma. Fjórðungur af öllum agaviðurlögum í fangelsinu á árinu er tilkominn vegna misnotk­ unar á lyfinu. Á síðustu þremur árum hafa 99% af sölu Suboxone verið til Landspítala og meðferðarstofnana hér á landi – sem svo ávísa áfram á sjúklinga sem hafa samþykkt að gangast undir meðferð við lyfjafíkn, samkvæmt Lyfjastofn­ un. Þeir sem eru háðir lyfinu þurfa á afeitrun að halda til þess að komast af Suboxone. Á Litla­Hrauni er ekki hægt að afeitra, þar sem enginn læknir er þar starfandi að staðaldri. Þeir sem háðir eru lyfinu fara í fráhvörf þegar þeir hætta neyslu þess sem geta reynst hættuleg. Alla jafna er föngum í lok­ uðum úrræðum ekki heimilt að fara í áfengis­ eða vímuefnameðferð á Vogi, fyrr en afplánun er langt á veg komin eða henni lýkur. Átta milligramma tafla af lyfinu gengur kaupum og sölum á Litla­ Hrauni fyrir um tíu þúsund krónur. Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi, kannaðist ekki við að Suboxone væri misnotað í fangelsinu þegar falast var eftir viðbrögðum hans, en sagði lyfið hafa bjargað lífi fjölda sjúklinga á Vogi. Fylgst væri með þeim sem fengju lyfinu ávísað. Þær Suboxone­töflur sem ávísað er hér á landi fara að mestu leyti í gegn­ um Vog. Lyfinu er ávísað til þeirra sem eru í viðhaldsmeðferð fyrir sprautu­ fíkla. Ávísun lyfsins er bundin við sér­ fræðinga í geðlækningum og sérfræð­ inga í meðhöndlun á lyfjafíkn. Ekkert er hægt að fullyrða um hvaðan lyfin sem berast inn á Litla­Hraun koma, hvort þau séu flutt inn eða hvort þeim sé ávísað af læknum hér á landi. Algengt er að læknadópi á borð við Suboxone sé smyglað inn í fang­ elsið með gestum. Fíkniefnahundur finnur ekki lykt af slíkum lyfjum. Þá sjá fangar ávinning í því að ekki er ber­ sýnilegt að menn séu undir áhrifum Suboxone og því kemst ekki upp um þá nema þeir séu sérstaklega prófaðir fyrir slíku. Starfsmenn fangelsisins kannast við lyfið og segja það vanda­ mál. Lyfið er ávanabindandi og getur verið hættulegt ef það er ekki notað í réttum tilgangi og undir eftirliti fag­ fólks. Suboxone eru tungurótartöflur sem innihalda búprenorfín og naloxón. Búprenorfín er skylt morfíni en notað við lyfjafíkn en naloxón er til að koma í veg fyrir misnotkun lyfsins í æð. Meðferðarlyf valda vanda á Hrauninu Lyf gefið í viðhaldsmeðferðum fyrir sprautufíkla er vandamál á Litla-Hrauni. Þeir sem eru háðir þurfa á afeitrun að halda sem ekki er hægt að veita í fangelsinu. Fjórðungur agavandamála á Litla-Hrauni á árinu er tilkominn vegna misnotkunar á lyfinu Suboxone. Á fylgiseðli lyfsins segir: Lyfið getur verið eftirsóknar­ vert hjá fólki sem misnotar lyf sem ávísað er af læknum, og skal geyma lyfið á örugg­ um stað til þess að því sé ekki stolið. Ekki gefa þetta lyf öðrum. Það getur valdið dauða eða öðrum skaða. meNNiNg Fréttablaðið og Vísir efna til samkeppni um bestu jólaljósmyndina. Í verðlaun fyrir bestu myndina er glæsileg Nikon D­SLR myndavél með 18­105VR linsu frá Heimilistækjum. Besta myndin verður á forsíðu Fréttablaðsins á aðfangadag og fleiri myndir úr keppninni í blað­ inu og á Vísi. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í keppninni eru vinsamleg­ ast beðnir um að senda myndir sínar á netfangið jolamynda­ keppni@365.is. Lesendur geta svo kosið bestu myndina á Vísi á slóð­ inni visir.is/jolamyndakeppni. Niðurstaða kosningarinnar gildir að hálfu á móti áliti dómnefndar blaðsins. Hver þátttakandi má senda inn eina mynd og skal hún hafa verið tekin nú í aðdraganda jólanna. Jólaljósmyndakeppnin stendur fram að miðnætti mánudaginn 21. desember. Tilkynnt verður um úrslitin á aðfangadag. Kosið um bestu jólamyndina Verðlaunamyndina í fyrra tók Kristín Valdemarsdóttir. Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is Fangelsismál Refsing eða betrun? 1 8 . d e S e m b e r 2 0 1 5 F Ö S t u d a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 1 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 1 F B 0 8 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 B B -7 F 5 0 1 7 B B -7 E 1 4 1 7 B B -7 C D 8 1 7 B B -7 B 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 1 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.