Fréttablaðið - 18.12.2015, Side 6
Mótmæla komu flóttafólks
Strjórnmál Stjórnarflokkarnir taka
vel í tillögu Viðskiptaráðs Íslands
um að fækka ríkisstofnunum. Það sé
mikilvægt upp á hagræðingu og til að
bjóða betri þjónustu.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
benda á að þeir stóðu fyrir samein
ingu í sinni ríkisstjórn. Hugmyndir
um sameiningu eiga hins vegar ekki
að stjórnast af hugmyndafræði um að
draga úr ríkisrekstri, heldur til að efla
gæði og fagmennsku að mati Katr
ínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri
grænna.
Guðlaugur Þór Þórðarson segist
ekki hafa náð að skoða tillöguna
gaumgæfilega, en sér lítist vel á hug
myndir um fækkun ríkisstofnana,
það sé það sem lagt var upp með í
hagræðingarhópnum.
„Við tölum iðulega um að við eigum
erfitt með að stýra opinberum fjár
málum á þensluskeiði. Margt bendir
til þess að við séum að falla í þá gryfju
aftur. Það er engin umræða um
sparnað og forgangsröðun. Ég von
ast til þess að við berum gæfu til þess
að koma einhverjum af tillögunum í
framkvæmd. Ég veit hins vegar ekki
hvort ég sé sammála þeim öllum,“
segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár
laganefndar, segist fagna hugmynda
fræðinni sem birtist í tillögunni. „Það
gera sér allir grein fyrir því að það
þurfi að fara þessar leiðir, að spara
stórkostlegt fé hjá ríkinu með fækkun
ríkisstofnana og breytingu á skipu
lagi ríkisins. Til framtíðar stöndum
við frammi fyrir því að þjóðin er að
eldast og það er ljóst að ef ekki verður
gripið til aðgerða sem fyrst þá stefnir
þetta í óefni.“
Árni Páll Árnason, formaður Sam
fylkingarinnar, segir að margt gott sé
í tillögunum. „Í tíð síðustu ríkisstjórn
ar lögðum við áherslu á sameiningu
Vilja fækkun stofnana
Meðlimir stjórnarflokkanna fagna umræðunni um fækkun stofnana.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja góð rök geta verið fyrir sameiningu.
Viðskiptaráð leggur til aflagningu
fimm ríkisstofnana; Íbúðalánasjóðs,
Umboðsmanns skuldara, ÁTVR,
Þróunarsamvinnustofnunar og
Bankasýslunnar. Skiptar skoðanir
eru meðal stjórnmálamanna um þá
tillögu. Guðlaugur Þór segist vilja
bæta við listann ef eitthvað er. „Það
er algjörlega óskiljanlegt að við
séum að halda úti flestum þessara
stofnana. Án nokkurra umræðu
erum við búin að leggja í húsnæðis-
banka ríkisins fjárhæð sem nemur
nýjum Landspítala.
Vigdís Hauksdóttir tekur einnig
vel í tillögurnar. „Tvær þessara stofn-
ana voru settar á stofn eftir banka-
hrunið og áttu að vera skammtíma-
stofnanir þannig að ég tek heils
hugar undir það að þær verði lagðar
niður þegar þessum málum lýkur.
Ég hef einnig séð eftir þessum 60
milljörðum sem ríkið hefur sett inn
í Íbúðalánasjóð frá hruni.“
Árni Páll Árnason segist hins
vegar ekki vera sammála þessari til-
lögu að öllu leyti. Hann bendir á að
það séu ákveðin pólitísk ákvörðun
sem felst í því til dæmis að leggja
niður ÁTVR. Katrín Jakobsdóttir
tekur ekki vel í tillögurnar, þörf sé
enn þá á „hrunstofnunum“. „Ég er
alfarið á móti því að leggja niður
ÁTVR svo dæmi sé tekið.“ Hún telur
hins vegar ljóst að það þurfi alltaf
að endurmeta hlutverk stofnana.
„Hlutverk sumra stofnana geta
verið tímabundin.“
Skiptar skoðanir á aflagningu stofnana
Svona hugmyndir
eiga ekki að stjórn-
ast endilega af einhverjum
hugmynda-
fræðum um að
draga úr
ríkisrekstri.
Katrín Jakobsdóttir
Ég vonast til þess að
okkur beri gæfa til
þess að koma
einhverju af
tillögunum í
framkvæmd.
Guðlaugur Þór
Þórðarson
stofnana og sameiningu yfirstjórnar
og stoðþjónustu til þess að verja þjón
ustu. Þjónustan sjálf er lykilatriði.“
Hann segir að síðan geti verið mis
munandi sjónarmið hvernig þetta sé
útfært. Almennt sé rétt að stefna að
stærri einingum og sameina sérstak
lega starfsmannahag, og innviði, en
að einingarnar verði enn þá til með
faglegt sjálfsforræði.“
Katrín Jakobsdóttir telur að oft geti
verið mjög góð rök fyrir sameiningu.
„Ég tel að margar af þessum stofn
unum gegni mikilvægu hlutverki,
en auðvitað skoðum við það með
opnum hug hvort það sé betur gert
með öðrum stofnunum. En svona
hugmyndir eiga ekki að stjórnast
endilega af einhverri hugmyndafræði
um að draga úr ríkisrekstri, heldur til
að efla gæði og fagmennsku.“
Helgi Hrafn Gunnarsson pírati vildi
ekki tjá sig um málið.
saeunn@frettabladid.is
Kláraðu jólagjafa-
kaupin á einum stað.
Í Bóksölu stúdenta
finnur þú meira
en þig grunar.
í Bóksölu stúdenta
Háskólatorgi - www.boksala.is
SveitarStjórnir Garðabær vill
að ríkið taki yfir rekstur hjúkr
unarheimilisins Ísafoldar. Gunnar
Einarsson bæjarstjóri segir að auk
þess muni Garðabær stefna ríkinu
til að fá greiddar 400 milljónir
króna sem bæjarfélagið hafi sett í
rekstur hjúkrunarheimilisins.
Ísafold á við talsverðan rekstrar
vanda að stríða. Daggjöld sem
Tryggingastofnun greiðir hafa ekki
staðið undir rekstrarkostnaði. Ríkið
hefur hafnað kröfu Garðabæjar um
að daggjöldin verði hækkuð.
Gunnar Einarsson segir að
fundað hafi verið með ráðuneyt
inu og orðið ljóst að daggjöldin
hækki ekki.
„Við viljum ekki reka þetta
áfram með því að vera að borga
hundrað milljónir á ári með þessu.
Það er líka ljóst að við teljum
okkur ekki vilja taka þátt í því að
minnka kröfurnar eða markmiðin.
Við viljum standa með þeim sem
eru á hjúkrunarheimilinu,“ segir
bæjarstjórinn.
Því verður farið þess á leit að
ríkið taki við rekstrinum. – ih
Ríkið taki við Ísafold
Við viljum ekki
reka þetta áfram
með því að vera að borga
hundrað millj-
ónir á ári með
þessu.
Gunnar Einarsson,
bæjarstjóri
Garðabæjar
Frakkland Christine Lagarde,
framkvæmdastjóri Alþjóðagjald
eyrissjóðsins, mun mæta fyrir dóm
stóla í Frakklandi vegna ásakana
um vanrækslu vegna 404 milljóna
evra greiðslu til franska auðjöfursins
Bernard Tapie árið 2008.
Tapie var meirihlutaeigandi í
Adidas sem hann seldi árið 1993 en
kærði bankann Credit Lyonnais fyrir
að hafa vanmetið verðmæti fyrir
tækisins. Lagarde, þá fjármálaráð
herra, vísaði máli Tapie til nefndar
sem úrskurðaði honum bætur. Leikur
grunur á að Tapie hafi lofað Nicolas
Sarkozy stuðningi í forsetakosning
um í skiptum fyrir bæturnar.
Lagarde hafnar ásökunum. – srs
Lagarde fyrir
dómstóla
dómSmál Hæstirétt ur dæmdi í gær
karl í sex mánaða skil orðsbundið
fang elsi fyrir að strjúka sofandi
stúlku um læri og rass og fróa sér á
meðan. Hann á að greiða stúlkunni
250 þúsund krónur.
Í dómn um segir að stúlk an hafði
verið úti að skemmta sér ásamt vin
konu sinni sem hafi boðið heim
manni sem þær þekktu báðar. Sam
kvæmt stúlkunni lét maðurinn ekki
af athæfi sínu þrátt fyrir að hún hefði
reynt að ýta honum af sér. – ngy
Dómur fyrir káf
og sjálfsfróun
Lagarde neitar öllum ásökunum.
FréttabLaðið/EPa
Af lýsa þurfti fundi í hollenska bænum Geldarmalsen á miðvikudagskvöld þar sem ræða átti um bygg ingu miðstöðvar fyr ir flótta fólk. Fundinum var
aflýst vegna mótmæla þeirra sem eru and snún ir komu flótta fólks til landsins. Mótmælendur voru um tvö þúsund og skutu flugeldum í átt að lög-
reglu og rifu niður girðingu fyrir utan fundarstaðinn. FréttabLaðið/EPa
1 8 . d e S e m b e r 2 0 1 5 F Ö S t U d a G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð
1
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:4
1
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
6
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
B
B
-A
6
D
0
1
7
B
B
-A
5
9
4
1
7
B
B
-A
4
5
8
1
7
B
B
-A
3
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
8
0
s
_
1
7
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K