Fréttablaðið - 18.12.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.12.2015, Blaðsíða 8
Í S L E N S K H Ö N N U N O G R I T S N I L L D Í Þ Á G U F A T L A Ð R A B A R N A O G U N G M E N N A Sölutímabil 5. - 19. desember Casa - Kringlunni og Skeifunni Epal - Kringlunni, Skeifunni og Hörpu • Hafnarborg – Hafnarfirði Kokka - Laugavegi • Líf og list Smáralind Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi • Litla jólabúðin - Laugavegi Módern - Hlíðarsmára • STEiNUNN – Grandagarði Þjóðminjasafnið - Suðurgötu • Blómaval - um allt land Húsgagnahöllin - Reykjavík og Akureyri Blóma og gjafabúðin - Sauðárkróki Póley - Vestmannaeyjum • Valrós – Akureyri www.jolaoroinn.is S T Y R K TA R F É L A G L A M A Ð R A O G F AT L A Ð R A S K Y R G Á M U R Vísar orðum forstjóra alfarið á bug Á upplýsingafundi Landsvirkjunar í morgun vegna rafmagnssamninga fyrirtækisins var Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, spurður um skrif Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, um málefni fyrirtækisins, og svaraði hann því til að upplýsingar sem Vilhjálmur byggir á í skrifum sínum um rafmagnssamninga hljóti að koma frá Norðuráli. „Ég hef ekki trú á að þær upplýsingar komi frá honum sjálfum. Ég tel að þær upplýsingar sem Vilhjálmur Birgisson vitnar til komi frá fyrirtækinu. Þær upplýsingar eru í sumum tilfellum rangar en í öðrum tilfellum mjög vill- andi,“ sagði Hörður. Vilhjálmur vísar því alfarið á bug að gagnrýni hans á Landsvirkjun og rafmagnssamninga fyrirtækisins byggi að nokkru leyti á upplýsingum frá Norðuráli. „Ég verð nú seint sakaður um að klappa forsvarsmönnum þess- ara fyrirtækja, enda hafa þeir kvartað sáran undan mér í gegnum tíðina,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er alrangt. Ég fylgist vel með því sem er að gerast og skrifum um þessi mál. Þar á meðal þeim verðum á raforku sem eru í boði í Kanada og í Skandinavíu, Þýskalandi sem og því verði sem Landsvirkjun gefur upp að fyrirtækjum standi til boða,“ segir Vilhjálmur og bætir við: „Það sem ég hef áhyggjur af er atvinnuöryggi og lífsviðurværi minna félagsmanna. Þeir eiga allt undir starfi sínu hjá þessum fyrirtækjum og það er það sem ég er að verja.“ Hatrammlega er tekist á í samninga- viðræðum Landsvirkjunar og Norður- áls á Grundartanga um nýjan raforku- samning. Forsvarsmenn Norðuráls hafa gengið langt til að ná sínu fram, að sögn Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, sem vill líka meina að það sé fullkomlega skiljanlegt þegar hagsmunir í samningum um milljarða- tugi eiga í hlut þá „beita aðilar öllum aðferðum til að styrkja sinn málstað“, sagði Hörður og bætti við að hvort Norður ál væri að ganga lengra en gert hefur verið áður í samningaviðræðum sem þessum yrðu aðrir að meta. Þetta kom meðal annars fram á upplýsingafundi Landsvirkjunar í gær, vegna raforkusamninga fyrirtækisins, og viðræðna Landsvirkjunar um nýjan raforkusamning við Norðurál, sem er í eigu Century Aluminum, en núverandi samningur rennur út árið 2019. Eins og alþjóð veit voru raforku- samningar Rio Tinto Alcan við Lands- virkjun mjög til umræðu í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík á síðustu vikum. Þar segir Hörður að „utanaðkomandi aðilar hafi séð sér hag í að blanda raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan inn í umræðuna“, þrátt fyrir að fyrirtækið og samningurinn um orku hafi ekki tengst kjaraviðræðunum á nokkurn hátt. Hörður játaði því á fundinum að í til- raunum sínum til að hafa áhrif á niður- stöðu sinna viðræðna um orkusamning hefði Norðurál blandað kjaradeilunni í Straumsvík inn í samningaviðræðurn- ar, og það hefði birst í skrifum manna sem til þessa hefðu ekki tekið þátt í umræðu um orkumál, og þeir hefðu verið kynntir til leiks sem ráðgjafar Norðuráls. „Stjórnendur Norðuráls, sem við eigum í viðræðum við, halda mjög fast utan um sína hagsmuni. Við höldum á móti fast um hagsmuni okkar eig- enda, sem er íslenska þjóðin. En það er mikilvægt að fólk skilji að það eru viðræður í gangi um einhverja mestu hagsmuni sem þjóðin höndlar með; að það skilji hvaða hagsmunir takast þar á. Okkur er gert það upp að vilja ekki semja við einstaka aðila. Þvert á móti höfum við eindreginn ásetning um að ná samningum, til dæmis við Norðurál,“ sagði Hörður en jafnframt að þeir samningar þyrftu að endur- Hatrammleg átök eru um raforkusamning Forstjóri Landsvirkjunar segir Norðurál ganga hart fram í viðræðum um nýjan orkusamning. Hafa nýtt sér óróa vegna kjaraviðræðna í Straumsvík. Skrif verka- lýðsforkólfs sögð byggja á gögnum frá Norðuráli sem standist ekki skoðun. Raforkusamningur Norðuráls og Landsvirkjunar, sem er fyrirtækinu mjög hagstæður, rennur út árið 2019. fRéttabLaðið/gva vilhjálmur birgisson Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is spegla það umhverfi sem er í dag en ekki eins og það var fyrir 20 árum. Þar vísar Hörður til samnings Norðuráls frá 1996, sem er álframleiðandanum mjög hagstæður. Hörður lagði mikla áherslu á að raf- orkusamningar Landsvirkjunar væru meðal stærstu samninga sem gerðir eru í íslensku viðskiptalífi, og mótaðilarnir gættu sinna hagsmuna af mikilli festu og gerðu fá, ef einhver mistök, við slíka samningagjörð. Verðmæti samninga Landsvirkjunar gæti numið 500 til 600 milljörðum á aðeins 10 ára tímabili. Samanlagt verðmæti þeirra væri því sambærilegt við samninga við kröfu- hafa föllnu viðskiptabankanna þriggja. Stjórnendur Norður áls, sem við eigum í viðræðum við, halda mjög fast utan um sína hagsmuni. Við höldum á móti fast um hagsmuni okkar eigenda, sem er íslenska þjóðin. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar Hörður arnarson Sakamál Tveir bræður á aldrinum 36 og 39 ára og 27 ára gömul systir þeirra hafa verið dæmd fyrir mansal gegn samlöndum sínum og hótanir í Danmörku. Systkinin, sem eru rúm- ensk, fengu hvert fimm ára fangelsis- dóm og verður að afplánun lokinni vísað burt úr Danmörku. Dómurinn féll í dómstól Hillerød á þriðjudag. Um er að ræða eitt umfangsmesta mansalsmál í sögu danskra yfirvalda en rannsókn þess hófst í júní 2014. Systkinin eru dæmd fyrir að hafa lokkað fjölda einstaklinga frá Rúm- eníu til landsins með loforðum um atvinnu og komið þeim fyrir í hús- næði í Danmörku. Í framhaldi sóttu hinir ákærðu um kennitölur og nýttu til ýmissa svika. Þau létu Rúm- enana til að mynda sækja um lán og kaupa ýmsan varning á afborg- unum. Svikin nema meira en nítján milljónum íslenskra króna. – kbg Systkin fengu mansalsdóm Í héraðsdómi í Hillerød. 1 8 . d e S e m b e r 2 0 1 5 F Ö S T U d a G U r8 F r é T T i r ∙ F r é T T a b l a ð i ð 1 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 1 F B 0 8 0 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 B B -B A 9 0 1 7 B B -B 9 5 4 1 7 B B -B 8 1 8 1 7 B B -B 6 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 8 0 s _ 1 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.