Fréttablaðið - 18.12.2015, Page 10
Tilboðsverð gilda frá 18. desember, til og með 20.desember.
Landakort úr efni | Pin The World
Stórt Vildarverð: 6.749 | Verð: 8.999.-
Lítið Vildarverð: 4.649 | Verð: 6.199.-
Alþingi Til átaka kom á Alþingi í
gær þegar minnihlutinn á þingi
lagði til breytingartillögu um dag
skrá þingsins. Vildi stjórnarminni
hlutinn setja húsnæðisfrumvarp
Eyglóar Harðardóttur framar á
dagskrá. Meirihlutinn vildi meina
að þetta væru svik við gert sam
komulag milli stjórnar og stjórnar
andstöðu.
Til stóð að halda þriðju og síðustu
umræðu um frumvarp Gunnars
Braga Sveinssonar sem miðar að
því að leggja niður Þróunarsam
vinnustofnun Íslands. Minnihlut
inn á þingi hefur harðlega mót
mælt fyrirhuguðum breytingum
á málaflokknum. Hafa umræður
um það mál staðið í heild í yfir 40
klukkustundir á þingi, eða lengst
allra mála ef fjárlagafrumvarpið er
undanskilið.
„Ástæða þessarar tillögu er sú að
nú er farið að sneyðast um tíma í
þingstörfum og þá setur stjórnar
meirihlutinn á dagskrá mál sem
skiptir í sjálfu sér engu sérstöku
máli hvort afgreiðist einum mán
uðinum fyrr eða seinna, á sama
tíma og brýn mál bíða umræðu og
úrlausnar,“ sagði Árni Páll Árnason,
formaður Samfylkingar, í umræðum
um atkvæðagreiðsluna.
„Nú eftir tveggja og hálfs árs
bið er loksins farið að glitta í að
ríkisstjórnin leggi eitthvað til í
húsnæðis málum og það bíður hér
umræðu frumvarp um húsnæðis
bætur,“ bætti Árni við.
Ásmundur Einar Daðason, þing
flokksformaður Framsóknarflokks
ins, sagði í ræðu þetta vera hrein
svik við það samkomulag sem hafði
verið gert við stjórnarandstöðuna
sem má rekja aftur til síðasta þings.
„Það var samkomulag um að klára
þau fyrir október. Síðan var gert
Sakar þingminnihluta um svik
Samkomulagi á að hafa verið náð milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að ljúka umræðum um Þróunar-
samvinnustofnun Íslands. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra kallaði umræðu í þinginu firringu.
Hart er deilt á Alþingi síðustu dagana fyrir jólafrí. FréttAblAðið/Ernir
Nú eftir tveggja og
hálfs árs bið er
loksins farið að glitta í að
ríkisstjórnin leggi eitthvað til
í húsnæðismál-
um.
Árni Páll Árnason
formaður Sam-
fylkingarinnar
Heilbrigðismál Skæð nóróveira,
eða gubbupest, hefur herjað á lands
menn síðastliðnar vikur eins og
eflaust margir hafa tekið eftir. Þetta
staðfestir Landlæknisembættið.
Uppköst og niðurgangur af völd
um nóróveira kemur upp reglulega
á haustin og erfiðlega gengur jafnan
að halda henni niðri. Ástæðan er að
veiran er bráðsmitandi og er áfram
smitandi í tvo til þrjá sólarhringa
eftir veikindi. Á heimasíðu Land
læknisembættisins kemur fram að
í svæsnustu tilfellum geti veiran
jafnvel smitað tíu dögum eftir ein
kenni. – snæ
Nóróveira
herjar á landann
samkomulag um að klára málið á
haustþingi og við vinnslu máls
ins var einnig samkomulag um að
málið kæmi til þings að lokinni ann
arri umræðu fjárlaga. Því er hátt
virtur þingmaður, Árni Páll Árna
son, ekki að brjóta það samkomulag
einu sinni, ekki tvisvar heldur nú í
þriðja sinn,“ sagði Ásmundur Einar.
Umræður um tillöguna stóðu
í rúma klukkustund áður en
atkvæðagreiðslan fór fram. Sigrún
Magnúsdóttir umhverfisráðherra
tók þessa umræðu nærri sér og
sagði virðingu Alþingis gjalda fyrir
umræðuna.
„Ég finn til með að þurfa að sitja
undir þessari klukkustundar óþarfa
umræðu um það mál sem kom þó
fyrst til umræðu hér í haust,“ sagði
Sigrún. „Þessi firring sem hefur átt
sér stað síðastliðinn klukkutíma
er það sem setur virðingu Alþingis
niður.“ sveinn@frettabladid.is
neYTenDUr Eftir 20 ár verður hægt
að gæða sér á kjötbollum úr skor
dýrum, þörungum, afgöngum og
grænmeti. Þessu spá starfsmenn
Space 10 á vegum IKEA sem spá í
framtíðina.
Gengið var út frá því að finna
þurfi nýjar aðferðir við matvæla
framleiðslu vegna fjölgunar mann
kyns og neikvæðra áhrifa kjötfram
leiðslu á vistkerfið. Kjötbollur sé að
finna í menningu flestra og niður
staðan var matseðill með kjötlaus
um kjötbollum. – ibs
Skordýr í
kjötbollum
Framtíðarsérfræðingar iKEA spá því að
kjötbollur verði gerðar úr skordýrum.
nOrDiCPHOtOS/GEttY
FerðAþjónUsTA Gera má ráð fyrir
að ellefu þúsund ferðamenn verði á
landinu yfir hátíðarnar, samkvæmt
spám Samtaka ferðaþjónustunnar.
Stefán Júlíusson, aðstoðarhótel
stjóri Grand Hótels, segir að upp
bókað sé um áramótin. „Ég myndi
ekki segja að það væri fullt um jólin
en við erum bara mjög ánægð og
hissa á því hvað það er vel bókað
hjá okkur.“
Bláa lónið er sömuleiðis orðið
fullbókað á gamlársdag og nýársdag,
að sögn Magneu Guðmundsdóttur
upplýsingafulltrúa.
Eitthvað hefur borið á því að
erfiðlega gangi að manna vaktir
yfir hátíðarnar. „Yfir hátíðarnar er
lítil breyting á ferðaframboði fyrir
tækisins en eini dagurinn þar sem
er lokað er eftir hádegi á aðfanga
dag fram til hádegis á jóladag,“
segir Þórir Garðarsson, stjórnarfor
maður ferðaþjónustufyrirtækisins
Gray Line.
Helga Árnadóttir, framkvæmda
stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar,
segir að nokkuð vel gangi að manna
vaktir. „Eftir því sem ferðaþjónustan
er að þróast út í að verða heilsárs
atvinnugrein eiga fyrirtækin auð
veldara með að manna störf fram í
tímann.“ – snæ
Allt að fyllast yfir hátíðarnar
Ferðamenn verða ellefu þúsund yfir hátíðarnar. Margir eru komnir til að fagna nýju
ári. FréttAblAðið/StEFán
Helga árnadóttir
upplýsingafulltrui
bláa lónsins
sAmFélAg „Ein tillagan sem við
höfum rætt er að hjálparsími Rauða
krossins verði sá staður sem þol
endur mansals geti hringt í og meðal
annars fengið leiðbeiningar um hvert
þeir eigi að leita,“ segir Atli Viðar
Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar og
mannúðarsviðs Rauða kross Íslands,
sem er í landsnefnd um mannúðar
rétt undir forystu utanríkisráðu
neytis.
Landsnefndin sá um að koma með
tillögur að fjórum skuldbindingum
á sviði mannréttinda og mannúðar
mála sem íslensk stjórnvöld og Rauði
kross Íslands hafa nú skuldbundið sig
til að vinna að. Ein skuldbindinganna
var aðstoð við þolendur mansals á
Íslandi. Lítil sem engin úrræði eru
í boði í málaflokknum hér á landi.
Heitin voru undirrituð á alþjóðlega
mannréttindadeginum og afmælis
degi Rauða krossins í síðustu viku.
„Nú höfum við skuldbundið okkur
til að vinna í þessum málum. Ein hug
myndin er sú að hjálparsíminn yrði
eins konar gátt fyrir þolendur man
sals og myndi starfsfólk og sjálfboða
liðar Rauða krossins þekkja hvernig
eigi að vinna úr símtölum sem inn
koma og vísa málum í réttan farveg,“
segir Atli
Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu
viku að verja fimm milljónum króna
í kostnað við framkvæmd skuldbind
inganna. Að sögn Atla gæti hluti þess
fjár verið notaður til að greiða fyrir
útvíkkað hlutverk hjálparsímans.
„Það á þó eftir að útfæra þessa
skuldbindingu nánar en það má
alveg gera ráð fyrir því að hluti af
þessum peningum færi til hjálpar
símans meðal annars til að aðlaga
þjónustuna að þessu nýja hlutverki.“
Að sögn Atla Viðars þyrfti að aug
lýsa hjálparsímann. Það yrði gert
meðal annars með því að setja upp
auglýsingar á nokkrum tungumálum
þar sem líklegast er að möguleg fórn
arlömb sjái auglýsinguna. Í því sam
hengi hafi verið rætt um að setja upp
auglýsingar í Leifsstöð.
„Leggja þyrfti áherslu á sýnileika
og að auglýsingin væri í senn skýr
og einföld. Það þarf að leggja mikla
áherslu á þjálfun og fræðslu til allra
sem koma að málaflokknum til að
tryggja sem bestu upplýsingar og
aðstoð við fórnarlömb mansals,“
segir Atli Viðar. – ngy
Hjálparsími hugsanlegt úrræði fyrir mansalsfórnarlömb
Atli Viðar thorstensen, sviðsstjóri
hjálpar- og mannúðarsviðs rauða
kross Íslands. FréttAblAðið/GVA
1 8 . D e s e m b e r 2 0 1 5 F Ö s T U D A g U r10 F r é T T i r ∙ F r é T T A b l A ð i ð
1
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:4
1
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
B
B
-C
E
5
0
1
7
B
B
-C
D
1
4
1
7
B
B
-C
B
D
8
1
7
B
B
-C
A
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
B
F
B
0
8
0
s
_
1
7
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K