Fréttablaðið - 18.12.2015, Qupperneq 22
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Óli Kristján
Ármannsson
olikr@frettabladid.is
Ég hef verið að fylgjast með umræðunni á Alþingi um fjárlagafrumvarpið. Nær því hver einasti þingmaður stjórnarandstöðunnar hefur í
umræðunni lagt mesta áherslu á kjarabætur til handa
öldruðum og öryrkjum. Margir stjórnarþingmenn
hafa einnig rætt málið. Þetta mál er nú orðið aðalmál
þingsins.
Um svipað leyti í fyrra var hins vegar ekki minnst
á þetta mál á Alþingi. Hver er ástæðan? Hvað hefur
breyst? Ástæðan er sú, að mönnum ofbýður hvernig
stjórnvöld valta yfir aldraða og öryrkja. Það gengur
fram af mönnum að lífeyrisþegar skuli ekki fá sam-
bærilegar kjarabætur og aðrir í þjóðfélaginu.
Fréttablaðið hefur tekið forustu meðal fjölmiðla
í því að birta reglulega greinar um kjaramál lífeyris-
þega og nauðsyn þess að bæta kjör þeirra. Baráttan er
ekki búin. Þegar þetta er ritað hafa leiðtogar stjórnar-
flokkanna báðir lýst því yfir, að engu verði breytt í
kjaramálum aldraðra umfram það sem ákveðið var
fyrir löngu, þ.e. að lífeyrisþegar á strípuðum bótum
fengju á næsta ári rúmar 10.000 kr. eftir skatt (ein-
hleypingar) í hækkun.
Það hefur verið reynt að afflytja umræðuna um kjör
lífeyrisþega og blekkingum beitt. Þannig er því ávallt
haldið fram, að lífeyrisþegar hafi fengið/fái jafnmiklar
kjarabætur og launþegar.
Blekking
Þetta er rangt. Þetta er blekking. Lágmarkslaun
hækkuðu um 14,5% 1. maí 2015. Ríkisstjórnin ætlar
að hækka lífeyrinn um 9,7% hinn 1. janúar 2016. Það
er átta mánuðum seinna en verkafólk fékk hækkun og
það er mun lægri prósentuhækkun en hjá launafólki.
Sagt er, að þegar lífeyrisþegar séu búnir að fá hækkun
á næsta ári verði lífeyrir þeirra orðinn hærri en lág-
markslaun. Það er ekki rétt nema að hluta til. Það eru
aðeins þeir lífeyrisþegar, sem búa einir og fá heimilis-
uppbót, sem verða með hærri lífeyri en lágmarkslaun.
Og sá hópur er aðeins lítið brot aldraðra og öryrkja.
Kjaramál aldraðra
efst á baugi
Björgvin
Guðmundsson
formaður
Kjaranefndar
Félags eldri
borgara í Reykjavík
og nágrenni
Það hefur
verið reynt
að afflytja
umræðuna
um kjör
lífeyrisþega
og blekk-
ingum beitt.
Áhugverð og
góð bók
- Stefán Eiríksson, MBL
STÓRFRÓÐLEG BÓK
bokafelagid.is
Fáum virðist vel við stofnanir ef marka má viðbrögð við tillögum Viðskiptaráðs sem kynntar voru í gær um að fækka ríkisstofn-unum um meira en helming. Flestar snúa tillögurnar að sameiningu stofnana, eða að því að safna þeim undir einn hatt, en í fimm
tilvikum er lagt til að leggja stofnanir niður án þess að
verkefnin færist annað hjá ríkinu.
Ýmislegt virðist skynsamlegt í tillögunum og verð-
skulda frekari skoðun, sér í lagi hvað varðar samein-
ingu eða samrekstur stofnana. Þá er réttilega bent á í
skýrslu Viðskiptaráðs að þótt í henni sé bara fjallað um
ríkisstofnanir þá séu víðar sóknarfæri í sameiningum.
Sveitarfélög landsins séu 75.
„Viðskiptaráð hefur áður bent á hærri stjórnunar-
kostnað og óhagræði í formi lakari þjónustu sem íbúar
fámennra sveitarfélaga þurfa að búa við. Að mati ráðs-
ins ætti að fækka sveitarfélögum í tólf,“ segir þar og um
leið stungið upp á að eftirlitsstarfsemi ætti að færa frá
sveitarfélögum undir einn hatt, bæði til hagræðingar
og aukinnar samræmingar í vinnubrögðum.
Annað í samantekt ráðsins virðist hins vegar enga
skoðun standast. Þannig má velta fyrir sér gildi full-
yrðinga um kostnað „örríkisins“ Íslands af því að halda
úti stofnanakerfi sem er sambærilegt við það sem í
öðrum löndum gerist.
Á vef Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD)
má til dæmis fletta upp kostnaði hins opinbera og
bera saman á milli landa. Hér var hann árið 2013
44,1 prósent af vergri landsframleiðslu, sem er undir
meðaltali OECD upp á 45,9 prósent. Við erum á pari
við Norðmenn (44,0 prósent) og eyðum miklu minna
en Finnar (57,6 prósent), Danir (56,6 prósent) og Svíar
(52,4 prósent).
Krónutölusamanburður sýnir svo að á mann eru
opinber útgjöld Norðmanna 56,5 prósentum meiri
en hér og útgjöld Finna, Svía og Dana 24,7 til 35,4 pró-
sentum meiri.
Þá eru hugmyndirnar misvel ígrundaðar. Í það
minnsta er erfitt að sjá möguleika á miklum sparnaði
við að safna framhaldsskólum hvers landshluta í sér-
stofnun, svo sem stofnunina Framhaldsskólarnir á
höfuðborgarsvæðinu. Vandséð er að þar sé verið að
gera mikið annað en búa til nýja yfirmannsstöðu. Skól-
arnir þurfa áfram sinn skólameistara og starfsfólk.
Eins er vandséð að sátt náist um aflagningu ÁTVR,
en landsmenn hafa verið ánægðir bæði með þjónustu
fyrirtækisins og árangur sem hér hefur náðst í að draga
úr unglingadrykkju. Óljóst er hvað á að vinnast með
niðurlagningu þeirrar stofnunar annað en að upp-
fylla blauta drauma þeirra sem vilja hlut ríkisins sem
minnstan á öllum sviðum.
Skoðun Viðskiptaráðs er ágætis innlegg í umræðu
um hvernig hagræða má í ríkisrekstri, að því gefnu að
vanhugsaðri þættir hennar verði ekki til þess að fólk
ýti henni til hliðar sem einhverri frjálshyggjufantasíu.
Sumt gott og
annað skrítið
Óljóst er hvað
á að vinnast
með niður-
lagningu
þeirrar
stofnunar
annað en að
uppfylla
blauta
drauma
þeirra sem
vilja hlut
ríkisins sem
minnstan á
öllum svið-
um.
Þróunarsamvinnustíflan
Í gærkvöldi hélt fundur á Alþingi
áfram og stefndi í að hann yrði fram
á rauðanótt þegar forseti Alþingis
tilkynnti að fyrsta dagskrármálið
yrði lokaumræða um frumvarp
utanríkisráðherra um að fella
Þróunarsamvinnustofnun undir
utanríkisráðuneytið. Skiljanlega
hleypti það illu blóði í stjórnar-
andstöðuna sem hefur barist gegn
frumvarpinu með kjafti og klóm.
Margir hefðu haldið að þetta væri
afleikur af hálfu meirihlutans að
setja málið efst á dagskrá enda við
búist að stjórnarandstaðan myndi
verja deginum í að þæfa málið og
þar með væri ekki hægt að hleypa
óumdeildari málum á dagskrá líkt
og húsaleigulögum og frumvarpi
um stöðugleikaframlags. Þegar
hefur verið rætt um málið í nærri
45 klukkustundir.
Ósýnilegir brestir
Tillaga stjórnarandstöðunnar
um óbreytt útvarpsgjald var
felld á Alþingi á miðvikudaginn.
Menntamálaráðherra hafði lagt
fram álíka tillögu sem situr nú
föst í ríkisstjórn. Sumir telja
ástæðuna vera að formaður og
varaformaður fjárlaganefndar
séu tillögunni mótfallnir. Ljóst
er að skiptar skoðanir eru meðal
þingmanna stjórnarmeirihlutans
en það þótti áhugavert að sjá að
þeir brestir létu ekki gera vart
við sig í atkvæðagreiðslunni um
tillögu minnihlutans þar sem allir
þingmenn meirihlutans felldu til-
löguna. stefanrafn@frettabladid.is
1 8 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F Ö s T U d A G U r22 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
SKOÐUN
1
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:4
1
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
B
B
-8
9
3
0
1
7
B
B
-8
7
F
4
1
7
B
B
-8
6
B
8
1
7
B
B
-8
5
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
8
0
s
_
1
7
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K