Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2015, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 18.12.2015, Qupperneq 23
Ég hef lengi vitað að eitt allra mesta lán mitt í lífinu er að hafa fæðst og alist upp í Vestmannaeyjum. Þetta var vitaskuld alls ekki meðvituð ákvörðun hjá mér, það vildi bara svo til að örlögin höguðu þessu þannig. Ég er þakklátur fyrir þessa heppni. Það er varla hægt að ímynda sér betri stað á jarðarkringlunni til þess að alast upp heldur en Vestmannaeyjar. Eyjarn- ar eru fallegar og frjálsar, skemmtilegar og fjölbreyttar. En það kemur fleira til. Bærinn er nægilega stór til þess að þar þrífst fjölbreytt mannlíf og menning, en hann er þó ekki svo stór að bæjar- búar geti verið afskiptalausir um hver annan. Þótt allir viti flest um alla aðra, hefur mér alltaf fundist Eyjamenn vera fljótir að sýna skilning á aðstæðum og breyskleika náungans en seinþreyttir til vandlætingar eða fordæmingar. Að leiðast út í íþróttir Samfélagið var mikið jafningjasam- félag, að minnsta kosti í augum barns, þar sem engum leyfðist að setja sig á háan hest gagnvart öðrum. Það þótti ekki fínt að þykjast vera eitthvað betri en aðrir – en að sama skapi var heldur ekki ætlast til þess að menn teldu sig vera eitthvað verri. Flestir höfðu tækifæri til þess móta sína eigin sjálfs- virðingu, gera það gagn sem þeir gátu og finna sitt strik. Hvers kyns snobb var algjörlega forboðið og hallærislegt – svo mjög að mönnum sem áskotnuðust einfaldar flíkur á borð við Levi's galla- buxur eða Fruit-of-the-Loom nær- klæðnað var strítt fyrir hégómann. Þar sem ég ólst upp á þessum stað þá leiddist ég út í íþróttir snemma á ævinni. Flestir á mínum aldri gerðu það. Þrátt fyrir ótrúlega fyrirhöfn og þrotlausar æfingar var árangur minn takmarkaður, enda er það líklega rétt sem góður vinur minn sagði við mig um daginn, að ég hafi verið „mjög ömurlegur íþróttamaður frá náttúr- unnar hendi“. En það er góð lexía að hafa hlutverk í hóp – þótt það hlutverk takmarkist við að klúðra ekki svo illa að það hafi óyfirstíganlega slæm áhrif á gengi liðsins. Það var ætlast til þess að allir gerðu það sem þeir gátu, og legðu sig fram – og umfram allt, gæfust ekki upp. Að vera ekki höfðingi eða undirlægja Skilaboð umhverfisins voru að maður ætti að vera með, gera sitt besta, leggja eins mikið af mörkum og maður gæti, bera virðingu fyrir árangri en vera hvorki höfðingi eða undirlægja – og það var ekki hægt að kaupa sig til mann- virðinga með því að eiga flotta hluti – en það var hægt að öðlast virðingu með því að sinna vel því sem manni var treyst fyrir. Örugglega er ég ekki einn um að hafa svipaða sögu að segja. Íslendingar geta almennt verið mjög þakklátir fyrir það glópalán að hafa fæðst einmitt á þessu ágæta landi. Betri forgjöf í lífinu er varla hægt að hugsa sér. Þótt ekki sé allt full- komið á okkar yndislegu eyju, þá segir það sína sögu að við búum í landi sem fólk flýr til en ekki frá. Vonlaust samfélag Ef ég hefði til dæmis fæðst í Albaníu en ekki Vestmannaeyjum er líklegt að skilaboð samfélagsins hefðu verið allt önnur. Þar er ríkjandi menning ofbeldis og ójöfnuðar. Glæpatíðni er há, tæki- færin eru engin – það litla land skarar fram úr í mansali og líffæraþjófnaði miðað við höfðatölu. Glæpakóngar og ríkisbubbar baða sig í ríkidæmi og stöðutáknum. Skilaboðin sem börn og fullorðnir hafa fyrir augunum alla sína ævi er að hvers konar metnaður og framtakssemi skili litlu nema aukinni hættu á því að lenda í skotlínu þeirra sem eru máttugri. Það er ekki mikið lífslán að fæðast í þess háttar samfélagi. Það er auðvitað þægileg tilhugsun að halda að ef maður hefði verið svo ólán- samur að fæðast inn í þannig samfélag þá hefði manni einhvern veginn tekist að brjótast út úr því. En það er að öllum líkindum óraunsætt. Flest okkar mótast svo mjög af því umhverfi sem við lendum í að við gerum lítið til þess að breyta því. Við aðlögumst og reynum að skapa okkur eins gott líf og hægt er – miðað við ömurlegar aðstæður. Eða sættum okkur einfaldlega við að lífið hafi ekki upp á meira að bjóða. Ef ég hefði alist upp við þessar aðstæður hefðu valkostirnir líklega verið að reyna að koma sér sem best fyrir í því gjörspillta glæpasamfélagi sem maður fæddist inn í, reyna að lifa í friði og ró án þess að styggja nokkurn mann eða fórna lífi sínu og lífsorku í vonlausa baráttu við að breyta ónýtu samfélagi. Nema ef maður reyndi að komast burt. En það er ekki auðvelt að komast burt. Ef maður var svo óheppinn að fæðast í Albaníu en ekki Vestmannaeyj- um mætir maður víðast hvar tortryggni og lokuðum dyrum. Vestmannaeyingar mæta þeim fordómum að vera álitnir of söngelskir og uppteknir af íþróttum— af því að Árni Johnsen og Ásgeir Sigur- vinsson eru þaðan; en Albanar mæta þeim fordómum að vera álitnir glæpa- menn af því þeirra heimaland hefur það orðspor. Hjálpum þeim Á þessum árstíma er aldalöng hefð fyrir því að hugsa um það sem maður getur verið þakklátur fyrir og reyna að leyfa þeim sem ekki eru eins lánsamir að njóta velvildar. Vonandi er almenn stemning fyrir því um þessar mundir að hafa þetta í huga og þótt við getum ekki hjálpað öllum, hvort sem er sem ein- staklingar eða sem þjóð, þá þýðir það svo sannarlega ekki að við getum ekki hjálpað neinum. Þessi jól ætla ég að vera þakklátur fyrir að hafa ekki fæðst í samfélagi þar sem ég hefði verið öreigi, hugsanlega þurft að fóta mig í glæpasamfélagi; eða, sem er líklegra, dauður úti í skurði. Hvort sem væri, hefði æsku minni verið verr varið þannig heldur en í vonlausan íþróttaferil. Yndislega eyjan mín Þórlindur Kjartansson Í dag Parísarsamkomulaginu í lofts-lagsmálum er nú fagnað víða um heim. Að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er gríðarleg áskorun fyrir mannkyn, en um leið afar brýnt verkefni. Stærsta við- fangsefnið er að draga úr brennslu á jarðefnaeldsneyti á borð við olíu og kol. Að minnka orkunotkun og/eða auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa á borð við vatnsafl, jarð- hita, sólarorku og vindorku. Orku- gjafa sem allir hafa vissulega einhver sjónræn áhrif í för með sér, en hverf- andi losun gróðurhúsalofttegunda. Þrátt fyrir háleit markmið frá París mun þessi þróun hins vegar taka mjög langan tíma og ljóst að jarð- efnaeldsneyti verður áfram nýtt sem orkugjafar víða um heim um langa hríð. Græna orkan sparar mikla losun Ísland er sem kunnugt er í algerlega einstakri stöðu, en hér byggir nán- ast öll raforkuvinnsla og húshitun á endurnýjanlegum orkugjöfum – vatnsafli og jarðvarma. Orkustofnun hefur tekið saman að með nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa í stað olíu spörum við andrúmsloftinu um 18 milljón tonn af losun koldíoxíðs árlega (að ógleymdum gríðar- legum gjaldeyrissparnaði). Stofn- unin bendir jafnframt á að með nýtingu allra orkukosta sem nú eru til umfjöllunar á vettvangi ramma- áætlunar mætti þrefalda þennan sparnað í um 50 milljónir tonna á ári. Til samanburðar losa Frakkar um 320 milljónir tonna árlega í and- rúmsloftið, en þar búa 66 milljónir manna. Enginn reiknar auðvitað með þessari þróun rammaáætlunar, en þetta dæmi endurspeglar jákvætt framlag vatnsafls og jarðvarma til loftslagsmála. Tækifæri fram undan Þrátt fyrir okkar miklu sérstöðu höfum við ýmis tækifæri til að ná enn meiri árangri á þessu sviði, ekki ein- göngu með aukinni nýtingu grænna orkugjafa hérlendis. Rafvæðing samgangna er augljóst dæmi, en sú spennandi þróun er sannarlega hafin. Áratugum saman hafa Íslend- ingar deilt þekkingu sinni af nýtingu jarðvarma með öðrum þjóðum og enn stendur til að efla þá starfsemi. Þá hefur mögulegur sæstrengur til Bretlands verið til skoðunar, en slíkur strengur hefði í för með sér tækifæri til bættrar nýtingar á okkar grænu orku og á móti mætti t.d. minnka brennslu á kolum í Bretlandi. Við getum því bæði verið stolt af okkar græna orkukerfi og horft bjart- sýn til enn aukins framlags okkar til þess til að draga úr hnattrænni losun gróðurhúsalofttegunda. Græn orka og loftslagsmál: Sérstaða og tækifæri Gústaf Adolf Skúlason framkvæmda- stjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja Á þessum árstíma er aldalöng hefð fyrir því að hugsa um það sem maður getur verið þakk- látur fyrir og reyna að leyfa þeim sem ekki eru eins lánsamir að njóta velvildar. Vonandi er almenn stemning fyrir því um þessar mundir að hafa þetta í huga. Opið um helgina frá 10 - 18 | Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is vívoactive Verð 46.900 vívofit 2 Verð 19.900 Hvort sem það er einfaldleik- inn við vívofit 2 sem þarf ekki að hlaða, snjallsímalausnir og innbyggði púlsmælirinn í vívosmart HR eða GPS mót - takarinn og golfvellirnir í vívoactive þá eiga heilsuúrin frá Garmin það sameiginlegt að hreyfa við þér. Láttu Garmin hreyfa við þér, þinn líkami á það skilið! vívosmart HR Verð 26.900 Heilsuúrin sem hreyfa við þér! s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 23F Ö s T u d a g u R 1 8 . d e s e m B e R 2 0 1 5 1 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 1 F B 0 8 0 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 B B -9 8 0 0 1 7 B B -9 6 C 4 1 7 B B -9 5 8 8 1 7 B B -9 4 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 0 s _ 1 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.