Fréttablaðið - 18.12.2015, Qupperneq 24
Fyrir sjötíu árum risu Sameinuðu þjóðirnar upp úr rústum síðari heimsstyrjaldarinnar. Sjö ára-
tugum síðar hafa þjóðir heims sam-
einast andspænis annars konar
hættu; þeirri hættu sem lífi eins og
við þekkjum stafar af skjótri hlýnun
plánetunnar.
Ríkisstjórnir hafa markað upphaf
nýrra tíma samvinnu á heimsvísu
um loftslagsbreytingar, einn marg-
slungnasta vanda sem mannkynið
hefur nokkru sinni glímt við.
Með þessu hafa þær með afgerandi
hætti stigið skref til að standa við
það fyrirheit Sáttmála Sameinuðu
þjóðanna um „að bjarga komandi
kynslóðum“.
Parísarsamkomulagið er stórsigur
fyrir fólk, fyrir umhverfið og fyrir
milliríkjasamskipti. Í fyrsta skipti
í sögunni hefur hvert einasta land
heims heitið að draga úr losun, auka
viðnámsþrótt og grípa til aðgerða
jafnt heima fyrir sem á alþjóðavett-
vangi til að stemma stigu við lofts-
lagsbreytingum.
Í sameiningu hafa ríki komist að
samkomulagi um að það sé í samræmi
við þjóðarhagsmuni að draga úr hætt-
unni af loftslagsbreytingum. Ég tel
að þetta sé fordæmi sem við gætum
öll hagnast á að hafa að leiðar ljósi á
öllum sviðum stjórnmála.
Sigurinn í París kórónar maka-
laust ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa
sannað gildi sitt á þessu ári í að
glæða vonir og græða sár heimsins;
allt frá Rammasamkomulagi um að
draga úr hættu af náttúruhamförum
í Sendai til samnings í Addis Ababa
um fjármögnun þróunaraðstoðar og
frá hinum sögulega leiðtogafundi um
Sjálfbæra þróun í New York til lofts-
lagssamningsins í París.
Helsta áskorun okkar tíma
Frá því á fyrstu dögum mínum í
embætti hef ég skilgreint loftslags-
breytingar sem helstu áskorun okkar
tíma. Þess vegna hef ég sett það mál
efst á lista yfir forgangsatriði í mínu
starfi. Ég hef talað við næstum hvern
einasta veraldarleiðtoga um þá hættu
sem efnahag okkar, öryggi og tilveru
stafar af loftslagsbreytingum. Ég hef
heimsótt hvert einasta meginland
og hitt samfélög sem búa á víglínu
loftslagsbreytinga. Ég hef fundið til
hluttekningar með þeim og dregið
lærdóma af lausnum sem auka öryggi
og velmegun í heiminum.
Ég hef sótt hverja einustu ráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna um
loftslagsmál. Þar á meðal eru þrír
leiðtogafundir sem ég hef boðað til
í því skyni að efla pólitískan vilja og
leysa úr læðingi skapandi aðgerðir
ríkisstjórna, fyrirtækja og almenn-
ings. Parísarsamkomulagið ásamt
skuldbindingum Loftslags-leiðtoga-
fundarins á síðasta ári, sýna svo ekki
verður um villst að lausnir eru fyrir
hendi.
Það sem einu sinni var óhugsandi
er nú óstöðvandi. Einkageirinn fjár-
festir sem aldrei fyrr í losunarsnauðri
framtíð. Lausnirnar eru í sívaxandi
mæli ódýrar og tiltækar og eftir
árangur Parísarfundarins eiga enn
fleiri eftir að líta dagsins ljós.
Parísarsamkomulagið skilaði
árangri á öllum þeim sviðum sem
ég hvatti til. Mörkuðum hafa verið
gefin skýr skilaboð um að auka beri
fjárfestingar í því skyni að glæða
losunarsnauða þróun með miklum
viðnámsþrótti gegn loftslagsbreyt-
ingum.
Öll ríki hafa samþykkt að vinna að
því að aukning hitastigs í heiminum
verði vel innan tveggja gráðu marks-
ins og helst sem nærri 1,5 gráðum,
sökum þeirrar miklu hættu sem við
stöndum andspænis. Þetta er sérstak-
lega þýðingarmikið fyrir Afríkuríki,
lítil ey-þróunarríki og minnst þróuðu
ríki heims. Ríkin samþykktu í París
langtímamarkmið um að losun
þeirra á gastegundum sem valda
gróðurhúsaáhrifum nái hámarki
eins fljótt og hægt er á síðari helm-
ingi aldarinnar. Hundrað áttatíu og
átta ríki hafa skilað inn landsmark-
miðum, þar sem gerð er grein fyrir
hvað þau eru reiðubúin að gera til að
minnka losun og efla viðnámsþrótt
gegn loftslagsbreytingum.
Endurskoðað á fimm ára fresti
Eins og sakir standa munu þessi
landsmarkmið samanlögð sveigja
losunarkúrfuna niður á við. En betur
má ef duga skal því þrátt fyrir þetta
má gera ráð fyrir að hækkun hita-
stigs verði þrjár gráður á Celsius
sem er hættulegt og óásættanlegt.
Af þessum sökum samþykktu ríkin í
París að þau muni endurskoða lands-
markmið sín á fimm ára fresti og
byrja 2018. Þetta gerir þeim kleift að
auka metnað sinn til samræmis við
það sem vísindin krefjast.
Parísarsamkomulagið tryggir einn-
ig fullnægjandi stuðning til þróunar-
ríkja, sérstaklega hinna fátækustu og
þeirra sem standa höllustum fæti,
með góðu jafnvægi á milli mildunar
og aðlögunar að loftslagsbreytingum.
Ríkisstjórnir hafa samþykkt bind-
andi, öflugar, gagnsæjar reglur sem
tryggja að öll ríki standi við það sem
þau hafa sagst ætla að gera. Þróuðu
ríkin hafa gengist undir að útvega
fjármagn og að efla stuðning í útveg-
un tækni og þjálfunar. Og þróunar-
ríki hafa axlað vaxandi ábyrgð til að
takast á við loftslagsbreytingar í sam-
ræmi við getu hvers og eins.
Ég færi hins vegar villur vegar ef
ég sleppti úr þessari upptalningu að
minnast á forystuhlutverk og fram-
tíðarsýn forystumanna atvinnurek-
enda og almannasamtaka. Þeir hafa
hvort tveggja bent á hættur og lausn-
ir. Ég vil þakka þeim fyrir að sýna ein-
staka forystu í loftslagsmálum.
Snúum okkur að framkvæmdinni
Nú, þegar Parísarsamkomulagið er
í höfn, snúum við okkur umsvifa-
laust að framkvæmdinni. Með því
að ljúka Parísarsamkomulaginu,
höfum við þokast áleiðis með 2030
Áætlanirnar um sjálfbæra þróun.
Parísarsamkomulagið hefur jákvæð
áhrif á Heimsmarkmiðin um sjálf-
bæra þróun. Við blasa nýir tímar og
ný tækifæri.
Sameinuðu þjóðirnar munu leggja
sitt lóð á vogarskálarnar á hverju
stigi málsins, nú þegar ríkisstjórnir,
fyrirtæki og almannasamtök standa
frammi fyrir því tröllaukna verkefni
að ná Sjálfbæru þróunarmarkmið-
unum.
Eins og ráð er gert fyrir í samningn-
um mun ég boða til undirskriftarat-
hafnar í New York 22. apríl á næsta
ári sem fyrsta liðar í framkvæmd Par-
ísarsamkomulagsins.
Ég mun bjóða veraldarleiðtogum
að sækja athöfnina í því skyni að við-
halda skriðþunganum og auka hann.
Með því að vinna saman getum við
náð sameiginlegum markmiðum
okkar um að binda enda á fátækt, efla
frið og að allir geti lifað með reisn og
haft næg tækifæri.
Nýir tímar og ný tækifæri
Verkefni nemenda í grunn- og framhaldsskólum hafa breyst undanfarin ár. Nútíminn
gerir stöðugt fjölbreyttari kröfur
um þekkingu, leikni og hæfni sem
hefur í för með sér breytt námsmat.
Það færist frá áherslu á staðreynda-
upptalningu yfir í að meta hæfni til
að finna upplýsingar og vinna með
þær í námi og starfi. Til að grunn-
og framhaldsskólar geti tekist á við
þessar breyttu áherslur var ákveðið
að breyta námsmatskerfinu á svip-
aðan hátt og nágrannaþjóðir okkar
hafa gert.
Nýtt námsmat kynnt
Upphafið að nýju námsmatskerfi
á Íslandi má rekja til ársins 2011
þegar ný aðalnámskrá grunnskóla
var gefin út, en í almenna hluta
hennar segir frá nýju námsmatskerfi
og að einkunnagjöf skyldi breyta í
bókstafaeinkunnir. Innleiðingar-
ferlið hófst og nýtt kerfi kynnt fyrir
kennurum, samtökum foreldra og
hagsmunaaðilum. Haldnir voru
tæplega 40 kynningarfundir um
land allt frá miðju ári 2011 til maí
2012.
Betra samræmi í einkunnagjöf
Greinasvið aðalnámskrár grunn-
skóla voru gefin út í mars 2013 en
þar er fjallað um einstakar náms-
greinar í grunnskólum og birtur
nýr einkunnakvarði. Breytingin er
sú að hverjum bókstaf fylgir lýsing á
hæfni nemenda sem er sambærileg
milli skóla. Markmiðið er að sam-
ræma betur einkunnagjöf á milli
skóla og að einkunnir skýri betur
hæfni nemenda.
Vinnustofur og kynningarfundir
Sem dæmi um það kynningarstarf
sem fór fram er landshlutanám-
skeiðið Leiðtogi í heimabyggð,
samstarfsverkefni hins opinbera og
stéttarfélaga, sem haldið var í mars
2013. Markmið þess var að kynna
innleiðingu nýrrar aðalnámskrár og
í apríl birti mennta- og menningar-
ráðuneytið innleiðingaráætlun. Átta
vinnustofur um breytingastjórnun
í tengslum við ný ákvæði aðalnám-
skrár voru haldnar um allt land og
um haustið var staðið fyrir kynn-
ingu á haustþingum kennara. Sama
ár héldu Heimili og skóli, landssam-
tök foreldra, kynningarfundi víðs
vegar um land þar sem námskráin
og þær breytingar sem snúa að for-
eldrum voru kynntar.
Tækifæri til athugasemda
Á haustmánuðum voru haldin mál-
þing, fyrir kennara og skólafólk á
leik,- grunn- og framhaldsskólastigi,
á höfuðborgarsvæðinu og á Akur-
eyri. Skólafólk víða um land fylgdist
með fyrirlestrum og hélt málstofur
í heimabyggð í kjölfarið. Auk þessa
var hagsmunaaðilum sent bréf þar
sem mögulegar breytingar á náms-
mati grunnskóla voru kynntar og
þeim gefinn kostur á að gera athuga-
semdir. Alls bárust 15 umsagnir sem
tóku afstöðu til þeirra breytinga sem
kynntar höfðu verið. Rúmu ári síðar
sendi mennta- og menningarmála-
ráðuneyti bréf til hagsmunaaðila
þegar það hafði farið yfir umsagnir
og tekið ákvarðanir um breytingar
á einkunnagjöf.
Stuðningur við breytingar
Til að gæta hagsmuna nemenda og
styðja við skóla, hafa Menntamála-
stofnun og mennta- og menningar-
málaráðuneytið unnið að ýmsum
verkefnum. Í lok árs 2014 var 30
milljóna króna styrk úthlutað til
sveitarfélaga og fékk hvert þeirra
úthlutað í samræmi við nemenda-
fjölda. Styrkurinn var ætlaður til að
sveitarfélög gætu tekið upp upp-
lýsingakerfi sem styðja við inn-
leiðinguna. Þá hefur verið unnið að
þróun á rafrænu vitnisburðarskír-
teini sem tengir saman einkunnir
og matsviðmið, sem tekið verður í
notkun vorið 2016 þegar allir skólar
taka upp nýtt einkunnakerfi. Mun
það veita betri upplýsingar um hvar
nemandi stendur í náminu, auk þess
sem framhaldsskólar geta nýtt skír-
teinið við innritun. Eins hefur verið
opnaður kynningarvefur þar sem
veittar eru upplýsingar um nýtt
námsmat.
Breyting á hugsunarhætti
Það má því segja að unnið hefur
verið ötullega að kynningu á
nýjum einkunnakvarða og náms-
mati. Menntamálastofnun telur
það afar mikilvægt að veita greinar-
góðar upplýsingar og viðhalda
öflugu kynningarstarfi fyrir alla þá
sem koma að skólastarfi og námi
barnanna okkar. Breytingarnar
krefjast breytts hugsunarháttar
hvað varðar námsmat að því leyti
að nú byggir námsmat á því hvern-
ig nemandinn nýtir það sem hann
hefur lært frekar en á því hvað hann
getur munað.
Breyttar áherslur í
námsmati og einkunnagjöf
Í árslok 2011 var St. Jósefsspítali sameinaður Landspítala. Það var búist við að þetta yrði kærkomin
viðbót fyrir Landspítala.
Þarna voru 50 sjúkrarúm í heildina,
bæði var um að ræða 25 rýma hand-
lækningadeild sem sérhæfði sig í að
þjónusta konur og kvensjúkdóma og
einnig 25 rýma lyflækningadeild.
400 milljóna fjárveiting fylgdi
vegna rekstrarársins 2012. Reyndin
varð sú, að rekstri St. Jósefsspítala var
hætt strax í ársbyrjun 2012. Spítalinn
var tæmdur.
Nothæf tæki voru flutt á Landspít-
ala. Öll sjúkrarúm fjarlægð og gefin
til útlanda. Landspítali hefur síðan
kvartað reglulega vegna skorts á legu-
rýmum sem orsakast af langlegusjúk-
lingum sem ekki er hægt að útskrifa.
Hvað veldur því að St. Jósefsspítali er
ekki nothæfur fyrir langlegusjúklinga?
Spítalinn er byggður á svipuðum
tíma og Landspítali og Vífilsstaðaspít-
ali sem báðir eru nothæfir enn. Alltaf
var haldið vel utan um viðhald á bygg-
ingum St. Jósefsspítala og aldrei fannst
þar mygla og fúkki, sem er annað en
á Landspítala nútímans. Á hinni sér-
hæfðu kvensjúkdómadeild St. Jósefs-
spítala var almennt lítill biðlisti og sú
þjónusta mjög eftirsótt. Landspítalinn
tók yfir alla þá þjónustu.
Samkvæmt forsíðufrétt Frétta-
blaðsins 19. nóvember sl. bíða 180
konur eftir greiningu, 238 bíða eftir
aðgerð vegna blöðrusigs eða legsigs,
37 vegna þvagleka. Samkvæmt frétt-
inni getur bið eftir aðgerð verið nær
tvö ár. Kristín Jónsdóttir er yfirlæknir
á kvensjúkdómadeild. Hún segir
þessa sjúkdóma mikið feimnismál.
Kristín segir að fjöldi fyrrgreindra
aðgerða hafi áður verið gerður á St.
Jósefsspítala en við lokun hans fyrir
fjórum árum hafi aðgerðirnar flust á
Landspítalann. „Áður var í raun eng-
inn biðlisti vegna slíkra aðgerða hjá
kvennadeild Landspítalans. Núna
er eins og við séum að hlaupa á eftir
skottinu á okkur,“ segir yfirlæknir í
fréttinni.
Þegar St. Jósefsspítala var lokað
vakti það engin viðbrögð hjá konum
og kvennasamtökum. Að fenginni
reynslu vekur það furðu að enn skuli
engin viðbrögð merkjast meðal sam-
taka kvenna varðandi þetta stóra og
vandmeðfarna vandamál þeirra.
Samtök kvenna studdu stofnun
Landspítalans verulega. Nú mega
konur sjálfar líða mikið fyrir verulega
skerta þjónustu sömu stofnunar.
Það má vissulega minnast fleira en
100 ára afmælis kosningaréttar. Því
mættu kvenfélagasamtök um næstu
áramót minnast þessara fjögurra ára
vonbrigða með niðurlagningu St. Jós-
efsspítala, sem þau hafa látið óátalda
hingað til.
Lokun St. Jósefsspítala 2011 – vanvirðing við konur?
Gylfi Jón
Gylfason
sviðstjóri á mats-
og greiningarsviði
Menntamála-
stofnunar
Breytingarnar krefjast
breytts hugsunarháttar hvað
varðar námsmat að því leyti
að nú byggir námsmat á því
hvernig nemandinn nýtir
það sem hann hefur lært
frekar en á því hvað hann
getur munað.
Ámundi H.
Ólafsson
fv. flugstjóri
Nothæf tæki voru flutt á
Landspítala. Öll sjúkrarúm
fjarlægð og gefin til útlanda.
Landspítali hefur síðan
kvartað reglulega vegna
skorts á legurýmum sem or-
sakast af langlegusjúklingum
sem ekki er hægt að útskrifa.
Ban Ki-moon
aðalfram-
kvæmdastjóri
Sameinuðu
þjóðanna
Með því að vinna saman
getum við náð sameiginleg-
um markmiðum okkar um
að binda enda á fátækt, efla
frið og að allir geti lifað með
reisn og haft næg tækifæri.
1 8 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F Ö s T U d A G U r24 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
1
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:4
1
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
4
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
B
B
-9
C
F
0
1
7
B
B
-9
B
B
4
1
7
B
B
-9
A
7
8
1
7
B
B
-9
9
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
8
0
s
_
1
7
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K