Fréttablaðið - 18.12.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 18.12.2015, Blaðsíða 26
Ég heiti Ása Guðlaug Lúð­víksdóttir og samþykkti sem kjósandi í þjóðar­atkvæðagreiðslu haustið 2012 að tillögur stjórn­ lagaráðs yrðu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá landsins. Síðan eru liðin meira en þrjú ár og málið er enn þá óafgreitt á Alþingi. Ég sá heimildarmyndina Blue­ berry Soup í Norræna húsinu í byrjun sumars, þar sem fjallað er um aðdraganda og framkvæmd stjórnlagaráðs og ég skora á þig að sýna myndina á RÚV. Ég hef það staðfest frá leikstjóra myndarinnar að það er auðsótt verk að fá leyfi til sýningar á myndinni. Myndin fjallar um þá atburðarás sem átti sér stað eftir efnahagshrun­ ið, en þá ríkti algjört vantraust milli þjóðar og stjórnvalda og krafan um ný gildi í samfélaginu var hávær. Því var haldinn þjóðfundur þar sem um eitt þúsund einstaklingar vítt og breitt úr samfélaginu komu saman og hófu að endurskilgreina lykilþætti í stjórnarskrá landsins. Í kjölfarið kaus þjóðin 25 fulltrúa til stjórnlagaþings til að klára verkið. Stjórnlagaþing varð að stjórn­ lagaráði sem síðan vann sleitulaust í fjóra mánuði við að endurskrifa stjórnarskrána okkar. Vinnan fór áfram fram með dyggri aðstoð frá almennum borgurum, en fundum var varpað beint á heimasíðu stjórnlagaráðs og drög birt á síð­ unni um leið og þau urðu til. Því gat fólkið í landinu sagt skoðun sína jafnóðum og haft áhrif á útkomuna, þar með tekið virkan þátt í mótun nýrrar stjórnarskrár frá upphafi til enda. Niðurstaðan var drög að nýrri stjórnarskrá sem afhent voru Alþingi síðsumars 2012. Þjóðin sýndi svo óvefengjanlegan vilja sinn í þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2012, þegar tveir þriðju hlutar kjósenda svöruðu játandi að til­ lögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Innblástur víða um heim Slíkt beint lýðræði og valdefling fólksins í landinu þar sem heil þjóð endurskrifar eigin stjórnarskrá er einstakt í sögunni og hefur heim­ ildarmyndin Blueberry Soup, sem segir þessa sögu, vakið gríðarleg viðbrögð og verið innblástur víða um heim þar sem hún hefur verið sýnd. Hefur myndin meðal annars verið sýnd í yfir 20 háskólum í Bandaríkjunum og þar á meðal í lagadeildum Harvard, Stanford og Berkeley. Nýlega tókst með einstaklings­ söfnun á netinu að afla 20 þúsund dala til þess að fjármagna Evrópu­ reisu leikstjórans með myndina þar sem hún ferðaðist til 14 áfangastaða og alls staðar voru viðbrögð áhorf­ enda mikil. Hvar sem myndin er sýnd virðist hún, samkvæmt leik­ stjóra hennar, vekja sams konar viðbrögð, það er að segja hrifningu og innblástur þeirra sem hana sjá um að hægt sé að breyta samfé­ laginu með samstilltu átaki borgar­ anna sjálfra. Þetta er einstakt framtak á heims­ vísu og hafa fræðimenn á sviðum lögfræði og stjórnmálafræði skrifað um þetta lærðar greinar. Hér á landi er þó lítið fjallað um málið sem verður að teljast sérstakt í ljósi þess að þetta er vafalaust merkilegasta lýðræðistilraun sem Íslendingar hafa staðið fyrir. Það vekur furðu að það sé fyrir tilstilli Stjórnarskrárfélagsins, lítilla óháðra félagasamtaka, en ekki ríkisfjölmiðils sem myndin er sýnd á Íslandi. Takmarkað fjár­ magn leiddi til þess að aðeins fáir gátu séð myndina þegar hún var sýnd í Norræna húsinu í byrjun sumars, en staðreyndin er sú að hún á erindi við okkur öll sem hér búum. Því árétta ég áskorun mína um að myndin verði sýnd í Ríkis­ sjónvarpinu á næstunni. Áskorun til útvarpsstjóra Ása Guðlaug Lúðvíksdóttir verkfræðingur Það vekur furðu að það sé fyrir tilstilli Stjórnarskrár- félagsins, lítilla óháðra félagasamtaka, en ekki ríkis- fjölmiðils sem myndin er sýnd á Íslandi. Sjórinn var mikilvægur hluti umræðunnar á loftlagsráð­stefnunni sem lauk nýlega í París. Í rauninni ættum við að tala um veður­ farsráðstefnu þar sem sjórinn og hafið leika þar stórt hlutverk, sérstaklega á okkar norðlægu slóðum, ekki síður en lofthjúpur­ inn. Reginmunur er samt á tíma­ lengd ferla veðurs og sjávar sem munar hundraðföldun þar sem lágþrýstilægðin þeytist yfir hafið á nokkrum dögum en sjóinn tekur ár að færast sömu leið. Það er rætt um súrnun sjávar og hækkun sjávarborðs, það fyrra vegna gleypni sjávar á auknu kol­ díoxíði í andrúmslofti af manna­ völdum og hið seinna vegna bráðnunar jökla og hlýnunar sjáv­ ar. Það er vissulega þörf umræða sem kemur okkur öllum við. En samt eru fleiri mikilvægir þættir í flóknu samspili veðurkerfa og sjávarstrauma umhverfis okkur á norðurhveli sem gætu hugsanlega raskast. Ísland er á mörkum hlýsjávar og kaldsjávar. Fyrir sunnan og vestan land er hlýr Atlantssjór sem kemur að sunnan og er hluti af hinum mikla hitagjafa norðurhafa, Golf­ straumnum. Streymi hans alla leið til okkar og enn stærri hluti hans norður í Noregshaf leggur grundvöll að byggð svo norðar­ lega á hnettinum. Erfitt mundi fiskveiðiþjóð að þrífast pólmegin við þennan jaðar milli hlý­ og kaldsjávar. Aftur á móti kemur kaldi sjórinn að norðan og upp að norðausturströndinni. Það eru sveiflur í straummagninu frá einu ári til annars eins og sagan hefur kennt okkur. Skemmst er að minn­ ast hafísáranna fyrir 50 árum síðan þegar mikið af köldum bráðnun­ arsjó, svonefndum pólsjó kom upp að landinu norðan og austan með miklum kuldum og röskun á lífríki sjávar til langframa. Hafísárin voru áminning um áhættu þess að búa á jaðrinum við norðurheimskautið í hlýnandi heimi. Einn veigamikill eðlisþáttur í straumakerfi norðurhafa er kóln­ un sjávar við yfirborð svo hann sökkvi. Þegar selturíkur sjór að sunnan kólnar á norðurslóðum og sekkur skilur hann ekki aðeins eftir hitaorku í andrúmsloftinu heldur byrjar hann að síga aftur suður á bóginn sem djúpsjór. Sjórinn sem er saltastur [A1] sekkur mest og myndar strauma eftir botni og þessi sjór rennur í stríðum straumum suður í Atlants­ hafið í leit að sínu jafnvægi. Þetta skeður umhverfis okkur á veturna í Norðurhöfum. Af þessu leiðir að hlýsjórinn að sunnan, Golfstraumurinn er drifinn norður á bóginn vegna myndunar djúp­ og botnsjávar. Þetta er mikilvægur hluti hring­ rásar heimshafanna við núverandi aðstæður í veðurfari. Fleira kemur augljóslega til eins og vindakerfin á norðurhveli. Veruleg kólnun gæti orðið Bráðnun íss minnkar seltu sjávar og sjórinn sem myndast kallast pólsjór og er léttari en fullsaltur sjór og breiðist út í þunnum lögum í yfirborði. Pólsjór liggur yfir mest­ öllu Norður­Íshafi. Við aukna bráðnun hafíss og jökulíss getur því pólsjórinn myndað lok yfir saltari sjó og hafið fær einkenni stöðuvatns með meiri útbreiðslu á hafís. Seltan í sjónum setur því skilyrði fyrir myndun djúpsjávar. Ef hún er of lág vegna bráðnunar getur sjór­ inn ekki sokkið lengur og myndað djúpsjó. Ef þessi drifkraftur djúpsjávar­ myndunar er ekki lengur til staðar af sama styrk hvert fer þá hlýsjór­ inn að sunnan? Mundi hlýsjórinn komast eins langt norður og nú? Er ekki mögulegt að jaðarinn milli hlý­ og kaldsjávar færist til og nái ekki eins langt norður. Það er aug­ ljóst að það mundi hafa feikilegar afleiðingar fyrir okkur sem fisk­ veiðiþjóð á mörkum hins byggi­ lega heims ef straumkerfi Norður­ Atlantshafs færi úr skorðum og áhrifin yrðu vissulega langmest við jaðarinn. Að sjálfsögðu eru allir þessir ferlar í hafstraumum og náttúrufari miklum óvissum háðir, en til langs tíma litið gæti orðið veruleg kólnun á okkar slóðum þrátt fyrir hlýnun jarðar. [A1] Þarf ekki endilega að vera þannig, t.d. er GSDW undir EBDW þó EBDW sé saltari. Hafið í loftslaginu Stefán Krist- mannsson hafeðlis­ fræðingur Það er augljóst að það mundi hafa feikilegar afleiðingar fyrir okkur sem fiskveiði- þjóð á mörkum hins byggi- lega heims ef straumkerfi Norður-Atlantshafs færi úr skorðum og áhrifin yrðu vissulega langmest við jaðarinn. 365.is Sími 1817 19:25Í KVÖLD EKKI MISSA AF ÞESSUM! FÁRÁNLEGA STÓRI JÓLAÞÁTTURINN Logi Bergmann er í hátíðarskapi í sérstökum jólaþætti þar sem skemmtilegir gestir kíkja í heimsókn og jólastemningin ræður ríkjum. Fjölmörg tónlistaratriði og frábær skemmtiatriði fyrir alla. Skemmtiþáttur sem kemur öllum í jólaskap. #jolalogi 1 8 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F Ö s T U d A G U r26 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 1 F B 0 8 0 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 B B -B 0 B 0 1 7 B B -A F 7 4 1 7 B B -A E 3 8 1 7 B B -A C F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 8 0 s _ 1 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.