Fréttablaðið - 18.12.2015, Síða 28

Fréttablaðið - 18.12.2015, Síða 28
Fólk| Eldhúsið hans Eyþórs Crostini-brauðsnittur Um 20 stk. 1 stk. stórt baguette-brauð (bakað) Góð extra virgin ólífuolía Sjávarsalt Svartur pipar úr kvörn Skerið brauðið í um 1 cm þykkar sneiðar og raðið á bökunarplötu. Penslið þær með ólífuolíu og kryddið það með salti og pipar. Setjið brauð- ið inn í 180 gráða heitan ofninn í 6-7 mín. Takið úr ofninum og látið kólna. Hreindýrasnitta með piparrótardressingu og grænum eplum Hreindýratartar 200 g hreindýrakjöt sinalaust (smátt skorið) 1 stk. fínt skorinn skalottlaukur ½ grænt epli (skrælt og skorið í litla teninga) 1 stk. sýrð smágúrka (fínt skorin) 1 msk. dill (fínt skorið) 20 stk. crostini-brauðsnittur Íssalat Sjávarsalt Svartur pipar úr kvörn Setjið allt hráefnið saman í skál og smakkið til með saltinu og piparnum. Setjið piparrótardressingu á brauð- snittuna og salatblað þar ofan á. Ofan á salatblaðið er sett um 1 msk. af tartarnum, því næst smá sósa og einn dilltoppur í lokin. piparrótardressing ½ dós 18% sýrður rjómi 2 msk. majónes 1 msk. fínt rifin fersk piparrót 1 msk. Worcestershire-sósa Ferskur sítrónusafi Fínt salt Setjið allt hráefnið saman í skál og blandið því vel saman, smakkið til með sítrónusafanum og saltinu. steiktur Humar á Crostini með engfer-CHili-sultu 20 stk. pillaðir humarhalar Ólífuolía 40 g smjör 20 stk. crostini-brauðsnittur Klettasalat Sjávarsalt Hitið pönnu með ólífuolíu og steik- ið humarinn í um 2 mín. og snúið honum svo við og bætið smjörinu út á pönnuna. Ausið smjörinu yfir hum- arinn og steikið í 2 mín. í viðbót og kryddið með salti. Setjið humarinn á eldhúsrúllu og þerrið hann. Setjið klettasalatið á brauðsnittuna og svo humarinn ofan á það, bætið næst engifer-chili-sultunni ofan á og sker- ið svo í lokin smá klettasalat fínt og bætið ofan á sultuna. engifer-chili-sulta 500 g tómatar (gróft saxaðir) 4 stk. rauður chili (saxaðir í fína strimla) 3 stk. hvítlaukur (fínt saxaðir) 1 tsk. lemongrass-paste 1 þumlungur engifer (fínt saxað) 50 ml rauðvínsedik 300 g hrásykur 1 stk. stjörnuanís 1 tsk. pektín (sultuhleypir) Allt sett í pott og soðið þar til sult- an fer að þykkna. Setjið í ísskáp og látið kólna. steikt andalifur með fennelsultu 1 stk. fennel ½ hvítur laukur 4 stk. apríkósur 1 stk. stjörnuanís 1 stk. kardimomma 2 stk. negulnaglar 150 g eplaedik 70 g hrásykur Skerið fennelið og laukinn gróft niður og setjið í pott með öllu hinu hráefninu. Sjóðið saman í 30 mín. eða þar til allt er orðið mjúkt undir tönn. Takið kryddin úr pottinum og setj- ið í skál og látið sult- una kólna. meðlæti á snittu 7 stk. andalifr- arsteikur 8 msk. hveiti 4 msk. granateplakjarn- ar 4 msk. pistasíur (ristaðar í 150° í 20 mín.) 1 lúka klettasalat 20 stk. brauðsnittur 1 msk. truffluolía Ólífuolía til steikingar Hitið pönnu með ólífuolíu á, veltið andalifrinni upp úr hveitinu og setj- ið á pönnuna og steikið í um 2 mín. á hvorri hlið. Setjið klettasalatið á snittuna og leggið svo andalifrina þar ofan á. Bætið því næst fennel- sultunni ofan á. Blandið saman granateplakjörn- unum og pistasíunum og setjið um 1 msk. af truffluolíunni yfir og bland- ið öllu saman og setjið á toppinn á snittunni. grilluð nautalund í sveppa-, beikon- og sinnepskryddHjúp 800 g fullhreinsuð nautalund 1 bréf beikon 8 stk. portóbellósveppir ½ hvítlauksrif (fínt rifið) ½ búnt steinselja (fínt skorin) 3 msk. grófkorna sinnep 1 msk. tómat purée 1 msk. maple- síróp Olía til steik- ingar Svartur pipar úr kvörn Sjávarsalt Skerið beikon- ið smátt niður og steikið þar til það er orðið stökkt, hellið því svo á disk með eld- húsrúllu til að þerra fituna í burtu. Sker- ið portóbellósveppina í þunnar sneiðar og steikið á pönnu, þegar sveppirnir eru hálf steikt- ir er hvítlauknum bætt út á pönnuna og hann brúnaður með. Slökkvið á hellunni og blandið öllu nema nauta- lundinni saman við og smakkið til með saltinu og piparnum. Hitið pönnu með olíu og brúnið nautalundina allan hringinn setjið nautalundina í eld- fast mót. Smyrjið þykku lagi af hjúpn- um þétt yfir lundina. Setjið lundina inn í 100 gráðu heitan ofninn í 40 mín eða þar til hún hefur náð 54 gráðum í kjarnhita. rauðvínssoðgljái 3 stk. hvítir laukar 6 hvítlauksgeirar olía til steikingar ½ bréf timían 4 sellerístilkar 50 ml balsamikedik 50 ml maple-síróp ½ flaska rauðvín 1 lítri nautasoð 150 g smjör ½ sítróna (bara safinn) Fínt salt (má sleppa) Skrælið og skerið laukinn í grófa bita , hitið pott með olíu í og brúnið laukinn þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið selleríinu, timíaninu, maple-sírópinu og balsamikedikinu út í. Sjóðið niður um u.þ.b. 2/3 og bætið svo rauðvín- inu út í og sjóðið það niður um helm- ing. Hellið nautasoðinu út í og sjóð- ið niður um helming eða þar til sósan er farin að þykkna. Sigtið sósuna yfir í annan pott. Þegar þetta er búið er sósan klár og geymist í kæli í 7-10 daga. Í lokin, áður en að þið notið hana, þá þarf að hita hana upp og hræra smjörinu út í. Smakkið til með sítrónusafanum og smá fínu salti og meira rauðvíni ef þurfa þykir. steiktar kartöflur og perlulaukur með estragoni 800 g soðnar kartöflur ½ poki rauður perlulaukur (skrældur og gróft skorinn) ¼ bréf estragon 1 msk. smjör Ólífuolía til steikingar Sjávarsalt Svartur pipar Hitið pönnu með ólífuolíu. Skerið kartöflurnar í fernt og setið á pönn- una og steikið í um 4 mín. og bætið svo rauða perlulauknum og smjör- inu út á pönnuna og steikið þar til allt er orðið gyllt og fallegt. Bætið estragoninu út á pönnuna í lokin og smakkið allt til með saltinu og pip- arnum. vanillu panna Cotta 200 g rjómi 100 g sykur 170 g sýrður rjómi 150 g mascarpone-ostur 2 blöð matarlím 1 vanillustöng 1 msk. sítrónusafi meðlæti jarðarber kampavín Setjið allt hráefnið saman í skál og bræðið saman yfir vatnsbaði í um 10 mín. Setjið matarlímið í bleyti í kalt vatn og látið standa þar í um 5 mín. Bætið því svo út í blönduna og látið leysast upp. Maukið svo með töfrasprota. Hellið panna cottunni í kampavínsglös og setjið inn í ísskáp og látið standa þar í tvo tíma. Setj- ið sorbetinn ofan á panna cottuna og skerið jarðarberin í um 6 bita og bætið ofan á sorbetinn og endið á að setja smá kampavín yfir allt saman. jarðarberjasorbet 600 g frosin jarðarber 175 g sykur 50 g vatn Safi úr 1 sítrónu KitchenAid-ísskál Sjóðið sykur og vatn saman og kælið. Þá eru þið komin með sykursíróp. Setjið jarðarberin í skál og þíðið þau í vatnsbaði. Hellið jarðarberjunum í blandaraskál og maukið saman. Sigtið maukið í gegnum fínt sigti og bland- ið svo sykursírópinu út í og smakkið til með sítrónusafa. Setjið í ísskál frá KitchenAid (ísvél) og hrærið saman í um 20 mín. eða þar til sorbetinn er orðinn ljós á litinn og þykkur. Takið úr skálinni og setjið í dall og inn í frysti. Fólk Er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: svanur valgeirsson | Hönnun: silja ástþórsdóttir | Sölumenn: atli bergmann, atlib@365.is, bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, jóhann Waage, johannwaage@365.is, jón ívar vilhelmsson, jonivar@365.is Áramótaveislan Sjónvarpskokkurinn Eyþór rúnarsson gefur gómsætar uppskriftir á Stöð 2 fram að jólum. Í gær gaf hann girnilegar uppskriftir fyrir áramótaveisluna. þrjár gErðir aF snittum. Hreindýrasnitta, snitta með steiktum humri og snitta með steiktri andalifur. »uppskriftir úr þáttum Eyþórs má finna á matarvísi www.visir.is/matur 1 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 1 F B 0 8 0 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 B B -C 4 7 0 1 7 B B -C 3 3 4 1 7 B B -C 1 F 8 1 7 B B -C 0 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 8 0 s _ 1 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.