Fréttablaðið - 18.12.2015, Side 32
Friðrika Hjördís
Geirsdóttir
umsjónarkona Lífsins | rikka@365.is
„Í miðri jólageðveikinni
getur verið ágætt að
staldra aðeins við, líta
aðeins í kringum sig
og huga að tilgangi
jólanna.“
Í seinustu viku deildi Lífið með
lesendum kærum íslenskum
jólalögum en nú fer lagalist-
inn í útrás og hér má finna er-
lend jólalög sem eiga sér sér-
stakan stað í hjarta jólabarns-
ins. Þennan lagalista, ásamt
öðrum, má finna á Heilsuvísi
á Spotify.
Someday at
ChriStmaS
Stevie Wonder
the little
drummer boy
Sufjan StevenS
baby, it’S Cold
outSide dolly Parton
og rod SteWart
little ChriStmaS
tree Michael jackSon
Joy to the world
johnny caSh
Fairytale oF New
york the PougeS
have yourSelF
a merry little
ChriStmaS
SaM SMith
ChriStmaS time
iS here
vince guaraldi trio
o holy Night
john WilliaMS
auld laNg SyNe
colbie caillat
Hjartvermandi
jólalög
Þeir sem vilja gefa upplifun og
vellíðan ættu að skoða flothettur
frá Systrasamlaginu. Þú einfald-
lega smeygir á þig hettunni, setur
sundnúðlu undir fæturna og flot á
handleggina og svífur um í nota-
legri sundlaug eða heitum potti
og slappar af. Samkvæmt Systra-
samlaginu þá hafa „vísindamenn
tengt jákvæðar niðurstöður af
floti beint þeta-heilabylgjunum
en það er hið ómótstæðilega nota-
lega ástand sem skapast rétt áður
en við svífum inn í svefninn. Það
sem er þó öllu forvitnilegra er að
þeta-heilabylgjur mælast gjarn-
an í vökuástandi munka sem eiga
margra ára hugleiðsluþjálfun að
baki.“
Flothetturnar fást hjá Systra-
samlaginu sem er til húsa við
sundlaugina úti á Seltjarnarnesi.
Flothettum
Ö
ll höfum við mis-
munandi skiln-
ing á hamingjunni
og hvað það er sem
gerir okkur ham-
ingjusöm. Hér geturðu lesið tíu
örstutt ráð sem hjálpa þér að
verða örlítið hamingjusamari
manneskja strax í dag. Textinn
er það stuttur að þú getur meira
að segja reynt að læra hann utan
að.
Nú styttist svo sannarlega í
jólin og væntanlega margir sem
lifa ansi hratt þessa dagana.
Tíminn er af skornum skammti
og margt sem eftir er að gera
svo hægt sé að halda heilög jól.
Í miðri jólageðveikinni getur
verið ágætt að staldra aðeins
við, líta aðeins í kringum sig og
huga að tilgangi jólanna. Fyrir
utan trúarlegan tilgang þá snú-
ast jólin að miklu leyti um að
auka hamingju og gleði í skamm-
deginu. Þá komum við að ham-
ingjunni og hvernig við getum
aukið hana með nokkrum ein-
földum ráðum sem þú getur til-
einkað þér.
1. Segðu já!
Notaðu neikvæð orð eins og „ég
get ekki“ og „það er ekki hægt“ í
minna mæli. Þessi orð gera ekk-
ert nema að draga úr þér og orku
þinni. Segðu frekar já við lífinu
og leystu verkefni þín með já-
kvæðu hugarfari.
2. Andaðu
Staldraðu við og finndu hvernig
þú andar. Þegar við erum undir
miklu álagi og streitu þá öndum
við grunnt með þeim afleiðing-
um að líkaminn fær ekki það
súrefni sem hann þarf. Við verð-
um fyrr þreytt og finnum fyrir
sleni. Minntu þig á öndunina
nokkrum sinnum á dag.
3. Fagnaðu
Ekki gleyma að fagna litlum sigr-
um og markmiðum sem þú hefur
náð. Það er hreinlega bara svo
óskaplega gaman að verðlauna
sjálfan sig og fagna svolítið.
4. Vítahringurinn
Sendu frá þér kærleik og hlýju,
jafnvel þó þér sé ekkert sérlega vel
við suma aðila. Hatur gerir ekkert
nema að skaða sjálfið. Dalai Lama
orðaði þennan gjörning svo afskap-
lega vel: „Að hata einhvern er eins
og að drekka eitur og búast við því
að sá hinn sami skaðist af því.“
5. Þakklæti
Að þakka fyrir það sem maður
hefur er eitt dýrmætasta nær-
ingarefni sem sálin getur fengið.
Byrjaðu og endaðu hvern dag á því
að þakka fyrir þrjá hluti sem þú
hefur upplifað eða átt.
6. Lestu
Finndu þér bók til að lesa, það
örvar heilasellurnar. Veldu þér
jafnvel bók sem skilar einhverju
aftur í hausinn á þér.
7. Friður
Semdu frið við þau mistök sem þú
átt eftir óuppgerð og reyktu friðar-
pípu með fortíðinni. Það hefur ekk-
ert upp á sig nema jú áunnið þung-
lyndi að lifa í fortíðinni.
8. Brostu
Komdu þér í aðstæður og umhverfi
þar sem hlátur og bros eru í aðal-
hlutverki. Horfðu á góða grín-
mynd, umkringdu þig jákvæðu og
skemmtilegu fólki.
9. Tímaskortur
Hættu að kvarta yfir því að þú
hafir aldrei tíma í þetta og hitt,
þú færð nákvæmlega jafn mikinn
tíma og allir aðrir á hverjum degi.
Vendu þig frekar á að forgangs-
raða og skipuleggja þig betur.
10. Hreyfðu þig
Taktu frá þrjátíu mínútur á hverj-
um degi fyrir einhvers konar
hreyfingu. Göngutúr, hlaup eða
hvað sem er. Hreyfing lækkar
streitustuðul og eykur hamingju-
hormón.
tíu örstutt hamingjuráð
lífið mælir með
ÚTgáFuFéLAg 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
umsjón Friðrika Hjördís Geirsdóttir rikka@365.is l ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir
Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is l Forsíðumynd Ernir Eyjólfsson
Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is
lífið
www.visir.is/lifid
Heilsuvísir
2 • LÍFIÐ 18. deSemBeR 2015
1
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:4
1
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
9
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
B
B
-D
3
4
0
1
7
B
B
-D
2
0
4
1
7
B
B
-D
0
C
8
1
7
B
B
-C
F
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
8
0
s
_
1
7
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K