Fréttablaðið - 18.12.2015, Síða 41

Fréttablaðið - 18.12.2015, Síða 41
sakna ég þess að geta ekki gefið mínum eigin börnum sam- skipti við þau eða við eldra fólk því í mínu tilfelli komu þau með helgina í bæinn. En í staðinn geri ég eins vel og mér er unnt að hlúa að arfi kynslóðanna og vel út það sem skapar helgi. Eldra fólk hefur oft náð ákveð- inni tign sem kemur með yfirveg- un og ró reynslunnar. Það er að- laðandi og við getum lært af og notið mikils góðs af. Við gætum hlustað meira á reynslu þeirra og viðhaldið þannig mikilvægri teng- ingu við fortíð, nútíð og okkur sjálf. Eldra fólkið kann oftast taktinn og þarf ekki að hendast fram og til baka.“ Jólaleikir: Amma mín er veik „Ég ólst upp við mikinn söng og kirkjuferðir heima á Akur- eyri, ýmis spil og síðast en ekki síst jólaleiki sem stóðu tímunum saman og allir tóku þátt í. Mér fannst þetta alveg sjálfsagt mál og ætti erfitt með að halda jól ef ég mætti ekki leika mér neitt. Á jóladag var byrjað á að fara í messu og síðan til afa og ömmu þar sem við fórum í leiki sem stóðu langt fram á kvöld. Líka næsta dag með vinafólki. Mamma var sænsk og ég er afar stolt af hvað hún var uppátækjasöm og fjörug í leikjum. Ég er líka þakk- lát fyrir að íslenska fjölskyld- an mín var ekki síður til í leiki og sprell. Kosturinn við að fara í leiki er sá að börn, unglingar og eldri mætast og allir verða jafnir. Mamma benti mér t.d. á að það væri alltaf tilhlökkunar- efni að mæta í boð ef börn væru á svæðinu því þá væru líkurn- ar meiri á að það væri farið í leiki og það yrði gaman. Ekki bara setið og hlustað á fullorðna tala. Þetta er svo rétt og hafði mikil áhrif á sköpunargleði mína. Ég á sem betur fer marga vina- hópa sem eru til í ólíkasta sprell. Sjálf hef ég gaman af þegar fólk þorir að breyta útliti sínu og gera sig óskiljanlegt án mikill- ar fyrirhafnar, ég er alltaf opin fyrir slíku og get hlegið enda- laust. Það er svo ótrúlega gaman að sjá börn og unglinga lifna við í boðum sem þau hefðu annars ein- angrast í eða hefði leiðst. Ef ég á að telja upp nokkra leiki þá er það helst Amma mín er veik, Syk- urmolar í vör, Kisa segir, Hver er maðurinn?, Hljómsveitarleik- ur, Að botna, Frænka mín kom frá Ameríku, Land, sjór og loft, Að klæða sig úr skinnbrókinni og svo fleira og svo fleira. Með það að leiðarljósi að njóta jólanna og gleðinnar sem á að fylgja þeim langar mig að kenna löndum mínum um Ömmuna sem er veik en leikinn er kjörið að fara í þegar allir sitja við borð og eru orðnir saddir eða yfir desert- inum: Eldspýta er tekin og brenni- steinninn brotinn af. Spýt- unni kemur viðkomandi fyrir í munni sér, milli framtanna og neðri tanna, á brún tannanna. Þetta krefst vissrar þolinmæði og lagni. Þegar hægt er að halda spýtunni fastri með tönnunum einum segir viðkomandi af bestu getu: Amma mín er veik. Aðrir við borðið gera sér upp samúð og spyrja hvað sé nú að henni. Þá þarf sá sem spýtuna hefur uppi í sér að vera með í huga nafn sjúkdóms eða lasleika sem hann nefnir. Til dæmis: Hún mjaðma- grindarbrotnaði. Þetta mun sennilega enginn skilja en er tals- vert fyndið að sjá. Þá er bara að endurtaka sjúkdómsheitið þar til einhver nær að skilja hvað var sagt. Eftir það er komið að næsta manni að reyna og síðan koll af kolli. Ég mæli með þessum gleði- gjafa í öll boð og vona að landar mínir prófi leikinn þessi jól.“ Að lokum óskar Kristín öllum lesendum blaðsins gleðilegrar há- tíðar. Verk Kristínar hafa ratað víða og hér má sjá verk hennar á tónleikum Nils Landgren í Hörpu; Kristín með verk í stúdíó Stafni; og á leið í Nesstofu á sýningu. M yn d a a lb ú M STTROPEZTAN EIN MESTA LÚXUS VARAN OKKAR TIL ÞESSA SJÁLFBRÚNKU OLÍA FYRIR ANDLIT Náttúruleg og laus við rákir. Gefur fallegan gylltan lit sem endist í allt að 5 daga. Olían er létt, þornar  jótt og stí ar ekki húðholur. Dropateljari sem auðveldar upptöku og ásetningu. Notaðu einnig Self Tan Luxe Dry Body Oil sem gefur þér raka í allt að 7 daga. Þú getur viðhaldið fallegum gylltum ljóma frá toppi til táa allt, árið um kring. LÍFIÐ 18. deSember 2015 • 11 1 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 1 F B 0 8 0 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 B B -8 4 4 0 1 7 B B -8 3 0 4 1 7 B B -8 1 C 8 1 7 B B -8 0 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 0 s _ 1 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.