Fréttablaðið - 18.12.2015, Síða 42
12 • LÍFIÐ 18. desember 2015
Því miður hækkar ekki hamingju-
stuðullinn sjálfkrafa hjá öllum á að-
ventunni og yfir jólahátíðina. Þegar
fólk býr við félagslega einangrun
og/eða hefur lítið á milli handanna til
að gleðja sig og sína nánustu, eins
og margt fólk með geðfötlun, getur
upplifunin orðið enn sárari þegar
allir „eiga“ að vera óvenju sælir í
eigin skinni.
„Besta jólagjöfin fyrir þennan hóp
er oft innlit eða símhringing frá ætt-
ingja, vini eða kunningja á aðvent-
unni,“ segir Anna Gunnhildur Ólafs-
dóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálp-
ar, og bendir á að aðstandendur
verði oft hissa á því hvað slíkar
heimsóknir eða símtöl séu gefandi.
„Stundum er fólk búið að leita lengi
að hinum sanna jólaanda í verslun-
armiðstöðvum, á jólahlaðborðum og
jólatónleikum þegar hann loksins
finnst í heimsókn hjá gömlum vini
eða ættingja. Þannig leita margir
langt yfir skammt að jólunum.“
Velsæld ekki trygging
Velsæld og félagsleg færni eru
heldur ekki trygging fyrir gleðileg-
um jólum. „Ekkert okkar er ósnortið
af samfélagslegum þrýstingi í des-
ember. Hefðirnar segja okkur að
þrífa, baka, skreyta, fara á jólatón-
leika og jólahlaðborð. Samfélagið
ætlast til að við sækjum uppskeru-
hátíðir og föndrum með börnunum
okkar í leik- og grunnskólum. Fjöl-
miðlarnir segja okkur að fara á lík-
amsræktarnámskeið til að komast
örugglega í kjólinn fyrir jólin, kaupa
stærri kjól eða láta sérsauma fyrir
utan allar gjafirnar og matinn.
Við þurfum að hafa sterk bein til
að standast þennan þrýsting því rétt
eins og Trölli sem stal jólunum vitum
við innst inni að hinn eini sanni
jólaandi verður aðeins fangaður í
góðum, mannlegum samskiptum
hvort sem fólk er fátækt eða ríkt,“
ítrekar hún og minnir á að sjaldan
sé eins mikilvægt að einfalda líf sitt
og setja sjálfan sig, sína nánustu og
þá sem standa höllum fæti í forgang
og einmitt á jólunum.
Geðhjálp á erindi við alla
Þó svo margir séu einmana um jólin
segir Anna Gunnhildur aðsókn í ráð-
gjöf til Geðhjálpar minnka að jafnaði
rétt fyrir jólin. „Aðsóknin vex aftur
upp úr miðjum janúar. Sístækkandi
hópur notenda, aðstandenda og
annarra sækir til okkar ráðgjöf og
raunar má segja að algjör sprengja
hafi orðið í ráðgjöfinni í kjölfar vit-
undarvakningar í haust. Við erum
ákaflega ánægð með hvað hópur-
inn er að breikka og félögum í Geð-
hjálp að fjölga ört.
Lengi vel lagði Geðhjálp aðal-
áherslu á að hjálpa veikasta hópn-
um. Núna tölum við til breiðari hóps
því að margir úti í samfélaginu búa
yfir þeirri reynslu að hafa upplifað
tímabundna geðræna erfiðleika.
Þessi hópur á auðveldara en aðrir
með að setja sig í spor veikra og
hefur tækifæri til að leggja þeim lið
með ómetanlegum hætti.
Raunar erum við samt að tala um
að við viljum og verðum að tala til
allrar þjóðarinnar því að eitt af okkar
markmiðum er að vinna að geðrækt
og því verður ekki á móti mælt að
allir búa bæði að andlegri og líkam-
legri heilsu. Hvort tveggja verður að
rækta á jólunum eins og aðra daga.“
Nánari upplýsingar um starfsemi Geð-
hjálpar má finna á www.gedhjalp.is.
Jólaandinn falinn í
Góðum samskiptum
„besta jólagjöfin fyrir þennan hóp er oft innlit eða símhringing frá ættingja, vini
eða kunningja á aðventunni,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri
Geðhjálpar. mYNd/GVA
Þó aðsókn í ráðgjöf á vegum Geðhjálpar minnki rétt fyrir jólin er ekki þar með sagt
að öllum líði betur yfir jólahátíðina. anna G. ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar,
hvetur fólk til að gefa sér tíma til að setja mannleg samskipti í forgang yfir hátíðirnar. í
dag, föstudag, renna 5 kr. af hverjum eldsneytislítra frá Olís og óB til Geðhjálpar.
Auglýsing: Olís Og ÓB kynnA
S Sendið jólasveinun-
um þrettán hugskeyti
um skynsamlegar skó-
gjafir eins og ný nær-
föt eða sokka fyrir jólin,
mandar ínu eða lítið bréf
og standið með þeim
bræðrum ef þeir telja
rétt að setja hráa kart-
öflu í skóinn.
S Verið tímanlega með und-
irbúning og innkaup jóla-
gjafa.
S Forðist að vera með börn
í látum og streitu í búðum
á síðustu stundu.
S Undirbúið jólamat sem
krefst ekki allrar orku á
aðfangadag heldur skipu-
leggið mat jólanna með
góðum fyrirvara og
munið líka eftir einföld-
um mat og barnvænum
sem og smáhressingum.
S Farið með börnin út að
leika sér á aðfangadag og
hreyfið þau ærlega á að-
fangadag til að létta á
spennu og eftirvæntingu.
S Skiljið eftir einhverja
pakka til að opna á jóla-
dag til að kenna börn-
um að njóta betur hverr-
ar gjafar. Skrifið niður
gefendur og rifjið þá upp
til að börnin geti þakkað
fyrir sig.
S Gefið börnum líka tíma,
útivist, hreyfingu og
gleði það sem eftir lifir
jóla til að hátíðin snúst
ekki bara um pakkana og
sælgætið.
Við höldum áfram að fara yfir Snarráðin
hennar Margréti Pálu Ólafsdóttur sem
gaf nýlega út bókina Gleðilegt upp-
eldi – góðir foreldrar. Bókin er stútfull af
frábærum ráðum fyrir uppteknar fjöl-
skyldur. Hérna koma góð ráð sem vert
er að hafa í huga yfir hátíðarnar.
Hugleiðing fyrir
Hátíðarnar
Snarráðin um jólin
1
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:4
1
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
B
B
-8
9
3
0
1
7
B
B
-8
7
F
4
1
7
B
B
-8
6
B
8
1
7
B
B
-8
5
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
8
0
s
_
1
7
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K