Fréttablaðið - 18.12.2015, Qupperneq 56
Í dag
19.00 Njarðvík-Grindavík Sport
19.45 Birmingham - Cardiff Sport 2
22.00 Körfuboltakvöld Sport
01.00 NBA: Spurs - Clippers Sport
Domino’s-deild karla:
19.15 Njarðvík - Grindavík Njarðvík
Domino’s-deild kvenna:
19.15 Stjarnan - Hamar Ásgarður
MMA Eftir tvö töp í síðustu þremur
bardögum Gunnars Nelson er ljóst
að uppgangur hans innan UFC verð-
ur ekki jafn hraður og aðdáendur
hans vonuðust til í upphafi ferils
hans innan bardagasambandsins
bandaríska. Gunnar tapaði um
helgina fyrir Brasilíumanninum
Demian Maia sem vann yfirburða-
sigur á Íslendingnum sterka. Við
tapið féll Gunnar um tvö sæti á
styrkleikalista UFC í veltivigt.
Fréttablaðið fékk álit þriggja
mikilla áhugamanna um UFC og
eru þeir á einu máli um að tapið
fyrir Maia um helgina muni ekki
hafa jafn slæm áhrif á feril Gunnars
í UFC og margir óttast.
„Það er algjör óþarfi að örvænta,“
segir Halldór Halldórsson, betur
þekktur sem Dóri DNA, sem lýsti
bardaganum á Stöð 2 Sport um
helgina. Aðrir sem Fréttablaðið
ræddi við eru Pétur Marinó Jóns-
son og Guttormur Árni Ársælsson
sem hafa báðir lengi fylgst með
bardagaíþróttum og fjallað um þær
í fjölmiðlum.
„Þetta er ekki jafn mikið áfall og
margir telja,“ segir Guttormur Árni
sem undrast ekki að margir hafi
áhyggjur af framtíð Gunnars eftir
bardagann. „Ég hef heyrt menn
tala á þeim nótum að þetta tap sé
mikið bakslag fyrir hann en ég held
að það sé ekki raunin. Umræðan úti
er fremur á þann veg að bardaginn
sýndi hversu ótrúlega fær Maia er
fremur en að tala illa um hæfileika
Gunnars.“
Pétur Marinó, sem var viðstaddur
bardagann í Las Vegas, segir að
menn séu afar fljótir að gleyma í
blönduðum bardagalistum. „Það
man enginn lengra aftur í tímann
en síðasta bardaga. Menn eru fljótir
að afskrifa þig ef þú varst ekki stór-
kostlegur í síðasta bardaga. Þegar
Bara síðasti
bardagi
skiptir máli
Tap Gunnars Nelson í UFC um helgina
dregur ekki úr væntingum íslenskra
sérfræðinga í MMA, þó svo að það muni
seinka uppgangi hans innan íþróttar-
innar. Þeir vilja að Gunnar berjist oftar á
næsta ári en oft áður.
Eiríkur Stefán
Ásgeirsson
eirikur@frettabladid.is
Nýjast
Domino’s-deild karla
Keflavík - Stjarnan 87-85
Stigahæstir: Earl Brown 19/18 fráköst,
Guðmundur Jónsson 13, Valur Orri Valsson
13 - Al’lonzo Coleman 39/18 fráköst, Tómas
Heiðar Tómasson 16.
KR - ÍR 89-58
Stigahæstir: Michael Craion 21/12 fráköst,
Þórir Þorbjarnarson 16 - Sveinbjörn Claes-
sen 16, Jonathan Mitchell 15/13 fráköst.
Höttur - Haukar 68-88
Stigahæstir: Tobin Carberry 24/10 fráköst,
Hreinn Gunnar Birgisson 15 - Kári Jónsson
29, Haukur Óskarsson 25.
Snæfell - Þór Þorl. 82-100
Stigahæstir: Sherrod Wright 29/10 fráköst,
Austin Magnus Bracey 22 - Vance Hall 37/10
fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 17.
Tindastóll - FSu 107-80
Stigahæstir: Jerome Hill 32/12 fráköst,
Darrel Lewis 27 - Christopher Woods 30/12
fráköst, Hlynur Hreinsson 15.
Efst
Keflavík 18
KR 18
Haukar 14
Stjarnan 14
Þór Þorl. 14
Njarðvík 12
Neðst
Tindastóll 12
Grindavík 8
ÍR 8
Snæfell 8
FSu 4
Höttur 0
Olísdeild karla
Akureyri - ÍBV 25-25
Markahæstir: Andri Snær Stefánsson 6/2,
Bergvin Þór Gíslason 6/2 - Theodór Sigur-
björnsson 7/1, Kári Kristjánsson 7/4.
Víkingur - Valur 20-21
Markahæstir: Ægir Hrafn Jónsson 5, Jóhann
Reynir Gunnlaugsson 4/1 - Geir Guðmunds-
son 6, Daníel Þór Ingason 5.
Afturelding - Fram 22-21
Markahæstir: Árni Bragi Eyjólfsson 12/4,
Birkir Benediktsson 5 - Þorgrímur Smári
Ólafsson 6, Garðar B. Sigurjónsson 5/3.
Efst
Haukar 30
Valur 28
Fram 21
ÍBV 18
Akureyri 17
Neðst
Afturelding 17
Grótta 16
FH 14
ÍR 11
Víkingur 6
MoUriNHo LÁtiNN FArA
Stjórnarmenn Chelsea ákváðu
í gær að segja knattspyrnustjór-
anum José Mourinho upp störfum.
Portúgalinn stýrði Chelsea til
Englandsmeistaratitils á síðasta
tímabili en í ár hefur hvorki
gengið né rekið hjá liðinu. Chelsea
hefur tapað 9 af
16 leikjum sínum
og situr í 16. sæti
ensku úrvals-
deildarinnar
með aðeins
15 stig, einu
stigi frá fallsæti.
Ekki liggur fyrir
hver tekur við
stjórastarfinu hjá
Chelsea en Guus
Hiddink þykir
líklegur kostur.
menn vinna á ný þá ertu aftur orð-
inn frábær. Gunnar er enn á fínum
aldri [27 ára] og ég hef enn sömu
trú á honum á áður. tapið breytir
því ekki.“
Fullmikil svartsýni
Dóri bendir á að vegferð núverandi
UFC-meistara í veltivigt, robbie
Lawler, á toppinn hafi ekki alltaf
verið greið. Lawler hóf feril sinn
í UFC árið 2002 en tveimur árum
síðar datt hann út eftir að hafa tapað
þremur af fjórum bardögum. Næstu
rúmu átta árin barðist hann í öðrum
og minni keppnum áður en hann
komst aftur að hjá UFC, þar sem
hann varð svo meistari í fyrra.
„Gunni á svo margt eftir ógert og
það er fullmikil svartsýni að ætla
að afskrifa hann núna. Honum var
refsað gegn Maia og það gerist þegar
þú ert kominn í þennan gæðaflokk,“
segir hann og bætir við að það sé
ekki auðvelt að takast á við jafn öfl-
ugan glímumann og Maia, hversu
góður glímumaður sem Gunnar sé
sjálfur.
„Það er ekkert smáræði að fá
svona mann á bakið á sér. Það er
mjög þreytandi og dregur úr manni
orku. Það gerðust mjög fallegir hlut-
ir í fyrstu lotunni og Gunni náði að
verjast honum vel framan af, enda
hefur hann áður keppt við menn í
brasilísku jiu-jitsu sem eru jafn góðir
og Maia. Þetta var bara ekki hans
kvöld.“
Guttormur tekur undir þetta og
bendir á að fáir hefðu getað varist
Maia í þessari stöðu. „Það er sama
í hversu góðu formi þú ert. Ef þú
ert með svona mann sem bakpoka
þá mun draga talsvert af þér,“ segir
hann.
Gott að æfa með Conor
Allir eru sammála um að það henti
Gunnari vel að berjast samtímis
Conor McGregor, sem er nú orðinn
UFC-meistari í fjaðurvigt. „Þeim
finnst þægilegt að æfa sig saman,
eru með sama þjálfara og hafa allt
sitt lið í sama taktinum,“ segir Pétur
Marinó. „Gunnari finnst sjálfum að
það henti sér vel að æfa með öðrum
bardagamönnum sem eru að berjast
á sama tíma og hann og ég held að
það sé rétt metið hjá honum.“
Guttormur segir að þeir séu ólíkir
bardagamenn og það sé gott fyrir
slíka menn að æfa saman. „Conor
dregur svo marga Íra að sér og
Írarnir elska Gunna líka. Ekki er það
verra,“ bendir hann á.
Guttormur hefur enn fremur ekki
áhyggjur af að tapið um helgina
muni gera nokkuð annað en að
efla Gunnar. „Honum seinkar eitt-
hvað á vegferð sinni upp metorða-
stigann. Hann var spenntur fyrir því
að keppa um titilinn á næsta ári en
líklega verður ekki af því, sérstak-
lega miðað við hvað það er mikið af
sterkum mönnum í hans deild. En
ég held að hann eigi eftir að vinna
sig fljótt upp aftur og standa sig afar
vel í næsta bardaga.“
Gunni á svo margt
eftir ógert og það er
fullmikil svartsýni að ætla að
afskrifa hann núna.
Halldór Halldórsson, Dóri DNA
Hvernig á 2016 að vera fyrir Gunnar Nelson?
Annar tónn eftir næsta bardaga
„Ég vil að að Gunnar
taki þrjá bardaga á
næsta ári,“ segir Dóri
DNA. „Ég reikna með
að hann fái einhvern
andstæðing sem er
á svipuðum stað á styrkleikalist-
anum og hann.“
Hann segir mikilvægt að Gunnar
missi ekki dampinn þrátt fyrir tapið
gegn Demian Maia um helgina.
„Sérfróðir menn hafa talað um
svínslegar bætingar hjá honum og
við megum ekki vera of svartsýn.
Eins og einhver góður maður sagði
– ef þú tapar ekki af og til í MMA þá
ertu að berjast við ranga fólkið.“
Fljótt aftur í hringinn
„Ef Gunnar nær að
vinna 3-4 bardaga á
næsta ári þá er hann
kominn við toppinn í
sínum þyngdarflokki.
Ég vil að hann fari
fljótt aftur í hringinn svo að hann
nái að minnsta kosti þremur bar-
dögum á næsta ári,“ segir Gutt-
ormur Árni Ársælsson.
„Ég reikna með að næsti and-
stæðingur Gunnars verði ein-
hver sem er fyrir utan topp tíu á
styrkleikalistanum. En ég hef ekki
nokkrar áhyggjur af því að Gunnar
muni ekki standa sig vel í næsta
bardaga.“
Vorkenni næsta andstæðingi
„Ég vil að Gunnar byrji
á því að berjast við
einhvern svipaðan and-
stæðing og John Hath-
away, sem hann átti
upphaflega að mæta á
UFC 189 í sumar. Einhvern sem er rétt
utan við topp fimmtán en er samt
sterkur, með reynslu og ágætisnafn,“
segir Pétur Marinó Jónsson.
„Ég sé fyrir mér að Gunnar komi
fáránlega sterkur til leiks og leiki
sér að honum. Ég vorkenni næsta
andstæðingi Gunnars,“ segir hann og
bætir við að hann vilji fá þrjá bardaga
á næsta ári. „Það hefur bara einu
sinni gerst áður og það var í fyrra.“
1 8 . D e S e M b e r 2 0 1 5 F Ö S T U D A G U r28 S p O r T ∙ F r É T T A b L A ð i ð
sport
1
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:4
1
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
B
B
-A
B
C
0
1
7
B
B
-A
A
8
4
1
7
B
B
-A
9
4
8
1
7
B
B
-A
8
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
8
0
s
_
1
7
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K