Fréttablaðið - 18.12.2015, Side 58

Fréttablaðið - 18.12.2015, Side 58
✿ Sjö sinnum í undanúrslit á stórmótum á sex árum 3 2009 HM 8 2 Sigrar Töp 1 2011 HM 8 1 Sigrar Tap 1 2010 EM 7 1 Sigrar Tap 1 2012 ÓL 5 2 1 Sigrar Töp Jafnt 2 2012 EM 6 2 Sigrar Töp 1 2014 EM 7 1 Sigrar Töpsæti 2013 HM 5. 6 1 Undan- úrslit 2015 HM 6 1 Þórir Hergeirsson sést hér stjórna norska kvennalandsliðinu í sigurleiknum á móti Svartfjallalandi í átta liða úrslitum HM kvenna í Danmörku. Þetta var sjötti sigurleikur norska liðsins í röð. Fréttablaðið/AFP Handbolti Þórir Hergeirsson er enn á ný búinn að koma kvennalandsliði Noregs í handbolta í undanúrslit á stórmóti en norsku stelpurnar unnu Svartfjallaland í átta liða úrslitunum og mæta Rúmeníu í undanúrslitum í kvöld. Þetta er í sjöunda sinn á átta stór- mótum liðsins undir hans stjórn sem norsku stelpurnar spila um verðlaun og það eru góðar líkur á því að fimmta gullið sé á leiðinni. Norska kvenna- landsliðið er sannur gleðigjafi fyrir norsku þjóðin fyrir jól og það hefur nánast hægt verið að treysta á það undanfarin ár að norsku stelpurnar spili og fagni sigrum í jólamánuðinum. Norska liðið þykir nú afar sigur- stranglegt á mótinu enda margir á því að leikurinn við Svartfjallaland hafi verið hálfgerður úrslitaleikur á mótinu. Ofan á það bætist að dönsku stelpurnar töpuðu fyrir Rúmeníu í framlengingu í átta liða úrslitunum og rússneska liðið datt út á móti Póllandi. R ú s s a r n i r u n n u e i n m i t t norska liðið í fyrsta leik en síðan þá hafa stelpurnar hans Þóris unnið sex leiki í röð á mótinu. Þórir var enginn nýgræðingur þegar hann tók við norska landsliðinu af Marit Breivik árið 2009. Þórir hafði aðstoðað Marit Breivik í átta ár og átt mikinn þátt í fjórum gullverðlaunum og þremur silfurverð- launum norska liðsins á þeim tíma. Þórir á því mikið í þeim ótrúlega árangri norska liðsins að vera að spila um verðlaun í ellefta sinn á síðustu tólf stórmótum. Tap í fyrsta leik boðar gott Tapið í fyrsta leik á móti Rússum var í þriðja sinn sem norska liðið hefur tapað fyrsta leik á stórmóti síðan Þórir tók við og það ætti bara að boða gott því í bæði hin skiptin, á HM 2011 og ÓL 2012, fagnaði Þórir og stelpurn- ar með gullið um hálsinn í mótslok. Norska liðið vann líka sinn 50. stórmótaleik undir stjórn Þóris á þessum HM en sá sigur kom einmitt á móti Rúmeníu í riðlakeppninni, mótherjunum í undanúrslitunum í kvöld. Rúmenska liðið vann bara Púertó Ríkó og Kasakstan í riðlakeppn- inni en er búið að slá út Danmörku í útsláttarkeppninni. Þetta er þegar orðinn besti árangur Rúmenanna á HM undanfarin 42 ár en rúmensku stelpurnar hafa fjórum sinnum orðið í fjórða sæti á þessum tíma. Sex úrslitaleikir á sex árum? Nú er að sjá hvort þær rúmensku haldi áfram að koma á óvart á heimsmeist- aramótinu en flestir veðja þó á það að Þórir komi liðinu í sjötta úrslitaleikinn á sex árum. Vinni þær norsku leikinn í kvöld bíður liðsins úrslita- leikur á móti annaðhvort Pól- landi eða Hollandi á sunnudaginn. ooj@frettabladid.is Gleður norsku þjóðina fyrir hver jól Þórir Hergeirsson er sannur íslenskur jólasveinn fyrir norsku þjóðina en norsku stelpurnar eru enn á ný að fara spila um verðlaun á stórmóti rétt fyrir jólin. Norska kvennalandsliðið mætir spútnikliði Rúmeníu í kvöld í undanúrslitaleik á HM kvenna í Danmörku. Körfubolti Fyrri umferð Dominoʼs deildar karla í körfubolta klárast í kvöld þegar Njarðvíkingar taka á móti Grindavík í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Það er við hæfi að þessi lið mætist í lokaumferðinni enda í sömu stöðu þar sem bandarískir atvinnu- menn beggja liða hafa yfirgefið sín lið. Njarðvíkingar unnu sinn fyrsta leik eftir að Marquise Simmons var rekinn og það á heimavelli Haukanna, einu af liðunum sem munu keppa við þá um heimvallarrétt í úrslitakeppninni. Grindvíkingar þekkja það líka að spila án Bandaríkjamanns og eru líka með fleiri sigurleiki en tapleiki þegar þeir hafa spilað án bandarísks leikmanns á þessari leiktíð. Grindvíkingar unnu aftur á móti alla þrjá sigra sína Kanalausir áður en Eric Wise kom til liðsins. Grindavík hefur jafnframt tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum þar sem liðið hefur aðeins skorað 71,3 stig að meðaltali í þeim. Grindvíkingar hefðu vissulega þurft á nýju blóði að halda til að rífa sig upp úr ládeyðu síðustu vikna en fá nú að mæta kanalausu liði eins og var raunin þegar þeir löbbuðu yfir ÍR-inga í Seljaskólanum í október. Annars hefur Kanalausu liðunum gengið vel í Dominoʼs deild karla í vetur og hafa samanlagt unnið 9 leiki af 14 sem þýðir 64 prósent sigurhlutfall. Haukarnir unnu níunda leikinn á Egilsstöðum í gær. Leikur Njarðvíkur og Grindavíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og klukkan 22.00 munu Kjartan Atli Kjartansson og félagar fara yfir alla umferðina í Dominoʼs körfuboltakvöldi. – óój Kanalaus lið mætast í síðasta leik ársins í Ljónagryfjunni í kvöld GrindavíK Með Eric Wise 5 leikir 1 sigur, 4 töp Án Kana 5 leikir 3 sigrar, 2 töp tindaStóll Með Jerome Hill 8 leikir (3 sigrar, 5 töp) Án Kana 2 leikir (2 sigrar) ír Með Jonathan Mitchell 7 leikir (3 sigrar, 4 töp) Án Kana 3 leikir (1 sigur, 2 töp) njarðvíK Með Marquise Simmons 9 leikir 5 sigrar, 4 töp Án Kana 1 leikur 1 sigur fSu Með Chris Anderson og Chris Woods 8 leikir (1 sigur, 7 töp) Án Kana 2 leikur 1 sigur, 1 tap HauKar Með Stephen Madison 10 leikir 6 sigrar, 4 töp Án Kana 1 leikur 1 sigur Haukur Helgi Pálsson er að skila Kanatölum í Njarðvíkurliðunu. FréTTAblAðið(PJETUr Kanalausu liðin í Domino’s 9 sigrar 64% 5 töp 36%14 leikir Grindvíkingar unnu fyrstu þrjá deildarleiki sína í vetur án banda- rísks leikmanns en hafa síðan aðeins unnið 1 af 7 leikjum sínum í Dom- inos̓ deild karla. 1 8 . d e S e m b e r 2 0 1 5 f ö S t u d a G u r30 S p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð 1 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 1 F B 0 8 0 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 B B -9 8 0 0 1 7 B B -9 6 C 4 1 7 B B -9 5 8 8 1 7 B B -9 4 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 0 s _ 1 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.