Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2015, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 18.12.2015, Qupperneq 64
TónlisT Kórtónleikar HHHHH Vox populi söng fjölbreytta jóladagskrá Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson. Grafarvogskirkju Miðvikudaginn 16. desember Faðirvorið á svahílí er ekki eitthvað sem maður heyrir á hverjum degi hér norður í ballarhafi. En það var eitt af því sem var boðið upp á á jólatón- leikum kórsins Vox populi undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar í Grafarvogskirkju á miðvikudags- kvöldið. Kórinn var stofnaður árið 2008 og er skólakór Borgarholts- skóla. Hann samanstendur af núver- andi og fyrrverandi nemendum skól- ans, en aldur kórmeðlima mun vera 16 til 30 ára. Á dagskránni voru alls konar jólalög sem flestir þekkja. Gnægð er af slíkum tónleikum á þessum árstíma. Það sem gerði dagskrána óvanalega var hve útsetningarnar á lögunum voru fjölbreyttar. Þó virtist svo ekki vera í upphafi tónleikanna. Aðeins tveir hljóðfæraleikarar voru á sviðinu, þeir Kjartan Valdimarsson píanóleikari og Gunnar Hrafnsson á bassa. Það gaf ekki fyrirheit um að neitt sérstakt væri í aðsigi. En það er hægt að gera ótalmargt úr litlum efniviði ef hugmyndaflugið er í lagi. Segja má að hvert einasta atriði tónleikanna hafi komið á óvart. Fyrir það fyrsta voru margir kórmeðlima settir í einsöngshlut- verk. Það var nánast nýr einsöngv- ari í hverju lagi. Sum lögin voru kostuleg, eins og Annar í jólum eftir Baggalút. Þar er textinn um jóla- boð með akfeitum frændum sem eru búnir að borða yfir sig, einnig útkeyrðum húsmæðrum og hávaða- sömum börnum með alltof mikinn sykur í blóðinu. Í einu laginu steig íturvaxið par fagran dans, og í öðru settist lítill hópur kórmeðlima niður og sló sér á lær á meðan hann söng. Svo má ekki gleyma bítboxaranum Kristni Ágústssyni sem kryddaði tónleikana svo um munaði undir lokin. Hljómsveitin lék líka listavel. Þetta eru góðu fréttirnar. Þær vondu eru að fæstir kórfélagarnir réðu við einsönginn. Sumir voru pínlega falskir og aðrir hreinlega raddlausir. Einn og einn stóð vissu- lega upp úr og söng vel, en það var undantekningin frekar en reglan. Hins vegar var sönggleðin allan tímann smitandi, og þar sem þetta voru heimilislegir jólatónleikar þá skiptu misfellurnar minna máli en ella. Andrúmsloftið var meira eins og manni hefði verið boðið í partí í heimahúsi þar sem stór fjölskylda er að skemmta sér og öðrum með því að syngja og vera með alls konar flipp. En aftur að góðu fréttunum. Ég gleymdi að segja að þó að einsöng- urinn hafi ekki staðist væntingar þá var samsöngurinn hreint út sagt prýðilegur. Hann var þéttur og mis- mundandi raddsvið samsvöruðu sér vel. Svo var hann líka kraftmikill. Fyrir svo ungan kór þá er það afrek í sjálfu sér. Jónas Sen niðursTaða: Vægast sagt misjafn einsöngur, en vandaður samsöngur og stemningin var skemmtileg. Eins og partí í heimahúsi þar sem stórfjölskylda er að skemmta sér og öðrum Nýja bókin hans Páls Benediktssonar, fyrr-verandi fréttamanns, er Reykjavíkursaga. Hún nefnist Loftklukkan. Af hverju skyldi það nafn dregið? „Loftklukkan er sérstök klukka sem tengist afa mínum Árna Benedikts- syni. Margir þekkja reyndar sögu hans og ömmu, Kristrúnar Tómasdóttur, því Ólafur Jóhann Ólafsson byggir bókina Höll minninganna á henni en tekur sér mikið skáldaleyfi og fer talsvert langt frá raunveruleikanum,“ byrjar Páll og svo kemur sagan af loftklukkunni. Kristrún amma, sem ég kalla ömmu Dúnu, var af ríku kaupmannsfólki á Eyrarbakka. Hún þótti hefðardama, hafði lært píanóleik og myndlist í Kaupmannahöfn og þótti með betri kvenkostum í Reykjavík upp úr 1900. Árni afi var fátækur sveitastrákur vestan úr Arnarfirði en þau kynntust, giftust og eignuðust fimm börn. Til að gera langa sögu stutta kynnist afi sænskri konu og fer til Svíþjóðar en skrifar samt fjölskyldu sinni í eitt ár, svo hverfur hann. Allt í einu er amma ein með fimm börn og þarf að tvístra þeim út og suður. Pabbi er sendur í Selárdalinn og er þar í fimm ár án þess að sjá mömmu sína. Hún fer til Amer- íku með þrjú af börnunum en kemur heim að ári liðnu, skilur tvær dætur eftir úti, önnur þeirra hverfur í nokkur ár og kemur aldrei aftur til landsins, hin kemur nokkrum árum seinna. Fannst eftir átján ár Árni afi minn finnst loks í Ameríku eftir átján ár, hafði þá lengst af verið bryti hjá William Randolph Hearst, fjölmiðlakóngi og einum ríkasta manni Bandaríkjanna. Eftir það kom- ast börnin hans í samband við hann. Nokkrum árum seinna sendir hann þeim sína klukkuna hverju. Flotta svissneska borðklukku sem er þeirri náttúru gædd að í hólfi aftan á henni er einhver lofttegund sem dregst sundur og saman eftir hitastigi og þrýstings- munurinn knýr klukkuna áfram. Þessi gjöf afa táknar tif tímans og markar vissar sættir. En ég er líka að fabúlera með tímann í bókinni, hann streymir Loftklukkan frá afanum sem týndist í Ameríku Páll Benediktsson dregur upp áhrifamiklar myndir í bók sinni Loftklukkan – eigin minningar frá uppvaxtar- árum í Norðurmýri og óborganlegar sögur af nánu skyldfólki, svo sem afanum sem stakk af og týndist í átján ár. „Það er margt bráðskemmtilegt að finna í gömlum sendibréfum,“ segir Páll. Fréttablaðið/Ernir Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Ein myndanna í bókinni er jólamynd af systkinunum Páli, ingibjörgu Kristínu og Árna. áfram eins og loft í kringum okkur. Ég veit að þetta er dálítið löng útskýring á einu orði!“ Sendibréfin gullnáma Fleiri ættmenni Páls eiga merka sögu sem hann lýsir í bókinni. Þeirra á meðal eru foreldrar hans, Sigríður Pálsdóttir og Benedikt Egill Árnason, og móðurafinn sem höfundurinn heitir eftir. „Pabbi og mamma urðu innlyksa í Kaupmannahöfn í stríðinu. Afi minn, Páll Árnason pólití, var lögga númer tvö í Reykjavík. Hann skildi eftir sig greinargóðar dagbækur um það sem hann fékkst við á hverjum tíma, morð, ofbeldi og rán, en líka smærri mál eins og að sekta menn fyrir að keyra yfir Tjarnarbrúna,“ segir Páll sem einnig byggir bók sína á sendibréfum, „Amma Dúna var í bréfaskiptum við fjölda fólks og af því að hún bjó á heimili okkar undir það síðasta varð bréfasafn hennar eftir þar. Það er margt bráð- skemmtilegt að finna í sendibréfum frá tímabilinu 1900 til 1960.“ Í Loftklukkunni kveðst Páll líka rifja upp atvik og minni úr eigin æsku í Norðurmýrinni, Surtseyjargosið, kynni af skáldum og tónlistarmönnum, kalda stríðið og atómbombuna sem börnin hafi óttast ekki síður en fullorðna fólkið. Þess má geta að fjöldi glöggra og góðra ljósmynda eru í bókinni Loft- klukkan, bæði úr fjölskyldualbúmum og Ljósmyndasafni Reykjavíkur. gun@frettabladid.is „Sönggleðin var allan tímann smitandi,“ segir í dómnum. 1 8 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F Ö s T u d a G u r36 m e n n i n G ∙ F r É T T a b l a ð i ð menning 1 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 1 F B 0 8 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 B B -9 3 1 0 1 7 B B -9 1 D 4 1 7 B B -9 0 9 8 1 7 B B -8 F 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 0 s _ 1 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.