Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2015, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 18.12.2015, Qupperneq 74
Khaled Mohamed Khaled er 40 ára plötusnúður sem hefur verið notið mikilla vinsælda og þá sérstaklega upp á síðkastið með Snapchat-aðgangi sínum. Hann hefur gert það gott með tónlist sinni og vinnur reglu- lega með helstu stjörnunum í hipp- hopp- og R&B-heiminum. Khaled fæddist í New Orleans og byrjaði ungur að vinna í plötubúð en þar kviknaði áhugi hans á hipp- hopptónlist. Á meðan hann starfaði þar hjálpaði hann ungum röppur- um á borð við Lil Wayne, Birdman og Mavado að koma sér á framfæri. Hann færði sig fljótt yfir í að starfa sem útvarpsmaður en þaðan fór ferillinn almennilega á flug. Hann hefur gefið út átta plötur en athygli hefur vakið að hann hvorki syngur á þeim né semur lögin. Af hverju er DJ Khaled frægur? Margir velt því fyrir sér fyrir hvað Dj Khaled sé frægur fyrir nákvæmlega. Flestir þekkja hann sem manninn sem öskrar „DJ Khaled“ í byrjun laga eða „We the best“. Fyrir utan það syngur hann ekki í lögunum og semur þau heldur ekki. Vinnan hans felst fyrst og fremst í því að finna upprennandi lagahöfunda, velja flott lög og para þau við söngvara og rappara. Hann gerir það vel og hefur staðið fyrir mörgum slögurum sem rata yfirleitt hátt á Billboard-listann hverju sinni. Hann vinnur reglulega með tón- listarmönnum á borð við Drake, Future, Chris Brown og Jeremih en þeir lofsyngja hann allir. Hann býr í flottu húsi, keyrir um á flottum bílum og er með einkakokk sem eldar fyrir hann á hverjum degi. Hvað er hægt að læra af DJ Khaled? Það er óhætt að segja að ef einhverj- um líður eins og lífið sé að leika hann grátt þá er öruggt að DJ Khaled geti gert eitthvað í málunum. Hann er óendanleg uppspretta innblásturs og góðra strauma sem er oft nauðsynlegt inn í lífið. Snapchat-aðgangurinn snýst í grófum dráttum um að kenna fylgj- endum hans hvernig á að ná árangri í lífinu. Hann er ófeiminn við að leyfa aðdáendum sínum að fylgjast með lífi sínu. Það lítur þannig út að hann leggi ekki símann frá sér yfir  dag- inn enda tekur hann meðal annars upp myndbönd á meðan hann er í sturtunni. Venjulegur dagur hjá DJ Khaled Dj Khaled byrjar á því að fara í lyft- una á heimilinu sínu. Þannig kemur hann sér niður í eldhús þar sem kokkurinn hans er búinn að elda morgunmat fyrir hann. Á boðstólum eru yfirleitt hrærð egg, pylsur, beikon og brauð. Eftir það fer hann að vökva plönt- urnar sínar og hugar að ljónastyttun- um sínum. Það er einn mikilvægasti parturinn af deginum að sögn hans. Eftir það er kokkurinn hans tilbúinn með hádegismat fyrir hann. Því næst fer hann annaðhvort að keyra um í Rolls Royce inum sínum eða á sæþotu o g h e i m - sækir vini sína eða fer í stúdíóið að vinna. Hann endar yfirleitt daginn á einum vindli í sund- lauginni. Áður en hann fer að sofa ber hann á sig kókoskrem enda inniheldur það nauðsynleg næringarefni fyrir húðina. DJ Khaled lifir hátt enda á hann það skilið. Þeir sem hafa áhuga á að fylgja DJ Khaled á Snapchat geta bætt honum við vinalistann undir not- andanafninu djkhal­ ed 305. Yfir 2 milljónir manna fylgja honum á Snapchat. Hann hefur gefið út 8 plötur. Talið er að eignir hans nemi um 17 milljónum dollara. 14 lög hans hafa lent á Billboard 100 listanum. Hann er með 2,5 milljónir fylgjenda á Twitter. LykiLLinn að veLgengninni Chris Brown er einn af mörgum tónlistarmönnum sem vinna reglulega með Khaled og lofsyngja hann. Hver er DJ khaled? Plötusnúðurinn DJ Khaled hefur verið að slá í gegn með Snapchat-aðgangi sínum þar sem hann sýnir fylgjendum sínum hvernig á gera það gott í lífinu. Það er þó frekar óljóst hvers vegna og hvernig hann varð ríkur og frægur. Gunnhildur Jónsdóttir gunnhildur@frettabladid.is Plötusnúðurinn er virkur á Snapchat og er aðgangurinn hans mjög vinsæll. DJ Khaled talar oft um „lykilinn að velgengninni“. Khaled er þekktastur fyrir að segja nafnið sitt í byrjuninni á lögum sínum. Hann er þó ekki mikið fyrir að syngja eða rappa. 1 8 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F Ö s T U d A G U r46 1 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 1 F B 0 8 0 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 B B -B 5 A 0 1 7 B B -B 4 6 4 1 7 B B -B 3 2 8 1 7 B B -B 1 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 8 0 s _ 1 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.