Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 4. júlí 2011 Mánudagur Flugu með lággjaldaflugfélögum í konunglegt brúðkaup: Forsetahjónin flugu með Iceland Express Forseti Íslands, Ólafur Ragn­ ar Grímsson, og eiginkona hans, Dorr it Moussaieff, voru viðstödd brúðkaup Alberts II af Mónakó og suðurafrísku sunddrottningarinn­ ar Charlene Wittstock sem fram fór um helgina. Hjónin voru boðsgestir í brúð­ kaupinu og fengu gistingu í boði brúðhjónanna. Flugið þurfti for­ setaembættið hins vegar að borga en líkt og alls staðar annars stað­ ar er reynt að halda öllum útgjöld­ um embættisins í lágmarki. Af þeim sökum flaug forsetinn með lággjaldaflugfélögum alla leið til Mónakó. Samkvæmt upplýsingum DV flaug forsetinn til London með ís­ lenska flugfélaginu Iceland Express og þaðan með Ryanair. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem forseta­ embættið notar lággjaldaflugfélög til að halda ferðakostnaði forsetans í lágmarki. Það voru þó án efa fáir gestir í brúðkaupi þeirra Alberts og Charl­ ene sem flugu til Mónakó með lág­ gjaldaflugfélögum. Meðal gesta í brúðkaupinu voru þjóðhöfðingjar hinna Norðurlandaþjóðanna auk margra þekktra einstaklinga. Albert er þekktur fyrir tengsl sín inn í Hollywood en hann er sonur leikkonunnar Grace Kelly sem vakti mikla athygli þegar hún giftist Rein­ er III af Mónakó árið 1956. Meðal gesta sem boðnir voru í brúðkaupið voru ofurfyrirsæturn­ ar Naomi Campbell, sem er fyrr­ verandi kærasta Alberts, og Kar­ olina Kurkova. Auk þess voru þar fatahönnuðir á borð við Roberto Cavalli, Karl Lagerfeld og Giorgio Armani, sem einmitt hannaði brúð­ arkjól Charlene. Einar Ingimundarson, meðdómari í Exeter Holdings­málinu, og Atli Örn Jónsson, eitt af vitnunum í málinu og einn af eigendum stofnfjárbréfa í Byr sem seld voru inn í Exeter, eru sam­ starfsfélagar hjá verðbréfafyrirtækinu Íslensk verðbréf h.f. Þessi staðreynd varð samt ekki til þess að Einar teld­ ist vanhæfur sem meðdómari í mál­ inu en dómur var kveðinn upp í því á þriðjudaginn. Einar og Arngrímur Ísberg, héraðsdómarinn sem valdi Einar sem meðdómara í málinu, sýknuðu þá sakborningana þrjá sem ákærðir höfðu verið fyrir umboðs­ svik í málinu, þá Ragnar Z. Guðjóns­ son, Jón Þorstein Jónsson og Styrmi Bragason. Atli Örn var einn af eigendum Húnahorns, eignarhaldsfélags sem meðal annars var í eigu Ragnars Z. Húnahorn seldi stofnfjárbréf sín í Byr inn í Exeter Holdings með lánveit­ ingu frá Byr síðla árs 2008. Með lán­ veitingunni og sölu bréfanna losnuðu eigendur Húnahorns við bréfin sín og sömuleiðis þær ábyrgðir sem þeir voru í fyrir lánum frá MP Banka sem félaginu hafði verið veitt til að kaupa bréfin í Byr. Ef stjórnendur Byrs, Ragnar Z. og Jón Þorsteinn, hefðu ekki ákveðið að veita Exeter Holdings lánið fyrir bréfunum hefði MP Banki getað gengið að þeim persónulega. Byr hluthafi í Íslenskum verðbréfum Þessi óheppilegu tengsl Einars við eitt af vitnunum í málinu bætast við önn­ ur tengsl sem voru í umræðunni fyrir helgi: Fyrirtækið Íslensk verðbréf hf. er að hluta til í eigu sparisjóðsins Byr. Atli Örn er nefndur á nafn í dómn­ um vegna vitnisburðar síns um Ex­ eter Holdings­málið. Í dómnum kemur fram að Húnahorn, sem var í eigu fyrrverandi yfirmanna í Spari­ sjóði vélstjóra, hefði fengið að eign­ ast stofnfjárbréfin þegar Sparisjóður vélstjóra rann saman við Sparisjóð Hafnarfjarðar og úr varð Byr. í dómn­ um kemur fram að Jón Atli hafi borið því við að hann hafi ekkert vitað um afdrif bréfa Húnahorns í Byr fyrr en Ragnar sagði honum frá því að MP Banki hefði leyst bréfin til sín. Jón Atli er því beintengdur við Exeter Hold­ ings­málið og hann og einn af dóm­ urunum þremur starfa hjá sama fyrir­ tækinu. Arngrímur skipaði Einar Skipun Einars bar að með þeim hætti að Arngrímur Ísberg, dómarinn í mál­ inu, bað um meðdómara sem væri sérfræðingur í verðbréfaviðskiptum. Dómarar biðja gjarnan um slíkt ef þeir meta það sem svo að sérþekk­ ingu á einhverju ákveðnu sviði þurfi til að dæma í tilteknum málum. Dóm­ arinn sjálfur skipar þá einn utanað­ komandi meðdómara og dómstjór­ inn við héraðsdóminn, í þessu tilfelli Helgi I. Jónsson, skipar þriðja með­ dómarann úr röðum héraðsdómara. Lendingin í þessu tilfelli varð sú að Arngrímur skipaði Einar sem dómara vegna þekkingar hans á hagfræði og verðbréfaviðskiptum – Einar er bæði menntaður í hagfræði og lögfræði – og Helgi skipaði Ragnheiði Harðar­ dóttur sem þriðja dómara. Engin athugun fór hins vegar fram á hæfi Einars Ingimundarsonar áður en Arngrímur skipaði hann sem dóm­ ara og var ákvörðun hans um það ein­ hliða. Í slíkum tilfellum ber þeim sem skipa á sem meðdómara að greina dómaranum frá tengslum sínum við málið. Einar hefur borið því við í fjöl­ miðlum að hann ynni hjá fyrirtæki sem tengdist Byr og að Arngrímur hefði ekki gert neinar athugasemdir við það. Þekkti Einar ekki Aðspurður um tengslin við Atla í gegn­ um Íslensk verðbréf segir Einar að hann hafi ekki vitað að Atli Örn tengdist mál­ inu sem einn af hluthöfum Húnahorns og sem vitni. „Ég vissi ekki að Atli þessi væri í málinu þegar hann [Arngrímur, innskot blaðamanns] bað mig um að taka þarna sæti,“ segir Einar. Hann segir að hann telji að þessi tengsl skipti ekki máli og geri það ekki að verkum að hann sé vanhæf­ ur í málinu – Hæstiréttur getur skot­ ið málum aftur til héraðsdóms ef það telst sannað að dómari hafi verið van­ hæfur. „Ég þekki Atla þannig séð ekki neitt. Ég vinn á Akureyri og hann starfar í Reykjavík. Og þessi tengsl, að við vinnum hjá sama fyrirtæki, skipta engu máli. Atli var ekki ákærður í mál­ inu og ég hef ekki nein tengsl við neinn hinna ákærðu í málinu,“ segir Einar. Arngrímur og Einar sýknuðu svo Jón Þorstein, Ragnar Z. og Styrmi Bragason í Exeter­málinu á meðan Ragnheiður vildi sakfella Ragnar Z. og Jón Þorstein. Með sýknudómnum voru Arngrímur og Einar því að segja að engin lögbrot hefðu átt sér stað í viðskiptunum með Byrbréfin sem seld voru inn í Exeter Holdings. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Meðdómari í Exeter-málinu starfar með vitni í málinu n Segist ekki hafa vitað að samstarfsmaðurinn væri vitni n Meirihluti dómsins sýknaði sakborningana þrjá „Ég vissi ekki að Atli þessi væri í málinu. Atli Örn Jónsson Var einn af eigendum Húnahorns. Einar Ingimundarson Er samstarfs- félagi vitnis í málinu. Vissi ekki um tengsl meðdómara síns Vissi ekki að Atli væri vitni Einar Ingi- mundarson, meðdómari í Exeter-málinu, segist ekki hafa vitað að Atli Örn Jónsson, samstarfsfélagi hans hjá Íslenskum verð- bréfum, væri vitni í málinu. Sparnaður Forsetinn og eiginkona hans létu sér nægja að fljúga með lággjaldaflug- félögum til Mónakó. Mynd SIgtryggur ArI Slagsmál brutust út í samkvæmi Einn var fluttur á slysadeild eftir að slagsmál brutust út í samkvæmi í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að heimahúsi í Hjalla­ landi í Fossvoginum um klukkan 2 vegna samkvæmis sem hafði farið úr böndunum. Að sögn lögreglunnar var einn maður fluttur á slysadeild eftir að slagsmál brutust út en eng­ inn var handtekinn. Sjónarvottar segja að töluverður viðbúnaður hafi verið og að sex lög­ reglubílar hafi mætt á svæðið ásamt sjúkrabíl. Lést af slysförum í Sviss Íslenska konan sem lést í bílslysi í Basel í Sviss síðastliðinn laugardags­ morgun hét Bergþóra Bachmann. Hún var þrjátíu og eins árs gömul og búsett í Basel og var einhleyp og barnlaus. Bergþóra var á reiðhjóli þegar ekið var á hana Arnþrúður hjólar í Hauk „Ef hann vill vernda barnaníðinga, þá er það hans mál,“ segir Arnþrúð­ ur Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, um yfirlýsingu Hauks Holm sem hann sendi út um helgina þar sem hann fordæmdi mynd­ og nafn­ birtingu Útvarps Sögu á meintum barnaníðingi frá Vestmannaeyjum. Haukur, sem var áður fréttastjóri hjá útvarpsstöðinni, segir í yfirlýs­ ingunni: „Ég fordæmi [...] umrædd vinnubrögð á sama tíma og ég ítreka að þau eru ekki á mínum vegum, þrátt fyrir að ég sé ranglega og enn titlaður fréttastjóri á fréttastofu Út­ varps Sögu.“ Arnþrúður er ósammála Hauki. „Það eru almannahagsmunir að menn viti hverjir séu líklegir til þess að gera svona. Hæstiréttur ákvað að þessi maður skyldi í gæsluvarðhald og við erum bara að framfylgja því. Það er það sem Útvarp Saga er að gera,“ segir Arnþrúður. „Það er kominn tími til þess að hætta allri þöggun. Það er alltaf ver­ ið að vernda og hlífa alls konar kvik­ indum sem ganga laus,“ segir Arn­ þrúður enn fremur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.