Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2011, Blaðsíða 26
26 | Fólk 4. júlí 2011 Mánudagur Björgvin Páll og Karen giftu sig um helgina: Vildu iPad og iPhone í brúðargjöf Landsliðsmaðurinn Björgvin Páll Gústavsson gekk í það heilaga á laugardaginn með sinni heittelskuðu Karen Einarsdóttur. Á boðskortinu fyrir brúðkaupið báðu brúðhjónin gestina um að kaupa ekki gjöf held­ ur frekar leggja inn á sig fyrir gjöfinni þar sem þau eru búsett erlendis og vildu ekki rogast með þunga pakka með sér út. Þau báðu því gestina frekar um að millifæra inn á sig vissa upphæð og skrifa með í skýringu hvað þeir vildu gefa þeim. Á óskalist­ anum voru meðal annars Kitchen­ aid­hrærivél, iPad og iPhone. Það fylgdi hins vegar ekki sögunni hvort þau hygðust nota iPhone­inn saman eða hvort það ætti að gefa þeim sitt hvorn símann. Björgvin Páll og Karen hafa verið saman í 8 ár. Karen er systir góðs vin­ ar og fyrrverandi samherja í boltan­ um, Jóhanns Gunnars Einarssonar. Í viðtali við DV í febrúar í fyrra sagði Björgvin frá því hvernig ástarsam­ bandið, sem nú er orðið að hjóna­ bandi, hefði byrjað með sms­gríni. „Við vorum á landsliðsæfingum strákarnir fyrir Evrópumótið og um verslunarmannahelgina mátti eng­ inn fara neitt því við vorum að æfa. Þessa helgi fórum við heim til Jó­ hanns Gunnars þar sem ég sá mynd af Karen upp á vegg. Í einhverju gríni bað ég Jóa um númerið hjá henni og fór að senda henni sms. Það sms endaði með því að hún sendi mér sms og svo sáumst við einu sinni þegar hún kom á leik hjá okkur áður en við fórum út á Evrópumótið.“ Eftir það fór Björgvin út og spilaði og þegar hann kom heim var Karen á vellinum. „Úti var ég svo í stöðugu sambandi við hana í gegnum tölvuna og símann. Sú ferð endaði nú með Evrópumeistaratitli og voru miklar móttökur á vellinum þegar við kom­ um heim. Þar var hún að taka á móti bróður sínum en ég vil nú meina að hún hafi meira verið að taka á móti mér,“ segir hann og hlær. „Þar sáumst við almennilega í raun í fyrsta skiptið. Eftir þetta fórum við að hafa meira og meira samband og það endaði með því að við erum búin að vera saman í sex ár eftir eitt­ hvert sms­grín,“ sagði Björgvin um fyrstu kynni þeirra í viðtalinu. É g er mjög tíður gestur í svona þáttum þeg­ ar ég er í Búlgaríu. Að þessu sinni var verið að spjalla við mig út af endurkomu minni til Búlgaríu,“ segir þokkagyðjan og ísdrottning­ in Ásdís Rán. Hún var gestur í morgunþætti búlg­ örsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 í síðustu viku. Þar var túlkur henni til aðstoðar því þáttastjórn­ andinn talaði á búlgörsku. Þar sagði Ásdís meðal annars frá því að hún væri alveg til í nektarmynd­ artökur ef þær færu faglega fram og að hún væri ekki búin að láta laga andlitið á sér neitt nema hún væri með smágel í vörunum. Hún útilokaði þó ekki að hún myndi láta teygja eitthvað á andlitinu seinna meir. Fetar í fótspor þýskra stjarna í Playboy Ásdís er flutt aftur til Búlgaríu með fjölskyldu sinni eftir stutta dvöl í Þýskalandi. Hún náði þó að heilla Þjóðverjana á meðan á dvöl hennar þar stóð. Hún prýðir meðal annars síður þýska Playboy núna í júlí. „Þetta voru bara nokkrir mánuðir sem við vor­ um þarna og ég var að ferðast stóran hluta af þess­ um tíma þannig að ég hafði lítinn sem engan tíma til að koma mér inn í glamúrheiminn þar en fékk flott boð frá þýska Playboy. Ég prýði þar heilar átta síður núna í júlí sem er mjög óvanalegt nema fyr­ ir þýskar stjörnur þannig að ég er mjög sátt með þennan stutta tíma í Þýskalandi,“ segir Ásdís aug­ ljóslega ánægð með árangurinn. Hannar undirföt og leitar að meðeiganda Það er nóg um að vera hjá ísdrottningunni og hún er með mörg járn í eldinum. „Nú er ég að byrja að hanna breiðari fatalínu fyrir Hagkaup. Undirföt og annað, alveg rosalega spennandi verkefni.“ Ásdís segir að snyrtivörurnar sem hún setti á markað fyrir síðustu jól séu uppseldar en komi vonandi sem fyrst aftur. „Þær eru löngu uppseldar og vonandi væntanlegar sem fyrst. Þær metseldust í Hagkaupum og fleiri búðum og allir yfir sig hrifn­ ir enda frábærar vörur. Það urðu smábreytingar í fyrirtækinu mínu og ég borgaði meðeiganda minn út. Þessar breytingar gerðu það að verkum að nýju vörunum seinkar töluvert og ég hef líka verið að líta í kringum mig eftir nýjum meðeiganda að Ice­ queen­veldinu.“ viktoria@dv.is Leitar að meðeiganda að Icequeen-veldinu n Ásdís Rán spjallaði meðal annars um fegrunaraðgerðir og nektarmyndatökur í búlgörskum sjónvarpsþætti n Prýðir átta blaðsíður í júlíútgáfu þýska Playboy Þýska Playboy Ásdís prýðir heilar átta síður í júlíútgáfu þýska Playboy. Hún segir það vera óvanalegt að vera á svo mörgum síðum nema að vera stjarna í Þýskalandi. Komin aftur til Búlgaríu Ásdís er komin aftur til Búlgaríu eftir stutta dvöl í Þýskalandi. Hún segist ekki hafa haft tíma til að komast inn í glamúrheiminn í Þýskalandi. Fótboltakappinn Eiður Smári Guðjohnsen skellti sér út á lífið með eiginkonu sinni. Hann rölti niður Laugaveginn með henni en fékk til þess lítið næði því að á eftir honum var heil halarófa af aðdáendum sem vildu ná af honum tali. Eiður var kátur og pollrólegur yfir þessu öllu saman og gaf sér góðan tíma til þess að spjalla við aðdáendurna. Kátur á Lauga- veginum Brúðhjónin Nenna ekki að burðast með þunga pakka á milli landa og báðu þess vegna gesti að millifæra á sig fyrir gjöfunum. Má ekki kyssa konuna í brúð- kaupsferðinni Jóhannes Ásbjörnsson, eða Jói í Fabrikk- unni, er nú í brúðkaupsferð með eiginkonu sinni í Dúbaí. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá kostulegu staðreynd að í Dúbaí má ekki kyssast á almannafæri og staðurinn því ekki sá alrómantískasti þó að í borginni sé margt spennandi að sjá. Þótt Sameinuðu arabísku furstadæmin leggi nú mikla áherslu á alþjóðlega ferðaþjónustu er stjórnskipun afar íhalds- söm, kossaflens og atlot eru ekki leyfð á almannafæri og verða því að fara fram í leyni í brúðkaupsferðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.